Garðar Oddgeirsson rafvirki, Hringbraut 80, Keflavík. F. 27. mars 1941 á Þórsh. á Langan. Foreldrar: Oddgeir Pétursson, f. 5. júlí 1914 á Hallgilsst, N.-Þing. (vinnur við framleiðslu á hausingavélum sem hann hefur sjálfur fundið upp), og kona hans Þórhildur Valdimarsdóttir, f. 16. september 1915. Búa í Keflavík. Föðurforeldrar: Pétur Metúsalemsson bóndi, Höfnum, N.-Þing, og kona hans Sigríður Friðriksdóttir. Móðurforeldrar: Valdimar Jónatansson bóndi. Gunnólfsvík, og kona hans Sigríður Jónasdóttir. Próf úr 3. bekk Menntask. Reykjavík 1959. Nám í rafv. hjá Kristni Björnssyni, Keflavík, 1959-63. Iðnskóli í Keflavík. Lauk þar prófi 1961. Sveinspróf í Reykjavík 1963. Próf úr rafmagnsdeild Vélsk. 1964. Vann í frystih. á sumrin milli skólatíma og fyrir iðnnám. Vann hjá Hreini Sveinssyni rafv. á Vopnaf. sumarið 1964. Aftur hjá Kristni Björnssyni 1964-68. Síðan hjá Varnarliðinu, deildarstj. Kenndi rafmagnsfr. við Iðnskóli Keflavíkur 1969-78. Hefur séð um frímerkjakl. á vegum Æskulýðsráðs Keflavíkur. Var í áfengisvarnarn. Keflavíkur. Í stjórn K. F. K. og hefur setið í mörg ár í stjórn Í. B. K., formaður þess síðan 1978. Hefur lengi tekið virkan þátt í starfi og stjórnun Skákfél. Suðurn. Í sundráði Keflavíkur. Eiginkona 23. apríl 1964: Helga Gunnlaugsdóttir, f. 28. júlí 1938. Foreldrar: Gunnlaugur Jónsson bóndi, Felli. Vopnaf., og kona hans Björg Jónsdóttir, d. 10. júlí 1964. Börn: 1) Oddgeir, f. 26. október 1966. 2) Björg, f. 12. júní 1969. (1980)

Garðar Pétursson rafvirki, Elliðavöllum 11, Keflavík. F. 25. júní 1928 í Hafnardal, Nauteyrarhr., N.-Ís. Foreldrar: Pétur Pálsson bóndi þar, f. 1886 að Prestbakka, Strand., d. 4. maí 1966, og 2. kona hans Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1895 að Grafargili, Önundarf., d. 1938. Föðurforeldrar: Páll Ólafsson, f. 1850, d. 1928, prestur og alþm. í Vatnsf., og kona hans Arndís Pétursdóttir Eggerz, f. 1858, d. 1937. Móðurforeldrar: Guðmundur Hallgrímsson bóndi og seinni kona hans Guðrún Friðriksdóttir. í rafv. hjá Þórarni Helgasyni rafvm. á Ísaf. 1946-50. Iðnskóli Ísaf. Sveinspróf á Ísaf. 1950. Vann að iðn sinni á Ísaf. 1946-54. Í Keflavík 1954-57. Á Keflavíkurflugvelli hjá R. V. K. síðan 1958. Í stjórn R. V. K. hf. 1963-68. Í stjórn gluggaverksm. Ramma 1968-71. formaður Sjálfstfél. Keflavíkur 1969-70. í stjórn Lionskl. Keflavíkur 1970-71. formaður Sundhallarn. Keflavíkur 1970 og síðan. Starfaði að íþróttamálum í Keflavík 1956-63. Eiginkona 14. október 1951: Kristín Svava Agnarsdóttir, f. 14. október 1928. Foreldrar: Agnar Guðmundsson skipstj. og kona hans Margrét Sigmundsdóttir. Börn: 1) Svavar Garðar, f. 8. nóvember 1955. 2) Agnes Margrét, f. 8. júlí 1959.  (1978)

