Jakob Árnason húsasmiður, Miðtúni 2, Keflavík. F. 4. júlí 1926 í Bræðratungu, Stokkseyri, Árn. Foreldrar: Árni Tómasson hreppstj., f. 13. okt. 1887 að Reyðarvatni, Rang., d. 24. okt. 1971, og kona hans Magnea Einarsdóttir kennari, f. 2. nóv. 1890 í Sandgerði, d. 18. des. 1976. Föðurforeldrar: Tómas Böðvarsson bóndi að Reyðarvatni og kona hans Guðrún Árnadóttir ljósm. Móðurforeldrar: Einar Sveinbjörnsson útvegsbóndi, Sandgerði, og fyrri kona hans Guðrún Bjarnadóttir. Héraðssk. Laugarv. 1944-45. Lærði húsasm. hjá byggingafél. Stoð hf., meistari Óskar Eyjólfsson í Reykjavík, 1945-49. Iðnsk. Reykjavík 1945-47. Sveinspróf 1949 í Reykjavík. Vann við Laxárvirkjun 1950-53. í Keflavík með Sigurði Jónssyni (Sigurður & Jakob) 1953-58. Verkstj. hjá hf. Byggi, Kvíkurflugv. 1958-60. Verkstj. hjá Verki hf. í Reykjavík við hitaveituframkv. 1960-65. Síðan sjálfstætt í Keflavík. Stjórnarform. B. V. Eiginkona síðan 1968. K.2.apr. 1953: Jóhanna Kristinsdóttir, f. ll.okt. 1929. Foreldrar: Kristinn Jónsson innheimtum. í Keflavík og kona hans Kamilla Jónsdóttir. Börn: 1) Isleifur Árni, f. 11. des. 1952, útvarpsv., eiginkona Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir. 2) Guðrún Sigríður, f. 1. apríl 1956. 3) Kristinn Þór, f. 27. apríl 1957. 4) Ásdís Ýr, f. 15. júlí 1963. 5) Sigrún Björk, f. 23. maí 1966. (1978)

Jakob Eyfjörð Jónsson múrari, Grindavík. F. 25. júlí 1934 á Finnastöðum, Greniv., Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Jón Þorsteinsson bóndi, f. 20. júlí 1892, d. 30. júlí 1967, og kona hans Elísa Stefánsdóttir, f. 12. des. 1893, d. 12. sept. 1944. Föðurforeldrar: Þorsteinn Jónsson bóndi og kona hans Jakobína Elíasdóttir. Móðurforeldrar: Stefán Stefánsson útvegsbóndi og kona hans Friðrika Kristjánsdóttir.  Barnaskóli Greniv. Stundaði sjó frá Greniv. 1948-57. Á vertíð í Grindavík frá 1954 í mörg ár ásamt byggingarv. Hefur á síðari árum starfað mestmegnis við múrverk í Grindavík og víðar. Verkl. sveinspróf í múrsmíði 1979. Var upphafsmaður og stofnandi U. M. F. G. Var gjaldk. í fyrstu stjórn þess og starfar enn í félaginu. Eiginkona 31. mars 1956: Guðrún S. Gamalíelsdóttir, f. 19. ágúst 1937. Foreldrar: Gamaliel Jónsson bóndi, f. 1908, d. 1964, og kona hans Guðríður Guðbrandsdóttir, f. 1912, d. 1959. Börn: 1) Sveinn Eyfjörð, f. 27. sept. 1956, sjómaður, eiginkona Auður G. Ármannsdóttir. 2) Elísa Eyfjörð, f. 10. júlí 1958. 3) Jakob Guðmann, f. 16. mars 1964. 4) Gunnsteinn Agnar, f. 30. jan. 1973. (1979)

Jakob Kristjánsson húsasmiður, Hátúni 1, Keflavík. F. 20. apríl 1934 á Stöng, Mývatnssv. Foreldrar: Kristján Ásmundsson bóndi, Stöng, f. 17. maí 1901, d. 18. maí 1963, og kona hans Lára Sigríður Sigurðardóttir, f. 7. júlí 1905 í Sandvík í Bárðardal, d. 3. sept. 1968. Föðurforeldrar: Ásmundur Kristjánsson bóndi að Stöng og Arnfríður Gísladóttir. Móðurforeldrar: Sigurður Friðriksson bóndi í Sandvík og kona hans Sigurbjörg Jósafatsdóttir. Héraðssk. að Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu., 1951-52. Lærði húsasm. hjá Sigurbirni Reyni Eiríkssyni 1956-60. Sveinspróf 1961. Hefur síðan stundað húsasm. í Keflavík og Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 20. apríl 1958: Erla Sigríður Gunnlaugsdóttir, f. 7. maí 1937. Foreldrar: Gunnlaugur O. V. Eyjólfsson bílstj. og Sesselja Þorkelsdóttir. Börn: 1) Vilhjálmur Kristján, f. 23. júlí 1960. 2) Gunnar Már, f. 20. júní 1965. 3) Arnar, f. 26. okt. 1973. (1978)

Jakob Sigvaldi Sigurðsson vélvirki, Kirkjubraut 1, Innri-Njarðvík. F. 3. jan. 1935 á Hofsósi, Skag. Foreldrar: Sigurður Jónsson sjómaður, f. 11. sept. 1893 á Bæjarklettum, Höfðastr., Skag., d. 9. febr. 1939, og kona hans Ingibjörg Ingimundardóttir, f. 9. nóv. 1902 í Ólafsf. Föðurforeldrar: Jón Jónsson sjómaður, Bæjarklettum, og kona hans Margrét Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Ingimundur Guðjón Jónsson útgm. og netagm., Ólafsf., og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Lærði vélvirkjun í Vélsm. Njarðvíkur 1965-69. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 21. júní 1969. Stundaði almenn verkamv. 1950-55. Starfsm. í Blikksm. Reykjavíkur 1955-58. Fiskimjöli, Njarðvík, 1958-59. Esso, Keflavíkurflugvelli, 1959-61. Vélsm. Njarðvíkur 1961-70. Verkstj. við Vélal. Ellerts Skúlasonar, Ytri-Njarðvík, síðan 1970. Form. Iðnsveinafél. Suðurn. 1971-74.1 stjórn foreldrafél. Njarðvíkursk. 1972-74. Eiginkona 11. nóv. 1956: Jónína Margrét Hermannsdóttir, f. 21. jan. 1937. Foreldrar: Hermann Árnason bóndi frá Aðalvík, síðar starfsm. Áburðarverksm. ríkisins, og kona hans Sigurlaug Friðriksdóttir. Börn: 1) Sigurgísli, f. 8. ágúst 1955. 2) Arný Guðrún, f. 31. maí 1956, eiginmaður Garðar Óskarsson verkstjóri 3) Ingibjörg Sigríður, f. 28. ágúst 1957, eiginmaður Þorsteinn Tyrfingsson sjómaður 4) Hermann, f. 18. okt. 1958. 5) Friðrik, f. 9. sept. 1960. 6) Haraldur, f. 10. júlí 1962. 7) Svanur, f. 15. mars 1964. (1978)

Jakob Adolf Traustason húsasmiður, Blikabraut 13, Keflavík. F. 18. ágúst 1946 í Hafnarf. Foreldrar: Trausti Ingvarsson bifrstj., f. 1927, og kona hans Birna Vilborg Jakobsdóttir, f. 18. okt. 1929 að Auðnum, Vatnslstr. Föðurfor: Ingvar Sigurðsson bóndi og kona hans Hólmfríður Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Jakob Adolf Sigurðsson kaupm. og kona hans Margrét Kristjánsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1959-63. Húsasmíðanám hjá Einari Þorsteinssyni, Keflavík, 1964-68. Iðnskóli Keflavíkur 1. og 2. b. Iðnsk. Reykjavík 3. og4. b. Sveinspróf 1968. Vann við dekkjaviðg. á Keflavíkurflugvelli 1963-64. Vann við smíðar eftir iðnnám hjá Í. A. V., Einari Þorsteinssyni, Tryggva Kristjánssyni o. fl. Síðar í Húsagerðinni hf., sem meðeigandi síðan 1971.1 stjórn I. S. í nokkur ár. Eiginkona (sambúð): Edda Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1951. Foreldrar: Kristján Guðmundsson skipstj. og kona hans Guðmundína Ingvarsdóttir. Barn: Kristján Árni, f. 7. júlí 1977. Hafði áður átt dóttur: Björk, f. 28. des. 1966. Móðir: Ragnheiður Ragnarsdóttir. (1977)

Jákup Elí Frits Midjord húsasmiður, Sandgerði. F. 28. jan. 1949 á Ökrum í Sumbasókn, Suðurey, Færeyjum. Foreldrar: Niels Petur Midjord húsa- og bátasm., f. 1920 á Ökrum, og kona hans Elsa Midjord, f. 1927 í Sumba. Föðurforeldrar: Jákup Midjord húsa- og bátasm. og kona hans Jóhanna Elísabeth Midjord. Móðurforeldrar: Jóhannes Hansen sjómaður og Sunneva Maria Hansen kona hans Barnaskóli á Leiti 1956-61 og Vágsbarnask. 1961-62. Vágs Kommunala Realsk. 1962-65. Húsasm. hjá Herði hf., Sandgerði, meistari Gunnar Sigtryggsson, 1974-78. Iðnskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1978 í Njarðvíkum. Hjálparkokkur á ferðamannask. Tjaldi mars-sept. 1966 (Danm.-Færeyjar). Verkam. til febr. 1967. Skrifstm. hjá Nordafar í Færeyingahöfn á Grænl. febr.-okt. 1967. Hjálparkennari við barnask. í Sumba á Suðurey til júlí 1973. Vann við múrverk og járnabindingar hjá byggingafyrirt. í Færeyjum 1973, sama hjá Óskari Guðjónssyni, Sandgerði, 1973-74. Síðan iðnnám. Vinnur nú hjá Herði hf. Ritari Færeyingakl. á Suðurn. 1974-75. Form. sama klúbbs 1976 og 1977. Verðlaun fyrir hæsta burtfararpr. á iðnbraut í Fjölbrautarskóli Suðurn. 1978 í húsasm. Eiginkona 12. ágúst 1973: Helga Níelsdóttir, f. 16. apríl 1949. Foreldrar: Níels Pétur Svanholt Björgvinsson verkam. og Ágústa Haraldsdóttir. Barn: Hlynur Svanholt Midjord, f. 5. okt. 1971. Stjúpdóttir: Ragnheiður Jónsdóttir, f. 27. sept. 1967. (1979)

Jens Tómasson vélvirki, Hátúni 4, Keflavík. F. 15. júní 1953 í Reykjavík. Foreldrar: Tómas Tómasson vélvirki (sjá þar) og kona hans Sólrún Jensdóttir. Hlíðardalssk. Ölfusi 1967-69. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970. Lærði vélvirkjun í Dráttarbr. Keflavíkur 1970-74, meistari Eiríkur Guðmundsson. Sveinspróf 1974. Rennism. s. st., meist. Kristján Oddsson, 1975-77. Sveinspróf 1977. Hefur unnið hjá Dráttarbr. síðan hann hóf nám. Eiginkona 26. des. 1976: Einarína Sigurjónsdóttir, f. 8. apríl 1956 í Keflavík. Foreldrar: Sigurjón Jóhannesson rafv. (línum.) á Keflavíkurflugvelli (látinn) og Guðlaug Einarsdóttir verkak. Barn: Sigurjón, f. 9. sept. 1973. (1977)

Jóhann Vilberg Árnason prentari. F. 6. febr. 1942 í Reykjavík, d. 14. mars 1970. Foreldrar: Árni Vilberg Guðmundsson vélstj. og síðar bílstj., f. 17. jan. 1914 í Reykjavík, og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir, f. 14. júní 1914 á Patreksf., d. 24. mars 1942. Föðurforeldrar: Guðmundur Kristjánsson og Jódís Árnadóttir. Móðurforeldrar: Halldór Jóhannesson sjómaður og kona hans Margrét Hjartardóttir. Prentnám í Alþprentsm. í Reykjavík 1957-61. Sveinspróf 1961. Eftir prentnámið hvarf hann frá iðn sinni um skeið og gerðist blaðaljósm., fyrst hjá Alþbl., síðar hjá Fálkanum, svo aftur hjá Alþbl. Árið 1966 fluttist hann til Keflavíkur og stofnaði þar ásamt Runólfi Elentínussyni Prentsm. Grágás. Var hann framkvæmdastjóri þess fyrirtækis til dánardags. Hófu þeir bókaútg. og útg. vikubl. Suðurnesjatíðinda. Fengu þeir sér fullkomnar vélar til prentunar og bókbands. Var einn af stofnendum Junior Chamber Suðurn. og í stjórn þess er hann lést. Eiginkona 1966: Eliza Þorsteinsdóttir, f. 28. ágúst 1946 í Reykjavík. Foreldrar: Þorsteinn K. Þórðarson kennari við Stýrimsk., f. 18. mars 1917 í Reykjavík, d. 30. maí 1960, og kona hans Guðfinna Sigurlilja Eyvindsdóttir, f. 3. des. 1921. Barn: Jódís, f. 5. febr. 1966. (1971)

Jóhann Ragnar Benediktsson málari, Smáratúni 29, Keflavík. F. 14. nóv. 1930 á Þórkötlustöðum í Grindavík. Foreldrar: Benedikt Benónýsson útvegsbóndi þar, f. 21. júli 1894, d. í júlí 1952, og kona hans Magnúsa Aðalveig Ólafsdóttir, f. 23. sept. 1902 á Þórkötlustöðum. Föðurforeldrar: Benóný Benediktsson útvegsbóndi á Þórkötlustöðum og kona hans Ólöf Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Ólafur Þorleifsson útvegsbóndi s. st. og kona hans Þórlaug Guðmundsdóttir. Lærði málaraiðn hjá Jóni P. Friðmundssyni, Keflavík, 1947-51. Iðnskóli Keflavíkur 1946-48. Málaranámsk. í Reykjavík 1950. Sveinspróf 1951 í Keflavík. Vann fyrir iðnnám í Hraðfrh. Grindavíkur 2 vetur. Vann hjá J. P. F. eftir iðnnám til 1955. Húsv. hjá U. M. F. K. 1956-57. Hefur síðan unnið sjálfstætt á vegum M. V. K. Hefur stundað leigubílaakstur jafnframt málarast. síðan 1962.1 prófnefnd málara í Kvík í nokkur ár. Í stjórn U. M. F. K. 1948-57, þar af 2 ár formaður í stjórn M. V. K. frá stofnun 1957, formaður frá 1978. 1 stjórn Iðnnemafél. Keflavíkur 1947-48. Hefur tekið mikinn þátt í íþróttum, var eiginmaður a. annar í hástökki á Íslandsmóti 1953. Var í landsliði Ísl. í golfi 1970 og 1974. Hefur hlotið yfir 50 verðlaunagripi fyrir afrek í þeirri íþrótt, utan lands og innan. Eiginkona 29. des. 1956: Kristín Guðbrandsdóttir, f. 11. apríl 1929 í Tröð í Kolbeinsstaðahr. Foreldrar: Guðbrandur Magnússon bóndi þar og síðar á Álftá, f. 4. nóv. 1894, d. 24. okt. 1973, og kona hans Bjargey Guðmundsdóttir, f. 14. nóv. 1910, d. 29. ágúst 1970. Börn: 1) Benedikt, f. 9. nóv. 1956, nemi í fiskvsk. 2) Kristbjörg, f. 29. júní 1958, nemi. 3) Jóhanna Aðalveig, f. 9. sept. 1962.       (1980)

Jóhann Gunnarsson vélvirki. F. 15. apríl 1948 í Keflavík. Foreldrar: Gunnar Jóhannsson skipasm. (sjá þar) og kona hans Valgerður Baldvinsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1961-65. Vélskóli Íslands 4. stig 1970. Vélv. hjá Vélsm. Kristjáns Gíslasonar, Reykjavík. Sveinspróf 1973. Vinnur hjá Heklu hf. við eftirlit og viðhald með báta- og þungav. Eiginkona 2. maí 1970: Anna María Aðalsteinsdóttir, f. 3. maí 1950. Foreldrar: Aðalsteinn Vígmundsson bifrstj. og kona hans Beta Guðmundsdóttir. Börn: 1) Aðalsteinn, f. 15. jan. 1971. 2) Gerður Beta, f. 18. febr. 1976. (Vélstjóratal o.fl.)

