Pétur Valberg Helgason skipasmiður, Klapparstíg 6. Y.-Njarðvík. F. 6. júlí 1939 í Reykjavík. Foreldrar: Helgi Magnússon bræðslum. á togurum í Hafnarf., f. 1910 á Þverfelli í Lundarreykjadal, d. 1962, og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir, f. 1916 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Magnús Jóhannsson bóndi á Þverfelli, síðar á Sjónarhóli, Vatnslstr., og kona hans Erlendsína Helgadóttir frá Litlabæ, Vatnslstr. Móðurforeldrar: Guðmundur Þórarinsson frá Akranesi, sjómaður hjá Eimskip, síðar bóndi í Skjaldarkoti, Vatnslstr., og kona hans Konráðína Pétursdóttir frá Brokey. Brunnastsk. 1946-53. Héraðsskólinn Reykjan. við Ísafjdjúp 1954-55 sem var þá 2 x 3 mán. verknám. Skipasm. hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1963-66. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1966. Námsk. hjá Howald Werke, Deutsche Werft, Kiel, Þýskal., 1969-70. Vann við brúarsm. sumrin 1957-59. Pípul. 1959-61. Skipasm. 1962- 74, lengst af hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, nema 1969-70 í Þýskal. Handavkennari við Brunnastsk. og Njarðvíkursk. 1966-69. Teiknikennari við Njarðvíkursk. og Iðnskóla Keflavíkur 1968-69. Smíðaði á árunum 1966-68 17 báta fyrir Æskulýðsráð Kópav. og Æskulýðsráð Reykjavíkur, sem voru með fyrstu bátunum sem bátakl. í Nauthólsvík hafði til umráða. Vann 1969 með ungl. úr Keflavík og Njarðvík á vegum Æskulýðsráðs að smíði 12 báta, en aðstaða við sjóinn var ekki fyrir hendi. Eiginkona 10. júlí 1960: Rita Prigge Helgason frá Kiel, Þýskal. Börn: 1) Reynir, f. 7. desember 1960. 2) Haraldur, f. 29. janúar 1962. 3) Ívar, f. 13. maí 1963. (1976)

Valdimar Björnsson húsasmiður. F. 31. desember 1893 í Laxárdal, Skógarstr., d. 28. ágúst 1972. Foreldrar: Björn Magnússon bóndi og kona hans Margrét Magnúsdóttir. Bróðir Magnúsar Björnssonar járnsm. (sjá þar). Lærði smíðar hjá Magnúsi Magnússyni á Gunnarsst. og Magnúsi syni hans 1908-12. Fékk útg. meistarabr. í húsasm. 1935 eftir úrsk. Landssamb. iðnm. Flutti til Y.-Njarðvíkur 1922 og byggði sér hús er hann nefndi Velli. Stundaði smíðar á sumrin en sjó á veturna, einnig búskap. Byggði allmörg hús í Keflavík og Njarðvíkum. Var í útg. frá 1927-59. Var einn af aðalstofnendum Dráttarbr. Keflavíkur 1935 og framkvstj. frá stofnun til 1959, að undanskildum árunum 1943-46. Dvaldi þá í Ameríku í eitt ár og lét smíða þar vélbát fyrir sig. Byggði síðan nokkur hús í Reykjavík. Flutti til Keflavíkur 1939. Til Reykjavíkur 1947 og aftur til Njarðvíkur 1954. Sat í hreppsnefnd Keflavíkurhr. frá 1925-46. í byggingan. Keflavíkur nokkur ár. Sýslunefndarm. Njarðvíkurhr. allmörg ár. Í byggingan. Njarðvíkur um langt árabil. Í mörgum öðrum nefndum og félögum. Form. og framkvstj. Landeigendafél. Y.-Njarðvíkur og Vatnsness um langt árabil. Einn af stofnendum Iðnmfél. Keflavíkur. Eiginkona 14. júlí 1921: Sigríður Árnadóttir, f. 27. júlí 1892 í Ögri, Stykkishólmshr. Foreldrar: Árni Snæbjörnsson bóndi þar, f. 1858 á Helgafelli, síðar verkstjóri og kaupm. í Stykkishólmi, og kona hans Margrét Júlíana Jónsdóttir, f. 1864, frá Þórdísarst., Eyrarsv. Börn: 1) Árni Snæbjörn, f. 6. desember 1923, vélstjóri, k. Dómhildur Ástríður Guðmundsdóttir. 2) Gunnar Hörður, f. 20. janúar 1925, bifrstj., eiginkona Sigurrós Sigurðardóttir. 3) Margrét Katrín, f. 6. júní 1926, eiginmaður Guðjón Steingrímsson hrl, Hafnarf. 4) Birna Fjóla, f. 19. mars 1932, eiginmaður Halldór Alfreðsson bifrstj., Keflavík.