Geirmundur Sigvaldason húsasmiður, Keflavík. F. 15. október 1953 í Reykjavík. Foreldrar: Sigvaldi Guðni Jónsson verkamaður., f. 17. október 1932 í Keflavík, og kona hans Erna Geirmundsdóttir, f. 28. maí 1934 í Garði. Föðurforeldrar: Jón Jónsson útvegsbóndi frá Stapakoti og seinni kona hans Ragnhildur Helga Egilsdóttir. Móðurforeldrar: Geirmundur Þorbergsson skipstj. og kona hans Valgerður Ingimundardóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1966-70. Lærði húsasmíði hjá Gunnari Guðmundssyni, Keflavík, 1974-78. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1978 í Keflavík. Hefur unnið síðan hjá Dverghömrum sf. Eiginkona 21. júní 1975: Ásdís Gunnarsdóttir, f. 22. maí 1953. Foreldrar: Gunnar Guðmundsson húsasm., Keflavík, og kona hans Hulda Elsa Gestsdóttir. Börn: 1) Sigríður Erna, f. 16. nóvember 1973. 2) Gunnar Gestur, f. 13. mars 1977. (1979)

Georg Ragnar Árnason vélvirki. F. 1. október 1946 á Sigluf. Foreldrar: Árni Indriði Vigfússon vélvirki, f. 3. desember 1921 á Húsav., og kona hans Ásta Kristinsdóttir, f. 4. janúar 1924 á Sigluf. Föðurforeldrar: Vigfús Vigfússon járnsm. og múrari og Katrín Þórarinsdóttir. Móðurforeldrar: Kristinn Bessason netagm. og bátaform. og kona hans Ingiríður Ásgrímsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1959-63. Vélv. í Vélsm. Njarðvíkur 1963-67. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1967. Vélskóli Íslands4. stig 1970. Starfaði í Vélsm. Njarðvíkur sumrin 1967 og 1970. Í Vélsm. Ol. Olsen sumrin 1968 og 1969. Hjá Birni og Halldóri, Reykjavík, til nóvember 1971, en hefur síðan unnið í Áburðarverksm. sem verkstjóri í stjórn Vélstjórafél. Ísl. fyrir landvélstj. síðan 1974. Eiginkona 17. október 1970: Hrafnhildur Jónsdóttir, f. 19. febrúar 1949. Foreldrar: Jón Karlsson sjómaður og kona hans Guðríður Sigurjónsdóttir. Börn: 1) Vala, f. 19. maí 1972. 2) Árni, f. 14. ágúst 1976. (Vélstjóratal 1972)

Georg Steindór Sigurz Elíasson prentari, Greniteig 11, Keflavík. F. 18. júlí 1937 á Akranesi. Foreldrar: Elías Níelsson verkamaður., f. 1896 í Háholti á Miðnesi, d. 1978, og kona hans Klara Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 17. júní 1899 á Akranesi., d. 1969. Föðurforeldrar: Níels Símonarson og Rannveig Magnúsdóttir. Móðurforeldrar: Sigurður Jörundsson og kona hans Salvör Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Akran. 1950-54. Iðnskóli Akran. 1954-55. Prentnám í Prentverki Akran. 1954-58. Sveinspróf 1958 í Reykjavík. Vann hjá Prentv. Akran. 1954-70. Grágás, Keflavík, 1970-75. Varnarliðinu Keflavíkurflugvelli 1975-76. Hverfiprent, Reykjavík, frá 1976. Eiginkona 29. október 1960: Júlíana Fanney Sigurðardóttir, f. 25. ágúst 1941. Foreldrar: Sigurður Sveinn Sigurjónsson sjómaður og Ósk Dagóbertsdóttir. Börn: 1) Hulda Björk, f. 21. mars 1960.2) Elías, f. 25. maí 1962.3) Georg Hafsteinn, f. 10. desember 1966. (1978)