Jóhann Hjartarson húsgagna- og húsasmiður, Heiðarvegi 4, Keflavík. F.30. jan. 1921 í Reykjavík. Foreldrar: Hjörtur Þorkelsson netagm. (sjá þar) og kona hans Magnea Guðrún Jensdóttir. Föðurforeldrar: Þorkell Sigurðsson og Jórunn Helgadóttir. Móðurforeldrar: Jens Jónsson sjómaður á Akran. og Málfríður Magnúsdóttir. Bróðir Helga Hjartarsonar rafvstj. í Grindavík. Lærði húsgsm. hjá Ástráði Proppé á Akran. 1941-45. Iðnskóli Akraness 1942 -44. Sveinspróf 1945 á Akran. Fluttisttil Keflavíkur 1945. Lærði húsasm. hjá Skúla Skúlasyni 1945-47. Sveinspróf 1947. Stundaði sjó til 1941 en síðan húsg.- og húsasm., lengst af á eigin verkst. Hefur um margra ára skeið verið í prófnefnd í húsgsm. Eiginkona 3. nóv. 1945: Sigríður Jónsdóttir, f. 25. okt. 1924. Foreldrar: Jón Sigurðsson verkamaður í Keflavík og kona hans Ágústa Sigurjónsdóttir. Börn: 1) Bjarnfríður, f. 16. febr. 1946, eiginmaður Örn Bárður Jónsson skrifstm. 2) Jóhann Guðnason, f. 24. nóv. 1948, eiginkona Jóna Lúðvíksdóttir. 3) Málfríður, f. 16. sept. 1956, eiginmaður Ragnar Snær Karlsson. 4) Hjörtur Magni, f. 18. apríl 1958. (1978)

Jóhann Líndal Jóhannsson rafvirki, Hraunsvegi 2, Ytri-Njarðvík. F. 25. nóv. 1930 í Bolungarv. Foreldrar: Jóhann Sigurðsson bræðslum. þar, f. 5. ágúst 1891, d. 27. ágúst 1932, og kona hans Lína Dalrós Gísladóttir, f. 22. sept. 1904. Föðurforeldrar: Sigurður Magnússon bóndi, Vonarholti, Steingrf., og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Gísli Jónsson (skáldi) sjómaður, Bolungarv., og Elísabet Halldórsdóttir frá Skálav. Nám í rafv. hjá Jóhanni Rönning í Reykjavík 1946-51. Iðnsk. Reykjavík, 3. b. tekinn í Vestm. 1949-50. Sveinspróf 11. júni 1951. Rafmd. Vélskóli Íslands 1954. Háspennupr. 1957. Framhaldsnám í Svíþj., í Stokkhólmi og Malmö (háspennu montör) 1954-55, lokapr. 20. ágúst 1955. Verkstj. hjá Rafmv. ríkisins við endurnýjun og uppbyggingu nýrra bæjarhverfa víða á landinu 1955-59. Stöðvstj. við Reiðhjallavirkjun í Bolungarv. og rafvstj. þar 1959-65. Verkstj. hjá Njarðvíkurhr. 1966. Síðan rafvstj. í Njarðvíkum. Lögrst. í Bolungarv. sem aukast. 1960-65. Einkaflugpr. 1967. Stjórnarform. R. V. K. 1968-70. Form. Karlakórs Keflavíkur 1969-71. í fyrstu stjórn Junior Chamber Suðurn. Í stjórn Junior Chamber Ísl. 1970. Form. Lionskl. Njarðvíkur 1975-76. Senator útnefning hjá J. C. 1974. Eiginkona 28. mars 1956: Elsa Dóra Gestsdóttir, f. 7. des. 1936 í Reykjavík. Foreldrar: Gestur Ólafur Pétursson áhaldav. (1904-57) og kona hans María Magnúsdóttir (1909-60). Börn: 1) Hreinn Líndal, f. 12. ágúst 1956. 2) Jóhann Gestur, f. 7. jan. 1959. 3) María, f. 5. ágúst 1961. 4) Elías Líndal,f.21.okt. 1962.5) Lína Dalrós, f. 13.mars 1969. Með Ingibjörgu Ingimundardóttur: Agnes, f. 25. mars 1953,flugfr. (1978)

Jóhann Sævar Kristbergsson skipasmiður, Njarðvík. F. 28. ágúst 1958 í Reykjavík. Foreldrar: Kristberg Elísson, f. 12. sept. 1912 að Vatnabúðum, Eyrarsv., Snæf., og kona hans Elín Sæmundsdóttir afgrst., f. 13. júlí 1919 að Árnabotnum, Helgafellssv., Snæf. Föðurforeldrar: Elís Gíslason bóndi og kona hans Vilborg Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Sæmundur Guðmundsson bóndi og Jóhanna Elín Bjarnadóttir. (Albr. Kristbergs skipasm.) Gagnfræðaskóli Keflavík 1973-78. Lærði skipasm. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, meistari Óskar Guðmundsson, 1975-79. Sveinspróf 1979. Vann almenn verkamst. fyrir iðnnám.      (1980)

Jóhann Ólafsson múrari, Ásabraut 5, Grindavík. F. 30. ágúst 1931 á Gili, Fljótum, Skag. Foreldrar: Ólafur Arngrímsson bóndi, f. 8. febr. 1901, d. 8. okt. 1932, og Þóra Pálsdóttir, f. 12. nóv. 1901 á Þrasastöðum, Fljótum, Skag. Föðurforeldrar: Arngrímur Sveinsson bóndi og kona hans Ástríður Sigurðardóttir. Móðurforeldrar: Páll Arngrímsson bóndi og kona hans Ingveldur Hallgrímsdóttir. Reykholtssk. 1948-50. Múrsmíði hjá Ólafi Sigurðssyni, Grindavík, 1965-69. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1969 í Keflavík. Vann almenn verkamst. til 1954. Á Sigluf. til 18 ára aldurs, svo á ýmsum stöðum, svo sem Reykjavík, Keflavík og Borgarf. Síðan við sjómaður í Grindavík þar til hann hóf þar iðnnám 1965 og hefur síðan unnið í iðninni. Í Sjómfél. Grindavíkur um árabil og ritari þess í 5 ár. Í Leikfél. Grindavíkur og gjaldk. frá stofnun þess. Eiginkona 26. des. 1954: Ólöf Ólafsdóttir, f. 23. júlí 1934. Foreldrar: Ólafur Jónsson sjómaður og kona hans Helga Þórarinsdóttir. Börn: 1) Ólafur Þór, f. 6. apríl 1954. 2) Ingvar Páll, f. 1. des. 1960. 3) Hulda, f. 19. jan. 1963. (1977)

Jóhann Benedikt Pétursson klæðskeri, Gunnarsbraut 1, Keflavík. F. 28. apríl 1920 í Áreyjum, Reyðarf. Foreldrar: Pétur Vilhelm Jóhannsson bóndi, f. 3. nóv. 1892 í Áreyjum, og kona hans Sóley Sölvadóttir, f. 30. apríl 1897, d. 10. des. 1928. Föðurforeldrar: Jóhann Pétursson bóndi og kona hans Jóhanna Indriðadóttir. Móðurforeldrar: Sölvi Jónsson múrari og Jónína Gunnlaugsdóttir. Lærði klæðskeraiðn hjá Kaupfél. Héraðsbúa 1939-44, kennari Franz Jesovsky. Iðnskpr. og sveinspróf í Reykjavík. Stundaði klæðskeraiðn til ársins 1954. Rak versl. í Keflavík til 1967. Gerðist þá póstmeistari á Keflavíkurflugvelli. Meðeigandi í vinnufyrirt. Kraninn hf., stofnað 1954, ásamt bróður sínum Ragnari Péturssyni. Í bæjarstj. Keflavíkur fyrir Sjálfstfl. 1952-56. Í byggingarn. Keflavíkur sama tíma. Einn af stofnendum Rotarykl. Keflavíkur 1945 og félagi þar enn, forseti 1959-60. Varaform. Iðnaðarmfél. Keflavíkur 1953-54 og formaður 1954-55. Form. Sjálfstfél. Keflavíkur um skeið. Félagi í málfundafél. Faxa. Umdæmisstjóri Rotary á Íslandi 1976-77. Eiginkona 2. nóv. 1944: Kristrún Líney Helgadóttir, f. 14. sept. 1923 á Eskif. Foreldrar: Helgi Þorláksson kaupm. á Eskif., f. 31. mars 1888 að Litlu-Giljá, Hún., d. 1925, og kona hans Vilborg Árnadóttir, f. 3. júní 1888 á Eskif., d. í febr. 1942. Börn: 1) Pétur Vilhelm, f. 23. maí 1945, rafvv. (sjá þar), eiginkona Sigrún Jónatansdóttir frá Hafnarf. 2) Guðrún Rósalind, f. 11. mars 1950, eiginmaður Jeffory Cooper, USA. 3) Helgi, f. 23. apríl 1951, viðskfr., eiginkona Hjördís Bjarnason. 4) Sóley Enid, f. 5. sept. 1956, ballettnemi. Kjörsonur: Jóhann Jóhannsson, f. 30. sept. 1969. (1978)

Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir hárgreiðslukona, Smáratúni 34, Keflavík. F. 23. des. 1949 í Keflavík. Foreldrar: Sigurður Sturluson verslunarstjóri, f. 14. des. 1915 í Aðalv., og kona hans María Pálsdóttir, f. 30. ágúst 1916 í Reykjavík, d. 13. febr. 1975. Föðurforeldrar: Sturla Benediktsson sjómaður, f. 1889, d. 1915, og kona hans Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, f. 1885, d. 1970. Móðurforeldrar: Páll Pálsson útvegsbóndi, f. 1877, d. 1936, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 1874, d. 1946. Gagnfræðaskóli Keflavík. Lærði hárgr. hjá Eiríku Haraldsdóttur 1966-69. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1969 í Keflavík. Eiginmaður 28. febr. 1970: Óli Guðmundur Jónsson, f. 30. des. 1944. Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir. Börn: 1) Guðmundur Snorri, f. 31. des. 1969. 2) ÆgirÖrn, f. 8. okt. 1972. (1977)

Jóhannes Pálmi Ásgrímsson húsasmiður, Blikabraut 5, Keflavík. F. 25. sept. 1912 á Karlsstöðum, Ólafsf. Foreldrar: Ásgrímur Þorgrímsson bóndi, f. 7. sept. 1873, d. 21. des. 1959, og kona hans Guðfinna Hólmfríður Steinsdóttir, f. 5. maí 1870, d. 1957. Föðurforeldrar: Þorgrímur Ásgrímsson bóndi og kona hans Guðrún Eiríksdóttir. Móðurforeldrar: Steinn Þórðarson bóndi og kona hans Guðrún Oddsdóttir, Ólafsf. Lærði húsasm. hjá Gísla Þorsteinssyni, Sigluf., 1959-62. Sveinspróf þar 1962. Vann algenga vinnu til sjós og lands í æsku. Vann við smíðar í mörg ár áður en nám hófst. Öðrum þræði við verslst., löggæslu, járnsm. o. fl. Flutti til Njarðvíkur 1965. Hefur síðan stundað smíðar á Suðurn. Eiginkona 9. okt. 1943: Guðrún Jóhanna Þorláksdóttir, f. 18. júní 1925. Foreldrar: Þorlákur Guðmundsson verkam., Sigluf., f. 21. júlí 1894, og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6. júní 1897, d. 5. apríl 1963. Börn: 1) Guðrún Þór­laug, f. 18. júní 1943, eiginmaður Sigurjón Reykdal bifrstj. 2) Guðfinna Ása, f. 6. mars 1946, eiginmaður Grétar Guðjónsson bifrstj. (1978)

Jóhannes Haraldsson húsasmiður, Baðsvöllum 2, Grindavík. F. 14. júní 1942 á Seyðisf. Foreldrar: Haraldur Jóhannesson vélstj., f. 25. okt. 1903 á Eyrarbakka, og kona hans Kristín Sveinsdóttir, f. 18. febr. 1905  í Viðf., Suður-Múlasýslu. Föðurforeldrar: Jóhannes Sveinsson úrsm. og kona hans Elín Sveinsdóttir. Móðurforeldrar: Sveinn Bjarnason frá Viðf., húsa og bátasm. (lærði járn- og trésm. í Kaupmh.), og kona hans Ólöf Þórarinsdóttir. Lærði húsasm. hjá Sigurði Sigurðssyni, Hrauntungu 60, Kópav., 1964-67. Iðnsk. Selfoss 1. og 2. b. Iðnsk. Reykjavík 3. og 4 b. (utan skóla). Sveinspróf 1967 í Reykjavík. Stundaði sjó frá 16 til 20 ára. Vann hjá Brún hf. til 1969. Síðan hjá Búrfellsvirkjun og Hlöðveri Ingvasyni. Flutti til Grindavíkur 1971 og hefur starfað þar síðan. Er í stjórn Ungmfél. Grindavíkur síðan 1972. Var í stjórn Júdósamb. Ísl. 1974-75. Íslmeistari í júdó 1972, 1974 og 1975. Starfsmerki U. M. F. Í. 1974 fyrir störf í þágu íþr. og félagsmála. Fjöldi annarra verðlauna, t. d. fjórum sinnum á verðlaunapalli á Norðurlandamóti í júdó. Eiginkona 30. nóv. 1963: Guðrún Gunnarsdóttir, f. 7. jan. 1942. Foreldrar: Gunnar Gestsson bóndi að Kotströnd, Ölfusi, og kona hans María Þorsteinsdóttir. Börn: 1) Gunnar. f. 25. jan. 1963. 2) María, f. 19. des. 1964. 3) Kristín, f. 21. apríl 1966. 4) Ólöf Þóra, f. 25. okt. 1970.       (1977)

Jóhannes Helgason útvarpsvirki, Faxabraut 39a, Keflavík. F. 25. apríl 1936 á Akureyri. Foreldrar: Helgi Thorberg Kristjánsson vélstj., f. 20. sept. 1904 í Ólafsv., og kona hans Petrína Kristín Jónsdóttir, f. 13. ágúst 1909 að Hellnum, Snæf. Bjuggu á Ak., Sigluf. og Reykjavík. Föðurforeldrar: Kristján Kristjánsson smiður og kona hans Helga Ingibjörg Helgadóttir frá Hellnum. Bjuggu í Ólafsv. Móðurforeldrar: Jón Helgason bóndi á Bjargi við Hellna, Snæf., og Sveinbjörg Pétursdóttir. Lærði útvv. hjá Georg Ámundasyni í Reykjavík 1955-59. Iðnsk. Siglufj. 1950-53. Iðnsk. í Reykjavík, útvv. 1 vetur 1959. Sveinspróf 1960 í Reykjavík. Starfaði eftir nám hjá Georg Ámundasyni til 1960. Olíuskipinu Kyndli 1960-62. Hjá Friðriki A. Jónssyni 1962-65. Sónar hf., Keflavík, frá 1965. Eiginkona 25. des. 1957: Fríða Sigurveig Traustadóttir, f. 11. nóv. 1938. Foreldrar: Trausti Árnason skrifstm., Patreksf., og kona hans Sigríður Olgeirsdóttir. Börn: 1) Sigríður, f. 8. apríl 1957. 2) Björg, f. 29. sept. 1958. 3) Olgeir, f. 3. des. 1959. 4) Una, f. 6. maí 1961. 5) Trausti, f. 18. júlí 1964. (1974)

