Þór Hafdal Ágústsson bókbindari, Keflavík. F. 8. febrúar 1944 að Spágilsst., Laxárdal, Dal. Foreldrar: Ágúst Eiríkur Hannesson húsgsm., f. 1922 í Vestm., og Bára Þórðardóttir, f. 1924 í Vestm. Ágúst fórst í flugslysi með Glitfaxa. Föðurforeldrar: Hannes Hannesson fyrrv. skipstjóri í Vestm. og kona hans Magnúsína Friðriksdóttir. Móðurforeldrar: Þórður Þórðarson skipstjóri, Sléttabóli, Vestm., og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir. Systursonur Eyþórs Þórðarsonar. Lærði bókband hjá Pétri Magnússyni í Sveinabókbandinu 1960-64. Iðnskóli Self. 1. og 2. b. Iðnskóli Reykjavík 3. og 4. b. Vann í Sveinabókbandinu til 1969. Verkstj. í Grágás í Keflavík 1969-72. Eiginkona 18. desember 1965: Kolbrún Kristófersdóttir, f. 29. febrúar 1946. Foreldrar: Kristófer Sturluson vélstjóri, f. 22. febrúar 1925, og Anna Halldórsdóttir, f. 19. ágúst 1921. Skildu 1972. Börn: 1) Ágúst Hafdal, f. 1. september 1966. 2) Kristófer Hafdal, f. 7. september 1968. (1972)

Þór Gils Helgason málari, Háholti 15, Keflavík. F. 3. nóvember 1944 í Sandgerði. Foreldrar: Helgi Kristinn Þorgilsson, f. 14. október 1909 á Miðnesi, og kona hans Anna Sólveig Þórólfsdóttir, f. 31. desember 1904 á Vatnsnesi, Hún. Föðurforeldrar: Þorgils Árnason sjómaður, Hamrakoti, Miðnesi, og kona hans Unnur Sigurðardóttir. Móðurforeldrar: Þórólfur Jónsson verkamaður. og kona hans Guðríður Anna Teitsdóttir. Héraðsskólinn í Reykholti 1959-61. Málaranám hjá Sigurði Karlssyni, Keflavík, 1972-75. Iðnskóli Keflavík 1972-74. Sveinspróf 1975. Vann á fiskverkunarst. í Sandgerði. 1961-64. Byggingarv. hjá Í. A. V. 1964-66. Málarast. hjá Varnarliðinu 1966-72. Að iðnnámi loknu vann hann með Ólafi Þ. Guðmundssyni sem meðeig. í firmanu Ólafur og Þór hf., en Ólafur og Þór eru systkinasynir. Verkstj. hjá Keflavíkurverkt. frá 1978. í stjórn Verkalýðsfél. Miðneshr. í nokkur ár. Eiginkona 31. desember 1978: Cornelia Ingólfsdóttir, f. 2. október 1937. Foreldrar: Ingólfur Theódórsson netagm., Vestm., og Clara Nielsen. Barn: Þórólfur Ingi, f. 19. júlí 1976. Stjúpsonur: Karl Jóhann Ásgeirsson. (1980)

Þór Pálmi Magnússon rafvirki, Smáratúni 21, Keflavík. F. 5. desember 1948 í Hafnarf. Foreldrar: Magnús M. Jónsson húsasm. (sjá þar) og kona hans Einhildur Pálmadóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1965. Rafvnám hjá Kristni Björnssyni, Rafiðn hf., 1970-74. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1974. Starfsm. hjá Loftleiðum fyrir iðnnám 1965-70. Hjá Rafiðn til 1975. Á sjó janúar til september 1975. Síðan rafv. hjá Varnarliðinu. Eiginkona 4. maí 1968: Hulda Guðmundsdóttir, f. 6. mars 1950. Foreldrar: Guðmundur Pálsson og kona hans Jóhanna Stefánsdóttir. Börn: 1) Magnús, f. 2. nóvember 1968. 2) Baldur, f. 29. apríl 1973. (1977)

Þóra Halldórsdóttir hárgreiðslukona, Krókvelli, Garði. F. 19. ágúst 1935 í Reykjavík. Foreldrar: Halldór Guðmundsson húsasmm. (sjá þar) og fyrri kona hans Sigrún Guðmundsdóttir. Ömmubr. Þóru í föðurætt voru Magnús Björnsson vélsm. og Valdimar Björnsson húsasm. Sonur Magnúsar er Björn vélsm. Lærði hárgr. á Hárgrst. Sunnu, Keflavík, 1950-53. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1953 í Keflavík. Vann á Sunnu til ársloka 1956. Eiginmaður 20. október 1956: Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, f. 24. nóvember 1933 að Kothúsum í Garði. Foreldrar: Sveinbjörn Árnason forstj. og kona hans Ágústa Sigurðardóttir (d. 1935). Börn: 1) Ágústa Sigríður, f. 6. mars 1957, bankam. 2) Sigrún, f. 1. júní 1959, nemi. 3) Valdís Þóra, f. 28. maí 1975. (1977)

Þóra Margrét Sigurðardóttir hárgreiðslukona, Rafnkelsstöðum, Garði. F. 18. júlí 1950 í Brautarholti, Garði. Foreldrar: Jóhann Sigurður Bjarnason bifrstj., f. 21. febrúar 1909 í Garði, og kona hans Ingveldur Magnea Árnheiður Karlsdóttir, f. 8. september 1908 í Keflavík. Föðurforeldrar: Bjarni Jónsson sjómaður og kona hans Guðveig Eiríksdóttir. Móðurforeldrar: Karl Axel Guðmundsson sjómaður og María Magnúsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1964-66. Hárgr. hjá Hansínu Traustadóttur 1968-71. Iðnskóli Reykjavík sama ár. Sveinspróf í Reykjavík 1971. Vann árið 1967 í versl. Björns Finnbogasonar, Garði. Nú í Fiskverkun Baldvins Njálssonar, Garði. Eiginmaður 11. mars 1972: Sigurbjörn Ernst Björnsson útvv. (sjá þar). Barn: Inga María, f. 6. janúar 1973. (1977)

Þórarinn Eyjólfsson húsgagnasmiður. F. 2. mars 1890 í Lækjarkoti, Hafnarf., d. 26. júlí 1971. Foreldrar: Eyjólfur Þórarinsson útvegsbóndi, f. 4. júní 1867, og kona hans Guðrún Egilsdóttir, f. 10. ágúst 1866 í Bakkakoti, Álftan. Föðurforeldrar: Þórarinn Jónsson og Guðrún Þórðardóttir. Móðurforeldrar: Egill Símonarson bóndi í Bakkakoti og kona hans Halldóra Hannesdóttir frá Hafnarf. Faðir Eyjólfs rafvv. og afi Þórarins Eyjólfssonar rafvv. Stundaði sjó framan af ævi, lærði meðferð véla hjá Þorkeli Klements og var lengi vélam. á m/b Áfram og síðar við íshús. Lærði skósm. hjá Gunnari Árnasyni, Keflavík, og stundaði hana nokkuð meðfram annarri vinnu. Byrjaði að smíða á verkst. 1923 og smíðaði aðallega húsgögn. Fékk iðnbr. í húsgsm. 1944. Rak húsgvst. eftir það meðan hann var vinnufær. Eiginkona 4. apríl 1914: Elinrós Benediktsdóttir ljósm., f. 7. febrúar 1890, d. 4. mars 1974. Foreldrar: Benedikt Jónsson bóndi, Breiðabóli, Svalbarðsstr., og kona hans Sesselja Jónatansdóttir. Börn: 1) Jón, f. 16. mars 1915, eiginkona Eydís Einarsdóttir. 2) Eyjólfur Helgi, f. 5. nóvember 1917, d. 2. mars 1918. 3) Eyjólfur, f. 26. nóvember 1918, rafvélav. (sjá þar). 4) Benedikt J., f. 25. janúar 1921, yfirlögrþj. Eiginkona (1): Lilja Jóhannesdóttir. Þau skildu. Eiginkona (2): Sigríður Guðmundsdóttir. 5) Anna Kristjana, f. 6. mars 1923. Eiginmaður (1): Sigurjón Sigmundsson múrari. Þau skildu. M (2): Donald Romig. 6) Eirikur Eyfjörð, f. 30. mars 1929, eiginkona Steinunn Jónsdóttir. Kjördóttir: Magnea Steinunn, f. 31. október 1934, eiginmaður Roger C. Laber.    (1971)

Þórarinn Blómquist Eyjólfsson rafvélavirki, Hringbraut 128h, Keflavík. F. 1. júní 1947 í Keflavík. Foreldrar: Eyjólfur Helgi Þórarinsson rafvv. (sjá þar) og kona hans María Sigríður Hermannsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1960-64. Nám í rafvv. hjá föður sínum Eyjólfi Þórarinssyni 1965-69. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf í Reykjavík 1970. Stundaði sjó 1964-65. Hefur unnið að námi loknu hjá Raftækjavinnust. Keflavíkur, en því fyrirtæki var árið 1971 breytt í framleiðslufyrirtæki undir nafninu Alternator hf. Framkvstj. og aðaleig. er Eyjólfur faðir hans. Framleiðslan er rafmótorar og rafalar. Þórarinn er nú verkstjóri og meðeig. Eiginkona 28. september 1966: Jóhanna Sigríður Viðarsdóttir, f. 17. des. 1946. Foreldrar: Viðar Þorláksson rafvm. og kona hans Sólborg Sveinsdóttir. Börn: 1) Eyjólfur Helgi, f. 8. janúar 1967. 2) Davíð Þór, f. 4. mars 1970. (1978)