Valdimar Gíslason múrari. F. 6. júlí 1895 að Nýjabæ í Sandvíkurhr., Árn., d. 17. júlí 1968. Foreldrar: Gísli Guðmundsson frá Eiríksbakka á Skeiðum, Árn., bóndi og sjómaður, drukknaði á Stokkseyrarsundi 20. mars 1897, og bústýra hans Valgerður Jónsdóttir, f. 6. janúar 1858 að Fossnesi, Gnúpverjahr., Árn. Föðurforeldrar: Guðmundur Ólafsson bóndi og kona hans Ástríður Gísladóttir. Móðurforeldrar: Jón Jónsson bóndi og kona hans Guðný Magnúsdóttir. Vann sem ungl. á búi móður sinnar. Síðar var hann í kaupav. á sumrin og við sjóróðra og aðra vertíðarv. á Stokkseyri á veturna. Árið 1917 eða 1918 réðist hann til Vestm. sem vélstjóri á m/b Olgu hjá Guðmundi Jónssyni frá Háeyri og var með honum til ársins 1928. Hætti þá sjómaður og réðist til Gísla J. Johnsen. Vann þar mikið við byggingu steinsteyptra mannvirkja. Upp frá því var uppsteyping húsa og annarra mannvirkja, ásamt múrun og járnbindingum, snar þáttur í starfi hans. Tók einhverjar námsgr. við Iðnskóli í Vestm. Sótti um og fékk iðnbr. í múraraiðn 1935. Fluttist til Sandgerði. 1940 og réðist sem ráðsm. til Miðness hf. Vorið 1941 fluttist hann til Keflavíkur og vann eftir það mest að uppbyggingu mannvirkja og múrun í Keflavík og Njarðvíkum. Var nokkrum sinnum í prófnefnd múrara og form. 1949. Skipaður freðfisksmatsm. í Keflavík 1944. Skipaður varam. í fasteignam. í Keflavík 1953 og síðar aðalm. Eiginkona 1918: Helga Jónsdóttir, f. 23. apríl 1894 á Stokkseyri, d. 17. ágúst 1965. Foreldrar: Jón Þorsteinsson járnsm., Brávöllum, Stokkseyri, og kona hans Guðrún Þórðardóttir frá Mýrum í Flóa. Börn: 1) Kristín Guðrún, f. 22. maí 1915, eiginmaður Þórður Arnfinnsson sjómaður (d. 1966). 2) Jón Arason Valdimarsson, f. 5. febrúar 1922, vélvirki. 3) Gíslína Valdís, f. 21. febrúar 1928, d. í USA 29. desember 1966, eiginmaður Leslie McKeen flugumsjm. 4) Kolbrún, f. 5. desember 1935, eiginmaður Ólafur Jónsson bifrstj. í Reykjavík. (1972)

Valdór Bóasson húsasmiður, Torfufelli 7, Reykjavík. F. 10. september 1948 á Reyðarf., S.-Múl. Foreldrar: Bóas Valdórsson bifvv. og kona hans Margrét Eiríksdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1964-65. Iðnskóli Keflavík 1967-69. Húsasmíðanám hjá Hús og innréttingar, Sandgerði, meistari Sigurður Guðjónsson og Eðvald Bóasson, 1967-70. Sveinspróf 1970 í Sandgerði. Vann alm. verkamv. í æsku. Vann eftir iðnnám í trésm. Lerki, Reykjavík, 1970-74. Trésm. Meið, Reykjavík, 1975-76. Síðan í Árfell hf. Form. skólafél. G. K. 1964-65.1ístjórn ungtemplarafél. Árvakurs 1967-70. í stjórn Ísl. ungtemplara. Framkvstj. Æskulýðsráðs Keflavíkur um skeið. Fél. í st. Vík, Keflavík, st. Einingunni. Reykjavík. í stjórn Þingstúku Reykjavíkur. í stjórn sumarheimilis templara, Galtalæk. í stjórn bindindismóts í Galtalækjarskógi. Eiginkona 7. nóvember 1970: Rósa Hanna Gústafsdóttir, f. 9. maí 1952. Foreldrar: Gústaf Adolf Guðjónsson slökkvilm. og kona hans Lovísa Einarsdóttir. Barn: Bóas, f. 25. júlí 1976. (1978)

Valgeir Bjarni Borgarsson skipasmiður, Hólagötu 7, Y.-Njarðvík. F. 3. febrúar 1935 á Hólmav., Strand. Foreldrar: Borgar Sveinsson verslunarstjóri, f. 9. febrúar 1896 að Kirkjubóli, Staðardal, Strand., d. 1966, og kona hans Soffía Bjarnadóttir, f. 13. maí 1906 að Klúku, Bjarnarf., Strand. Föðurforeldrar: Sveinn Sveinsson bóndi, Kirkjubóli, og kona hans Guðlaug Magnúsdóttir. Móðurforeldrar: Bjarni Jónsson bóndi að Skarði, Bjarnarf., og kona hans Valgerður Einarsdóttir. Bróðir Péturs Trausta Borgarssonar vélvirkja Systursonur Eyjólfs Bjarnasonar vélvirkja Barnaskóli Drangsnesi. Lærði skipasm. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1954-58. Iðnskóli Keflavík 1954-59. Sveinspróf 1959. Við versl. á Drangsnesi 1950. Sjóm. 1951-54. Hefur síðan starfað í Skipasmíðastöð Njarðvíkur að undanskildum 5 netavertíðum og 4 síldarsumrum á árunum 1958-63. Eiginkona 23. júlí 1967: Sólveig Pétursdóttir, f. 2. september 1944. Foreldrar: Pétur Gauti Pétursson bóndi á Gautlöndum, Mývatnssv., og kona hans Gíslína Bjarnadóttir. Börn: 1) Borgar, f. 4. febrúar 1968. 2) Pétur Gauti, f. 7. maí 1970. 3) Jón, f. 21. janúar 1974. (1977)