Jón Rúnar Ársælsson skipasmiður, Skólavegi 44, Keflavík. F. 4. okt. 1954 í Keflavík. Foreldrar: Ársæll Jónsson, f. 3. okt. 1928 á Öndverðarn., Snæf., og Katrín Guðmundsdóttir, f. 29. des. 1925 í Súðav. Föðurforeldrar: Jón Þ. Sigurðsson og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur 0. Þorleifsson og kona hans Agústína Jónsdóttir. Jón og Hreinn Óskarsson húsasm. eru bræðrasynir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1969-72 (miðskpr.). Iðnskóli Keflavíkur 1973-76. Lærði skipasm. í Dráttarbr. Keflavíkur 1973-77, meistari Kristinn Gunnlaugsson. Sveinspróf 1977 í Keflavík. Vann fyrir iðnnám á Keflavíkurflugvelli hjá Héðni og Hreini og víðar. Ókv. Bl. (1977)

Jón Ásmundsson pípulagningamaður, Baugholti 7, Keflavík. F. 20. sept. 1929 í Reykjavík. Foreldrar: Ásmundur Guðmundsson bifrstj., f. 30. júní 1906, og Þórdís Gísladóttir, f. 6. júní 1903. Föðurforeldrar: Guðmundur Guðmundsson bifrstj., Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Ásmundsdóttir. Móðurforeldrar: Gísli Gíslason bóndi á Hæðarenda, Grímsn., og kona hans Ásbjörg Þorkelsdóttir. Héraðssk. Laugarv. 1944-45. Nám í pípul. hjá Axel Smith 1946-50. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1950 í Reykjavík. Flutti til Keflavíkur 1952 og hefur starfað að iðninni þar síðan, lengst af sjálfstætt. í prófnefnd í pípul. í Keflavík í mörg ár. (1) 22. okt. 1950: Vigdís Jónsdóttir, f. 6. júní 1928. Foreldrar: Jón Sveinsson fyrrv. kaupm., Gjögri, Strand., og Olga Thorarensen. Skildu 1957. Börn: 1) Olgeir Jón, f. 5. ágúst 1951, pípulm. 2) Þórdís Guðný, f. 14. okt. 1957. Eiginkona (2): Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 5. júní 1924. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson bóndi að Núpi, Dal., og kona hans Sólveig Ólafsdóttir. (1972)

Jón Ásmundsson múrari, Ásabraut 12, Sandgerði. F. 4. júni 1950 í Sandgerði Foreldrar: Ásmundur Björnsson bifrstj., f. 27. júlí 1924 á Eskif., og Guðný Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 21. apríl 1927 í Sandgerði Föðurforeldrar: Björn Jónasson verkam. og kona hans Kristín Elísabet Ásmundsdóttir. Móðurforeldrar: Bjarni Jónsson verkam. og kona hans Jónína Guðmundsdóttir. Lærði múraraiðn hjá Óla Þór Hjaltasyni 1966-69. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1969 í Keflavík. Eiginkona 2. des. 1972: Helga Karlsdóttir, f. 6. okt. 1946. Foreldrar: Karl Einarsson skrifstm. og kona hans Anna Gísladóttir. Barn: Anna Björg, f. 21. mars 1974. (1977)

Jón Bjarnason bifvélavirki, Vesturbraut 6, Keflavík. F. 6. nóv. 1937 í Keflavík. Foreldrar: Bjarni Jóhannesson vélstj., f. 1919, d. 1969, og kona hans Jóhanna Einarsdóttir, f. 1919, d. 1968. Föðurforeldrar: Jóhannes Garðarsson bifrstj., Reykjavík, og kona hans Guðrún Eysteinsdóttir. Móðurforeldrar: Einar Þorsteinsson vélstj. og kona hans Inga Einarsdóttir. Gagnfræðapróf frá Laugarnessk., Reykjavík, 1954. Lærði bifvv. á Skodaverkst. í Reykjavík 1968-72, meistari Konráð Jóhannesson. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1973. Vann í fiskv. í æsku. Á Skodaverkst. nokkur ár fyrir iðnnám. Hjá Varnarliðinu 1972-73. Síðan á bílaverkst. B. G. í Keflavík. Börn með Önnu Maríu Elísabetu Einarsdóttur, Reykjavík: 1) Sigurbjörg Erna, f. 14. maí 1965. 2) Bjarni Þór.
(1978)

Jón Halldór Borgarsson vélvirki, Jaðri, Höfnum. F. 9. júlí 1933 á Hesteyri, N.-Ís. Foreldrar: Borgar Gunnar Guðmundsson sjómaður, f. 2. sept. 1911 í Rekavík, N.-ís., og kona hans Jensey Kjartansdóttir, f. 18. ágúst 1907 í Aðalvík, N.-ís. Föðurforeldrar: Guðmundur Pálmason bóndi og vitav. og kona hans Ketilríður Þorkelsdóttir. Móðurforeldrar: Kjartan Finnbogason útvegsbóndi og kona hans Magdalena Sólveig Brynjólfsdóttir. Mótornámsk. 1951-52. Fiskiðnnámsk. 1956. Meirapr. 1960. Vélv. hjá Í. A. V., Keflavíkurflugvelli, 1968-72. Sveinspróf 1972. Var sjómaður 1947-57, ýmist háseti, vélstj. eða kokkur. Vélstjóri við frystih. í Höfnum 1953-54. Hjá Í. A. V. 1957-74 við járn- og blikksm. Umsjm. við íþr. hús í Njarðvíkum frá 1974. í hreppsnefnd Hafnarhr. frá 1966. Form. barnaverndarn. Eiginkona 24. maí 1954: Guðlaug Magnúsdóttir, f. 30. júlí 1935. Foreldrar: Magnús Sveinbjörnsson skrifststj. og kona hans Ingveldur Guðmundsdóttir. Börn: 1) Borgar Jens, f. 5. febr. 1954, húsasm. 2) Magnús Ingi, f. 25. maí 1960. 3) Sveinbjörn Guðjón, f. 3. apríl 1963. 4) Rúnar Kjartan, f. 18. nóv. 1970. Fósturbarn: María Rós Newman, f. 23. mars 1960. (1977)

Jón Þorkels Eggertsson netagerðarmaður, Hringbraut 100, Keflavík. F. 29. sept. 1945 í Ásbyrgi, Garði. Foreldrar: Eggert Jónsson pípulm. (sjá þar) og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1958-62. Netag. hjá Þorvaldi Guðjónssyni á Akureyri. 1963-67. Sveinspróf Akureyri 1967. Iðnskóli Keflavíkur 1963-65. Iðnskóli Akureyrar 1966. Byrjaði að vinna við netag. hjá Jóni Eyjólfssyni, afa sínum, 1958-61. Netaverkst. Suðurn. 1962-64. Netast. Oddi hf., Ak., 1964-67. Fiskernes Redskabsfabrikken, Nor., 1967. Rekur eigið netaverkst., Netanaust í Keflavík, stofnað 1970. Eiginkona 15. nóv. 1970: Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 15. okt. 1946. Foreldrar: Guðmundur Sigurjónsson bóndi í Klauf í Eyjaf. og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Barn: Eggert, f. 15. nóv. 1969. (1978)

Jón Ingvar Einarsson múrari, Grindavík. F. 18. mars 1956 í Reykjavík. Foreldrar: Einar Jónsson smiður, f. 8. jan. 1932 á Siglunesi, og Helga Jónsdóttir, f. 29. nóv. 1933 á Sauðanesi, d. 17. ágúst 1972. Föðurforeldrar: Jón Oddsson og Bára Tryggvadóttir. Móðurforeldrar: Jón Helgason frá Mjóaf. og Jóna Jónsdóttir. Gagnfræðapróf Héraðssk. Reykholti 1971-73. Lærði múrsmíði hjá Ólafi Sigurðssyni, Grindavík, 1975-79. Fjölbrautarskóli Suðurn. 1977 og 1978. Var á sjó 1973-75. Síðan við múrverk. Ókv. (1979) Jón Vilhelm Einarsson húsasmiður, Suðurgötu 13, Keflavík. F. 15. jan. 1929 á Hallgilsstöðum, Sauðanes­hr., Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Einar Ófeigur Hjartarson bóndi, f. 11. maí 1895, d. 11. apríl 1963, og kona hans Stefanía Jónsdóttir, f. 23. mars 1892, d. 12. maí 1960. Bæði fædd í Svalbarðshr., Norður-Þingeyjarsýslu. Föðurforeldrar: Hjörtur Þorkelsson bóndi og kona hans Ingunn Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Árnason bóndi og sjómaður og kona hans Vilhelmína Stefanía Karlsdóttir. Jón er móðurbr. Stefáns og Guðm. Árnasona húsasm. Héraðssk. að Laugum 1945-47 og 1948-50. Húsasm. hjá Þórði Friðbjarnarsyni, Ak., 1951-55. Iðnskpr. Akureyri 1953. Sveinspróf Akureyri 1955. Vann ýmis sveita- og sjávarst. fram að iðnnámi. Vann að iðnnámi loknu við húsasm. ýmist hjá Þórarni Ólafssyni, Keflavík, Þórarni Eyjólfssyni, Keflavík. eða sjálfstætt, ýmist í sinni heimasveit eða í Keflavík. Hóf störf hjá B. V. K. í ársbyrjun 1962 og starfar þar enn. Hefur setið í stjórn Iðnráðs Keflavíkur frá 1959, í stjórn Kaupfél. Suðurn. og Hraðfrhúss Keflavíkur og gegnt ýmsum öðrum stjórnar- og félagsst. Eiginkona 3. ágúst 1957: Helga María Pálsdóttir, f. 22. maí 1935. Foreldrar: Páll Björnsson bóndi í Skagaf. og kona hans Guðný Jónasdóttir. Börn: 1) Bogi Þór, f. 21. febr. 1959, húsasmn. 2) Stefanía Birna, f. 3. febr. 1963. 3) Atli Geir, f. 22. nóv. 1965. (1978)

Jón Engilbertsson húsa- og bátasmiður, Grindavík. F. 8. jan. 1875 í Gíslakoti undir Eyjafj., Rang., d. 13. apríl 1961. Foreldrar: Engilbert Gíslason, f. 1816 að Lambafelli, A.-Eyjafjhr., Rang., og kona hans Herdís Jónsdóttir, f. 1848 að Hlíð, A.-Eyjafjhr., Rang. Föðurforeldrar: Gísli Eiríksson bóndi, f. 1771 að Lambafelli, og kona hans Guðríður Jónsdóttir, f. 1772. Móðurforeldrar: Jón Guðmundsson bóndi í Gíslakoti og kona hans Þuríður Sigurðardóttir. Missti móður sína 7 ára. Flutti með föður sínum að Hrauni í Grindavík, en missti hann 11 ára. Ólst síðan upp í skjóli föðursystur sinnar Guðbjargar Gísladóttur ekkju á Hrauni og síðar hjá Hafliða Magnússyni á Hrauni. Byrjaði smíðar um 1898. Stundaði húsasm., bátasm. og viðg. Átti hlut einn eða með öðrum að flestum eldri húsum í Grindavík. Vann við byggingu Vífilstaðahælis í byrjun aldarinnar. Synir hans þrír eru allir húsasm. Eiginkona 18. des. 1905: Gróa Eiríksd., f. 3. des. 1876, d. 1956. Foreldrar: Eiríkur Ívarss., f. 1. júní 1941 í Skjaldarkoti, Vatnslstr., og kona hans Elín Tómasdóttir Zoega. Börn: 1) Hafliði, f. 28. apríl 1904, húsasm., eiginkona Gíslína Guðmundsdóttir ogsíðar Anna Guðmundsdóttir. 2) Engilbert, f. 25. júní 1906, húsasm. (sjá þar). eiginkona Jóhanna Guðrún Einarsdóttir. 3) Aðalheiður, f. 5. jan. 1911, eiginmaður Gunnar Einarsson frá Morastöðum í Kjós. 4) Eiríka Elín, f. 4. des. 1912, eiginmaður Arne Olsen (búsett í Kaupmh.). 5) Sigurður, f. 11. des. 1916, húsasm., eiginkona Sigrún Guðmundsdóttir frá Stokkseyri. 6) Herdís, f. 13. des. 1918, eiginmaður Sigurður Guðleifsson. (1979)

Jón Þór Eyjólfsson rafvirki, Keflavík. F. 29. mars 1956 í Keflavík. Foreldrar: Eyjólfur Þór Jónsson kennari, f. 15. maí 1933 í Keflavík, og kona hans Dagbjört Guðmundsdóttir, f. 14. okt. 1931 á Efri-Steinsmýri, Meðallandi, V.-Skaft. Föðurforeldrar: Jón Eyjólfsson útvegsbóndi, Keflavík, 1894-1969. og kona hans Guðfinna Sesselja Benediktsdóttir, f. 1897. Móðurforeldrar: Guðmundur Bjarnason bóndi, Efri-Steinsmýri, f. 1891, og kona hans Emilía Pálsdóttir, f. 1888. Gagnfræðaskóli Keflavík 1969-74. Iðnskóli Suðurnesja 1974-77. Rafv. í Rafiðn hf., meistari Kristinn Björnsson, Keflavík, 1974-77. Sveinspróf 1977. Fór til Noregs eftir sveinspróf til framhaldsnáms. Eiginkona 1. okt. 1977: Kolbrún Ögmundsdóttir, f. 21. mars 1957 í Keflavík. Foreldrar: Ögmundur Guðmundsson framkvændastjóri og kona hans Emilía Guðjónsdóttir. (1978)

Jón Felixson járnsmiður, Garðbæ í Keflavík. F. 26. maí 1852 á Ægissíðu, Rang., d. 7. des. 1923 í Hafnarf. Foreldrar: Felix Guðmundsson bóndi á Ægissíðu, Felixsonar bónda þar, og Helga Jónsdóttir bónda í Hlíðarkoti í Fljótshlíð, Ólafssonar prests í Eyvindarhólum, Pálssonar. Jón var smiður ágætur bæði á tré og járn. Ferðagarpur mikill og hafði yndi af hestum, var lengi fylgdarmaður útlendinga um landið þvert og endilangt. Flutti til Reykjavíkur 1898. K.: Ólöf Hannesdóttir, f. 18. júlí 1852 í Bjólu í Holtum, d. 29. okt. 1952 (100 ára). Foreldrar: Hannes Eyjólfsson bóndi á Bjólu og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir b. á Ægissíðu, Felixsonar. Voru Ólöf og Jón því systkina­börn. Ólöf var alsystir Guðmundar Hannessonar oddv. og Guðrúnar, móður Mörtu Valgerðar Jónsdóttur. Börn: 1) Felix, dó fárra daga. 2) Hansína Valgerður, d. 2. mars 1956, eiginmaður Þorsteinn Egilsson skipstj. (M. V. J. Faxi, 1. tbl., 1956, 4. tbl., 1958.)