Georg Viðar Hannah úrsmiður, Baugholti 20, Keflavík. F. 26. september 1945 í Reykjavík. Foreldrar: Georg Eggert Hannah úrsmm., f. í Kanada 1916, og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 1922 á Hólmav. Föðurforeldrar: Georg Vinton Hannah bankastj. og Hulda Laxdal. Móðurfor.: Guðmundur Bergmann sjómaður og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Reykjavík 1961. Úrsmíðanám hjá Eggert Hannah 1963-66. Iðnskóli Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1968 í Reykjavík. Vann hjá Landssíma Ísl. 1961-63. Við eigið fyrirtæki í Keflavík síðan 1968. Rotaryfél. 1977. Eiginkona 9. júní 1968: Eygló Geirdal Gísladóttir, f. 18. janúar 1944. Foreldrar: Gísli Sigurðsson verkstjóri og kona hans Freyja Geirdal. Börn: 1) Georg Eggert, f. 29. apríl 1969. 2) Rúnar Ingi, f. 14. ágúst 1970. 3) Viðar Ágúst, f. 17. ágúst 1977. (1978)

Ingvar Georg Ormsson vélvirki, Íshússtíg 3, Keflavík. F. 11. ágúst 1922 í Reykjavík. Foreldrar: Ormur Ormsson rafvm., f. 4. mars 1891 að Efri-Ey í Meðallandi, og kona hans Helga Kristmundsdóttir, f. 19. desember 1896 í Vestm. Föðurforeldrar: Ormur Sverrisson bóndi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Kristmundur Ámason verkamaður. og Þóra Einarsdóttir. Georg er bróðir Guðjóns rafv. og Sveins húsasm. Nám í vélvirkjun í Vélsm. Jötni, Reykjavík, 1944-46, og síðar hjá Héðni 1946-48. Iðnskóli sama ár. í Reykjavík. Sveinspróf 1948. Hefur síðan að mestu unnið sjálfstætt við bifvv. Eiginkona 26. desember 1948: Ágústa Randrup, f. 11. október 1927 í Hafnarf. Foreldrar: Emil Randrup málaram. og kona hans Ögn Guðmundsdóttir. Börn: 1) Ormur Þór, f. 3. júlí 1949, vélvirki, eiginkona Valgerður Einarsdóttir. 2) Ólafur, f. 16. nóvember 1953, járniðnaðarm., eiginkona Sigurjóna Hauksdóttir. 3) Emil Ágúst, f. 21. janúar 1955, slökkviliðsm., eiginkona Ásta Gunnarsdóttir. 4) Sigríður Helga, f. 27. nóvember 1959. 5) Agnes Fjóla, f. 31. desember 1962. 6) Ingvar Georg, f. 17. apríl 1968. Kjörsonur: Örn W. R., f. 15. janúar 1945. (1978)

Gestur Ágúst Bjarnason rennismiður, Háaleiti 30, Keflavík. F. 12. ágúst 1943 í Holti, Ytri-Njarðvík. Foreldrar: Bjarni Össurarson glersali, f. 24. nóvember 1914 í Haukadal, Dýraf., og Ólöf Pálsdóttir, f. 9. nóvember 1909 í Akurhúsum, Grindavík. Föðurforeldrar: Össur Kristjánsson búfr. og kona hans Jófríður Gestsdóttir. Móðurforeldrar: Páll Magnússon útvegsbóndi, Grindavík, og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1956-59. Iðnskóli Keflavíkur 1961-65. Nám í rennism. í Vélsm. Óðni, meistari Brynjar Þórðarson, 1961-66. Sveinspróf 1966. Vann á Keflavíkurflugvelli 1960-62 á smurst. o. fl. Vann hjá F. Í. B. 1967. Á Bifrverkst. B. G. 1968-69. Hefur síðan unnið sjálfstætt við bílaviðg. í Njarðvík. Eiginkona 20. nóvember 1965: Sigríður Guðrún Birgisdóttir, f. 11. mars 1948. Foreldrar: Birgir Valdemarsson rafvm. og kona hans Ásdís Vigfúsdóttir. Börn: 1) Bjarni, f. 9. maí 1966. 2) Ásdís,f. 15.febr. 1971. (1978)