Þórarinn Guðlaugsson húsasmiður, Staðarhrauni 21, Grindavík. F. 3. ágúst 1931 í Vestm. Foreldrar: Guðlaugur Brynjólfsson útgerðarmaður í Vestm., f. 30. maí 1891 í Eyvindarholti, og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir, f. 8. mars 1895 í Reykjavík. Móðurforeldrar: Guðmundur Kolbeinsson og Ingibjörg Oddsdóttir. Nám í húsasm. hjá Þórði Kristjánssyni, Reykjavík. Iðnskóli Reykjavík 4 ár. Sveinspróf 1956. Vann hjá Þórði Kristjánssyni við húsasm. til 1966. Síðan sjálfstætt í Grindavík. í byggingarn. Grindavíkur. Eiginkona 1. júní 1958: Þorgerður Una Bogadóttir, f. 25. júní 1931 á Skagastr. Foreldrar: Bogi Björnsson verkstjóri hjá Sementsverksm. á Akranesi og kona hans Sigrún Jónsdóttir. Bæði húnvetnsk að ætt. Börn: 1) Sæbjörg, f. 8. ágúst 1958. 2) Sigrún, f. 29. maí 1963. 3) Guðlaugur, f. 5. júní 1965. (1978)

Þórarinn Guðmundsson vélvirki, Njarðvíkurbraut 23b, I.-Njarðvík. F. 7. ágúst 1896 að Ketilsst., Mýrdal, V.-Skaft. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson, f. 7. september 1867 á Brekku í Mýrdal, d. 10. mars 1964, og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir, f. 2. desember 1871, d. 30. júlí 1956. Föðurforeldrar: Guðmundur Þórðarson bóndi á Brekku, f. 1826, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 1832. Móðurforeldrar: Guðmundur Snorrason bóndi á Ketilsst., f. 1831, og kona hans Friðbjörk Eiríksdóttir, f. 1833. Barnaskóli í Litlahvammi í Mýrdal 1908. Iðnskóli Neskaupst., kennari Sigurður Hannesson, síðar á Akureyri. Sveinspróf 1938. Vann í járniðnaði í Frederikshavn í Danm. 8 mán. 1923. Síðan í Hamri og hjá Sigurði Sveinbjörnssyni, Reykjavík. Á Vélaverkst. Norðfj. í 18 ár. Var vélstjóri á skipum síðustu stríðsárin við fiskflutninga til Bretlands. Eiginkona (1): Herborg Hallgrímsdóttir. Skildu 1926. Börn: 1) Lilja Gréta, f. 24. ágúst 1922. 2) Hallgrímur, f. 14. júlí 1925. Eiginkona (2) 31. desember 1936: Guðrún Sigmundsdóttir, f. 18. júlí 1908. Foreldrar: Sigmundur Stefánsson skósm., Neskaupst., og kona hans Stefanía Árnadóttir. Börn: 1) Alda, f. 31. desember 1935, eiginmaður Kópur Kjartansson verkamaður. 2) Bára, f. 31. desember 1935, eiginmaður Eggert Kristmundsson húsasm. (1971)

Þórarinn Jónas Ólafsson húsasmiður. F. 30. maí 1896 á Fífust. í Arnarf., d. 28. nóvember 1967. Foreldrar: Ólafur Helgason sjómaður og bóndi og Kristín Elínborg Jensdóttir. Lærði húsasm. hjá tengdaföður sínum, Kristjáni Kristjánssyni skipasm. á Bíldudal. Meistarabr. 1935. Flutti til Keflavíkur í kringum 1930 og stundaði húsasm. þar upp frá því. Rak trésmverkst. og reisti margar byggingar. Kenndi mörgum nemum húsasm. Var einn af aðalhvatam. að stofnun Iðnmfél. Keflavíkur og fyrsti form. þess. Heiðursfél. þess 1964. Rotaryfél. 1947 og forseti 1966-67. í fasteignamatsn. í kjörstj. og yfirkjörstj. Form. deildarstj. Kaupfél. Suðurn. Eiginkona (1): Guðrún Kristjánsdóttir, d. 1. mars 1927. Börn: 1) Ólafur, f. 23. október 1923, stöðvarstj. við Lóranst. á Gufuskálum, Snæf., eiginkona Sigurlaug Magnúsdóttir. 2) Sæmundur, f. 3. mars 1925, verslm. í Engl., eiginkona Daphne Thorarensson. Eiginkona (2): Kristín Elíasdóttir, f. 1. mars 1915, d. 16. júní 1947. Foreldrar: Elías Nikulásson og Kristín Mensaldersdóttir. Barn: Guðrún, f. 15. ágúst 1941, eiginmaður Bragi Pálsson húsasm. (sjá þar). (1971)

Þórarinn Stefán Sigurðsson ljósmyndari, Djúpavogi 1. Höfnum. F. 31. janúar 1922 í SuðurBár í Eyrarsv., Snæf. Foreldrar: Sigurður Eggertsson skipstjóri, f. 21. september 1876 í Rauðasandshr., Barð., d. 6. júní 1922, og kona hans Ingibjðrg Pétursdóttir, f. 6. janúar 1887 í Fróðárhr., Snæf., d. 8. ágúst 1959. Föðurforeldrar: Eggert Eggertsson útvegsbóndi, Hvallátrum, Barð., og kona hans Jóhanna Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Pétur Guðmundsson sjómaður og Þórkatla Jóhannsdóttir. Fróðárhr., Snæf. Laugask., S.-Þing., 1940-41. Iðnskóli Reykjavík 1942-46. Ljósm. hjá Vigfúsi Sigurgeirssyni í Reykjavík 1942-46. Ljósm. 1946-59. Rak bílasölu 1959-60. Framkvstj. fulltrúaráðs Framsóknarfél. í Reykjavík 1960-62. Eigin útg. 1962-66. Framkvstj. Hraðfrh. Grundarfj. 1967-71. Fiskverkun í Grindavík 1972-73. Framkvstj. Hafbliks hf. í Höfnum 1973-76. Trillukarl í Höfnum frá 1976. Eiginkona  24. maí 1947: Þorbjörg Daníelsdóttir, f. 5. október 1923. Foreldrar: Daníel Daníelsson leturgr. og úrsm., Reykjavík, og kona hans Ragnheiður Guðbrandsdóttir. Börn: 1) Daníel, f. 4. september 1947, viðskfr., eiginkona Ingibjörg Norðdahl flugfr. 2) Ragnheiður, f. 23. mars 1949, kennari, eiginmaður Kristján Guðmundsson vélstjóri, Grundarf. 3) Ingibjörg, f. 11. júní 1953, skrifstst. 4) Jóhanna, f. 26. maí 1954, skrifstst., eiginmaður Áskell Agnarsson húsasm. 5) Magnús, f. 31. október 1955, d. 12. maí 1956. 6) Hrönn, f. 16. janúar 1958. 7) Magnús, f. 24. september 1959, námsm. 8) Þórarinn, f. 6. janúar 1961, námsm. 9) Þorbjörg, f. 6. janúar 1961, námsm. (1977)

Þorbergur Kristján Friðriksson málari, Sunnubraut 18, Keflavík. F. 18. október 1923 að Látrum í Aðalvík, N.-Ís. Foreldrar: Katarínus Friðrik Finnbogason verkamaður., f. 1879 í EfriMiðvík, Aðalvík, d. 29. október 1969 í Keflavík, og kona hans Þórunn María Þorbergsdóttir, f. 1884 sama stað, d. 9. mars 1975 í Keflavík. Föðurforeldrar: Finnbogi Árnason bóndi í EfriMiðvík og kona hans Herborg Kjartansdóttir. Móðurforeldrar: Þorbergur Jónsson bóndi í EfriMiðvík og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir. Málaranám hjá Jóni Páli Friðmundssyni, Keflavík, 1943-47. Iðnskóli Keflavík og Reykjavík sama ár. Sveinspróf í Keflavík 1947. Stundaði sjómaður og sveitast. fram að iðnnámi. Vann hjá Jóni Páli fyrst eftir sveinspróf og síðan sjálfstætt til 1957. Meðstofnandi Málaraverktaka hf. 1957 og framkvstj. síðan.Í prófnefnd málara 1960-69 og prófdómari í fagteikn. þeirra á sama tíma.Ístjórn Iðnnemafél. Keflavíkur 1943-45. í stjórn Iðnsveinafél. Keflavíkur 1948-50.Í stjórn Iðnmfél. Keflavíkur frá 1952 og form. þess 1955- 66.Í stjórn Landssamb. iðnm. 1963-72.Í stjórn Ungmennafél. Keflavíkur 1945-50. Varam. í bæjarstj. Keflavíkur 1966-70. Í gatnagerðarn. og sérleyfisn. á sama tíma. 1 Iðnskn. frá 1966 (form.). Fulltrúi á iðnþingum frá 1954-72. í ýmsum milliþingan. Landssamb. iðnm. frá 1963. Eiginkona 16. maí 1948: Sigurbjörg Pálsdóttir, f. 9. febrúar 1928. Foreldrar: Jón Páll Friðmundsson málari og kona hans Ingileif Ingimundardóttir. Börn: 1) Jón Páll, f. 22. september 1948, eiginkona Sigríður Lárusdóttir. 2) Friðrik, f. 22. nóvember 1949. 3) Þórunn, f. 2. júlí 1959 (kjördóttir), eiginmaður Jón Halldórsson skipasm. (1978)