Jón Páll Friðmundsson málari, Suðurgötu 5, Keflavík. F. 17. okt. 1903 í Keflavík. Foreldrar: Friðmundur Jónsson sjómaður, f. 1869 á Halldórsstöðum, Vatnslstr., og kona hans Sigurbjörg Pálsdóttir, f. 16. okt 1880, d. 19. jan. 1926. Föðurforeldrar: Jón Rögnvaldsson sjómaður í Keflavík og kona hans Margrét Sigurðardóttir frá Miðengi, Álftan. Móðurforeldrar: Páll Sigurðsson bóndi á Miðnesi og Guðríður Oddsdóttir. Lærði málaraiðn hjá Guðna Magnússyni, Keflavík. Sveinspróf 1937. Stundaði sjó og aðra vinnu frá unga aldri. Málarast. í Keflavík frá 1929. Meðstofnandi Iðnmfél. Keflavíkur og gjaldk. 1939-44. Eiginkona 1. sept. 1927: Ingileif Ingimundardóttir, f. 9. sept. 1901, d. 24. sept. 1962. Foreldrar: Ingimundur Hallgrímsson bóndi, síðast í Litla-Hvammi, Reykjavík, og fyrri kona hans Margrét Bjarnadóttir. Börn: 1) Sigurbjörg, f. 9. febr. 1928, eiginmaður Þorbergur Friðriksson málari. 2) Þorbjörg, f. 1. júní 1934, eiginmaður Eyjólfur Eysteinsson sjúkrahstj. (1978)

Jón Frímannsson vélvirki, Vallargötu 31, Sandgerði. F. 21. maí 1940 í Reykjavík. Foreldrar: Frímann Sigurður Jónsson verkam., f. 1903 að Bakka í Svarfaðardal, og kona hans Guðríður Hreinsdóttir, f. 1902 að Kvíarholti, Rang. Föðurforeldrar: Jón Sigtryggur Zophoníasson bóndi á Bakka, Svarfaðardal, og kona hans Svanhildur Björnsdóttir. Móðurforeldrar: Hreinn Þorsteinsson óndi í Kvíarholti og kona hans Þórunn Sigurðardóttir. Barnaskóli Álftan. 1947-49. Laugarnessk. Reykjavík 1950-55. Vélvnám í Vélsm. Jóns Sigurðssonar, Reykjavík, 1959-63. Iðnsk. Reykjavík 1. og 2. b. 1955-56, 3. og 4. b. 1960-62. Sveinspróf 1963. Alm. byggingarv. 1955-58. Til sjós á togurum 1958-59. Við nám 1959-63. í smiðjum í Reykjavík 1963-65. Flutti þá til Sandgerði Vann við viðg. hjá fiskvinnslust. og í bátum 1965-76. Hefur síðan unnið hjá Varnarliðinu. Hefur starfað í brunamálan., rafveitun. og skólan. í Miðneshr. Bókarviðurk. frá Iðnsk. Reykjavík 1962. Bókarviðurk. frá Fél. járniðnm. f. sveinspróf 1963. Eiginkona 13. júlí 1962: Aðalheiður Jónsdóttir, f. 28. ágúst 1944. Foreldrar: Jón Bjarnason bifvv. (látinn) og kona hans Aðalheiður Eggertsdóttir. Börn: 1) Þóra, f. 18. jan. 1964. 2) Ásdís Erla, f. 10. mars 1967. (1977)

Jón Guðlaugsson húsasmiður, Háteigi 11, Keflavík. F. 9. des. 1952 í Reykjavík. Foreldrar: Guðlaugur Tómasson verkstj., f. 16. febr. 1929, og kona hans Hildur Jónína Ingólfsdóttir, f. 4. maí 1932. Föðurforeldrar: Tómas Snorrason skólastj. í Keflavík og Grindavík og kona hans Jórunn Tómasdóttir. Móðurforeldrar: Ingólfur Kristinsson sundlaugav. og kona hans Gréta Rósný Jónsdóttir. Barna- og unglsk. Garði. Undirbúningsdeild fyrir Iðnskóla Keflavíkur. Iðnskóli Akureyrar 1. b. Iðnskóli Keflavíkur 2., 3. og 4. b. Iðnskpr. 1974. Lærði húsasm. hjá Sveini og Þórhalli 1972-75. Sveinspróf 1975 í Keflavík. Stundaði fiskv. og sjómaður 1966-70. Vinnu við þungavinnuv. 1970-72. Síðan iðnnám. Slökkvilm. í Brunavörnum Suðurn. Form. júdódeildar U. M. F. K. frá 1973. Unnusta: Ástríður Guðmundsdóttir, f. 10. okt. 1955. Foreldrar: Guðmundur Ólafsson verkstjóri og kona hans Jane María Ólafsdóttir. Barn: Hildur María, f. 14. jan. 1977. (1977)

Jón Guðmundsson húsgagnasmiður, Keflavík. F. 3. des. 1918 í Garði, Gull., d. 15. nóv. 1966. Foreldrar: Guðmundur Einarsson verkam., f. 21. ágúst 1894 í Vogum, Gull., og kona hans Sesselja Jónsdóttir, f. 11. febr. 1893 að Nesi, Selvogi. Föðurforeldrar: Einar Guðmundsson og kona hans Kristín Finnsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Jasonarson og Vilborg Gunnarsdóttir. Hóf nám í húsgsm. hjá Jónasi Sólmundssyni, síðar hjá Þorsteini Sigurðssyni, Reykjavík, 1935-39. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1939. Vann hjá Þ. S. til 1941. Stofnaði 1942 trésmverkst. Þorsteinn Árnason & Co., ásamt Þorsteini Árnasyni, tengdaföður sínum, og Gunnari Þ. Þorsteinssyni mági sínum. Vann þar til 1963 er hann setti á stofn sitt eigið verkst. og vann þar til dánardags. Eiginkona 14. okt. 1944: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, f. 29. maí 1923. Foreldrar: Þorsteinn Ámason húsasm. (sjá þar) og Guðný Helga Vigfúsdóttir. Börn: 1) Guðný Helga, f. 8. sept. 1945, skrifstst., eiginmaður Björn Baldursson. 2) Guðmundur, f. 13. apríl 1950, tæknifr., eiginkona Inga Ólafsdóttir. 3) Brynjar, f. 2. okt. 1962. Fyrir hjónaband: Pálmi, f. 8. okt. 1938, kennari, eiginkona Hulda Guðnadóttir. (1978)

Jón Guðmundsson pípulagningamaður, Leynisbraut 10, Grindavík. F. 8. apríl 1942 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Ágúst Gíslason pípulm. í Reykjavík, f. þar 16. ágúst 1915, og kona hans Stefanía Guðmundsdóttir, f. 20. sept. 1916 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Gísli Sæmundsson verkamaður í Reykjavík (Auðsholtsætt) og kona hans Júlíana Gottskálksdóttir verkak. í Reykjavík. Móðurforeldrar: Guðmundur Finnur Guðmundsson verkamaður í Reykjavík og kona hans Sigríður Stefanía Jónsdóttir (bæði Snæfellingar). Gagnfræðaskóli Reykjavík. Nám í pípul. hjá Sigurði Þorkelssyni í Kópav. 1959-63. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1963. Starfaði sem sveinn í Reykjavík 1963-70. Fluttist þá til Grindavíkur og hefur starfað þar sjálfstætt síðan. Tók virkan þátt í starfi Sveinafél. pípulm. í Reykjavík. Eiginkona 23. nóv. 1963: Ingveldur Kristjana Eiðsdóttir, f. 3. jan. 1943. Foreldrar: Eiður Gíslason verkamaður í Reykjavík, frá Haugi í Gaulverjabhr., og kona hans Guðrún Kristjana Ingjaldsdóttir (bæði af Bergsætt). Börn: 1) Eiður Ágúst, f. 21. okt. 1963. 2) Guðmundur Stefán, f. 19. nóv. 1965. 3) Guðrún Kristjana, f. 16. febr. 1971. (1978)

Jón Guðmundsson húsasmiður, Selsvöllum 16, Grindavík. F. 26. mars 1952 á Hofsósi, Skag. Foreldrar: Guðmundur V. Steinsson trésm. og kona hans Stefanía Jónsdóttir iðnverkak. Föðurforeldrar: Steinn Sigvaldason sjómaður og Steinunn Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Stefánsson bóndi og Anna Jónsdóttir. Lærði húsasm. hjá Jóhannesi Haraldssyni 1971-75. Iðnsk. Sauðárkr. og Iðnsk. Keflavík. Sveinspróf 1975 í Grindavík. Vann mest fyrir iðnnám í línufl. hjá Landssíma Ísl. og töluvert á sjó, einnig handlangari hjá smiðum. Eiginkona Margrét Guðmundsdóttir, f. 3. mars 1953. Foreldrar: Guðmundur Kristjánsson verkstjóri og kona hans Jóna Þorsteinsdóttir. Börn: 1) Magnús Þór, f. 14. apríl 1971. 2) Jóna Rut, f. 22. des. 1972. (1977)

Jón Ingimundur Guðmundsson flugvirki, Baugholti 29, Keflavík. F. 22. júlí 1944 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Jónsson verkam., f. 22. júní 1906, og sambýlisk. hans, Vilborg Ingimundardóttir, f. 16. ágúst 1914. Gagnfræðaskóli verknáms Reykjavík 1959-61. Gagnfræðapróf 1961. Flugvnám: Spartan School of Aeronauties 1963-64. Ísl. svbr. 1967. Flugv. hjá Braathens S. A. F. E., Stavanger, Nor., apríl til okt. 1964. Flugv. hjá Loftleiðum, Keflavík, 1964-71. Flugvélstj. hjá Loftleiðum febr. til sept. 1971. Flugv. hjá Loftleiðum síðan 1972. Eiginkona  9. des. 1967: Aldís Sjöfn Haraldsdóttir hárgrk. (sjá þar), f. 15. febr. 1946. Börn: 1) Fjóla Vilborg, f. 30. maí 1968. 2) Svanbjörg Helena, f. 10. jan. 1973.  (1977)

Jón Halldórsson skipasmiður, Keflavík. F. 17. júní 1956 í Keflavík. Foreldrar: Halldór Guðmundur Pálsson skipasm. (sjá þar) og kona hans Helga Árnadóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1969-73. Iðnskóli Suðurnesja 1974-78. Skipasmnám í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1975-79, meistari Óskar Guðmundsson. Sveinspróf 1979 í Njarðvík. Hefur unnið í Skipasmíðastöð Njarðvíkursíðan 1972. Eiginkona 10. sept. 1977: Þórunn María Þorbergsdóttir, f. 2. júlí 1959. Foreldrar: Þorbergur Friðriksson málari og framkvændastjóri og kona hans Sigurbjörg Pálsdóttir. Barn: Sigurbjörg, f. 12. apríl 1978. (1980)

Jón Benjamínsson Hannesson vélvirki, Garðavegi 12, Keflavík. F. 3. apríl 1920 í Keflavík. Foreldrar: Hannes Jónsson verkam., f. 1. júli 1882 í Svartárdal, Hún., d. 17. júní 1961, og kona hans Sigurborg Sigurðardóttir, f. 1. nóv. 1892 í Keflavík, d. 7. nóv. 1976. Föðurforeldrar: Jón Benjamínsson bóndi á Spákonufelli og kona hans Sigríður Símonardóttir. Móðurforeldrar: Sigurður Gíslason járnsm., Keflavík, og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir. Marteinn Sigurðsson vélvirki er móðurbr. Jóns. Barnaskóli í Keflavík og Hafnarf. Mótornámsk. Fiskifél. Ísl. 1944. Iðnskóli Keflavíkur 1953-57. Vélvnám hjá Smiðjunni sf. í Ytri-Njarðvík, meistari Jón Valdimarsson. Sveinspróf 1959. Vélstjóri á ýmsum fiskibátum. Vann eftir iðnnám hjá Sérleyfisbifr. Keflavíkur frá 1957. Verkstj. hjá vélaverkst. Keflavíkurbæjar frá 1975. Eiginkona l.nóv. 1947: Fanney Hjartardóttir, f. 18.febr. 1919. Foreldrar: Hjörtur Lárusson bóndi og kona hans Bjarnfríður Jóna Bjarnadóttir, Neðri-Rauðsdal, Barð. Börn: 1) Sigurborg, f. 7. des. 1948 í Keflavík, eiginmaður Ægir Guðlaugsson lögrþj. frá Mörk í Garði, búsett í Keflavík. 2) Bjarnfríður Jóna, f. 7. des. 1948 í Keflavík, kennari, eiginmaður Pétur Vilbergsson vélstj. frá Borgargerði í Grindavík, búsett í Grindavík. Stjúpbörn: 1) Karl Taylor, f. 29. des. 1943 í Reykjavík, slökkvilm., eiginkona Ása Skúladóttir, búsett í Keflavík. 2) Eðvarð Taylor Jónsson, f. 29. des. 1943 í Reykjavík, eiginkona Ólafía K. Ólafsdóttir, búsett í Keflavík. (1977)

Jón Þór Harðarson bifvélavirki, Keflavík. F. 2. maí 1959 í Keflavík. Foreldrar: Hörður Jónsson matreiðslum., f. 22. febr. 1939, og Sigríður Björnsdóttir, f. 8. sept. 1940. Föðurforeldrar: Jón Sigurðsson húsvörður og Sigurpála Jóhannsdóttir. Móðurforeldrar: Björn Kjartansson verkam. og Unnur Sigurðardóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík, landspr. 1975. Samningslaust nám í bifvélavirkjun við Iðnsk. Reykjavíkur 1975-78. Sveinspróf þar 1978. Vann á sumrin á vélaverkst. Keflavíkurbæjar frá 1976 og alfarið eftir sveinspróf. Ókv. Bl. (1980)

Jón Bjarni Helgason málari, Hjallavegi 3e, Ytri-Njarðvík. F. 18. febr. 1949. Foreldrar: Helgi Helgason verkam., f. 30. júní 1911, og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir, f. 24. ágúst 1909. Albr. Sævars málara, Valgeirs málara og Guðjóns skipasm. (sjá þar). Lærði málaraiðn hjá Olgeiri Bárðarsyni, Ytri-Njarðvík (þeir eru systkinasynir), 1968-72. Iðnsk. Keflavík. 1966-69. Sveinspróf 1974 í Keflavík. Stundaði sjó fyrir iðnnám. Vann eftir iðnnám nokkuð við málarastörf, en þó lengstum við afgr. í fríhöfn Kflv. Hefur starfað í U. M. F. N. og iðkað íþr. Hlotið verðl. í sundi og körfubolta. Eiginkona 6. mars 1971: Valdís Tómasdóttir, f. 25. mars 1947. Foreldrar: Tómas Oddsson sjómaður, Reykjavík, og kona hans Björg Jónsdóttir. Börn: 1) Ævar Örn, f. 10. júní 1972. 2) Björg, f. 17. sept. 1973. Fyrir hjónaband með Dórotheu Antonsdóttur: Anton Karl, f. 10. ágúst 1970. (1977)

Jón Holbergsson netagerðarmaður, Norðurvör 9, Grindavík. F. 19. febr. 1944 í Vestm. Foreldrar: Holberg Jónsson skipstj. og netagm.,f. 1913 á Akran., d. 1970, og kona hans Guðríður Amalía Magnúsdóttir, f. 1908 í A.-Land. Föðurforeldrar: Jón Jónsson skipstj. og kona hans Jónheiður Guðbrandsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Magnússon trésm. og kona hans Sigríður Hróbjartsdóttir. Bamask. SDA, Vestm. Hlíðardalssk. SDA, Ölfusi, 1958-60. Iðnsk. Vestm. 1960-63. Lærði netag. hjá föður sínum 1961-64. Sveinspróf 19641 Vestm. Vann í Reykjavík 1965-66, í Ólafsv. 1966. í Grindavík við eigin atvinnureksturfrá 1967. Eiginkona 29. nóv. 1969: Sigurborg Dóróthea Pétursdóttir, f. 24. des. 1946. Foreldrar: Pétur Gunnar Stefánsson skipstj. og kona hans Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Börn: 1) Rut, f. 17. júlí 1970. 2) Sóley, f. 23. júlí 1972. Stjúpsonur: Pétur Gunnar Þjóðólfsson, f. 15. sept. 1965. (1977)