Gísli Brynjólfsson húsasmiður, Vallargötu 24, Keflavík. F. 2. október 1903 á Kálfsstöðum, V.-Landeyjum, Rang., d. 24. október 1977. Foreldrar: Brynjólfur Gíslason bóndi, f. 3. desember 1872 í Sigluvík, V.-Land., d. 31. desember 1931, og kona hans Margrét Bjarnadóttir, f. 5. desember 1874, d. 17. september 1957. Föðurforeldrar: Gísli Eyjólfsson bóndi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Bjarni Magnússon bóndi og kona hans Gróa Bjarnadóttir. Lærði húsasm. hjá Magnúsi Isleifssyni í Vestm. 1943-47. Iðnskóli Vestm. Sveinspróf 1947. Meistari 1950. Eiginkona 8. apríl 1944: Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 14. ágúst 1899. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson verkamaður. og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. (1977)

Gísli Grétarsson skipasmiður, Keflavík. F. 21. júní 1958 í Keflavík. Foreldrar: Grétar Gíslason, f. 20. september 1926, d. 8. apríl 1959, og Sveinbjörg Kristinsdóttir, f. 27. janúar 1922. Föðurforeldrar: Gísli Einarsson pípulm. og Halldóra Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Kristinn Gíslason verkstjóri og Júlia Tómasdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1971-75. Lærði skipasm. í Dráttarbr. Keflavíkur 1976-79. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Eiginkona 26. maí 1979: Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, f. 19. mars 1959. Foreldrar: Jóhannes Hleiðar Snorrason framkvstj. Njarðvík, og kona hans Helga Egilsdóttir. Barn: Jóhannes Hleiðar, f. 16. janúar 1979. (1980)

Gísli Guðmundsson húsasmiður, Birkiteig 30, Keflavík. F. 4. mars 1951 í Keflavík. Foreldrar: Guðmundur Gíslason verkamaður., f. 15. júlí 1908 í Ólafsv., og kona hans Guðrún Sigmundsdóttir, f. 9. maí 1913 á Mel í Hraunhr., Mýr. Föðurforeldrar: Gísli Magnússon sjómaður í Ólafsv. oe kona hans Anna Sigríður Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Sigmundur Guðmundsson bóndi og verkamaður. og kona hans Soffía Kristjánsdóttir. Lærði húsasm. hjá Þórarni Ólafssyni og Braga Pálssyni 1967-71. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1971. Hefur síðan unnið að iðn sinni í Keflavík og Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 6. nóvember 1976: Ingibjörg Jónsdóttir, f. 26. nóvember 1955. Foreldrar: Jón Arinbjörnsson verkamaður. og kona hans Oddný Valdimarsdóttir. (1978)

Gísli Guðfríður Guðmundsson rafvirki, Hvalsnesi, Miðneshreppi. F. 12. mars 1904 að Klapparkoti við Fuglavík, Miðneshr., d. 8. september 1979. Foreldrar: Gróa Bjarney Einarsdóttir, f. að Hópi í Grindavík, 6. nóvember 1873, d. 5. desember 1936, og s. m. h. Guðmundur Gíslason bóndi og sjómaður, f. 9. febrúar 1868 að Oddakoti í A.-Landeyjum, Rang., d. 24. september 1939. Föðurforeldrar: Gísli Eyjólfsson sjómaður, Nyrðra-Tjarnarkoti, Miðnesi, og kona hans Málfríður Ísleiksdóttir. Móðurforeldrar: Einar Jónsson bóndi og sjómaður, síðast í Endagerði, Miðneshr., og kona hans Sigríður Ísleifsdóttir. Gísli er albr. Sigurðar R. pípulm. Hann og Guðm. Björgvin Jónsson eru systkinasynir. Lærði rafv. hjá Sveini Aðalsteini Gíslasyni, Sandgerði, 1947-51. Iðnskóli Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1951 í Reykjavík. Vélstjnámsk. í Keflavík 1925. Stundaði sjó ýmist á opnum skipum eða vélbátum frá Fuglavík, Stafnesi og Sandgerði 1921-31. Einnig frá Vestm. og Sigluf. Vélstjóri frá 1929-31. Þá veikindatímabil með dvöl á Vífilsst. Var að mestu frá vinnu til 1938. Fór þá að vinna ýmis störf heima og heiman, til 1947 að hann fór í iðnnám. Vann hjá Aðalsteini áfram til 1955 að hann fékk meistarabréf og löggildingu og fór að starfa sjálfstætt. Réðst til Rafv. Miðneshr. í ársbyrjun 1957, var þar til ársloka 1971 að heilsan bilaði. Vinnur nú dálítið við bókband. Safnaðarfulltr. fyrir Hvalsnessöfnuð frá 1942. í Ungmennafél. Miðn. fyrr á tíð, í Slysavarnad. Sigurvon frá upphafi, gjaldkeri hennar um nokkurt skeið, í hreppsnefnd í 4 ár, ritari Búnaðarfél. Miðneshr., heiðursfél. Slysavarnafél. Ísl. 1968. Eiginkona 3. ágúst 1935: Guðrún Sigurrós Pálsdóttir, f. 18. desember 1900. Foreldrar: Páll Magnússon útvegsbóndi og kona hans Guðlaug Eyjólfsdóttir. Börn: 1) Guðlaug, f. 22. nóvember 1935, eiginmaður Tómas Grétar Ólason verktaki með þungavinnuv. 2) Iðunn Gróa, f. 12. október 1943. m. Hjálmtýr Guðmundsson (vinnur við tölvubókhald).