Þorbjörn Klemens Eiríksson húsasmiður, Vogagerði 11, Vogum. F. 7. júní 1932 í Norðurkoti, Vatnslstr. Foreldrar: Eiríkur Kristjánsson vélstjóri og kona hans Hulda Þorbjörnsdóttir. Föðurforeldrar: Kristján Eiríksson bóndi og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir. Móðurforeldrar: Þorbjöm Klemensson trésm., Hafnarf., og kona hans Ágústa Jónsdóttir. Lærði húsasm. hjá móðurbr. sínum Hilmari Þorbjörnssyni í Hafnarf. 1949-52 og síðasta árið hjá Þorsteini Árnasyni, Keflavík. Iðnskóli Hafnarfj. Sveinspróf í Keflavík 1954. Stundaði ýmis störf fyrir iðnnám, eiginmaður a. við lagningu háspennulínu um Voga og Vatnslstr. Vann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1952-64 sem trésm., flokksstj., verkstj., yfirverkstj. og eftirlm. Hjá Efrafalli sf. í Reykjavík 1964-69 við hafnarframkv. í Njarðvík, fyrst sem trésm. og flokksstj., en yfirverkstj. 1966-69. Verkstj. við Búrfell um tíma 1970, síðan verkstjóri hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Fékk viðurkenningarskjal frá Varnarliðinu fyrir vel unnin störf. Eiginkona 9. ágúst 1952: Hrefna Steinunn Kristjánsdóttir, f. 8. febrúar 1934. Foreldrar: Kristján Hannesson bóndi og kona hans Þórdís Símonardóttir. Börn: 1) Eiríkur Kristján, f. 24. júlí 1951, rafv. 2) Hulda María, f. 8. október 1955. 3) Kristbjörn Þór, f. 2. júní 1957. 4) Birna Rut, f. 10. október 1962. 5) Ágúst Þorbjörn, f. 2. nóvember 1965. (1975)

Þórður Andrésson vélvirki, Greniteig 25, Keflavík. F. 19. apríl 1949 í Trangisvág, Suðurey, Færeyjum. Foreldrar: Andrés Þorsteinsson vélvirki (sjá þar) og kona hans Guðlaug Rósa Karlsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1964-66. Vélvnám í Vélsm. Njarðvíkur 1966-70. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1970 í Vélsm. Njarðvíkur. Vélskóli Ísl. 1970-73. Lokapr. (4. stig) 1973. Vann hjá Vélsm. Njarðvíkur með námi 1966-73. Vélstjóri á Gissuri hvíta SF 55 sumarið 1972. Hjá Varnarliðinu, Keflavíkurflugvelli, sumarið 1973. Vélstjóri á s/t Dagstjörnunni KE 9 1974-77. Hóf störf sem vélstjóri hjá Hitav. Suðurn. í maí 1977. Eiginkona 11. ágúst 1973: Nína Hildur Magnúsdóttir, f. 5. júlí 1953. Foreldrar: Magnús J. Georgsson framkvstj. og kona hans Sveinbjörg Símonardóttir ritari. Börn: l)MagnúsMár, f. 2. september 1972. 2) Borghildur Ýr, f. 8. september 1976. (1977)

Þórður Einarsson húsasmiður, Keflavík. F. 5. júlí 1899 í Blönduhlíð, Hörðudal, Dal., d. 19. október 1979. Foreldrar: Einar Guðmundsson bóndi þar, f. 8. október 1854, d. 10. desember 1929, og Björg Þorvarðardóttir, f. 1859 á Leikskálum, Haukadal, Dal., d. 11. maí 1953. Föðurforeldrar: Guðmundur Guðmundsson (Vigfússonar bónda á Bíldhóli, Skógarstr.) og Kristín Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Þorvarður Bergþórsson hreppstj. og bóndi á Leikskálum og Kristín Þorsteinsdóttir. Vann sveitast. og við sm. í æsku. Við trésm. í Reykjavík frá 1921 hjá Kristjáni Hanssyni, Stefáni Einarssyni og Einari Kristjánssyni samtals í tvö ár. Vann síðan við húsbyggingar o. fl. í Dölum. Bjó í Hlíðartúni 1932-35. Flutti þá til Keflavíkur. Fékk meistarabr. í húsasm. 1936 skv. úrsk. Landssamb. iðnm. Stundaði húsasm. sjálfstætt og byggði hér mörg hús. Flutti vestur í Dali og bjó á Leiðólfsst. í 3 ár 1950-52. Flutti þá aftur til Keflavíkur og stundaði iðn sína til 1956 að hann setti á stofn versl. Blöndu við Vatnsnestorg og rak hana til 1972. Eiginkona 24. maí 1930: Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 6. nóvember 1911 að Núpi í Haukadal, Dal. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson bóndi þar og Sólveig Ólafsdóttir. Börn: 1) Guðmundur Haukur, f. 4. apríl 1930, bifrstj. og söngvari, eiginkona Magnea Aðalgeirsdóttir. 2) Alda, f. 18. september 1932, eiginmaður Agnar Bragi Aðalsteinsson verkamaður. 3) Sólveig Sigurbjörg Jóna, f. 1. október 1940, eiginmaður Jónata Einarsson bifrstj. 4) Einar Hörður, f. 27. október 1941 pípulm. (sjá þar).

Þórður Kristinn Guðmundsson vélvirki, Kirkjugerð 12, Vogum. F. 7. nóvember 1952 í Garðhúsum, Vogum. Vatnslstr. Foreldrar: Guðmundur ívarsson Ágústsson útgerðarmaður og skipstjóri, f. 25. ágúst 1918 að Halakoti, Vatnslstr., og kona hans Guðríður Þórðardóttir, f. 15. maí 1923 að Sviðugörðum í Flóa, Árn. Föðurforeldrar: Andrés Ágúst Þorkell Guðmundsson útvegsbóndi að Halakoti, f. 1869 að Brunnast., og kona hans Þuríður Kristín Halldórsdóttir, f. 1885 að Uppkoti, Akran. Móðurforeldrar: Þórður Kristinn Jónasson útvegsbóndi að StóruVatnsleysu, f. 1895 að Skáldabúðum, Gnúp., Árn., og kona hans Þórunn Einarsdóttir, f. 1892 að Brandshúsum, Gaul., Arn. Gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóli verknáms í Reykjavík 1969. Nám í Vélskóli Ísl. 1969-73, 4. stig. Vélvnám í Vélsm. 01. Olsen í Y.-Njarðvík 1974-76. Sveinspróf 1976. Hefur stundað sjó sem vélstjóri á fiskibátum milli skólatíma. Eftir sveinspróf vélstjóri á m/b Ágústi Guðmundssyni GK 95 í Vogum og er þar enn. Eiginkona 27. september 1975: María Gunnarsdóttir, f. 23. ágúst 1950, systir Einars Guðbergs Gunnarssonar (sjá þar) Barn: ívar Örn, f. 16. febrúar 1975. (1977)

Þórður Róbert Guðmundsson húsasmiður, Vatnsnesvegi 34, Keflavík. F. 31. júlí 1950 í Keflavík. Foreldrar: Guðmundur Haukur Þórðarson bifrstj., f. 4. apríl 1930 í Brautarholti, Dal., og kona hans Magnea Þorgerður Aðalgeirsdóttir, f. 3. ágúst 1930 í Grindavík. Föðurforeldrar: Þórður Einarsson húsasmm. og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir verkak., Keflavík. Móðurforeldrar: Aðalgeir Flóventsson og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir, Grindavík. Sonarsonur Þórðar Einarssonar húsasmm. Bróðursonur Einars H. Þórðarsonar pípulm. Gagnfræðaskóli Keflavík 1963-67. Húsasm. hjá Héðni Skarphéðinssyni 1967-71. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1971. Meistarask. í Reykjavík 1975-76. Próf 1976. Hefur ætíð unnið við húsasm. á ýmsum stöðum. Eiginkona 20. nóvember 1976: Sigríður Ingibjörg Daníelsdóttir, f. 15. júlí 1956. Foreldrar: Daníel G. Einarsson byggingartæknifr., Reykjavík, og kona hans Eva Þórsdóttir. (1978)