Valgeir Ólafur Helgason málari, Reykjanesbraut 12, Y.-Njarðvík. F. 13. janúar 1937 í Vík í Mýrdal. Foreldrar: Helgi Helgason verkamaður., f. 30. júní 1911 í Holti, Álftaveri, og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir, f. 24. ágúst 1909 á Borgarf. eystra, d. 15. febrúar 1969. Föðurforeldrar: Helgi Brynjólfsson bóndi í Holti, síðar verkamaður. í Vík, og kona hans Guðlaug Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Halldór Pétursson sjómaður í Fuglavík á Miðnesi og kona hans Guðrún Einarsdóttir. Albróðir Sævars málara, Guðjóns skipa og húsasm. og Jóns B. málara, en þeir bræður og Olgeir málari, Ingólfur rafv., Halldór og Oliver múrarar Bárðarsynir eru systkinasynir. Lærði málaraiðn hjá Áka Gränz í Y.-Njarðvík 1955-59. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1974. Vann landbúnaðarst. í æsku til 1953, er fjölskyldan flutti til Njarðvíkur. Við lagerst. á Keflavíkurflugvelli 1953-55. Síðan við iðnnám og málarast. 1955-60. Við akstur leigubíla 1961-74. Síðan við málarast. hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Eiginkona 23. ágúst 1958: Guðlaug Bergmann Júlíusdóttir, f. 29. janúar 1936. Foreldrar: Júlíus Eggertsson múrari (sjá þar) og kona hans Guðrún Bergmann Stefánsdóttir. Börn: 1) Júlíus Helgi, f. 29. apríl 1957. 2) Guðrún Bergmann, f. 6. mars 1960. 3) Jóhanna, f. 20. mars 1961. 4) Erla, f. 20. júlí 1963. 5) Einar, f. 9. mars 1966. (1976)

Valgeir Sigurðsson vélvirki, Hátúni 5, Keflavík. F. 18. mars 1929 í Reykjavík. Foreldrar: Sigurður Jósep Ólafsson verkamaður., f. 22. ágúst 1893 að Tröðum, Mýr., d. 30. september 1948, og kona hans Áslaug Jóhannsdóttir, f. 31. mars 1900 að InnstaVogi, I.-Akraneshr., d. 25. desember 1964. Föðurforeldrar: Ólafur Sigurðsson bóndi að Tröðum og kona hans Sigurbjörg Jósepsdóttir. Móðurforeldrar: Jóhann Björnsson bóndasonur, Innsta-Vogi, og Guðrún Stefánsdóttir vinnuk. Vélvnám í Hamri hf. 1945-49. Iðnskóli Reykjavík 1946-47. Sveinspróf í rafsuðu 1971 í Reykjavík. Verkl. sveinspróf í Hafnarf. 1972. Vann í Dráttarbr. Keflavíkur 1949-50. Á Keflavíkurflugvelli 1950-63. Hjá Vélsm. Björns Magnússonar, Keflavík, 1963-68. Hjá Sindra, Reykjavík, 1968-69. Síðan hjá Íslands. álfél. í Straumsv. Í skrúðgarða og fegrunarn. í Keflavík 1962-74. Eiginkona 27. maí 1950: Guðmunda M. Friðriksdóttir, f. 5. janúar 1925. Foreldrar: Katarínus Friðrik Finnbogason og kona hans Þórunn María Þorbergsdóttir. Guðmunda er systir Þorbergs Friðrikssonar. Börn: 1) Laila, f. 29. desember 1946, eiginmaður Sigurður Halldórsson sjómaður 2) Sigurður, f. 5. september 1949, eiginkona Bjarney Gunnarsdóttir. 3) Óli Þór, f. 6. júní 1951, eiginkona Elín Guðjónsdóttir. 4) Áslaug, f. 3. desember 1952, eiginmaður Robert Williams, USA. 5) Friðrik Már, f. 14. nóvember 1953, eiginkona Ingigerður Guðmundsdóttir. 6) Gunnar Valgeir, f. 6. september 1957. 7) Herborg, f. 22. september 1963. 8) Guðrún, f. 18. júlí 1966. (1978)

Valgeir Jóhannes Þorláksson bakari, Þórustíg 30, Y.-Njarðvík. F. 20. júlí 1945 í Reykjavík. Foreldrar: Þorlákur Valgeir Guðgeirsson húsgbólstrari, f. 23. janúar 1921, og kona hans Kristín Jóhannesdóttir, f. 13. janúar 1924, d. 11. nóvember 1966. Föðurforeldrar: Guðgeir Jónsson bókbindari og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Móðurforeldrar: Jóhannes Ármannsson múrari og kona hans Ása Stefánsdóttir. Lærði bakaraiðn í Brauðgerð K. Þ., Húsav., 1961-64. Gagnfræðaskóli og Iðnskóli Húsav. Sveinspróf á Húsav. Vann í Brauðgerð K. Þ. til 1966. Stundaði sjó 1966-67. í Bernhöftsbakaríi, Reykjavík, 1967-69. Stofnaði Valgeirsbakarí í Y.-Njarðvík 1969 og starfar við það. Eiginkona 28. júní 1969: Magdalena Olsen, f. 26. mars 1948. Foreldrar: Karl Hinrik Olsen framkvstj. og kona hans Jakobína Magnúsdóttir. Börn: 1) Hinrik Þór, f. 22. mars 1964. 2) Ásmundur Örn, f. 3. maí 1969. (1978)