Jón Jóhannsson rennismiður, Melteigi 8, Keflavík. F. 28. mars 1929 í Keflavík. Foreldrar: Jóhann Guðjónsson vélstj. og útgm., f. 31. maí 1897 á Dalv., og kona hans Guðrún Pétursdóttir, f. 23. jan. 1899 á Vatnslstr. Föðurforeldrar: Guðjón Jóhannsson (1869-98) og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 8. sept. 1870, d. 11. júlí 1963. Móðurforeldrar: Pétur Jóakimsson, f. 9. sept. 1874, d. 10. júlí 1963, sjómaður ogverkam., og kona hans Agnes Felixdóttir, f. 12. júní 1872, d. 27. mars 1962.
Nám í rennism. í Dráttarbr. Keflavíkur 1952-56. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1956 í Reykjavík. 1. stigs vélstjnám á Þingeyri 1947-48. 2. stigs vélstjnám í Reykjavík 1968. Vann eftir iðnnám sem vélstj. í frystih. Snæfelli í Keflavík 1955-59. Vélstjóri á m/b Ólafi Magnússyni og m/b Ingiber Ólafssyni 1959-63. Vélstjóri hjá Ísfél. Keflavíkur 1963-65. Rennism. hjá Vélsm. Njarðvíkur 1965-67. Síðan hjá Vamarliðinu við eftirlit með kyndist. í stjórn Lífeyrissj. I. S. frá 1974. Eiginkona 24. júní 1950: Jóna Magnea Sigurgísladóttir, f. 23. okt. 1926. Foreldrar: Sigurgísli Guðjónsson skósm., f. 3. júlí 1893, d. 1933 (sjá þar), og kona hans Stefanía Vilhjálmsdóttir, f. 29. mars 1902, d. 1956. Börn: 1) Stefanía, f. 25. jan. 1950, eiginmaður Pétur Sigurðsson húsasm. 2) Guðbjörg, f. 9. okt. 1951, íþrkennari, eiginmaður Árni Þór Árnason. 3) Jóhann Gunnar, f. 20 febr. 1957. 4) Sigurgeir, f. sama dag, báðir vélskólanemar. (1975)

Jón Jónsson trésmiður (Jón í Eldhúsinu). F. 7. sept. 1861 að Ferjunesi, Vill., Árn., d. 20. febr. 1930. Foreldrar: Jón Pétursson bóndi þar, f. 1834, d. 1861, og kona hans Elín Sveinsdóttir, f. 1830. Föðurafi: Pétur Guðmundsson bóndi í Súluholtshjáleigu. Móðurforeldrar: Sveinn Sigurðsson bóndi á Kálfhóli á Skeiðum, f. 1800, og Elín Þorbjörnsdóttir, f. 1795. Flutti frá Ferjunesi að Hellum í Holtum 1881, að Bolafæti, Ytri-Njarðvík, 1884, til Keflavíkur 1886. Jón var um og eftir aldamótin aðalhúsasm. í Keflavík. Hann var mörg ár fastur smiður við Duus-versl., enda hefði hann ekki haft næga atv. við húsasm. í kauptúninu, því svo fá hús voru byggð og margir björguðu sér sjálfir með húsasm. Heima hafði Jón dálítið verkst. og smíðaði þar á kvöldin margan góðan grip, einkum kommóður. Þá smíðaði hann einnig líkkistur. Kenndi stundum dönsku. Tók allmikinn þátt í hreppsmálum, bæði í hreppsnefnd og öðrum nefndum. Eiginkona 23. okt. 1887: Þóra Eyjólfsdóttir, f. 10. febr. 1864 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 25. nóv. 1918. Foreldrar: Eyjólfur Jónsson bóndi, f. 7. júlí 1824 að Söndum í Meðallandi, og kona hans Þórdís Guðmundsdóttir, f. 21. sept. 1840. Börn: 1) Elín, f. 4. mars 1889, d. 28. okt. 1945, eiginmaður Ólafur Þorsteinsson verslm. S. eiginmaður Guðmundur Guðmundsson skólastj. og síðar sparisjstj. í Keflavík. 2) Jón Páll, f. 28. febr. 1892, lærði smíðar hjá föður sínum, d. 2. júní 1914. 3) Þórey, f. 18. febr. 1894, d. 17. júní 1914. 4) Guðmundur, f. 5. júlí 1897, d. 24. maí 1971, eiginkona Guðbjörg S. Þorgilsdóttir. 5) Guðrún, f. 5. júlí 1897, d. 23. sept. sama ár. 6) Guðrún, f. 16. sept. 1898, d. 21. nóv. 1918. 7) Guðrún Petrea, f. 24. des. 1901, eiginmaður sr. Þorsteinn Kristjánsson í Sauðlauksdal, d. 18. febr. 1941. 8) Jón Vídalín, f. 4. apríl 1905, d. 25. s. eiginmaður 9) Júlíus, f. 9. júlí 1906, d. 10. mars 1928. 10) Aðalheiður, f. 31. ágúst 1910, d. 12. júní 1928. (M. V. J. Faxi, 9. tbl., 1959.)

Jón Ástráður Jónsson rafvirki, Höfða, Vatnsleysuströnd. F. 20. nóv. 1952 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Guðbrandsson bifvv., f. 23. ágúst 1918 að Sólheimum, Laxárdal, Dal., og kona hans Ásta Gunnþórunn Þórarinsdóttir, f. 5. okt. 1920 að Bergskoti, Vatnslstr. Föðurforeldrar: Guðbrandur Jóhannes Jónasson verkam. og kona hans Guðrún Helga Jónsdóttir, Reykjavík. Móðurforeldrar: Þórarinn Einarsson bóndi og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir, Höfða Vatnslstr. Gagnfræðaskóli verknáms, sjóvdeild, við Lindarg., Reykjavík, 1967-69. Rafvnám hjá Jóni Þorkelssyni, Vogum, 1973-77. Sveinspróf 1977. Stundaði sjó- og landvinnu til 1971 en byrjaði þá að vinna við rafv. hjá Sigurði H. Guðmundssyni, Keflavík. Ókv. (1978)

Jón Halldór Jónsson skipasmiður og framkvændastjóri, Faxabraut 62, Keflavík. F. 5. júní 1929 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Þorvarðarson kaupm., f. 7. mars 1890, d. 23. júlí 1969, og kona hans Halldóra Guðmundsdóttir, f. 26. sept. 1894, d. 10. okt. 1964. Föðurforeldrar: Þorvarður Daníelsson sjómaður og kona hans Ragnheiður Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Þorsteinsson sjómaður og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Verslsk. Ísl. 1943-45. Skipasm. í Bátanausti hf., Reykjavík, 1945-49. Sveinspróf 1951 í Reykjavík. Vann í Bátanausti til 1953, hjá bandarískum verktökum, Keflavíkurflugvelli, 1953-55. Í. A. V. 1955-58. Framkvstj. Byggingaverkt. Keflavíkur hf. síðan 1958. Form. fulltrúaráðs Sjálfstfél. í Keflavík 1967-69. Form. Lionskl. Keflavíkur 1966-67. Fulltrúi ríkisstj. í atvmálan. Reykjankjörd. í fræðsluráði Keflavíkur 1964-72. Varam. í bæjarstj. Keflavíkur 1966-74. í stjórn Iðnmfél. Keflavíkur 1962-66. Eiginkona 31. mars 1955: Soffía K. J. Karlsdóttir, f. 26. ágúst 1928. Foreldrar: Karl Ó. J. Björnsson bakaram. og kona hans Kristín Guðmundsdóttir. Börn: 1) Björg Karítas, f. 10. okt. 1952, eiginmaður Óðinn Sigþórsson bóndi í Einarsnesi, Borg. 2) Birgitta, f. 28. mars 1953. 3) Kristín G. B., f. 25. febr. 1955. 4)JónH.,f. 18. júní 1956. 5) Helga Sif, f.21. júni 1957.6) Sólveig, f. 23. sept. 1958. 7) Karen Heba, f. 12. des. 1960. 8) Dagný Þórunn, f. 1. jan. 1964. 9) Halldóra Vala, f. 21. mars 1968. 10) Ragnheiður Elfa, f. 10. ágúst 1969. (1978)

Jón Valdemars Jónsson múrari, Reykjavík. F. 10. ágúst 1923 í Keflavík. Foreldrar: Jón Valdemarsson sjómaður, f. 3. júlí 1894 í Keflavík, drukknaði 14. jan. 1923, og Jóna Lilja Samúelsdóttir, f. 27. apríl 1889 í Vífilsdal, Dal. Föðurforeldrar: Valdemar Helgi Jónasson, f. 1873 í Flugumýrarsókn, og kona hans Júlíana Sigríður Jónsdóttir, f. 1859 í Keflavík. Móðurforeldrar: Samúel Sigurður Jónsson bóndi í Neðri--Vífilsdal og kona hans Helga Lilja Jónasdóttir. Jón og Friðrik Björnsson rafv. eru systkinasynir. Stundaði sjó 1936-40. Byggingarv. 1940-45. Lærði múrsmíði hjá Guðjóni Hjörleifssyni, Keflavík, 1945-49. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf þar 1949. Hefur síðan stundað múrsmíði í Keflavík og Reykjavík. Eiginkona 20. jan. 1951: Guðlaug Gísladóttir, f. 5. maí 1926. Foreldrar: Gísli Einarssort, f. 24. sept. 1894, og kona hans Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 12. febr. 1896. Skildu. Börn: 1) Jónas Hörðdal, f. 29. sept. 1950. bílamálari (sjá þar). 2) Einar Hörðdal, f. 23. sept. 1952, verkam. 3) Halldóra, f. 21. júli 1958. (1975)

Jón Baldur Kristinsson húsasmiður, Nónvörðu 2, Keflavík. F. 15. júlí 1923 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Kristinn Jónsson sjómaður og síðar viktarm. í Keflavík, f. 2. mars 1896 á Miðnesi, d. 29. maí 1964, og kona hans Ragnhildur Stefánsdóttir, f. 4. júní 1896 í Reykjavík, d. 3. mars 1975. Systir Sigurðar Stefánssonar vígslubiskups á Möðruvöllum. Föðurforeldrar: Jón Norðfjörð Tómasson sjómaður frá Smiðshúsum á Miðnesi og Sesselja Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Stefán Hannesson smiður frá Litla-Botni (Bergsætt) og fyrri kona hans Guðrún Matthíasdóttir veitingak. frá Fossá. Lærði húsasm. hjá Óskari Þórðarsyni, Reykjavík, 1943-47. Iðnsk. Reykjavík 1948. Sveinspróf í Reykjavík 1948. Vann fyrir iðnnám almenn verkamst. og fjögur sumur á síldv. (1940-43). Síðan stöðugt við iðnina, í Reykjavík til 1949, þá á Self. til 1964, síðan í Keflavík til 1976. Gerðist þá mælingafulltr. hjá Iðnsveinafél. Suðurn. og starfar við það enn. Form. F. U. F. í Árn. 1950-53. Form. Fél. byggingariðnm. í Árn. 1959-60. Form. Trésmfél. Suðurn. 1969-72. Form. Meistarafél. byggingarm. á Suðurn. frá stofnun 1971-76. í stjórn Framsóknarfél. Keflavíkur 1969-71. Eiginkona 8. júní 1946: Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 9. nóv. 1920. Foreldrar: Björn Guðlaugsson bóndi í Hvítuhlíð í Bitru, Óspakseyrarhr., og kona hans Halldóra Kristín Helgadóttir. Börn: 1) Loftur Hlöðver, f. 1. okt. 1946, bankam., Reykjavík, eiginkona Jóhanna Magnúsdóttir skrifstst. 2) Kristján Már, f. 2. des. 1948. 3) Ragnhildur, f. 28. apríl 1952, eiginmaður Kristmundur Árnason bifvv. 4) Ásta Margrét, f. 6. júlí 1953, eiginmaður Sigurður Jónsson sjómaður 5) Dóra Birna, f. 23. febr. 1956. (1980)

Jón Kristjánsson vélvirki, Hátúni 3, Keflavík. F. 23. okt. 1950 í Reykjavík. Foreldrar: Kristján Maríus Jónsson lögrþj. í Keflavík, f. 1. mars 1926, og kona hans Matthildur Magnúsdóttir, f. 31. maí 1922. Föðurforeldrar: Jón Kristjánsson verkam. og kona hans Jónína Björg Baldvinsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Jóhannsson og kona hans Ásthildur Jónasdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1963-68. Iðnskóli Suðurnesja 1973-77. Lærði vélvirkjun í Vélsm. Njarðvíkur 1973-77. Sveinspróf 1977 í Njarðvík. Vann ýmis störf á sjó og landi til 1968. Hefur síðan starfað í Vélsm. Njarðvíkur. Eiginkona 16. apríl 1972: Magnea Guðný Stefánsdóttir, f. 4. júni 1950. Foreldrar: Stefán Magnús Jónsson og Lilja Ólafsdóttir. Börn: 1) Geir Flóvent, f. 23. jan. 1970. 2) Stefán Magnús, f. 1. des. 1971. 3) Hildur Björg, f. 22. febr. 1974. Stjúpdóttir: Dagný Gísladóttir, f. 28. apríl 1969. (1978)

Jón Leósson netagerðarmaður, Marargötu 5, Grindavík. F. 11. jan. 1935 á Sigluf. Foreldrar: Leó Jónsson verkstjóri við Síldarverksm. ríkisins um land allt, f. 17. nóv. 1904 að Búrfelli í Hálsasv., og kona hans Unnur Björnsdóttir, f. 1. nóv. 1904. Föðurforeldrar: Jón Þórðarson bóndi á Búrfelli og Hólmfríður Björnsdóttir frá Stokkseyri. Móðurforeldrar: Björn Indriðason bóndi að Keldunesi og Undirvegg í Kelduhv., Norður-Þingeyjarsýslu., og kona hans Jónína Steinunn Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Siglufj. 1949-53. Lærði netag. hjá Þorgeiri Jónssyni, Nótast. á Akran. Iðnsk. Akran. 1957-59. Sveinspróf 1960. Vann við síldarsöltun á unglingsárum. Við netag. síðan 1954. Búsettur í Keflavík 1954-57, á Akran. 1957-59, í Hafnarf. 1959-61 og í Grindavík frá 1961. Rak netaverkst. til áramóta 1977-78. Hóf þá útg. á vélbát (Reykjanesinu). Eiginkona l.nóv. 1957: Iðunn Elíasdóttir, f. 5. júní 1938 í Reykjavík. Foreldrar: Elías Guðmundsson skipstj. á Akran. og kona hans Sigríður Einarsdóttir. Börn: 1) Leó, f. 7. apríl 1958. 2) Hrönn, f. 14. febr. 1960. 3) Viktor, f. 24. júlí 1966. (1978)

Jón William Magnússon vélvirki og pípulagningamaður, Krossholti 6, Keflavík. F. 16. des. 1940 í Ólafsf. Foreldrar: Magnús Jónsson útgm., f. 18. apríl 1893, og Guðlaug Helga Jóhannesdóttir, f. 22. ágúst 1894, d. 29. júlí 1970. Föðurforeldrar: Jón Magnússon skipstj. og kona hans Lísbet Friðriksdóttir. Móðurforeldrar: Jóhannes Oddsson bóndi og kona hans Hólmfríður Anna Ólafsdóttir. Iðnsk. Ólafsfj. 1956-58. Vélv. hjá Ol. Olsen, Ytri-Njarðvík, 1958-63. Sveinspróf 1963. Pípul. hjá Elíasi Nikolaisyni 1965-67. Sveinspróf 1967. Sótti námsk. hjá N. G. Gasaccumulator Sveiseskole, Oslo, 1963, í rafsuðu og logsuðu á áli. Próf 16. sept. 1963. Vann á sumrin í fiskv. fram að iðnnámi. Vann hjá Elíasi og Jónasi 1965-68 og síðan hjá eigin fyrirt., Rörlögnum sf., sem hann stofnaði ásamt þeim. Því var síðan skipt um áramót 1975-76 og tók Jón þá við Ofnasm. Suðurn. sem Rörlagnir höfðu stofnað nokkru fyrr ásamt Runtal í Reykjavík. Form. Fél. Ísl. pípulm. á Suðurn. frá 1971. Eiginkona 7. okt. 1961: Unnur Ingunn Steinþórsdóttir, f. 13. febr. 1942. Foreldrar: Steinþór Sighvatsson innheimtum., Keflavík, og kona hans Sigríður Stefánsdóttir. Börn: 1) Magnús, f. 2. febr. 1962. 2) Steinþór, f. 22. okt. 1963. 3) Guðlaug Helga, f. 31. okt. 1966. 4) Davíð, f. 16. ágúst 1976. (1978)