Þórður Höskuldsson rennismiður, Reykjavík. F. 14. nóvember 1950 á Seltjn. Foreldrar: Höskuldur A. Þórðarson rennism. (sjá þar) og kona hans Sigrún Anna Guðjónsdóttir. Albróðir Guðjóns rennism. Þeir og Kristján Þórarinsson rennism. og Brynjar Þórarinsson húsasm. eru bræðrasynir. Þórður er bróðursonur Brynjars Þórðarsonar rennism. Gagnfræðaskóli Mýrarhúsask. 1963-67. Lærði rennism. í Vélsm. Óðni, Keflavík, 1970-74. Sveinspróf 1974. Vélv. í Óðni 1975-77. Vélskóli Íslands. 4. stig 1979. Var á kaupförum hjá Hafskip á sumrin með vélsk. Er nú vélstjóri á Skeiðfossi. Eiginkona 18. desember 1976: Unnur Leifsdóttir, f. 25. október 1958. Foreldrar: Leifur Steinarsson vélstjóri og kona hans Jónína Steingrímsdóttir. Barn: Leifur, f. 1. júní 1974. (1980)

Þórður Karlsson rafvirki, Keflavík. F. 13. júlí 1954 í Keflavík. Foreldrar: Karl Róbert Oddgeirsson verslunarm., f. 7. ágúst 1932, d. 2. júní 1962, og Elín Þórðardóttir, f. 4. júlí 1933. Föðurforeldrar: Oddgeir Jónsson sjómaður (látinn) og kona hans Jóhanna Stefánsdóttir. Stjúpfaðir: Friðjón Jónsson kaupm. (látinn). Móðurforeldrar: Þórður Pétursson bifrstj. og kona hans Inga Kristjánsdóttir, Keflavík. Þórður er systursonur Sigurjóns Þórðarsonar rennism. Gagnfræðaskóli Keflavík. Lærði rafvirkjun hjá R.V.K., Hilmari Þórarinssyni 1973-76. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1976. Vann hjá Ingólfi Bárðarsyni 1976-77. Raftaki, fyrirtæki innan vébanda R.V.K., 1978-79. Rafiðn hf., Keflavík, frá 1979. Eiginkona (sambúð): Sigurlín Högnadóttir, f. 29. nóvember 1958. Foreldrar: Högni Gunnlaugsson málaram. (sjá þar) og kona hans Ástríður Jónsdóttir. Barn: Högni Róbert, f. 28. apríl 1976. (1979)

Þórður Klemensson skipasmiður, Hólabraut 4, Keflavík. F. 5. janúar 1943 í MinniVogum. Foreldrar: Klemens Sæmundsson verkamaður., f. 28. desember 1916 í MinniVogum, og Guðrún Kristmannsdóttir, f. 23. júní 1919 í Narfakoti, I.-Njarðvík. Föðurforeldrar: Sæmundur Klemensson útvegsbóndi, MinniVogum, og kona hans Guðrún Ingimundardóttir. Móðurforeldrar: Kristmann Runólfsson kennari og oddv., Vatnslstr., og kona hans Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir. Þórður og Sigurður Egilsson skipasm. eru bræðrasynir. Lærði skipasm. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, meistari Óskar Guðmundsson, 1961-65. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf á sama stað 1965. Vann hjá Varnarliðinu, Keflavíkurflugvelli, sem verkamaður. 1958-59, og við hitakerfisviðhald til 1961. Eftir iðnnám hjá Í. A. V. við húsasm. 1965. Hjá Dráttarbr. Keflavíkur 1966. Við byggingu orkuveitu Búrfells 1967-68. Hjá Í. A. V. 1968-69. í Svíþj. hjá Skánska Sement í Halmstad 1969-70. Við húsbyggingu í Vogum 1970-71 Eiginkona 1965: Sesselja Guðlaug Guðmundsdóttir. Foreldrar: Guðmundur B. Jónsson vélvirki (sjá þar) og Guðrún L. Magnúsdóttir. Þau skildu 1969. (1977)

Þórður Kristinn Magnússon skipasmiður, Austurgötu 18, Keflavík. F. 21. desember 1951 í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Axelsson forstj., f. 11. nóvember 1927 að Króki í Garði, og kona hans Kristín Þórðardóttir, f. 7. febrúar 1930 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Axel Pálsson útgerðarmaður og kona hans Sesselja Magnúsdóttir. Móðurforeldrar: Þórður Þorsteinsson skipstjóri og kona hans Kristín Pálsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1964-68. Skipasmnám í Dráttarbr. Keflavíkur 1969-73. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1973. Vinnur enn í Dráttarbr. Eiginkona 29. nóvember 1975: Guðný Húnbogadóttir bílamálari. Barn: Kristín Andrea, f. 6. september 1976. (1977)

Þórður P. Waldorff húsasmiður, Vesturbraut 6, Grindavík. F. 9. desember 1930 í Neskaupst. Foreldrar: Pétur L. Waldorff kaupm., f. 4. maí 1897 í Neskaupst., og kona hans Halldóra Guðnadóttir, f. 15. desember 1910 í Neskaupst. Föðurforeldrar: Lárus Waldorff útvegsbóndi og kona hans Margrét Bjarnadóttir. Móðurforeldrar: Guðni Eiríksson útvegsbóndi og Þuríður Ásmundsdóttir. Lærði húsasm. hjá Jóni Einarssyni, Neskaupst. 1948- 52. Iðnskóli Neskaupst. sama ár. Sveinspróf 1952 í Neskaupst. Hefur stundað húsasm. og sjómaður í Grindavík. Eiginkona 12. júlí 1955: Edda María Einarsdóttir, f. 23. ágúst 1931. Foreldrar: Einar Einarsson, Krosshúsum, Grindavík, og kona hans Ellen Einarsson. Börn: 1) Einar (Þ. Waldorff), f. 12. október 1956. 2) Guðmundur Hermann, f. 3. október 1959. 3) Dóra, f. 22. febrúar 1964. 4) Þórður, f. 10. desember 1966. (1978)

Þorgeir Þorgeirsson skipasmiður, Keflavík. F. 24. júní 1957 í Keflavík. Foreldrar: Þorgeir Þorgeirsson starfsm. hjá Esso, f. 6. janúar 1925 á Lambast. í Garði, d. 22. mars 1970, og kona hans Ragnheiður Jónína Valdimarsdóttir, f. 3. nóvember 1925 í Keflavík. Föðurforeldrar: Þorgeir Magnússon útvegsbóndi á Lambast. og kona hans Helga Þorsteinsdóttir. Móðurforeldrar: Valdimar Einarsson verkstjóri og kona hans Guðmundína Guðmundsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970-74. Lærði skipasm. í Dráttarbr. Keflavíkur 1975-79. Iðnskóli Keflavík 1974-77. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Ókv. (1980)

Þorgerður Jóhanna Guðmundsdóttir hárgreiðslukona, Keflavík. F. 7. júlí 1945 í Keflavík. Foreldrar: Guðmundur Guðfinnsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 19. júlí 1907, og kona hans Bára Magnúsdóttir, f. 28. september 1907. Föðurforeldrar: Guðfinnur Eiríksson sjómaður og kona hans Þorgerður Þóroddsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Gunnlaugsson útvegsbóndi, Garðhúsum, Höfnum, og kona hans Guðný Þórðardóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík. Snyrti og hárgrnám í Florida Beauty College í USA 1962-64, tæp tvö ár. Hárgreiðslunám hjá Þóru Björk Ólafsdóttur (Hárgrst. Lótus), Reykjavík, 1964-65. Sveinspróf 1965. Vann á Hárgrst. Keflavíkurflugvelli 6 mán. árið 1965. Stofnaði síðan Hárgrst. Þorgerðar, Faxabraut 3, Keflavík, og hefur rekið hana síðan. Í stjórn Hárgr. og rakaramfél. í Keflavík. Barn: Birgitta Bára Hassenstein, f. 20. desember 1966. (1972)

Þórhallur Guðjónsson húsa og skipasmiður, Lyngholti 17, Keflavík. F. 16. júlí 1931 í Grindavík. Foreldrar: Guðjón Klemensson húsasm. og kona hans Sigrún Kristjánsdóttir. Systursonur Tryggva Kristjánssonar. Héraðsskólinn í Reykholti 1946-49, gagnfræðapróf Skipasmnám í Dráttarbr. Keflavíkur, meistari Egill Þorfinnsson, 1949- 53. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1953. Húsasmíðanám hjá Tryggva Kristjánssyni 1963-65. Sveinspróf 1965. Vann í Dráttarbr. Keflavíkur 1949-63 að hann hóf húsasmnám. Stofnaði fyrirtækið Sveinn og Þórhallur sf. 1965 ásamt Sveini Sæmundssyni. Hafa þeir rekið það síðan og byggt mörg hús af ýmsum gerðum, bæði á eigin reikn. og fyrir aðra. í prófnefnd skipasm. 1963-66. í stjórn Ungmfél. Keflavíkur, 1954-69, þar af form. í 13 ár. í stjórn Iþrbandal. Keflavíkur frá stofnun 1956-68. Í stjórn Frjálsíþr.samb. Ísl. 1956-57. Í stjórn Iðnsveinafél. Keflavíkur nokkur ár Eiginkona 20. júlí 1957: Steinunn Þorleifsdóttir, f. 23. maí 1932. Foreldrar: Þorleifur Benediktsson bóndi og kona hans Sigríður Helgadóttir. Börn: 1) Guðjón, f. 8. apríl 1957, húsasm. 2) Lárus Benedikt, f. 9. nóvember 1961, húsasmíðanemi. Stjúpdóttir: Hulda Bjarnadóttir, f. 15. desember 1952, býr með Jóhanni Geirdal kennara. (1978)