Gísli Kristján Guðmundsson skipasmiður. F. 29. janúar 1915 að Glæsistöðum, V.-Landeyjum, Rang., d. 22. ágúst 1971. Foreldrar: Guðmundur Gíslason, f. 16. nóvember 1869 í Sigluvík, V.-Land., d. 13. desember 1942, og kona hans Sigríður Bjarnadóttir, f. 28. apríl 1876 í Herdísarvík, d. 3. október 1916 að Glæsistöðum. Föðurforeldrar: Gísli Eyjólfsson bóndi, f. í Sigluvík, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir ljósm. Móðurforeldrar: Bjarni Hannesson, f. í Herdísarvík, og kona hans Solveig Eyjólfsdóttir. Gísli Guðmundsson og Gísli Brynjólfsson húsasm. voru bræðrasynir. Lærði skipasm. hjá P. Wigelund í Keflavík. Lauk námi 1939. Vann lengstum við trésm., þó einnig bílaviðg. Um árabil hjá Í. A. V., Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 1940: Þórunn W. Guðjónsdóttir, f. 2. febrúar 1918. Foreldrar: Guðjón Guðmundsson sjómaður og kona hans Elísabet Pétursdóttir. Skildu 1950. Börn: 1) Guðmundur, f. 19. janúar 1941, bankafulltrúi, eiginkona Erla Sigurjónsdóttir. 2) Garðar, f. 14. apríl 1942, tannlæknir, eiginkona Nína Valgerður Kristjánsdóttir. 3) Erna, f. 18. október 1944, hárgrk., eiginmaður Benedikt Björgvinsson prentari. 4) Hannes, f. 1. apríl 1946, vélsm., eiginkona Þorgerður Sigurvinsdóttir.  (1976)

Gísli Wium Hansson múrari, Holtsgötu 12, Sandgerði. F. 10. mars 1941 á Mjóaf., S.-Múl. Foreldrar: Hans Guðmundsson Wium bóndi, f. 1894 í Mjóaf., og kona hans Anna Ingigerður Jónsdóttir, f. 1908 að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Föðurforeldrar: Guðmundur Hansson Wium bóndi og kona hans Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Mikaelsson bóndi og Arnfríður Eðvaldsdóttir. Lærði múraraiðn hjá Óskari Guðjónssyni, Sandgerði, 1965-69. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1969 í Keflavík. Hefur síðan stundað iðn sína á Suðurn. Hefur verið fulltr. á múrarasambþingum frá stofnun þess. í áfengisvarnarn. Miðneshr. Eiginkona 18. nóvember 1967: Sigurlína Sveinsdóttir, f. 29. desember 1946. Foreldrar: Sveinn Einarsson bóndi og Svanhildur Sigríður Valdimarsdóttir. Börn: 1) Sveinn Hans, f. 30. ágúst 1965. 2) Jónína Sigurlaug, f. 13. febrúar 1969. (1977)