Valur Björnsson skipasmiður, Keflavík. F. 9. ágúst 1958 í Keflavík. Foreldrar: Jóhann Björn Dagsson afgrm., f. 14. júlí 1931 á Eskif., og kona hans Margrét Jónsdóttir, f. 13. september 1928 á Gjögri, Strand. Föðurforeldrar: Dagur Jóhannsson verkamaður. og kona hans María Matthíasdóttir. Móðurforeldrar: Jón Magnússon sjómaður og kona hans Bjarnveig Friðriksdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970-75. Lærði skipasm. í Dráttarbr. Keflavíkur 1975-79, meistari Kristinn Gunnlaugsson. Fjölbrautarskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Vinnur enn í Dráttarbr. Keflavíkur. Ókv. (1980)

Jóhann Valur Guðmundsson húsasmiður, Borgarvegi 2, Y.-Njarðvík. F. 6. mars 1940 í Y.-Njarðvík. Foreldrar: Guðmundur Stefánsson vélstjóri, f. 1. mars 1897 í Y.-Njarðvík, og kona hans Ingibjörg Danivalsdóttir, f. 29. desember 1913 að Litla- Vatnsskarði, Laxárdal, Hún. Föðurforeldrar: Stefán Erlendsson útvegsbóndi og kona hans Ingigerður Gunnarsdóttir. Móðurforeldrar: Danival Kristjánsson bóndi og kona hans Jóhanna Jónsdóttir. Lærði húsasm. hjá Skarphéðni Jóhannssyni 1957-61. Sveinspróf án Iðnskóli 1975. Hefur stundað að mestu húsa og skipasm. Starfað á farskipum öðru hvoru. Er nú timburm. á m/s Brúarfossi. Ókv. Bl. (1977)

Valur Ármann Gunnarsson húsasmiður, Vesturbraut 9, Keflavík. F. 21. ágúst 1953 að Krossi, I.-Akraneshr. Foreldrar: Gunnar J. Sigtryggsson húsasmm. og kona hans Guðbjörg Svanhildur Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli á Akranesi 1967-70. Húsasm. hjá Gunnari J. Sigtryggssyni í Sandgerði. 1972-77. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1977. Vann á Trésmverkst. Herði hf., Sandgerði, 1970-76. Trésmverkst. Gunnars J. Sigtryggssonar, Sandgerði, 1976-77. Síðan í lögr. Keflavíkur. Eiginkona 20. júlí 1974: Þóra Aradóttir, f. 25. janúar 1954. Foreldrar: Ari Lárusson verkamaður. og kona hans Nanna Baldvinsdóttir. Barn: Thelma Rut, f. 16. febrúar 1974. (1978)

Valþór Jónsson Söring rafvirki, Sóltúni 11, Keflavík. F. 19. júlí 1953 í Keflavík. Foreldrar: Jón Þórarinsson Söring rafv. (sjá þar) og kona hans Lilja Gunnarsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík. Rafv. hjá Geisla hf., meistari Guðbjörn Guðmundsson, 1970-74. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1974 í Keflavík. Vinnur nú á rafmverkst. Varnarliðsins. Eiginkona 19. júlí 1974: Halldóra Sveina Lúthersdóttir, f. 20. nóv. 1954. Foreldrar: Lúther Einarsson rafv., Sigluf., og kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Barn: Lilja, f. 5. apríl 1974.

Viðar Hjaltason vélvirki, Heiðarhrauni 9, Grindavík. F. 5. desember 1933 í Reykjavík. Foreldrar: Hjalti Jónsson járnsm., f. 1. september 1913 í Nýjabæ í Garði, og Guðrún Erlendsdóttir, f. 19. október 1914 að Auðólfsst., A.-Hún. Föðurforeldrar: Jón Benediktsson verkamaður. og kona hans Hrefna Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Erlendur Erlendsson frá Hnausum, A.-Hún., og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Lærði vélvirkjun hjá Dráttarbr. Keflavíkur 1953-57. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1957. Vann fyrir iðnnám við fiskv. og reri á trillu. Réðst sem vélstjóri á Geir goða 1949 og var þar í 4 ár eða þar til iðnnám hófst. Var í Dráttarbr. til 1958. Fluttist þá til Grindavíkur og stofnaði Vélsm. Grindavíkur ásamt föður sínum og hefur starfað þar síðan. Eiginkona 18. ágúst 1961: Sigrún Halldóra Kjartansdóttir, f. 15. júní 1935. Foreldrar: Kjartan Bjamason bóndi á Stórhólmi í Leiru 02 kona hans Ólöf Guðrún Ólafsdóttir. Börn: 1) Ólöf Guðrún, f. 17. febrúar 1962. 2) Laufey, f. 24. apríl 1967. 3) Kjartan, f. 7. maí 1972. (1978)