Þórhallur Guðmundsson vélvirki, Háholti 21, Keflavík. F. 1. desember 1937 í Keflavík. Foreldrar: Guðmundur M. Jónsson rafv. og kona hans Malena Ellefsen, f. 1903 í Færeyjum. Bróðir Sveinbjörns rennism. og Sverris rafv. Lærði vélvirkjun í Dráttarbr. Keflavíkur 1961-64. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1965 í Keflavík. Vann í Dráttarbr. Keflavíkur til 1970. Á sjó tvö ár. Hjá J. P. K. í tvö ár. Vélsm. Njarðvíkur í tvö ár. Vinnur nú hjá Air Cargo, Keflavíkurflugvelli Eiginkona 22. apríl 1962: María Karlsdóttir hárgrk., f. 16. maí 1942 (sjá þar). Börn: 1) Hjördís, f. 20. maí 1961. 2) Anna Soffía, f. 22. nóvember 1964. 3) Karl Kristinn, f. 2. júní 1970. 4) Elísabet María, f. 31. október 1971. (1977)

Þórhildur Sigurðardóttir hárgreiðslukona, Tjarnargötu 8, Sandgerði. F. 10. júlí 1927 að Litla-Melstað, Reykjavík. Foreldrar: Sigurður Jón Friðhólm Benediktsson sjómaður, f. að Krossstekk, Mjóaf., 23. febrúar 1898, d. 3. desember 1976, og Steinunn Jónsdóttir, f. 16. júlí 1902 að Vogum, Vopnaf., d. 14. maí 1969. Föðurforeldrar: Benedikt Pálsson og Svanhildur Jóhannsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Jónsson útvegsbóndi og kona hans Helga Ólafsdóttir. Lærði hárgr. hjá Sigrúnu Einarsdóttur, Reykjavík, 1942-45. Iðnskóli Reykjavík (gamli) sama ár. Sveinspróf 1945. Eiginmaður 8. apríl 1950: Friðrik Björnsson rafverktaki. (1978)

Guðmundur Þórir Einarsson rafvirki, YtriNjarðvík. F. 1. ágúst 1955 á Sólvangi, Hafnarf. Foreldrar: Einar Lars Guðmundsson verkamaður., f. 30. júlí 1925 á Eskif., og Erla Albertsdóttir, f. 27. júlí 1932 í Hafnarf. Föðurforeldrar: Guðmundur Guðnason bóndi í Vaðlavík, S.-Múl., og Guðný Þórunn Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Albert Erlendsson verkamaður., Hafnarf., og María Ingibjörg Þórðardóttir. Gagnfræðapróf Flensborg 1972. Iðnskóli Hafnarfj. 1972-76. Rafvirkjanám hjá Jóni Páli Guðmundssyni, Reykjavík, 1973-77. Sveinspróf 1977 í Reykjavík. Vann hjá Rafveitu Hafnarfj. sumrin 1971-72. Eftir iðnnám hjá R.V.K. 1977-78. Síðan hjá Varnarliðinu, rafmagnsverkstæði P.W.D. Eiginkona 11. júní 1977: Alma Alexandersdóttir, f. 29. október 1957. Foreldrar: Alexander Magnússon skrifstofum. (d. 7. júní 1979) og kona hans Ólafía Haraldsdóttir. Barn: Einar Þór, f. 10. apríl 1978. (1979)

Þórir Guðmundsson bifvélavirki, Lyngbraut 19, Garði. F. 1. maí 1953 í Garði. Foreldrar: Guðmundur Ingimundarson bifvv. og kona hans Helga Sigurðardóttir. Albróðir Sigurðar vélvirkja Lærði bifvv. hjá föður sínum 1970-74. Iðnskóli Keflavík 1970-73. Sveinspróf ólokið. Hefur unnið óslitið hjá föður sínum Eiginkona 28. júní 1975: Ingibjörg Georgsdóttir, f. l. jan. 1951. Foreldrar: Georg Hólmbergsson ölgerðarm., Reykjavík, og kona hans Sigríður Jónsdóttir, Börn: 1) Sigríður Bachmann, f. 18. nóvember 1969. 2) Guðmundur Georg, f. 5. nóvember 1974. (1977)

Þorkell Guðmundsson bifvélavirki og bílamálari, Sóltúni 12, Keflavík. F. 28. september 1951 í Keflavík. Foreldrar: Guðmundur Sigurgeirsson og Guðný Guðmundsdóttir. Albróðir Kristins Guðmundssonar málara. Barnaskóli Hverag. Ármúlask. verknám, gagnfræðapróf Iðnskóli Reykjavík. Lærði bifvv. hjá Davíð Guðbergssyni í Armi hf. 1969-73. Sveinspróf 1973. Lærði bílamálun á sama stað og hjá Birgi Guðnasyni, sveinspróf 1977. Vann hjá Armi hf., Birgi Guðnasyni og í versl. Dropanum, vinnur þar nú. Eiginkona 15. febrúar 1974: Elín Aspelund, f. 12. janúar 1955. Foreldrar: Georg Pétur Aspelund Lárusson og kona hans Júlíana Guðmundsdóttir. Börn: 1) Georg Pétur, f. 23. ágúst 1974. 2) Baldvin Orri, f. 7. apríl 1977. (1977)

Þorleifur Sigurjón Húnbogason húsasmiður, Hólagötu 41, Y.-Njarðvík. F. 16. nóvember 1953 í Sandgerði. Foreldrar: Húnbogi Þorleifsson húsasm. (sjá þar) og kona hans Einarína Jóna Sigurðardóttir. Lærði húsasm. hjá föður sínum 1972-76. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1977. Vann í fiskv. í Keflavík 1971-72. Síðan hjá Í. A. V., Keflavíkurflugvelli Ókv. Bl. (1977)

Þorleifur Kristinn Sigurþórsson rafvirki, Skólavegi 9, Keflavík. F. 26. september 1925 í Lambhaga, Rang. Foreldrar: Sigurþór Þorleifsson bóndi og smiður (einkum rokkasm,); f. 2. desember 1894 í Árbæjarhjáleigu, Holtum, og kona hans Júlíana G. Guðmundsdóttir, f. 8. júlí 1895 í Hafnarf., d. 21. janúar 1945. Föðurforeldrar: Þorleifur Guðmundsson bóndi og smiður og Guðlaug Magnúsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Jónsson sjómaður og Ragnheiður 111-ugadóttir. Þorleifur og Sigurður Halldórsson húsasm. eru bræðrasynir. Lærði rafv. hjá Júlíusi Björnssyni og Þorsteini Sætran í Reykjavík. Iðnskóli Reykjavík 1945-48. Sveinspróf þar 1949. Var við versl. og lagerst. hjá Guðm. Kr. Guðmundssyni og síðar hjá Júlíusi Björnssyni á árunum 1942-44. Eftir iðnnám rafv. hjá Siguroddi Magnússyni og Véla & raftækjaversl. Flutti til Keflavíkur 1955 og hefur rekið eigið fyrirtæki síðan. í stjórn Iðnráðs Keflavíkur síðan 1962. Í stjórn Byggingafél. iðnm. í stjórn Rafverktakafél. Suðurn. í stjórn R. V. K. Í Rotarykl. Keflavíkur. Eiginkona 30. ágúst 1947: Margrét Sigríður Karlsdóttir, f. 15. nóvember 1924að Fagranesi, Langan. Foreldrar: Karl Daníelsson bóndi þar og sjómaður (fluttist síðar til Þórsh.) og Karolína Friðriksdóttir. Börn: 1) Ágústa, f. 22. maí 1947, eiginmaður Kristófer Þorgrímsson bifvv. (sjá þar). 2) Sigurþór A., f. 19. desember 1948, húsasm., eiginkona Sigríður Björnsdóttir. 3) Júlíana, f. 24. maí 1950, kennari, eiginmaður Paul Pedrszurki. 4) Guðmundur Karl, f. 3. október 1952, rafv., eiginkona Sigurlaug Oddný Björnsdóttir. 5) Karólína, f. 11. ágúst 1962. (1978)