Gísli Ólafsson pípulagningamaður, Keflavík. F. 25. mars 1958 í Hafnarf. Foreldrar: Ólafur Erlingsson pípulm. (sjá þar) og kona hans Sigríður Rósinkarsdóttir. Héraðssk. að Reykjan. við Ísafjdj. 1972-75. Lærði pípul. hjá föður sínum 1976-79. Fjölbrautarskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Vann sveitastörf í Ölfusi 1970- 71. í frystih. í Garði 1972-75. Eiginkona 24. mars 1979: Jóhanna Harðardóttir, f. 24. september 1959. Foreldrar: Hörður Vilhjálmsson sendibílstj. og Kristín Pálmadóttir. Barn: Kristín Ingunn. f. 4. október 1979. (1979)

Gísli Sigurðsson járnsmiður, Keflavík. F. 9. mars 1886 á Hvaleyri við Hafnarfjörð, d. 3. maí 1967. Foreldrar: Sigurður Gíslason járnsmiður og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir. Var vélamaður á bátum og stundaði jafnframt vélaviðgerðir og aðra járnsmíði, fyrst með föður sínum og síðar sjálfstætt og tók við af honum með vélaviðgerðir o. fl., stundaði það eingöngu á seinni árum. Fékk meistarabréf 1937. Eiginkona 1907: Margrét Ragnheiður Jónsdóttir, f. 6. júlí 1880 á Hóli, Skaga, d. 29. janúar 1963. Foreldrar: Jón Benjamínsson bóndi þar og kona hans Sigríður Símonardóttir. Börn: 1) Símon Guðlaugur, f. 27. desember 1909, d. 13. apríl 1967, vélstj. Þríkvæntur. Eiginkona (1): Elísabet Halldórsdóttir. Eiginkona (2): Arnborg Ó. Jónsdóttir. Eiginkona (3): Emilía Davíðsdóttir. 2) Sigurður bifvélavirki. 3) Jónína Sigríður, f. 10. ágúst 1912, býr með Ólafi Finnbogasyni. 4) Guðrún Helga, f. 27. desember 1913, eiginmaður Guðmundur Ingimundarson. 5) Margrét Friðbjörg, f. 18. júlí 1915. 6) Jón, f. 12. maí 1917, d. 5. maí 1920. 7) Jóhanna, f. 8. júlí 1918, d. 16. júní 1972, eiginmaður Rúnar Marteinsson. 8) Sigurlaug, f. 25. september 1920, eiginmaður Björn Símonarson.

Gísli Sigurðsson bakari, Hafnargötu 38, Keflavík. F. 26. desember 1953 í Keflavík. Foreldrar: Sigurður Gíslason bifvv. og kona hans Sigurlaug Anna Hallmannsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1966-70. Iðnskóli Keflavíkur 1970-72. Bakaranám hjá Ragnari Eðvaldssyni í Ragnarsbakaríi 1970-74. Sveinspróf 1974. Hefur síðan unnið á sama stað. Eiginkona 23. ágúst 1976: Árný Dalrós Njálsdóttir, f. 11. júní 1957. Foreldrar: Njáll Trausti Þórðarson verkamaður. og kona hans Kolfinna Árnadóttir. Börn: 1) Njáll Trausti, f. 3. ágúst 1976. 2) Sigurður, f. 6. janúar 1979. (1980)

Gísli Sveinsson rafvirki. F. 15. janúar 1943 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Aðalsteinn Gíslason rafvstj. í Sandgerði og kona hans Guðbjörg Hulda Guðmundsdóttir. Héraðssk. á Laugarv. 1956-57. Rafvirkjanám hjá föður sínum 1959-63. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1965 í Reykjavík. Starfaði hjá föður sínum til dánardags. Starfaði í björgunarsv. Slysavarnad. Sigurvonar og slökkviliðinu í Sandgerði og Lionsklúbb Sandgerðis. Eiginkona 21. maí 1966: Ingibjörg Björgvinsdóttir. Foreldrar: Björgvin Guðjónsson verkamaður. og kona hans Ragnheiður Ólafsdóttir. Börn: 1) Kolbrún, f. 29. mars 1966. 2) Hulda, f. 23. ágúst 1967. Gísli drukknaði er trillubáturinn Ver var keyrður niður 16. maí 1970. (1971)