Viðar Jónsson húsasmiður, Greniteig 43, Keflavík. F. 28. desember 1946 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Sigtryggur Sigfússon verkamaður., f. 1. september 1903 að Brekku, Svarfaðardal, Eyjaf., og Sigurbjörg Theodóra Guttormsdóttir, f. 24. október 1904, d. 19. febrúar 1952. Föðurforeldrar: Sigfús Björnsson bóndi og kona hans Soffía Zophoníasdóttir. Móðurforeldrar: Guttormur Stefánsson bóndi og kona hans Arndís Guðmundsdóttir. Gagnfræðaskóli Sauðárkr. 1959-63. Húsasmíðanám hjá Þórarni Ólafssyni, Keflavík, 1965-68. Iðnskóli Sauðárkr. og Keflavík. Sveinspróf 1968 í Keflavík. Vann hjá Þ. 01. til 1970, Einari Gunnarssyni 1970-71, Tréverki hf. í Keflavík frá 1971 (meðeig.). Eiginkona 26. október 1968: Steinunn Egilsdóttir, f. 2. september 1948. Foreldrar: Egill Þorfinnsson skipasm. (sjá þar) og kona hans Ástrún Jónsdóttir. Börn: 1) Egill, f. 15. mars 1969. 2) Ástrún, f. 16. maí 1973. (1978)

Viðar Oddgeirsson rafvirki, Keflavík. F. 3. ágúst 1956 í Keflavík. Foreldrar: Oddgeir Pétursson vélvirki og kona hans Þórhildur Valdimarsdóttir. Albróðir Garðars rafv. Oddgeirssonar (sjá þar). Gagnfræðaskóli Keflavík 1969-73. Iðnskóli Suðurn. 1974-78. Lærði rafv. hjá Þorleifi Sigurþórssyni 1974-78. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Hefur síðan unnið á rafmdeild Varnarliðsins. Eiginkona (sambúð): Edda Sólrún Einarsdóttir. Foreldrar: Einar Jóhannesson bryti og kona hans Ólafía Þórunn Theódórsdóttir, Reykjavík. Barn: Davíð, f. 12. janúar 1979. (1979)

Viðar Már Pétursson vélvirki, Hofgerði 4, Vogum. F. 11. janúar 1944 í Reykjavík. Foreldrar: Pétur Guðlaugur Jónsson oddv., f. 1912 á Vatnslstr., og kona hans Hulda Ingibjörg Biering, f. 1922 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Jón Einarsson bóndi og kona hans Margrét Pétursdóttir. Móðurforeldrar: Moritz Wilhelm Biering skósm. og kona hans Þorbjörg Biering. Viðar er bróðursonur Guðmundar B. Jónssonar, en tengdasonur Jóns A. Valdimarssonar. Hann og Erlendur og Haukur Guðmundssynir eru bræðrasynir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1957-59. Vélvnám í Vélsm. Njarðvíkur 1960-64. Iðnskóli Reykjavík. Sveinspróf Keflavík 1964. Lögrsk. rík. 1966 og 1970. Afgrst. í Blómabúð Sig. Guðmundssonar, Reykjavík, 1959, hálft ár. Ýmis járnsmst. sjálfst. 1965- 66. Í lögr. Keflavíkur síðan 1966. Eiginkona 28. september 1968: Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 9. ágúst 1950. Foreldrar: Jón A. Valdimarsson vélvirki og kona hans Guðrún S. Sigurðardóttir. Börn: 1) Helgi Valdimar, f. 20. september 1968. 2) Bjarki, f. 6. febrúar 1972. 3) Eygló, f. 20. febrúar 1975. (1978)

Viðar Valdimarsson rafvirki, Heiðarhrauni 4, Grindavík. F. 11. mars 1939 á Búðum, Fáskrúðsf. Foreldrar: Valdimar Lúðvíksson verkamaður., f. 1. ágúst 1894 að Hafnarnesi, Fáskrúðsf., og Guðlaug Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 28. janúar 1907 í Gautavík við Berufj., d. 22. janúar 1976. Föðurforeldrar: Lúðvík Guðmundsson útvegsbóndi og kona hans Halldóra Baldvinsdóttir. Móðurforeldrar: Sveinbjörn Erlendsson bóndi, Skriðustekk, Breiðdal, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Albr.: Már Valdimarsson húsasm. Lærði rafv. hjá Leifi Haraldssyni, Seyðisf., 1960-64. Iðnskpr. Hafnarf. 1964. Sveinspróf 1964 á Seyðisf. og Egilsst. Meist. 1972. Löggilding 1976. Vann við fiskv. í æsku. Línuv. hjá Rafmv. rfk. 1956-59, og eitt ár við rafvélavirkjanám hjá Gunnari A. Oddssyni, Hafnarf. Síðan hjá Leifi Haraldssyni til 1971. Þá hjá Helga Hjartarsyni rafvm., Grindavík, til 1976. Síðan hjá Tómasi Guðmundssyni rafvm, Grindavík. Eiginkona 25. ágúst 1972: Þóra Sigríður Sigurðardóttir, f. 5. maí 1948 í Neskaupst. Foreldrar: Sigurður Ólafsson vélvirki, Seyðisf., og kona hans Ragna Sigurðardóttir. Barn: Sigurður Ragnar, f. 29. mars 1973. (1977)