Þórmar Guðjónsson vélvirki, Tunguvegi 6, Y.-Njarðvík. F. 22. mars 1929 á Dalv. Foreldrar: Guðjón Jónsson fyrrv. iðnrekandi, f. 1. september 1898 í Dagverðarnesi, Rang., og Magnea Halldórsdóttir, f. 22. mars 1896 á Dalv. Föðurforeldrar: Jón Böðvarsson bóndi og kona hans Margrét Þórðardóttir. Móðurforeldrar: Halldór Jónsson bóndi og hákarlaform. á Vémundarst. í Ólafsf. og kona hans Margrét Friðriksdóttir. Lærði vélvirkjun í Vélsm. Njarðvíkur 1950-54. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1954 í Njarðvík. Framhaldsnám í rafsuðu og verkstjóri hjá The Lincoln Electric Company, Cleveland, Ohio, USA, 1958. Sérnám í Engl. 1961. Stundaði sjó á bátum og togurum 1944-48 að tveim vetrum frátöldum. Vann eftir iðnnám í Vélsm. Njarðvíkur til 1958. Í. A. V. 1958-69. Annar stofnandi Malarnáms Njarðvíkur 1957 og nú aðaleig. í prófnefnd í járniðn. í stjórn verkambústaða í Nvíkum. Stofnandi Sjálfstfél. Njarðvíkur og í stjórn þess fyrstu árin. í Lionskl. Njarðvíkur og hefur verið þar form. og gjaldkeri. Eiginkona 23. desember 1951: Guðrún Stefánsdóttir, f. 24. janúar 1930. Foreldrar: Stefán Sigurfinnsson forstj. og Jóhanna Sigurðardóttir. Börn: 1) Elías, f. 5. júní 1952, skipasm. 2) Jóhanna, f. 21. júlí 1953, skrifstst., eiginmaður Björn Kristinsson rafv. 3) Árni Geir, f. 18. apríl 1955, nemi. 4) Adda Þórunn, f. 30. desember 1956, nemi. 5) Gunnar Þór, f. 7. nóvember 1963. (1977)

Þórmundur Guðlaugsson pípulagningamaður, Melteigi 24, Keflavík. F. 29. nóvember 1929 á Heiði í Holtum, Rang. Foreldrar: Guðlaugur Jónsson bóndi þar, f. 29. janúar 1899 á Hárlaugsst., og kona hans Halla Sæmundsdóttir, f. 29. september 1899 í Bisk. Föðurforeldrar: Jón Runólfsson bóndi, Hárlaugsst., og kona hans Vilborg Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Sæmundur Einarsson, Stærri-Nýjabæ, Krísuvík, og Þóra Jónsdóttir. Lærði pípul. hjá Runólfi Jónssyni í Reykjavík 1950-54. Iðnskóli Reykjavík 1950-53. Iðnskóli Keflavík 1953-54. Sveinspróf 1955 í Keflavík. Vann við garðyrkjust. frá fermingu til tvítugsaldurs hjá Stefáni Árnasyni, Syðri-Reykjum, Bisk., Guðjóni Björnssyni, Reykjavöllum, Bisk. og Grími Ögmundssyni, Syðri-Reykjum. Flutti til Keflavíkur 1952. Hefur unnið samfleytt við iðn sína eftir sveinspróf hjá vatnsvirkjadeild Í. A. V. í 4 ár. Hjá Birni Magnússyni um tíma. Verkstj. hjá J. P. K. í 16 ár. Sjálfstætt í nokkur ár. Eftirlitsm. hjá Hitav. Suðurn. frá 1976. Eiginkona 1. ágúst 1953: Guðfinna Sigríður Valgeirsdóttir, f. 31. júlí 1934. Foreldrar: Valgeir Jónsson bifrstj. og kona hans Sólrún Einarsdóttir. Börn: 1) Hallur, f. 13. júlí 1956, málaran. 2) Ólafur, f. 17. nóvember 1959. 3) Rúnar Valgeir, f. 11. ágúst 1962. 4) Linda Ósk, f. 19. mars 1971. (1978)

Þóroddur Vilhjálmsson vélvirki, Merkinesi, Höfnum. F. 20. október 1937 í Merkinesi. Foreldrar: Vilhjálmur Hinrik Ívarsson útvegsbóndi þar, báta og húsasm. og refaskytta og kona hans Hólmfríður Oddsdóttir Skógask., V.-Skaft., 1952-53. Héraðsskólinn Laugarv. 1953-55. Vélvnám í Vélsm. Njarðvíkur 1956-60. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1961 í Njarðvík. Hefur unnið í Vélsm. Óðni, Keflavík, af og til frá 1962. Ókv. Bl. (1977)

Þórólfur Þorsteinsson bifvélavirki, Fáskrúðsfirði. F. 27. mars 1949. Foreldrar: Þorsteinn J. Sigurðsson útgerðarmaður, f. 27. apríl 1919 að Freyju við Fáskrúðsfj., og kona hans Aðalbjörg Magnúsdóttir, f. 17. desember 1923 á Búðareyri við Reyðarfj. Föðurforeldrar: Sigurður Bjarnason sjómaður, bóndi og smiður, og kona hans Guðlaug Þorsteinsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Guðmundsson verslm. og kona hans Rósa Sigurðardóttir. Gagnfræðapróf frá Hlíðardalssk. 1967. Nám í bifvv. hjá Bílasprautun B. G., Keflavík, 1973-77. Iðnskóli Suðurn. l. og 2. b. Iðnskóli Reykjavík 3. og 4. b. Lokapr. frá Fjölbrautarskóli Suðurn. 1977. Sveinspróf 1977 í Reykjavík. Stundaði sjó frá Fáskrúðsf. 7 ár áður en iðnnám hófst. Eina vertíð í Vestm. (1970). Einnig af og til á síldarplani 1963-67, meðan síldarævintýrið stóð sem hæst. Vinnur nú við iðn sína hjá Bergi hf. í Keflavík. Ókv. (1978)

Þorsteinn Árnason húsasmiður. F. 28. október 1885 í Hrúðunesi, Leiru, d. 23. janúar 1969. Foreldrar: Árni Árnason símstöðvarstj., f. 11. ágúst 1867 í Hrúðunesi, d. 18. júlí 1911, og kona hans Guðrún Ingjaldsdóttir, f. 22. febrúar 1864 á Kolbeinsstöðum, Miðnesi, d. 26. apríl 1949. Föðurforeldrar: Árni Þórðarson trésm. og sjómaður og kona hans Jórunn Árnadóttir. Móðurforeldrar: Ingjaldur Tómasson og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Byrjaði ungur á sjó og var form. á árabátum, síðan vélstjóri og form. á vélbátum. Um tíma á togurum. Fór snemma að smíða milli vertíða. Var hjá Jóni Eiríkssyni í Nýjabæ, Garði, og hjá Jóni Jóhannssyni skipasmið í Reykjavík. Fékk meistarabréf í húsasmíði 1935, eftir stofnun Iðnaðarmannafélags   Keflavíkur,   samkv.   Úrskurði Landssambands iðnaðarmanna. Bjó í Garðinum til 1928, flutti þá til Keflavíkur og vann eftir það eingöngu við trésmíðar. Stofnaði og rak trésmíðaverkstæði að Hafnargötu 32 ásamt Gunnari syni sínum og Jóni Guðmundssyni tengdasyni sínum. Var félagi í Góðtemplarareglunni frá æskuárum til dauðadags, fyrst í Garðinum, síðan í Keflavík. Heiðursfélagi í st. Framför og st. Vík. Ennfremur í Umdæmisstúkunni nr. 1. Organisti í Útskálakirkju í nokkur ár. Lengi í Kirkjukór Keflavíkur Eiginkona (1) 28. febrúar 1908: Guðný Helga Vigfúsdóttir, f. 22. febrúar 1882, d. 8. janúar 1943. Foreldrar: Vigfús Vigfússon bóndi á Geirmundarstöðum, Skag., og seinni kona hans Steinunn Jóhannsdóttir. Börn: 1) Árni, f. 14. nóvember 1908, skipstjóri, eiginkona Jenný Einarsdóttir. 2) Steinunn, f. 15. apríl 1910, eiginmaður Snorri Þorsteinsson stýrim. (d. 1947). 3) Helga, f. 31. október 1911, afgrst., eiginmaður Falur Guðmundsson skipstjóri (d. 1962). 4) Guðrún, f. 31. október 1911, eiginmaður Óskar Kristjánsson húsasm. 5) Ingveldur, f. 26. nóvember 1912, skrifstofustj. 6) Ingólfur, f. 25. september 1914, d. 15. júlí 1938. 7) Hallveig, f. 30. júlí 1916, eiginmaður Skúli Pálsson afgrm. 8) Þorsteinn, f. 23. ágúst 1918, eiginkona Lovísa Þorgilsdóttir. 9) Gunnar, f. 17. nóvember 1920, byggingafræðingur, eiginkona Þóra Guðmundsdóttir (f. 1922, d. 1968). 10) Sigurbjörg, f. 29. maí 1923, eiginmaður Jón Guðmundsson húsgagnasm. (d. 1966). Eiginkona (2) 22. júlí 1950: Ingveldur Pálsdóttir kennari, f. 20. mars 1911. Foreldrar: Páll Jónsson járnsm., f. 22. nóvember 1874, og kona hans Vigdís Ástríður Jónsdóttir, f. 27. október 1879. Börn: 1) Ingólfur Gísli, f. 22. apríl 1951, bifvélav. 2) Vignir Páll, f. 5. desember 1952, skipasm. (sjá þar).