Gísli Kristján Traustason húsasmiður, Keflavík. F. 24. nóvember 1955 að Skógarnesi, Snæf. Foreldrar: Trausti Skúlason bóndi, f. 1933 í Reykjavík, og kona hans Guðríður Kristjánsdóttir, f. 1933 í Skógarnesi. Föðurforeldrar: Skúli Sveinsson sjómaður og kona hans Hallfríður Ásgeirsdóttir. Móðurforeldrar: Kristján Kristjánsson bóndi í Skógarnesi og kona hans Kristín Sigurðardóttir. Gísli og Skúli og Guðmundur Ásgeirssynir vélvirkjar eru bræðrasynir. Gísli og Skúli R. Þórarinsson eru systkinasynir. Barna- og unglingask. að Söðulsholti og Laugagerðissk., Eyjahr., Snæf., 1964-70. Gagnfræðaskóli að Reykholti, Borg., 1970-72. Lærði húsasm. hjá Jakobi Kristjánssyni 1976-79. Iðnskóli Stykkish. 1972-73. Iðnskóli Keflavíkur 1975. Fjölbrautarskóli Suðurnesja 1979. Sveinspróf 1979. Vann hjá Ösp hf., Stykkishólmi, veturinn 1973. Stjórn þungavinnuv. hjá Ellert Skúlasyni, Njarðvík, 1973-75. Hjá B. V. K. 1976-79. Nú hjá Trésm. hf., Njarðvík. Eiginkona (sambúð) frá 1975: Sigríður Ólafsdóttir, f. 23. apríl 1956. Foreldrar: Ólafur Þorvaldsson pípulm. og kona hans Svanhildur Guðmundsdóttir. Börn: 1) Svanhildur Heiða, f. 27. ágúst 1976. 2) Trausti, f. 19. júní 1978.(1980)

Gottskálk Ólafsson húsasmiður, Þverholti 23, Keflavík. F. 4. desember 1942 að Smiðshúsum, Miðnesi. Foreldrar: Ólafur Vilhjálmsson oddviti, f. 20. febrúar 1897 að Smiðshúsum, og kona hans Þuríður Jónsdóttir, f. 16. júlí 1900 að Hvoli í Ölfusi. Föðurforeldrar: Vilhjálmur Tómasson útvegsbóndi og kona hans Guðný Sæmundsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Björnsson bóndi og kona hans Guðrún Gottskálksdóttir. Héraðssk. á Laugarv. 1957-58. Húsasmíðanám hjá Húnboga Þorleifssyni 1958-62. Iðnskóli Keflavíkur 1. og 2. bekk og Iðnskóli Reykjavík 3. og 4. bekk sama ár. Lauk iðnskpr. 1962. Sveinspróf 1963. Vann áfram hjá meistara til 1965, en fór þá að vinna sjálfstætt og hefur gert það síðan. í júní 1966 hóf hann störf hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli og hefur jafnframt unnið þar síðan. Eiginkona 23. október 1962: Guðlaug Jónína Sigtryggsdóttir, f. 23. júlí 1945 að Framnesi, Keflavík. Foreldrar: Sigtryggur Árnason yfirlögrþj. og kona hans Eyrún Eiríksdóttir. Börn: 1) Elvar, f. 22. febrúar 1963. 2) Ólafur, f. 12. mars 1968. 3) Ásdís Arna, f. 5. nóvember 1975. (1978)