Jón Nikolaison vélvirki, Mánagerði 2, Grindavík. F. 19. okt. 1941 að Bergi, Gerðahr. Foreldrar: Nikolai Elíasson bóndi og kona hans Kristjana Jónsdóttir. Albr. Elíasar pípulm. (sjá þar). Gagnfræðaskóli Keflavík 1954-59. Vélvnám í Dráttarbr. Keflavíkur 1959-63. Sveinspróf 1963. Starfaði eftir iðnnám í Vélsm. Grindavíkur 1964-65. Síðan í Vélsm. Jóns og Kristins, Grindavík (meðeig.). Eiginkona 2. júní 1963: Erla Delberts, f. 9. maí 1944. Foreldrar: Stefanía   Guðlaugsdóttir   og   Símon   Þorsteinsson (stjúpfaðir). Börn: 1) Guðlaugur Örn, f. 28. des. 1965. 2) Stefanía Sigríður, f. 25. ágúst 1968. (1978)

Jón Birgisson Olsen skrúðgarðyrkjum., Þórustíg 1, Ytri-Njarðvík. F. 14. des. 1956 í Reykjavík. Foreldrar: Birgir Olsen járnsm., f. 22. mars 1939 á Sigluf., og kona hans Adda Jónsdóttir, f. 28. júní 1939 á Sigluf. Föðurforeldrar: Olav Olsen vélsmm. (sjá þar) og kona hans Bjarnrún Magdalena Jónatansdóttir Olsen. Móðurforeldrar: Jón Jóhannsson skipstj. og kona hans María Hjálmarsdóttir. Gfrskpr. frá Hlíðardalssk. 1973. Skrúðgarðyrkja hjá Guðleifi Sigurjónssyni 1973-76. Garðyrkjusk. ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Sveinspróf 1976, Garðyrkjusk. Vann fyrir iðnnám í Vélsm. Ol. Olsen hf. á sumrin. Eftir iðnnám við garðyrkju hjá Keflavíkurbæ. Starfar í U. M. F. N. og í Hjálparsv. skáta í Njarðvík. Ókv. Bl. (1977)

Jón Kristján Olsen vélvirki, Heimavöllum 9, Keflavík. F. 10. sept. 1921 í Visnes, Nor. Foreldrar: Olav Ingvald Olsen járnsm. (sjá þar) og kona hans Bjarnrún Magdalena Jónatansdóttir. Lærði vélvirkjun hjá föður sínum á Sigluf. 1938-42. Sveinspróf 1947. Vann að mestu við iðn sína hjá Vélsm. Ol. Olsen hf. Hefur verið vélstj. á bátum og í frystih., Hraðfrst. Keflavíkur 1964-65 og aftur 1968. Í prófnefnd í járniðnaði. Form. og starfsm. Vélstjfél. Keflavíkur (sem var breytt í Vélstjfél. Suðurn. 1972) síðan 1968. Ritari Sjómsamb. Ísl. frá 1976. Eiginkona 30. okt. 1943: Gunnlaug F. Sigurðardóttir, f. 19. des. 1923. Foreldrar: Sigurður Jónsson verkam. og kona hans Sigurbjörg Pálsdóttir. Börn: 1) Júlía Sigríður, f. 31. ágúst 1942. 2) Helga Rósa, f. 20. maí 1944, eiginmaður Eðvarð Vilmundarson bifvv. 3) Henry, f. 16. júní 1946, hárskeri (sjá þar). 4) Rut, f. 30. sept. 1954. (1978)

Jón B. Pálsson húsasmiður, Vesturbraut 5, Keflavík. F. 4. apríl 1909 að Króki, Meðallandi, V.-Skaft. Foreldrar: Páll Jónsson bóndi, f. 1877 að Hunkubökkum á Síðu, d. 1963, og kona hans Jónína G. Ásmundsdóttir, f. 1886 að Syðri--Steinsmýri, d. 1911. Föðurforeldrar: Jón Pálsson bóndi og Emerentíana Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Ásmundur Hjörleifsson bóndi og Halldóra Magnúsdóttir. Lærði fyrst smíðar 1925, þá 16 ára, hjá Hávarði Jónssyni í Króki og stundaði síðan smíðar með ýmsum í Skaftafellss. Fékk útg. iðnskýrslu af sýslum. í Vík í Mýrdal 1937. Meistarabr. í húsasm. 18. febr. 1972 af bæjarf. í Keflavík skv. ákvörðun Iðnráðs. Vann að húsasm. í Skaftafellss. 1925-36. Í Ölfusi 1936-39. Við skipasm. í Dráttarbr. Keflavíkur 1940-45. Síðan við húsasm. í Keflavík. í Slökkvil. Keflavíkur síðan 1944. Eiginkona 4.nóv. 1939: Helga Egilsdóttir, f. 25.okt. 1916. Foreldrar: Egill Jónsson sjómaður og kona hans Þjóðbjörg Þórðardóttir. Böm: 1) Egill, f. 4. mars 1940, tæknifr. 2) Emil Páll, f. 10. mars 1949, skrifstm. (1972)

Jón Sighvatsson skipasmiður, Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík. F. 6. mars 1759 að Kúfhóli, A.-Land., d. 28. nóv. 1841. Foreldrar: Sighvatur Jónsson bóndi, síðast á Tjörnum undir Eyjafjöllum, og kona hans Helga Jónsdóttir. Var í vinnumennsku, stundaði síðan sjómennsku (lengi formaður) og smíðar. Setti bú í Höskuldarkoti 1795, í Ytri-Njarðvík 1815 sem hann keypti þá. Var orðlagður atorkumaður og auðsæll. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum enda framfaramaður og hvatamaður að öllu því sem hann taldi til heilla, vel metinn og rausnsamur. Hann smíðaði 21 skip smærri og stærri. Hið fyrsta, sem hann smíðaði einn að stofni, gerði hann 1795. A árunum 1814-17 smíðaði hann þilskip en fékk sér til aðstoðar reyndan skipasmið, Gísla á Óseyri. Jón smíðaði einnig flutningaskip sem aðallega var í förum milli verslunarstaðarins í Keflavík og verstöðvanna á Innnesjum. Eiginkona 5. ágúst 1792: Oddbjörg Snorradóttir, Gissurarsonar bónda í Narfakoti, Innri-Njarðvík. Börn: 1) Anna, f. 25. nóv. 1789 í Narfakoti, átti fyrst Hákon lögréttumann Vilhjálmsson í Kirkjuvogi 1809 (önnur kona hans með leyfi Jörundar hundadagakonungs þar sem fyrri kona hans var á lífi en biluð á geðsmunum eftir að hafa misst öll sín börn í frumbernsku). Átti síðan Halldór Gunnarsson hreppstjóra s. st. 1822, síðast síðari eiginkona Ketils Jónssonar í Kotvogi 1831. 2) Ingigerður eldri, f. 23. maí 1794, átti Guðmund stúdent Pétursson í Sviðholti. 3) Jón Norðfjörð, f. 13. des. 1895, skipherra á þilskipi föður síns. 4) Pétur, f. 5. sept. 1800, skipstjóri í Njarðvík. 5) Ingigerður yngri, f. 1806, átti Bjarna Magnússon í Njarðvík. (Ísl. æviskrár, Útfm. Viðey 1842, Iðnsaga Ísl.)

Jón Sigurðsson bílamálari, Suðurgötu 28, Keflavík. F. 27. nóv. 1953 á Hellissandi. Foreldrar: Sigurður Pétursson verkam., f. 23. okt. 1912 á Hellissandi, og kona hans Vigdís Jónsdóttir, f. 13.okt. 1917. Föðurforeldrar: Jón Þorsteinsson bóndi í Björnskoti, Skeiðum, Árn., og kona hans Katrín Þorkelsdóttir. Móðurforeldrar: Pétur Magnússon verkam., Hellissandi, og Ingveldur Sigurðardóttir. Albr. Péturs húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavík. Lærði bílamálun hjá Birgi Guðnasyni, Keflavík, 1971-75. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1975 í Reykjavík. Vann hjá Birgi til 1. okt. 1975. Síðan við eigið fyrirtæki. Eiginkona 28. ágúst 1976: Kristín Kristjánsdóttir, f. 5. jan. 1955. Foreldrar: Kristján Pétursson yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli og fyrri kona hans Sigríður Kristinsdóttir skrifstst. Barn: Guðmundur Kristinn, f. 25. sept. 1975. (1977)

Jón Finnsson Sigurðsson málari, Keflavík. F. 17. febr. 1952 í Keflavík. Foreldrar: Sigurður Magnússon skipstj. f. 8. des. 1911, og kona hans Kristín Jóhannesdóttir, f. 21. nóv. 1915. Föðurforeldrar: Magnús Sigurðsson útvegsbóndi, Nýlendu, og kona hans Magnea Ísaksdóttir. Móðurforeldrar: Jóhannes Jónsson útgm., Gauksstöðum. Garði, og kona hans Helga Þorsteinsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1965-69. Iðnskóli Keflavíkur 1970-74. Málaranám hjá Jóni Páli Friðmundssyni 1970-74. Sveinspróf 1974 í Keflavík. Vann fyrir iðnnám sem verkam. og sjómaður. Hefur síðan stundað iðn sína í Keflavík. Eiginkona (sambúð): Hildur Kristjánsdóttir, f. 6. okt. 1958. Foreldrar: Kristján Pétursson yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli og fyrri kona hans Sigríður Kristinsdóttir skrifstst. (1977)

Jón Gústaf Sigurðsson járnsmiður, Grindavík. F. 23. sept. 1899 að Götuhúsum, Reykjavík, d. 17. okt. 1979. Foreldrar: Sigurður Bjarnarson skipstj. og síðar kaupfélstj. í Hafnarf., f. 27. júní 1873 að Neðrihrepp í Skorradal, Borg., d. 26. maí 1915, og Vilborg Þorsteinsdóttir, f. 14. sept. 1876 í Akrakoti, Álftan., d. 17. júní 1949. Föðurforeldrar: Björn Bjarnason bóndi og kona hans Þóra Rögnvaldsdóttir. Móðurforeldrar: Þorsteinn Guðmundsson útvegsbóndi og Vilborg Benediktsdóttir. Jón er föðurbr. Björns H. Jakobssonar rafv. Barnaskóli Hafnarfj. Próf frá Mótorsk. Ísl. 1916. Járnsmnám í Vélsm. Hafnarfj. 1919-23, meistari Guðmundur Jónsson. Sveinspróf 1924. Meistarabr. 1928. Vélstjsk. Ísl. 1923-24. 1. vélstj. á togurum 1922-39. Vélstjóri í Sænsk-ísl. frystih. 1940-41. Forstj. við Fisk hf. í Reykjavík 1942-43. Við smíðar í hf. Dvergasteini 1943-44. Stofnandi Lýsis og Mjöls, Hafnarf., og forstjóri þess 1945-50. Verksmstj. til 1956. Forstj. og eig. í Fiskimjöl og Lýsi, Grindavík frá 1956. Stofnandi hf. Neptúnus 1964 og vann þar til slita fél. 1972. Stofnandi Samherja hf. (togarafél. í Grindavík) og í stjórn. Í prófnefnd járniðnm. í Hafnarf. 1950-63.1 sóknarn. Grindavíkursóknar. Eiginkona 12. júlí 1924: Sesselja Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 26. nóv. 1898. Foreldrar Sigurjón Guðmundsson sjómaður, Hafnarf., og Guðrún Guðmundsdóttir. Börn: 1) Sigurður, f. 17. sept. 1924, forstj., eiginkona Sigríður Jóhannesdóttir. 2) Sigrún Kristín, f. 30. des. 1932, eiginmaður Pétur Antonsson verksmstj. (1979)

Jón Pálmi Skarphéðinsson rafvirki, Baugholti 25, Keflavík. F. 20. okt. 1945 í Keflavík. Foreldrar: Skarphéðinn Jónsson húsasm. (sjá þar), f. 28. ágúst 1921 í Hafnarf., og kona hans Rósa Anna Bjarnadóttir, f. 21. ágúst 1925 í Innri-Njarðvík. Föðurforeldrar: Jón Pálmi Jónasson verkam. og Guðlaug Daníelsdóttir. Móðurforeldrar: Bjarni Sveinsson verkam. og Björg Einarsdóttir. Br. Björgvins skipasm. og Heimis kjötiðnm. Jón Pálmi og Ingvar Hallgrímsson rafv. eru systrasynir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1958-61. Vann við Hraðfrh. Keflavíkur 1961-63. Baldur hf. 1963-65. Rafvnám hjá Raftækjavst. Kristins Björnssonar 1965-69. Iðnsk. Keflavíks. á. Sveinspróf Reykjavík 1969. Vann hjá Kristni Björnssyni til 1971. Síðan á Keflavíkurflugvelli til 1972. Síðan aftur hjá Kr. B. til 1976. Suðurn. verkt. til 1978. Stofnaði þá fyrirtækið Rafbæ sf. með Reyni Ólafssyni. Eiginkona 25. nóv. 1967: María Jónsdóttir, f. 16. febr. 1948 í Hafnarf. Foreldrar: Jón Guðnason pípugm. og kona hans Kristín Einarsdóttir. Börn: 1) Skarphéðinn, f. 16. okt. 1967. 2) Einar, f. 16. apríl 1973. (1978)

Jón Stefánsson rennismiður, Greniteig 51, Keflavík. F. 7. okt. 1939 í Ási, Ásahr., Rang. Foreldrar: Stefán Jónsson bóndi þar, síðar tré- og járnsm. í Dráttarbr. Keflavíkur, f. 26. apríl 1898, d. 6. apríl 1961, og kona hans Steinunn Guðrún Kristmundsdóttir (systir Steins Steinars skálds), f. 5. ágúst 1905, d. 14. nóv. 1975. Föðurforeldrar: Jón Jónsson bóndi í Ási og Margrét Björnsdóttir. Móðurforeldrar: Kristmundur Guðmundsson og kona hans Etilríður Pálsdóttir. Lærði rennism. í Dráttarbr. Keflavíkur 1958-63. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1963 í Keflavík. Vann í Dráttarbr. Keflavíkur 1954-63 og 1969-71. Keflavíkurflugv. 1963-69. Alternator 1971-75. Grunnsk. Njarðvíkur 1975-77. Eiginkona 15. okt. 1960: Guðfinna Guðlaugsdóttir, f. 28. júlí 1940. Foreldrar: Guðlaugur Þórðarson sjómaður og kona hans María Arnlaugsdóttir bankam. Börn: 1) Steinunn, f. 7. nóv. 1962. 2) María, f. 7. nóv. 1962. (1977)