Viðar Þorláksson rafvirki, Miklubraut 48, Reykjavík. F. 8. júlí 1926 á Gautast. í Stíflu, Skag. Foreldrar: Þorlákur Stefánsson bóndi, f. 1. janúar 1894 á Syðsta-Mói, Flókadal, Skag., d. 4. nóvember 1971, og kona hans Jóna Sigríður Ólafsdóttir, f. 27. júní 1893 á Gautast., d. 16. desember 1976. Föðurforeldrar: Stefán Sigurðsson bóndi og kona hans Magnea Grímsdóttir. Móðurforeldrar: Ólafur Jónsson bóndi og kona hans Guðný Pétursdóttir. Reykholtssk. Borg. 1943-45. Iðnskóli Suðurn. 1948-50. Lærði rafv. hjá Gissuri Pálssyni, Reykjavík, 1946-47 og Júlíusi Steingrímssyni, Keflavík, 1947-50. Sveinspróf 1950 í Keflavík. Stundaði verkamst. til 1946. Verkstj. á rafmdeild Varnarliðsins 1950-61. Hjá R. V. K. síðan 1961 að undanskildum 4 árum, 1965-69, sem hann var eftirlitsm. í Slökkvil. Keflavíkurflugvelli. Meðstofnandi R. V. K. 1957. Eiginkona 31. desember 1947: Sólborg Sveinsdóttir, f. 19. júlí 1919 á Hryggstekk, Skriðdal, S.-Múl. Foreldrar: Sveinn Pálsson síðar kaupm. í Hábæ, Vogum, og kona hans Anna Kjerúlf Guðmundsdóttir. Börn: 1) Jóhanna Sigríður, f. 17. des 1946, eiginmaður Þórarinn Eyjólfsson rafvv. (sjá þar). 2) Bjarney Halldóra, f. 14. september 1948, eiginmaður Larry Gene Ford framkvstj. í USA. 3) Steinunn, f. 15. mars 1950, eiginmaður Jóhann Pétur Valsson kjötiðnm. 4) Sveinn, f. 28. desember 1951, verkamaður. 5) Jón Þór, f. 14. júlí 1955, kerfisfr., eiginkona Erna Friðriksdóttir. 6) Viðar, f. 24. júní 1958, verkamaður. 7) Hilmar, f. 28. maí 1961, nemi. Stjúpdóttir: Þóra Anna Karlsdóttir, f. 18. febrúar 1942, eiginmaður John Wesley Katola trésm. í USA. Fósturdóttir: Anna Sigríður Ómarsdóttir, f. 21. júní 1965. (1978)

Björn Vífill Þorleifsson veitingamaður, Elliðavöllum 15, Keflavík. F. 13. júlí 1951 á Vífilsst. Foreldrar: Þorleifur Björnsson bifrstj., f. 1926, og kona hans Ragnheiður Björnsdóttir, f. 1930. Föðurforeldrar: Björn Þorleifsson bóndi í Þórukoti, Y.-Njarðvík, og kona hans Guðlaug Stefánsdóttir. Móðurforeldrar: Björn Konráðsson bústj. á Vífilsst., og kona hans Signild Konráðsson. Barna og unglsk. Njarðvíkur. Inntökupr. í Iðnskóli Keflavík 1967. Hótel og veitingask. Ísl. 1973-75, meistari Bjarni Guðjónsson. Þjónn á Hótel Loftleiðum 1973-76. Aðstm. við skipasm. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1965-67. Sjóm. 1967-69. Í byggingarv. 1969-71. Í fríhöfn Keflavíkurflugvelli 1971-73. Próf í froskköfun 1966 og fékkst lítillega við köfun. Eiginkona 30. september 1972: Nanna Jónsdóttir, f. 4. janúar 1953. Foreldrar: Jón Sveinsson sjómaður, d. 4. janúar 1960, og kona hans Unnur Lárusdóttir. Börn: 1) Jón Björgvin, f. 6. maí 1969. 2) Þorleifur, f. 3. júní 1973. 3) Ragnheiður, f. 20. febrúar 1975. (1977)

Viggó Benediktsson húsasmiður, Garðbraut 33, Gerðahreppi. F. 28. ágúst 1951 í Reykjavík. Foreldrar: Benedikt Davíðsson húsasm., f. 3. maí 1927 á Patreksf., og kona hans Guðný Stígsdóttir, f. 24. ágúst 1930 á Horni, Hornstr., d. 8. mars 1972. Föðurforeldrar: Davíð Davíðsson bóndi og kona hans Sigurlína Benediktsdóttir. Móðurforeldrar: Stígur Haraldsson bóndi og kona hans Jóna Jóhannesdóttir. Gagnfræðaskóli í Kópav. 1963-67. Húsasm. hjá Gunnari S. Björnssyni, Akurey hf., Reykjavík, 1972-76. Iðnskóli Reykjavík og Keflavík. Sveinspróf 1976 í Keflavík. Vinnur nú hjá Dverghömrum sf., Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 8. júlí 1973: Diljá Sigríður Markúsdóttir, f. 12. janúar 1952. Foreldrar: Markús Guðmundsson múrari og kona hans Þórunn Þórlaug Ingimundardóttir. Barn: Benedikt, f. 13. desember 1973. (1973)