Þorsteinn Gísli Benediktsson netagerðarmaður, Sóltúni 16, Keflavík. F. 25. maí 1957 í Keflavík. Foreldrar: Benedikt Benediktsson Guðmundsson sjómaður, f. 1. janúar 1922 í Keflavík, og kona hans Steinunn Halldórsdóttir, f. 29. október 1916 í Vörum, Garði. Föðurforeldrar: Guðmundur Guðmundsson sjómaður og Guðrún Eyjólfsdóttir verkakona. Móðurforeldrar: Halldór Þorsteinsson útgerðarmaður, Vörum, og kona hans Kristjana Pálína Kristjánsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík. Fjölbrautarskóli Suðurn. 1972-77. Netag. hjá Jóni Eggertssyni, Keflavík, 1975-78. Sveinspróf 1978 í Keflavík. Eiginkona 18. júní 1977: Kristín S. Björgvinsdóttir, f. 17. júní 1959 Foreldrar: Björgvin Sveinsson sjómaður og Sigrún Jónsdóttir. Bl. (1978)

Þorsteinn Hartvig Einarsson húsasmiður. F. 23. maí 1955 í Keflavík. Foreldrar: Einar Þorsteinsson húsa og skipasmiður (sjá þar) og fyrri kona hans Sigrid Toft. Gagnfræðaskóli Keflavík 1968-72. Iðnskóli Keflavík sama ár. Lærði húsasmíði hjá föður sínum 1972-75. Sveinspróf 1976. Vareitt ár á bát til sjós. Að öðru leyti hefur hann stundað smíðar. Fór til Færeyja vorið 1978 og starfaði þar við smíðar til febrúar 1980 Eiginkona (1): Jóna Ingibjörg Óskarsdóttir, f. 8. september 1956. Foreldrar: Óskar Þórðarson, Reykjavík, og Sigríður Þorsteinsdóttir. Skildu. Börn: 1) Helga Lyngdal, f. 12. nóvember 1974. 2) Einar, f. 28. ágúst 1976 Eiginkona (2) sambúð: Signhild Johannessen frá Færeyjum. Stjúpbarn: Alex Henning, f. 21. júní 1977. (1980)

Þorsteinn Óskar Haraldsson húsasmiður, Lyngholti 13, Keflavík. F. 5. ágúst 1956 í Keflavík. Foreldrar: Haraldur Hafsteinn Ólafsson húsasm. (sjá þar) og kona hans Halldóra Bjarney Þorsteinsdóttir. Lærði húsasm. hjá föður sínum 1972-76. Iðnskóli Keflavík sama ár. Hefur unnið hjá Dverghömrum sf. á námstímanum. Ókv. Bl. (1977)

Þorsteinn Hermannsson rafvirki, Jaðri, Höfnum. F. 9. janúar 1928 á Seyðisf. Foreldrar: Hermann Þorsteinsson skósm. og umboðssali, f. 1876, d. 1933, og kona hans Jakobína Jakobsdóttir, f. 1891, d. 1933. Föðurforeldrar: Þorsteinn Þorsteinsson bóndi í Mjóaf. og kona hans Rósamunda Hermannsdóttir. Móðurforeldrar: Jakob Pétursson bóndi á Brimnesi í Fáskrúðsf. og kona hans Ólöf Stefánsdóttir. Alþsk. á Eiðum 1945-47. Lærði rafv. hjá Jónasi Magnússyni, Reykjavík, 1948-52. Iðnskóli Reykjavík. Sveinspróf 1952 í Reykjavík. Vann að iðn sinni í Reykjavík til 1955. Síðan á Keflavíkurflugvelli. Ókv. (1977)

Þorsteinn Bergmann Sigurðsson rafvélavirki, Greniteig 36, Keflavík. F. 7. júní 1951 á Egilsst. S.-Múl. Foreldrar: Sigurður Sigurbjörnsson bifrstj. og kona hans Þórleif Steinunn Magnúsdóttir. Bróðir Sigurbjörns Þórs skipasm. (sjá þar). Gagnfræðaskóli Keflavík 1965-68. Iðnskóli Keflavík 1971-75. Rafvv. hjá Eyjólfi Þórarinssyni. Keflavík, 1971-75. Sveinspróf 1975 í Reykjavík. Vann fyrir iðnnám við sjómaður og síðar við Búrfellsvirkjun. Hjá Eyjólfi Þórarinssyni 1969-76. Hjá Rafiðn hf. síðan í ágúst 1976 í framhaldsnámi í rafv. Var í stjórn Iðnnemafél. Suðurn. 2 ár. Eiginkona 12. desember 1970: Anna María Eyjólfsdóttir. f. 11. ágúst 1952. Foreldrar: Eyjólfur Þórarinsson rafvv. (sjá þar) og kona hans María Hermannsdóttir. Barn: Steinunn Ýr, f. 6. nóvember 1973. (1978)

Þorsteinn Þorsteinsson vélvirki, Laugavegi 86, Reykjavík. F. 24. júní 1944 í Reykjavík. Foreldrar: Þorsteinn Gíslason járniðnm., f. 8. apríl 1914 á Akranesi, d. 24. mars 1975, og kona hans Marta Sonja Magnúsdóttir. Föðurforeldrar: Gísli Einarsson sjómaður og kona hans Halldóra Þorsteinsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Magnússon skipasm. og kona hans Oddný Erlendsdóttir. Lærði vélvirkjun hjá Í. A. V. 1968-72. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1972 á Keflavíkurflugvelli. Vann hjá Í. A. V. frá 1962 sem aðstm. á málningar og réttingaverkst. Hóf störf á járnsmíðaverkst. Í. A. V. 1964 og vann þar að mestu til 1972. Vann í Danm. tæpt ár við rafsuðu og járnsmst. í Slippst. á Akureyri í nokkra mán. 1974. Þá til Í. A. V. aftur. í Noregi nokkra mán. 1975. Slippst. til 1976. Síðan hjá Í. A. V. Ókv. (1977)

Þorsteinn Rúnar Þorsteinsson hárskeri, Vesturbergi 100, Reykjavík. F. 14. apríl 1945 á Hellissandi. Foreldrar: Þorsteinn Kristbjörn Þorsteinsson húsasm. f. 27. september 1917 á Hellissandi, og kona hans Huldís Guðrún Annelsdóttir, f. 27. apríl 1926 í Beruvík. Snæf. Föðurforeldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og kona hans Petrún Jóhannesdóttir. Móðurforeldrar: Annel Helgason og Hansborg Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1958-61. Rakaraiðn hjá Herði Guðmundssyni, Keflavík, 1967-70. Sveinspróf 1970 í Keflavík. Vann eftir iðnnám hjá Herði Guðmundssyni og Rakarast. Austurstræti 20. Reykjavík. Hefur rekið eigin stofu ásamt öðrum að Laugavegi 128 frá 1975 undir nafninu Bartskerinn. Eiginkona 9. febrúar 1969: Ágústa Bárðardóttir. Foreldrar: Bárður Bárðarson bifrstj. og kona hans Helga Guðjónsdóttir. Börn: 1) Linda Waage, f. 25. júní 1965. 2) Þorsteinn Örn, f. 5. apríl 1977. (1978)

Þórunn María Jóhannsdóttir hárgreiðslukona, Heiðarbraut 11. Keflavík. F. 23. febrúar 1946 í Keflavík. Foreldrar: Jóhann Gunnar Friðriksson og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir. Alsystir Guðlaugar Jóhannsdóttur hárgrk. Sverris hárskera og Einars útvarpsv. og bróðurdóttir Þorbergs Friðrikssonar málara. Lærði hárgr. hjá Bjarnveigu Guðmundsdóttur 1967-70. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1970 í Keflavík. Vann nokkur ár hjá Guðlaugu systur sinni. síðan sjálfstætt. Eiginmaður 5. júní 1971: Eiríkur Hansen. f. 30. maí 1942. Foreldrar: Jörgen Hansen verslm. og kona hans Helga Hansen. Börn: 1) Jörgen Friðrik Eiríksson, f. 5. júlí 1973. 2) Eiríkur Þór Eiríksson, f. 29. mars 1977. Fyrir hjónaband: Jóhann Gunnar Elmstrand, f. 14. desember 1966. (1980)