Jón Björgvin Stefánsson skósmiður, Skólavegi 22, Keflavík. F. 19. okt. 1927 að Mýrum, Vallanesprkalli. Foreldrar: Stefán Þórarinsson bóndi, f. 6. sept. 1871 að Randversst., Suður-Múlasýslu., d. 17. jan. 1951, og kona hans Ingifinna Jónsdóttir húsm. og kennari, f. 7. okt. 1895 í Geitdal, Suður-Múlasýslu., d. 10. okt. 1929. Föðurforeldrar: Þórarinn Sveinsson bóndi og kona hans Soffía Friðriksdóttir. Móðurforeldrar: Jón Jónsson bóndi og Guðrún Björk Eyjólfsdóttir. Héraðssk. á Laugarv. 1945-47. Sveinspróf í Reykjavík skv. úrsk. ráðherra 1974. Stundaði málarast. á Keflavíkurflugvelli 1950-60. Hefur stundað skósm. í Keflavík síðan 1960. Eiginkona 13. ágúst 1949: Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, f. 20. nóv. 1930 í Ólafsv. Foreldrar: Sigurberg Ásbjörnsson skósm. (sjá þar) og kona hans Oddný Guðbrandsdóttir. Börn: 1) Sigurberg, f. 27. sept. 1950, matreiðslum. 2) Stefán, f. 27. jan. 1952, prentari (sjá þar). 3) Jóhanna, f. 28. júlí 1953, skrifstm., eiginmaður Axel Birgir Knútsson garðyrkjum. 4) Asbjörn, f. 20. okt. 1959.    (1977)

Jón Þórarinsson Söring rafvirki, Sóltúni 11, Keflavík. F. 13. maí 1929 á Seyðisf. Foreldrar: Þórarinn Ólason Söring sjómaður, f. 6. sept. 1889 að Hesteyri í Mjóaf., d. 7. febr. 1974, og kona hans Valgerður Einarsdóttir, f. 30. mars 1893 að Hliði á Álftan. Föðurforeldrar: Ole Larsen sjómaður (norskur) og Guðrún Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Einar Einarsson bóndi og kona hans Jónína Guðlaug Einarsdóttir. Lærði rafv. hjá Júlíusi Steingrímssyni og Pétri Geirdal í Geisla hf., Keflavík, síðar hjá Guðbirni Guðmundssyni sem tók við Geisla. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1952 í Reykjavík. Vann hjá Varnarliðinu í 10 ár (1953-63). Síðan hjá Geisla hf. Eiginkona 1. jan. 1956: Lilja Gunnarsdóttir, f. 11. jan. 1935. Foreldrar: Gunnar Júlíus Jónsson verkam. og kona hans Rannveig Guðlaug Magnúsdóttir verkak. Börn: 1) Margrét, f. 26. apríl 1951, eiginmaður Ingi Eggertsson leigubílstj. 2) Valþór, f. 19. júlí 1953, rafv. (sjá þar). 3) Guðný, f. 21. des. 1954, eiginmaður Samuel Miles Allman. 4) Arnoddur, f. 3. maí 1959. 5) Rannveig, f. 27. sept. 1963. (1974)

Jón Arason Valdimarsson vélvirki, Hringbraut 128, Keflavík. F. 5. febr. 1922 að Brekku, Vestmannaeyjum. d. á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 30. júní 2009. Foreldrar: Valdimar Gíslason múrari og kona hans Helga Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja 1937-38. Iðnskóli Vestmannaeyja 1939. Iðnskóli Keflavíkur 1945-48. Lærði vélvirkjun í Dráttarbraut Keflavíkur, meistari Ólafur Hannesson, 1945-49. Sveinspróf í Reykjavík 1950. Vann fyrir iðnnám ýmis störf á sjó og landi. Við fiskveiðar og ýmsa lausavinnu í Vestmannaeyjum 1937 -40. Við vélbáta á síldveiðum og vetrarvertíð 1940-41. Við akstur bifreiða og þungavinnuvéla 1942-45. Akstur eigin vörubifreiðar 1943-45. Síðan í námi og starfi hjá Dráttarbraut Keflavíkur til 1951. Stofnaði og rak eigin vélsmiðju, Smiðjuna sf., Njarðvík, 1951-64. Hjá J. P. K. 1964-65. Fiskverkun á eigin vegum 1966-67. Síðan unnið hjá Vélsmiðju B. M., Vélsmiðjunni Óðni, Ol. Olsen, Njarðvík, Vélsmiðju Njarðvíkur 1988-90, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1990-93. Verkstjóri í Vélsmiðju Njarðvíkur 1969-77. Kenndi við verknámsdeild járniðnaðar í Fjölbrautarskóli Suðurnesja 1977-88. Kenndi fagteikningu járniðnaðarmanna við Iðnskóla Keflavíkur 1950-52. Hefur verið í prófnefnd járniðnaðarmanna síðan 1954 og formaður hennar frá 1969. Skoðunar- og matsmaður fyrir Vélbátatryggingar Reykjaness frá 1964 og allt þar til að það félag lagði upp laupana. Form. Iðnnemafélags Keflavíkur 1948-49. Form. Iðnsveinafélags. Keflavíkur 1952-53. Félagsforingi skátafélagsins Víkverjar í Njarðvíkum 1957-64. St. Georgs skáti. Eiginkona 1. júní 1945: Guðrún S. Sigurðardóttir, f. 25. apríl 1925. d. á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 18 júní 2004. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson vélstjóri. og kona hans Guðbjörg Brynjólfsdóttir. Börn: 1) Helgi Valdimar, f. 1. mars 1946, d. 12. júní 1968, vélvirkjanemi, eiginkona Dröfn Pétursdóttir. 2) Sigurbjörg, f. 9. ágúst 1950, eiginmaður Viðar Pétursson vélvirkja. 3) Ásdís, f. 26. mars 1955, eiginmaður Bradley David Dadlef, USA. Skildi og núverandi eiginmaður er Donald Schultz, USA. 4) Guðbjörg, f. 9. mars 1958, eiginmaður Þórður Ragnarsson. Stjúpsonur: Bjarni Valtýsson, f. 25. júní 1943, verslunarmaður, eiginkona Vigdís Esther Ólafsdóttir. ---- Uppfært 1.1.2011 ----

Jón Kristinn Valdimarsson rennismiður, Keflavík. F. 16. mars 1946 á Akureyri. Foreldrar: Valdimar Jónsson skipstj., f. 11. jan. 1921 í Keflavík, og kona hans Árnína Jónsdóttir, f. 24. nóv. 1923 á Akureyri. Föðurforeldrar: Jón Valdimarsson sjómaður í Keflavík og kona hans Lilja Samúelsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Þórðarson verkam. og kona hans Margrét Kristinsdóttir. Bróðursonur Jóns Valdimars Jónssonar múrara. Gagnfræðapróf Akureyri. 1963. Iðnskóli Keflavíkur 1963-66. Rennism. í Vélsm. Óðni Keflavík 1963-66. Vélstjsk. Ísl. 4. stig 1970. Vann hjá Eimskip 1967-69 (með námi). Vélstjóri á b/v Harðbak sumarið 1970. Vélstjóri við varast. Laxárvirkjunar á Akureyri frá 1. des. 1970. Eiginkona 25. des. 1966: Guðbjörg Þórðardóttir, f. 1. apríl 1946. Foreldrar: Þórður Björnsson sjómaður og Guðrún Guðbjörnsdóttir. Börn: 1) Margrét Kristín, f. 6. sept. 1964. 2) Valdimar, f. 7. sept. 1966. (Vélstjóratal 1971)

Jón Þorbjörnsson vélvirki. F. 30. okt. 1905 að Kleppi, Seltjneshr., d. 30. des. 1971. Foreldrar: Þorbjörn Finnsson bóndi í Ártúni, f. 1863 í Álftagróf, Mýrdal, d. 1948, og kona hans Jónína Jónsdóttir, f. 17. ágúst 1864 að Elliðakoti, Mosfellssv., d. 1949. Föðurforeldrar: Finnur Þorsteinsson bóndi, Álftagróf, og seinni kona hans Guðrún Sigmundsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Halldórsson bóndi Elliðakoti og Sólveig Brandsdóttir. Vélvnám í Vélsm. Héðni 1922-26. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Vann í Héðni til 1928 og 1930-32 og 1936-40. Á Eskif. 1928-30. Vélsm. Magnúsar Björnssonar, Keflavík, 1932-36. Vélsm. Keili, Reykjavík, 1940-48. Ölg. Agli Skallagrímssyni til dánardags. Meðstofnandi Iðnmfél. Keflavíkur. Meist. 1936. 3. okt. 1936: Kristjana Einarsdóttir, f. 15. apríl 1918. Foreldrar: Einar Sigurðsson bóndi og Herdís Oddsdóttir. Börn: 1) Herdís, f. 7. júní 1936, eiginmaður Ólafur Kr. Guðmundsson húsasm. 2) Jónína, f. 7. apríl 1938, eiginmaður Hreiðar Björnsson iðnverkam. 3) Þorbjörn Einar, f. 10. nóv. 1939, rafv., eiginkona Magdalena Axelsdóttir. 4) Vigfús Frímann, f. 7. júní 1941, sjómaður 5) Erla, f. 17. nóv. 1943, eiginmaður Björgvin Kjartansson múrari. (1971)

Jón Þorkelsson rafvirki, Hlíð, Vogum. F. 2. ágúst 1922 að Uppsölum, Eskif. Foreldrar: Þorkell Eiríksson járnsm., f. 1886 á Vattarnesi við Reyðarfj., og kona hans Helga Þuríður Indriðadóttir, f. 16. sept. 1892 á Vattamesi (Þorkell og Þuríður voru systrabörn). Föðurforeldrar: Eiríkur Þórðarson bóndi, Vattarnesi, og kona hans Kristín Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Indriði Sturluson bóndi, Vattarnesi, og kona hans Björg Einarsdóttir. Lærði rafv. hjá Sigurði Bjarnasyni rafvm., Reykjavík, 1948-52. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1953 í Reykjavík. Stundaði sjó 1937-41 á Hornaf. á vetrum en Eskif. á sumrum. Á síldveiðum á færeysku skipi 1939. Við silfurbergsgröft í Helgustaðafjalli við Reyðarfj. 1941. Bílstj. hjá Agli Vilhjálmssyni 1943. Stundaði bílaviðg. á Eskif. á sumrum 1944-47, í Sandgerði á vetrum. Hjá Sig. Bj. 1948-57. Réðst til Varnarl. á Keflavíkurflugvelli 1957 og hefur starfað þar síðan. Fór til Bandaríkjanna 1955 á vegum Sam. verktaka. í stjórn Sjálfstfél. Vatnslstr. Varam. í rafvn. 1952-55. Form. hennar 1956-59. Í hreppsnefnd og formaður rafvn. frá 1970. Hefur fjórum sinnum fengið viðurkenningu og tvisvar verðl. frá Varnarl. Eiginkona 1. apríl 1950: Sigríður Jónasdóttir, f. 17. febr. 1924. Foreldrar: Jónas Kristjánsson bóndi, Vetleifsholti, Rang., og kona hans Ágústa Þorkelsdóttir. (Jónas dó rúmlega fertugur frá 11 börnum.) Börn: 1) Þuríður Ágústa, f. 19. ágúst 1949, eiginmaður Sigurður Ólafsson iðnm. 2) Jónas Þorkell, f. 8. sept. 1951, eiginkona Ólöf Þórarinsdóttir. 3) Ómar, f. 23. júlí 1955, rafv., eiginkona Ingibjörg Ragnarsdóttir. Stjúpdóttir: Melkorka Sveinbjörnsdóttir, f. 4. jan. 1945, eiginmaður Ingvi Birkir Jónsson matsv. (1978)

Jón Þorleifsson múrari, Keflavík. F. 1. apríl 1924 að Örlygsst., Helgafellssv., Snæf. Foreldrar: Þorleifur Einarsson bóndi og sjómaður, Stykkish., f. 1895, d. 1970, og Guðrún Matthíasdóttir, f. 6. okt. 1893 að Orrahóli, Fellsstr., Dal. Föðurforeldrar: Einar Helgason bóndi á Köldukinn og víðar, síðast í Hrísakoti í Helgafellssv., og Karitas Jónsdóttir frá Valshamri á Skógarstr. Móðurforeldrar: Matthías Ólafsson frá Tannst., Hún., og kona hans Pálína Dagsdóttir, Dal. Jón er br. Einars Þorleifssonar pípulm. Lærði múrsmíði hjá Einari Jóhannssyni, byggingarfél. Brú í Reykjavík, 1945-49. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1949. Vann algeng sveitast. og verkamv. fyrir iðnnám, síðan eingöngu við múrsmíði. Flutti til Keflavíkur 1949 og hefur starfað þar síðan. Ókv. (1972)

Jónas Eydal Ármannsson vélvirki, Hringbraut 71, Keflavík. F. 29. júní 1952 á Blönduósi. Foreldrar: Ármann Eydal Albertsson bifvv., f. 8. júní 1929 á Selá, Skag., og kona hans Elín Jónasdóttir, f. 21. apríl 1927 að Gilsbakka, Miðdölum, Dal. Föðurforeldrar: Albert Erlendsson bóndi og kona hans Sigurlína Lárusdóttir. Móðurforeldrar: Jónas Jónasson bóndi og kona hans Sigurdís Snorradóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1967-69. Lærði vélvirkjun í Vélsm. Njarðvíkur 1971-75, meistari Hákon Kristinsson, 1 ár, og Jón A. Valdimarsson 3 ár. Iðnskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1975 í Ytri-Njarðvík. Vann í frystih. 2 ár fyrir iðnnám. Eiginkona 2. apríl 1977: Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 16. júní 1957. Foreldrar: Guðmundur Axelsson múrari og kona hans Anna Karólína Gústafsdóttir. (1977)

Jónas Frímann Guðmundsson múrari, Skólavegi 36, Keflavík. F. 3. apríl 1919 á Rafnkelsst., Garði, Gull. Foreldrar: Guðmundur Jónsson útgm., f. 18. júlí 1892 að Hellum, Gerðahr., og kona hans Guðrún Jónasdóttir, f. 12. ágúst 1895 í Fagradal, Hólsfjöllum. Föðurforeldrar: Jón Ásmundsson bóndi, Rafnkelsst., og kona hans Jórunn Guðmundsdóttir ljósm. Móðurforeldrar: Jónas Frímann Kristbjörnsson bóndi og kona hans Ástrún Jakobína Gunnarsdóttir. Vann við öll algeng sjávarútvst. og bifrakstur o. fl. 1939-43. Byggingarv. 1943-60. Svbr. í múrsmíði og húsasm. 17. nóv. 1951. Hefur unnið hjá Útgst. Guðmundar Jónssonar, Sandgerði, síðan 1960, lengst af sem framkvændastjóri Rotaryfél. 1963. Eiginkona Björg Árnadóttir, f. 24. okt. 1916. Foreldrar: Árni Árnason formaður og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Börn: 1) Jórunn, f. 12. mars 1942, eiginmaður Anton S. Jónsson húsasm. 2) Árni, f. 9. mars 1947, eiginkona Birna Margeirsdóttir. 3) Guðmundur, f. 29. ágúst 1951, eiginkona Ina Dóra Jónsdóttir. (1972)

Jónas Lúðvík Guðmundsson pípulagningamaður, Grænagarði 3, Keflavík. F. 1. okt. 1937 í Bolungarv., N.-Ís. Foreldrar: Guðmundur Magnús Guðmundsson rafv. þar, f. 4. jan. 1916, d. 19. mars 1946, og Þuríður Valdimarsdóttir, f. ll. jan. 1917, d. 22. júní 1951. Föðurforeldrar: Guðmundur Eyjólfsson sjómaður, Bolungarv., og kona hans María Magnúsdóttir. Móðurforeldrar: Valdimar Samúelsson bóndi, Ósi, Bolungarv., og Anna Herdís Marisdóttir. Iðnsk. Ísafj. 1957-60. Nám í pípul. hjá Ásbirni Guðmundssyni, Ytri-Njarðvík. Sveinspróf 1965. Sjóm. og verkamaður í Bolungarv. og Reykjavík. Vann við pípul. á Keflavíkurflugvelli, síðar í Njarðvíkum og Keflavík. Vinnur nú við eigið fyrirtæki, Rörlagnir. Í stjórn Pípulmfél. Suðurn., formaður 1969-71. Í stjórn Mælingast. I. S. Eiginkona 22. okt. 1960: Jóhanna Ingibjörg Hermannsdóttir, f. 23. des. 1935 að Látrum í Aðalvík, N.-Ís. Foreldrar: Hermann Snorri Jakobsson verkam. og kona hans María Guðmunda Þorbergsdóttir. Börn: 1) Þuríður, f. 23. des. 1958. 2) Hermann Guðmundur, f. 25. sept. 1960. 3) María Guðmunda, f. 11. sept. 1967. 4) Garðar Samúel, f. 21. okt. 1969. (1978)