Vignir Páll Þorsteinsson skipasmiður, Njarðargötu 1. Keflavík. F. 5. desember 1952 í Keflavík. Foreldrar: Þorsteinn Árnason húsasm. (sjá þar), f. 28. október 1885 að Gerðum í Garði, d. 23. janúar 1969, og seinni kona hans Ingveldur Svanhildur Pálsdóttir kennari, f. 20. mars 1911 í Reykjavík. Albróðir Ingólfs bifvv., hálfbr. Gunnars tæknifr. og móðurbr. Guðmundar Jónssonar tæknifr. Gagnfræðaskóli Keflavík 1965-70. Skipasmnám í Dráttarbr. Keflavíkur 1970-74. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1975 í Keflavík. Hefur unnið í Dráttarbr. síðan 1970. Eiginkona (1) 2. október 1971: Ólöf Hannesdóttir, f. 15. mars 1952. Foreldrar: Hannes Hjartarson verkamaður., Akran., og kona hans Þorgerður Bergsdóttir. Skildu 1972. Barn: Þorsteinn Ingi, f. 11. júlí 1971. Eiginkona (2) 9. nóvember 1974: Sigrún Jónsdóttir, f. 5. júlí 1949. Foreldrar: Jón Hrólfsson bóndi í Skriðdal, S.-Múl., og kona hans Bergþóra Stefánsdóttir. Barn: GunnlaugurTrausti, f. 23. desember 1974. Stjúpbarn: Jón Fjölnir Albertsson, f. 29. ágúst 1970. (1977)

Vilberg Karlsson vélvirki, Njarðvík. F. 13. október 1951 í Keflavík. Foreldrar: Karl Björnsson seglasaumari, f. 30. desember 1920 að Hallsst., Fellsstrhr., Dal., og kona hans Ingunn Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 5. október 1924 að Árbæ, Mýrarhr. A.-Skaft. Föðurforeldrar: Björn Sveinsson verslm. og kona hans Vigdís Guðbrandsdóttir. Móðurforeldrar: Sigurjón Einarsson bóndi og kona hans Þorbjörg Benediktsdóttir. Albróðir Sigþórs húsasm. Gagnfræðapróf Keflavík 1968. Lærði vélvirkjun hjá Vélsm. Ol. Olsen 1970-74, meistari Gunnar Jens Magnússon. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1974. Alm. störf til sjávar og sveita á ungl.árum. Hjá Vélsm. Ol. Olsen 1970-75. Síðan hjá Olíufél. á Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 26. maí 1972: Sigríður Olsen, f. 29. nóvember 1952. Foreldrar: Sverrir Hartvig Olsen járnsm. og kona hans Guðmunda Margrét Þorvaldsdóttir. Barn: Karl Ingi, f. 23. mars 1973. (1973)

Vilhjálmur Svanberg Arngrímsson vélvirki, Mávabraut 1 ld, Keflavík. F. 30. október 1947 í Reykjavík. Foreldrar: Arngrímur Vilhjálmsson húsasm. (sjá þar) og kona hans Þorbjörg Sigfúsdóttir. Lærði vélvirkjun hjá Sverre Stengrimsen, Keflavík, 1963-67. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf í Keflavík 1967. Hefur starfað í slökkvil. á Keflavíkurflugvelli síðan 1967. Kenndi handknattleik hjá Þrótti, Neskaupst., sumrin 1965-66 og hjá U. M. F. N. 1971-72. Varaform. I. N. F. S. 1963-65. Eiginkona 27. desember 1969: Guðríður Halldórsdóttir, f. 31. maí 1950. Foreldrar: Halldór Ásmundsson bifvv. (vinnur við limasm. hjá Arnóri Halldórssyni, Reykjavík) og kona hans Guðríður Sigurðardóttir. Barn: 1) Erla Hrönn, f. 12. september 1969. (1978)

Vilhjálmur Ástþór Kristjánsson skipasmiður, Keflavík. F. 13. mars 1954 í Reykjavík. Foreldrar: Kristján Pétursson deildarstj. í tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og Erla Knudsen. Föðurforeldrar: Pétur Lárusson fyrrv. bóndi og síðar húsv. og kona hans Kristín Danivalsdóttir. Móðurforeldrar: Georg Hans Knudsen sjómaður og kona hans Anna Lovísa Knudsen. Verknámsdeild trésm. við Iðnskóli Reykjavík 1974-75. Skipasmnám í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1975-78. Iðnskóli Suðurn. Sveinspróf 1978. Er í námi í húsasm. hjá Sveini og Þórhalli, Keflavík. Var sjómaður 1970-74. Hjá Sveini og Þórhalli frá 1978. Eiginkona 4. júní 1977: Guðfinna Bjarnadóttir kennari, f. 27. október 1957. Foreldrar: Bjarni Guðmundsson rafv. og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir. Barn: Hólmfríður, f. 23. september 1977. (1980)