Þorvaldur Helgi Benediktsson húsasmiður. Lyngholti 22. Keflavík. F. 28. júlí 1945 að Þorpum, Steingrímsf. Strand. Foreldrar: Benedikt Þorvaldsson smiður frá Hólmavík, f. 22. júli 1915. og kona hans Matthildur Guðbrandsdóttir, f. 23. maí 1921. Föðurforeldrar: Þorvaldur Jónsson skósm. og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Guðbrandur Benediktsson bóndi á Broddanesi, Strand., og kona hans Sigrún Helgadóttir. Reykjask. Hrútaf., 1960-62. Lærði húsasm. hjá Hákoni Kristjánssyni. Kópav., 1963-67. Iðnskóli Reykjavík 1.3. b. Iðnskóli Vestm. 4. b. Sveinspróf 1974 í Reykjavík. Lögrsk. rík. október til desember 1968 og janúar til maí 1973. Vann hjá Smið hf. í Vestm. nóvember 1966 til febrúar 1967. Fór þá í lögr. í Vestm. og vann jafnframt í Tréverki sf. í Vestm. Hjá Sigurði Björnssyni húsasm. í Garðabæ 1974-75. Við Sigöldu nokkra mán. Íí lögr. í Keflavík síðan í maí 1975. Eiginkona 21. ágúst 1965: Sigurlaug Gísladóttir. f. 12. janúar 1946. Foreldrar: Gísli Gíslason smiður og kona hans Ásdís Guðmundsdóttir. Börn: 1) Halldóra. f. 19. júlí 1965. 2) Matthildur. f. 16. október 1966. 3) Þórunn Helga, f. 17. ágúst 1972. 4) Guðmundur Stefán, f. 17. mars 1977. (1977)

Þorvaldur Kjartansson húsasmiður, Esjubergi, Garði. F. 21. nóvember 1953 að Bjarmalandi, Garði. Foreldrar: Kjartan Ásgeirsson vélstjóri og kona hans Marta Halldórsdóttir. Albróðir Ásgeirs húsasm. Húsasm. hjá Einari Þorsteinssyni, Keflavík, 1970-72, og Ásgeiri Kjartanssyni, Garði (Húsabygging), 1972-74. Sveinspróf 1974. Vann hjá Húsabyggingu hf. til 1975, Dverghömrum á Keflavíkurflugvelli 1975 -76. Síðan vörubílstj. hjá Ásgeiri hf. Garði Eiginkona 29. mars 1975: Jóhanna Svanlaug, f. 25. apríl 1954 í Reykjavík. Foreldrar: Sigurvin Sveinsson rafv., Keflavík, og kona hans Jóhanna Karlsdóttir. Börn: 1) Kjartan, f. 4. maí 1973. 2) Jóhanna, f. 14. janúar 1975. (1977)

Þorvaldur Ólafsson húsasmiður, Smáratúni 41, Keflavík. F. 21. nóvember 1949 í Reykjavík. Foreldrar: Ólafur Þorvaldsson, f. 16. september 1920 í Keflavík, og kona hans Erna Gunnarsdóttir, f. 7. maí 1927 í Keflavík. Föðurforeldrar: Þorvaldur Ólafsson sjómaður og kona hans Andrea Guðnadóttir. Móðurforeldrar: Gunnar Emilsson rennism. (sjá þar) og kona hans Þóra Karlsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík. Lærði húsasm. hjá Sveini Sæmundssyni 1966-70. Iðnskóli Keflavík sama ár. Sveinspróf 1970. Vann fyrir iðnnám í Stapafelli hf. Eftir iðnnám í Slökkvil. Keflavíkurflugvelli 1970-72. Rekur nú eigið byggingafyrirtæki. Eiginkona 10. maí 1969: Sigríður Kjartansdóttir, f. 22. febrúar 1951 í Reykjavík. Foreldrar: Kjartan P. Kjartansson málaram. og kona hans Kristbjörg Ísfeld. Börn: 1) Kristbjörg Erna, f. 21. október 1969. 2) Andrea Sif, f. 6. ágúst 1976. (1977)

Þorvaldur Stefán Ólafsson rafvirki, Keflavík. F. 17. júlí 1954 í Keflavík. Foreldrar: Ólafur Heiðar Þorvaldsson pípulm. og kona hans Svanhildur Guðmundsdóttir. Þorvaldur er systursonur Sigurðar Breiðfjörð Guðmundssonar. Gagnfræðaskóli Keflavík 1967-71. Lærði rafv. hjá Guðbirni Guðmundssyni, Keflavík, 1973-77. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1977 í Keflavík. Vann hjá Steinsmíði sf. 1971 (byggingarv.). Í. A. V. 1972-73. Síðan rafv. Eiginkona Fanney Sigurlaug Bjarnadóttir, f. 6. júní 1957. Foreldrar: Bjarni F. Halldórsson skólastj. og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Barn: Ólafur Heiðar, f. 22. febrúar 1974. (1978)

Þorvaldur Þ. Sigurbjörnsson húsasmiður, Reykjavík. F. 23. október 1952 í Keflavík. Foreldrar: Sigurbjörn Tómasson skipasm. og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1965-69. Lærði skipasmíði hjá Sveini og Þórhalli sf., Grófinni 5. Keflavík. 1973 77. Iðnskóli Reykjavík. Sveinspróf 1978 í Keflavík. Flutti til Reykjavíkur og vann hjá Trésmiðjunni Ösp 1978-79. Birni Traustasyni frá 1979. Eiginkona 1. júní 1974: Halldóra Konráðsdóttir. f. 20. janúar 1954. bankaritari. Foreldrar: Konráð Davíð Jóhannesson framkvstj. og kona hans Páldís Eyjólfdóttir. Barn: Konráð Davíð, f. 28. febrúar 1978. (1979)

Þorvarður Helgason beykir, Keflavík. F. 31. maí 1836 í Viðey. d. 14. desember 1894 í Keflavík. Foreldrar: Helgi Helgason prentari í Viðey. síðan í Reykjavík og loks á Akureyri 1807-62, og kona hans Guðrún Finnbogadóttir 1802-77. Föðurforeldrar: Helgi Guðmundsson bóndi á EfraReyni við Akran., 1741-1807, og kona hans Guðrún Sæmundsdóttir, 1777-1839. Móðurforeldrar: Finnbogi Björnsson verslm. í Reykjavík og kona hans Arndís Teitsdóttir, 1775-1850. Lærði beykisiðn utanlands. Hóf búskap í Reykjavík, flutti til Keflavíkur 1870 og byggði síðan Þorvarðarhús (Vallarg. 28) og bjó þar til dánardags. og síðan Þorsteinn sonur hans. Beykir hjá Fischer. Er talinn verslþj. 1880 en verslunarstjóri 1890. Eiginkona 9. júní 1863: Ragnhildur Guðmundsdóttir. f. 14. júni 1837 á Brekku í Bisk., d. 16. september 1921. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson bóndi þar, f. 1805, og kona hans Helga Jónsdóttir, f. 1808. Börn: 1) Helgi, f. 5. september 1864, d. 1872. 2) Stefán, f. 6. mars 1869, drukknaði 29. mars 1887. 3) Þorsteinn, f. 24. maí 1872, d. 8. apríl 1957, eiginkona Björg Arinbjarnardóttir frá Tjarnarkoti. Bjuggu í Þorvarðarhúsi. 4) Guðmundur Helgi, f. 12. apríl 1879, kaupm. í Reykjavík, eiginkona Nikólína Nikulásdóttir. 5) Kristjana Júlía, f. 9. september 1883. Fyrir hjónaband: Með Guðrúnu Högnadóttur: Þorvarður, f. 19. nóvember 1857, d. 19. mars 1927, eiginkona Margrét Arinbjarnardóttir frá Tjarnarkoti. Með Gróu Ingimundardóttur: Guðrún, f. 13. maí 1859. m. Magnús Guðnason steinsm. í Reykjavík. (M.V.J. Faxi, 6. tbl., 1960.)

Þorvarður Jónsson bifvélavirki, Hábæ, Vogum. F. 6. ágúst 1917 í Hlíð, Reykhólasv. Foreldrar: Jón Lárus Hansson, f. 27. júní 1859, d. 1940, og Jónína Guðrún Arinbjörnsdóttir, f. 1888. Föðurforeldrar: Hans Natansson bóndi að Hvammi í Langadal, síðar að Þóreyjarnúpi, V.-Hún., og Kristín Þorvarðardóttir. Móðurforeldrar: Arinbjörn Jónsson bóndi og Guðrún Jónsdóttir bústýra hans. Sveinspróf án Iðnskóla skv. leyfi menntamálaráðherra 1974. Hefur mest unnið við akstur bifr. og þungavinnuv. og viðgerðir. Bifrverkst. Búðardals 1949-53. Hamilton, Keflavíkurflugvelli, 1953-55. Bílaverkst. í Keflavík og Í. A. V. 1956-62. Bílaverkst. Varnarliðsins frá 1962. Eiginkona október 1946: Þóra Lára Grímsdóttir, f. 3. júlí 1916. Foreldrar: Grímur Jónsson útgerðarmaður í Sandgerði og Ingibjörg Ólafía Lárusdóttir. Börn: 1) Stormur Þór, f. 16. apríl 1949, húsgagnasmíðameistari, eiginkona Guðbjörg Pálsdóttir frá Sandgerði. 2) Steinn Þorri, f. 13. apríl 1950, þungavinnuvélam., eiginkona María Jónsdóttir frá Vogum. 3) Þorbjörg Stefanía, f. 14. júlí 1952, eiginmaður Magnús Matthíasson verslm. Fyrir hjónaband: 1) Guðrún, f. 18. febrúar 1938. 2) Svanur Pálmar, f. 28. september 1939, fórst með Júlí frá Hafnarf. 1959. (1975)