Jónas Jóhannesson skipasmiður, Njarðvík. F. 29. sept. 1955 í Reykjavík. Foreldrar: Jóhannes Hleiðar Snorrason framkvændastjóri, f. 1928 að Hleiðargarði, Eyjaf., og kona hans Helga Egilsdóttir, f. 1932 í Ytri-Njarðvík. Föðurforeldrar: Snorri Hannesson bóndi og kona hans Sigríður Jóna Jóhannsdóttir. Móðurforeldrar: Egill Jónasson skipstj. og útvegsbóndi í Ytri-Njarðvík og kona hans Sigurbjörg Ögmundsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970-72. Lærði skipasm. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, meistari Óskar Guðmundsson, 1974-78. Iðnskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1978. Vann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1971-78. Síðan hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Var í stjórn Hjálparsv. skáta í Njarðvík í 2 ár. Hefur leikið körfuknattleik með U. M. F. N. sl. 6 ár, einnig fyrir hönd Ísl. 19 sinnum. Var veitt viðurk. af blaðinu Körfunni fyrir mestu framfarir í íþróttinni í 1. deild 1976. Eiginkona 1. apríl 1978: Erla Hildur Jónsdóttir, f. 27. nóv. 1959. Foreldrar: Jón Kr. Halldórsson vélstj. og kona hans Arnfríður Mathiesen, Hafnarf. Barn: Anna Steinunn, f. 19. febr. 1978. (1980)

Jónas Hörðdal Jónsson bílamálari. F. 29. sept. 1950 í Keflavík. Foreldrar: Jón V. Jónsson múrari (sjá þar) og kona hans Guðlaug Gísladóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1963-67. Lærði bílamálun hjá Birgi Guðnasyni 1969-73. Iðnsk. Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1974 í Reykjavík. Starfaði fyrir iðnnám sem verkam. hjá Keflavíkurbæ og um tíma við múrverk í Reykjavík. Starfaði í 2 ár sem framkvændastjóri Æskulýðsráðs í Keflavík. Starfaði sem flokksstj. hjá Njarðvíkurbæ frá maí 1975 til jan. 1977. Hefur starfað sem forstm. Skólaheimilisins í Breiðuvík, Rauðasandshr., Barð., frá febr. 1977. Var 3 ár í stjórn Iðnnemafél. Suðurn., þar af 2 ár sem formaður Starfaði allmikið í Hjálparsv. skáta í Njarðvík. Í áfengisvarnarn. Njarðvíkurbæjar veturinn 1976-77. Eiginkona 27. júní 1970: Árnheiður Stefanía Guðnadóttir, f. 3. des. 1951. Foreldrar: Guðni Magnússon málari (sjá þar) og s. kona hans Hansína Kristjánsdóttir. Börn: 1) Guðni Hörðdal, f. 23. mars 1969. 2) Jón Hörðdal, f. 5. mars 1971. 3) Samúel Hörðdal, f. 29. ágúst 1972. (1977)

Jónas Ragnarsson húsasmiður, Ásgarði 8, Keflavík. F. 19. sept. 1951 í Keflavík. Foreldrar: Ragnar G. Jónasson slökkvilm. og kona hans Bjarnheiður Hannesdóttir. Albr. Hannesar húsasm. og Hermanns múrara. Gagnfræðaskóli Keflavík 1964-67. Húsasmíðanám hjá Jóni B. Kristinssyni 1970-75. Iðnskóli Keflavíkur 1972-74. Sveinspróf 1975. Verkl. pr. í símsmíði 1970. Vann hjá Landss. Ísl. 1967-70. Stundaði sjó 1970-71. Síðan húsasm. Hefur stundað löggæslu í aukavinnu. Eiginkona 3. júlí 1971: Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 8. maí 1952. Foreldrar: Sigurður R. Guðbrandsson blikksm. (sjá þar) og kona hans Sigríður Einarsdóttir. Barn: Sigríður R., f. 27. mars 1972. (1977)

Jónatan Ingimarsson netagerðarmaður, Hátúni 8, Keflavík. F. 30. sept. 1954 í Keflavík. Foreldrar: Ingimar Þórðarson, f. 14. sept. 1923 að Ysta-Gili, Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, og kona hans Elinrós Jónsdóttir, f. 23. mars 1928 í Keflavík. Föðurforeldrar: Þórður Jósepsson bóndi og kona hans Kristín Gróa Þorfinnsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Eyjólfsson útvegsbóndi og kona hans Guðfinna Sesselja Benediktsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1968-71. Lærði netag. hjá Jóni Eggertssyni, Keflavík, 1973-76. Jón og Jónatan eru systrasynir. Ókv. (1978)

Jónatan Ægir Sigurjónsson bifvélavirki, Birkiteigi 33, Keflavík. F. 27. nóv. 1946 í Hafnarf. Foreldrar: Sigurjón Ólafsson vitav. og kona hans Sigfríður Pálína Konráðsdóttir. Albr. Konráðs bifvv. (sjá þar). Barnaskóli Hafnahr. og Grindavíkur 1953-60. Flensborg 1960-61. Verkl. sveinspróf í bifvv. skv. ráðuneytisleyfi 1977. Hafði unnið við iðnina í 12 ár. Sjóm. 1961-64. Bílaverkst. Björns Óskarssonar 1964-72. Á bílaverkst. Varnarliðsins síðan 1972 að undanskildum 7 mán. árið 1972 er hann vann hjá Í. A. V. Eiginkona 16. mars 1968: Sigrún Pétursdóttir, f. 12. jan. 1951. Foreldrar: Pétur Pétursson sjómaður og Þóranna Kristín Erlendsdóttir verkak. Börn: 1) Þóranna Kolbrún, f. 26. júlí 1968. 2) Ásdís, f. 27. ágúst 1973. (1978)

Jórunn Jóhanna Þórðardóttir kjólasaumakona, Byggðarholti 22, Mosfellssveit. F. 16. ágúst 1947 í Garði. Foreldrar: Þórður Jörgensson sjómaður, f. 1909 að Þurá, Ölfusi, og kona hans Sveinbjörg R. Sveinbjörnsdóttir, f. 1915 að Eiði, Gerðahr. (systir Ársæls múrara). Föðurforeldrar: Jörgen Björnsson bóndi og kona hans Anna Bjarnadóttir. Móðurforeldrar: Sveinbjörn Ívarsson sjómaður og kona hans Halldóra Sigvaldadóttir. Jórunn er systir Ólafs Eiríks húsasm. og Hafliða rafv. Gagnfræðaskóli verkn. Reykjavík 1962-64. Nám í kjólasaumi hjá Gyðu Árnadóttur, Reykjavík, 1966-69. Iðnsk. Reykjavík sama ár. (1. og 3. b. utan skóla). Sveinspróf 1969. Eiginmaður 14. des. 1974: Friðbjörn Friðbjörnsson vélstj., f. 31. des. 1949. Foreldrar: Friðbjörn Friðbjörnsson og kona hans Aðalheiður Ámadóttir. Börn: 1) Unnar Már, f. 14. des. 1968. 2) Friðbjörn, f. 29. sept. 1975. (1977)

Jósef Ófeigur Jóhannsson pípulm., Keflavík. F. 29. des. 1924 að Ósi, Austur-Húnavatnssýslu Foreldrar: Jóhann Jósefsson bóndi, f. 21. jan. 1892 í Eyjakoti, Austur-Húnavatnssýslu, og kona hans Rebekka Guðmundsdóttir, f. 21. ágúst 1895 í Víkum, Austur-Húnavatnssýslu, d. 30. sept. 1959. Föðurforeldrar: Jósef Jóhannsson og Kristín Lilja Sölvadóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Guðmundsson verkam. og kona hans Guðlaug Einarsdóttir. Barnaskóli Syðri-Ey, Austur-Húnavatnssýslu Verkl. sveinspróf í Keflavík 1979 með leyfi menntmrn. Var vinnum. á tveim bæjum í Austur-Húnavatnssýslu 1938-43. Verkam. og sjómaður 1943-52. Hefur síðan unnið hjá Varnarl. á Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 22. okt. 1955: María Guðbjörg Jónsdóttir, f. 8. des. 1925. Foreldrar: Jón Bergsteinn Pétursson skósmm. og kona hans Jóna Gísladóttir. Börn: 1) Jóhann Ósland, f. 23. febr. 1957, verslm. 2) Guðlaugur Smári, f. 23. sept. 1959, verkam. 3) Bergsteinn Ingi, f. 29. nóv. 1961, verkam.
(1980)

Júlíus Baldursson málari, Tjarnargötu 14, Keflavík. F. 1. júlí 1952 í Reykjavík. Foreldrar: Baldur Þórir Júlíusson bifreftirlm., f. 15. okt. 1919 á Dalv., og kona hans Margrét Hannesdóttir, f. 27. des. 1921 í Keflavík. Föðurforeldrar: Júlíus Björnsson útgm. og kona hans Jónína Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Hannes Einarsson verkam. og kona hans Arnbjörg Sigurðardóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1965-69. Málaranám hjá Kristni Guðmundssyni, Keflavík, 1969-73. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1974 í Keflavík. Hefur síðan unnið við málarast. og bílamálun hjá Kr. Guðmundssyni & Co. og Birgi Guðnasyni. Hefur síðasta ár rekið bílasprautun ásamt Jóni Sigurðssyni. Eiginkona 28. maí 1977: Brynja Kristjánsdóttir, f. 11. mars 1956. Foreldrar: Kristján Pétursson deildarstj. Tollg. á Keflavíkurflugvelli og fyrri kona hans Sigríður Kristinsdóttir skrifstst. Barn: Baldur Þórir, f. 3. apríl 1973. (1977)

Júlíus Eggertsson múrari, Sólvallagötu 6, Keflavík. F. 12. júlí 1904 að Hávarðsst., Leirársv., Borg. Foreldrar: Eggert Ólafsson bóndi þar, f. 14. mars 1868 að Kópareykjum, Reykholtsdal, d. 26. febr. 1934, og kona hans Halldóra Jónsdóttir, f. 16. júní 1865 að Skáney, d. 30. sept. 1948. Föðurforeldrar: Ólafur Jónsson bóndi og kona hans Þuríður Þorsteinsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Hannesson bóndi að Skáney og kona hans Ingiríður Einarsdóttir. Vann algeng störf til sjós og lands í æsku. Flutti til Keflavíkur 1924. Fór að vinna við múrverk hjá Trausta Haraldssyni 1939. Fékk meistararéttindi í múrsmíði með ráðherraúrskurði 1951. Er núhúsv. ábifrverkst. S. B. K. Eiginkona 7. jan. 1934: Guðrún Bergmann, f. 27. okt. 1908. Foreldrar: Stefán K, Bergmann ljósm. og bílaútgm. og kona hans Guðlaug Bergsteinsdóttir. Börn: 1) Guðlaug Bergmann, f. 29. jan. 1936, eiginmaður Valgeir Helgason málari og bifrstj. (sjá þar). 2) Guðmundur Rúnar, f. 13.apr. 1945, hljóðfæraleikari, eiginkona María Baldursdóttir hárgrk. (sjá þar). 3) Ólafur Eggert, f. 11. júlí 1951, eiginkona Svanlaug Jónsdóttir. (1978)

Júlíus Helgi Einarsson múrari, Holtsgötu 24, Sandgerði. F. 8. ágúst 1957 í Reykjavík. Foreldrar: Einar Júlíusson bifrstj., f. 29. des. 1919, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir, f. 23. maí 1920. Föðurforeldrar: Júlíus Helgason útvegsbóndi og kona hans Agnes Ingimundardóttir. Móðurforeldrar: Jón Guðmundur Jónsson vélstj. og kona hans Guðlaug Runólfsdóttir. Héraðssk. að Núpi, Dýraf., 1971-73. Lærði múrsmíði hjá Óla Þór Hjaltasyni 1973-77. Iðnskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1977 í Keflavík. Vann hjá Dverghömrum sf. 1977. Vinnur nú hjá Múraranum sf., Keflavík. Í stjórn Múrarafél. Suðurn. 1978. Eiginkona 22. okt. 1977: Sveinbjörg Eydís Eiríksdóttir, f. 5. apríl 1957. Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Guðrún Lárusdóttir. Barn: Einar, f. 11. júlí 1977. (1978)

Júlíus Guðfinnur Rafnsson plötusmiður, Klapparstíg 11, Ytri-Njarðvík. F. 10. maí 1947 í Innri-Njarðvík. Foreldrar: Rafn A. Pétursson skipasm. (sjá þar) og kona hans Karolína Júlíusdóttir. Héraðssk. að Núpi, Dýraf., 1961 -63. Nám í plötusm. í skipasmst. Stálvík í Garðahr. 1963-66. Lauk námi hjá Sverre Stengrimsen, Keflavík, 1968. Iðnsk. Reykjavík 1963-67. Sveinspróf 1968 í Keflavík. Vann í skipasmst. Marselíusar Bernharðssonar á Ísaf. sumarið 1968. Vélaverkst. Sig. Sveinbjörnssonar 1968-69. J. P. K. 1969-73. Hefur síðan stundað fiskverkun ásamt föður sínum. Í stjórn knattspyrnudeildar U. M. F. N. 1970-71. í stjórn Járniðnmfél. Suðurn. frá 1970. í stjórn Sjálfstfél. Njarðvíkingur frá 1970. Eiginkona 24. ágúst 1968: Guðrún Greipsdóttir, f. 8. okt. 1944. Foreldrar: Greipur Þ. Guðbjartsson kaupm. á Flateyri og kona hans Guðfinna Hinriksdóttir. Börn: 1) Karolína, f. 7. ágúst 1968. 2) Greipur Þorbergur, f. 16. júni 1974. 3) Rafn Alexander, f. 12. júní 1976. (1978)

Júlíus Jósep Steingrímsson rafvirki, Selfossi. F. 29. ágúst 1910 í Reykjavík. Foreldrar: Steingrímur Jóhannsson sjómaður og bóndi, síðast verkam., f. 1880 í Götu í Landssv., Rang., d. 1944, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir, f. 1875 að Skjaldarkoti, Vatnslstr., Gull, d. 1970. Föðurforeldrar: Jóhann Jónsson bóndi í Götu, síðar verslm. á Eyrarbakka, og ráðsk. h. Margrét Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Eiríkur Ívarsson útvegsbóndi að Skjaldarkoti og kona hans Elín Tómasdóttir, fædd Zoéga, frá Akran. Flensborg 1924-27. Rafv. hjá Júlíusi Björnssyni, Reykjavík, 1930-34. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf Ísaf. 1934. Rafmdeild Vélsk. í Reykjavík 1935-36 og 1937-38. Lokapr. 1938. Vann sem sveinn hjá Páli Einarssyni á Ísaf. 1934-35. Við setningu tækja og búnaðar Ljósafossvirkjunar 1936-37. Rafmagn hf., Reykjavík, 1938-42. Fluttist þá til Keflavíkur og stofnaði rafmagnsvinnust. Geisla ásamt Pétri Geirdal. Varð rafvstj. í Keflavík 1948 og seldi þá sinn hluta stofunnar Guðbirni Guðmundssyni. Arið 1958 réðist hann til Rafv. Self. til umsj. og eftirlst. í Árnes- og Rangárvallas. og stundar þau enn. Ókv. (1972)