Vilhjálmur Lippis Nikulásson húsasmiður, Brautarhóli, Höfnum. F. 1. desember 1950 í Reykjavík. Foreldrar: Nicholas Ljppis, f. 1. janúar 1922 í USA, og Hildur Vilhjálmsdóttir, f. 27. desember 1930 í Traðhúsum, Höfnum. Móðurforeldrar: Vilhjálmur Magnússon sjómaður og kona hans Ásta Þórarinsdóttir, Brautarhóli, Höfnum. Gagnfræðaskóli Keflavík 1963-67. Húsasmíðanám hjá Tryggva Kristjánssyni, Keflavík, 1971-74. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1975 í Keflavík. Vann hjá Í. A. V. 1967-70. Sjóm. nokkra mánuði 1970. Hefur unnið hjá Dverghömrum sf., Keflavíkurflugvelli, síðan 1975. Ókv. Bl. (1976)

Vilhjálmur Viðar Ragnarsson blikksmiður, Faxabraut 34a, Keflavík. F. 28. október 1952 í Minnesota, USA. Foreldrar: Ragnar Vilhjálmsson húsv. og Sesselja Þórðardóttir. Vilhjálmur og Rúnar Ragnarsson vélvirkjar eru tvíburar (sjá þar). Gagnfræðaskóli Keflavík 1966-68. Gagnfræðaskóli Vesturb., Reykjavík, 1968-69. Blikksm. hjá Ágústi Guðjónssyni 1972-76. Iðnskóli Keflavík 1970-74. Sveinspróf 1975. Vann alm. verkamv. á sumrin fyrir iðnnám. Hefur unnið hjá Ágústi Guðjónssyni síðan. Hefur gegnt ýmsum nefndarstörfum hjá Björgunarsv. Stakki. Eiginkona 15. nóvember 1975: Ólöf Marteinsdóttir, f. 27. apríl 1952. Foreldrar: Marteinn Þorláksson, Hafnarf., og kona hans Halldóra Jónsdóttir. Barn: Marteinn Guðberg, f. 2. október 1970. (1977)

Vilhjálmur Hans Alfred Schröder framreiðslumaður, Sólbakka, Höfnum. F. 1. júní 1916 í Hainau, Þýskal. Foreldrar: Alfred Schröder, þýskur hljómlistarm., og Helga Vilhjálmsdóttir hattasaumadama, f. 9. júlí 1891. Barnaskóli í Kaupmh. Lærði framreiðslu á Hótel Borg og Hótel Íslands. Byrjaði 1930. Hefur unnið á Hótel Borg í 7 ár, Hótel Ísl. 2 ár, hjá Eimskip 6 ár, Sjálfsthúsinu 17 ár, Klúbbnum 5 ár, Hótel Sögu 6 ár og í fríhöfninni Keflavíkurflugvelli í 2 ár. Hefur hlotið heiðurspening forseta Ísl. Einnig danskan og finnskan heiðurspening. Eiginkona 20. febrúar 1943: Sveinjóna Vigfúsdóttir hárgrk. (sjá þar). Börn: 1) Helga Guðríður, f. 28. júní 1943, fram reiðslum., eiginmaður Sigurður Gústafsson. 2) Anna, f. 14. september 1945, söngkona, eiginmaður Steve Taylor. 3) Fríða Pálína, f. 14. júlí 1947, eiginmaður Ásgeir Long. 4) Vilhjálmur, f. 14. maí 1950, verkamaður. 5) Jóhannes Lárus, f. 27. maí 1958. 6) Guðrún Elísabet, f. 14. september 1963. (1977)

Vilhjálmur Sveinsson húsasmiður, Keflavík. F. 16. ágúst 1957 í Keflavík. Foreldrar: Sveinn Sæmundsson húsasm. (sjá þar) og kona hans Anna Vilhjálmsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970-74. Lærði húsasm. hjá Sveini og Þórhalli sf. 1974-78. Iðnskóli Suðurn. Fjölbrautarskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1978 í Keflavík. Hefur síðan unnið hjá Sveini og Þórhalli. Ókv. Bl. (1979)

Vilhjálmur Vilhjálmsson húsasmiður, Brekku, Garði. F. 31. desember 1949 í Reykjavík. Foreldrar: Vilhjálmur Halldórsson bifrstj., f. 5. júlí 1913 í Vörum, Garði, og kona hans Steinunn Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1917 á Hellissandi. Föðurforeldrar: Halldór Þorsteinsson útvegsbóndi og kona hans Kristjana Pálína Kristjánsdóttir. Móðurforeldrar: Sigurður Magnús Jónatansson sjómaður og kona hans Stefanía Steinunn Stefánsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík. Lærði húsasm. hjá Sigurbirni Reyni Eiríkssyni og Jakobi Kristjánssyni í Keflavík 1968-71. Iðnskóli Reykjavík 1. og 2. b., Iðnskóli Keflavík 3. og 4. b. Sveinspróf í Keflavík 1971. Meistarask. Iðnskóli Reykjavík 1974. Vann við fiskv. Halldórs Þorsteinssonar til 1966. Þá hjá B. V. K. til 1970. Trésmverkst. Þór. 01. 1970-73. Starfar nú sem flokksstj. hjá Varnarliðinu ásamt hlutastarfi fyrir Iðnsveinafél. Suðurn. Form. byggingardeildar Iðnsveinafél. Suðurn. til 1974, síðan form. þess. Barn: Súsanna Björg, f. 16. febrúar 1971. (1978)