Gísli Grétar Björnsson húsasmiður, Faxabraut 34a, Keflavík. F. 26. október 1947 í Keflavík. Foreldrar: Björn Símonarson bifrstj., f. 16. ágúst 1916, d. 2. febrúar 1964, og kona hans Sigurlaug Gísladóttir, f. 25. september 1920. Föðurforeldrar: Símon Guðmundsson sjómaður og kona hans Halldóra Eyjólfsdóttir. Móðurforeldrar: Gísli Sigurðsson járnsm. (sjá þar) og kona hans Margrét Ragnheiður Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1962-64. Húsasm. hjá Viðari Jónssyni, Keflavík, 1971-75. Iðnskóli Keflavíkur 1968-71. Sveinspróf 1975. Stundaði almenna verkamannav. til 1965, þá hlaðmaður hjá Loftleiðum hf. fram að iðnnámi 1971. Er nú meðeigandi í Tréverki hf. ásamt Viðari Jónssyni. Eiginkona 11. mars 1972: Bryndís Osk Haraldsdóttir, f. 29. febrúar 1952. Foreldrar: Haraldur Pálsson húsasm. og Guðrún Lilja Dagnýsdöttir. Fósturfor.: Þorsteinn Sigurðsson og kona hans Kristjana Steinunn Leifsdóttir, Brúarreykjum, Mýr. Börn: 1) Þorsteinn, f. 24. október 1972. 2) Sigurlaug, f. 8. nóvember 1976. (1977)

Grétar Arnar Ellertsson bifvélavirki, Faxabraut 2, Keflavík. F. 5. október 1942 í Keflavík. Foreldrar: Ellert Þórarinn Hannesson verkstj., f. 14. nóvember 1917 í Keflavík, d. 13. september 1963, og kona hans Ásta Gísladóttir, f. 12. mars 1922. Föðurfor.: Hannes Einarsson sjómaður og verkamaður í Keflavík og kona hans Arnbjörg Sigurðardóttir. Móðurforeldrar: Gísli Einarsson sjómaður og Halldóra Þorsteinsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1954-56. Nám í bifvv. hjá Foss hf. á Húsav. 1961-64. Iðnskóli þars. á. Sveinspróf á Húsav. 1964. Sjóm. 1956-61. Rak bílaverkst. í Keflavík 1968-72. Starfaði síðan á bílaverkst. B. G., Keflavík, 1972-74, við V. W. þjónustu. Fór þá að stunda útg. og starfar enn á því sviði. Gerir út lítinn skuttogara, Bjarna Ásmundar. Eiginkona 5. mars 1961: Elísabet Sigríður Guðnadóttir, f. 20. ágúst 1941. Foreldrar: Guðni Jónsson sjómaður og kona hans Jónína Helgadóttir. Börn: 1) Ásta Elín, f. 21. október 1958, býr með Bjarna Geir Jónssyni. 2) Ásta Jónína, f. 7. febrúar 1960. 3) Guðni, f. 30. apríl 1961. 4) Jóhanna, f. 22. júní 1962. 5) Ellert, f. 10. janúar 1965. (1978)

Grétar Haraldsson húsasmiður, Hlíðarvegi 40, Ytri-Njarðvík. F. 9. október 1935 í Reykjavík. Foreldrar: Haraldur Magnússon Dalhoff málari, f. 5. júlí 1900, d. 19. september 1970, og kona hans Unnur Pétursdóttir, f. 18. september 1915. Skildu. Föðurforeldrar: Magnús Dalhoff gullsmiður og kona hans Gíslína Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Pétur Magnússon sjómaður, Snæf., og Ingveldur Sigurðardóttir. Vann á trésmverkst. Magnúsar Björnssonar, Keflavík, frá 1950. Nám í húsasm. þar 1952-56, meist. M. Björnsson og Leó Árnason. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1957. Hefur síðan stundað húsasm. í Keflavík og Njarðvíkum, nema 1963 er hann dvaldi í Finnlandi og vann þar í trésmverksm. Rauma Repola. Handíða- og myndlistask. 2 vetur. Eiginkona 2. desember 1962: Helli Annikki Koskinen frá Finnlandi, f. 27.okt. 1941. Börn með Guðríði Valgeirsdóttur: 1) Sólrún, f. 19. janúar 1957. 2) Unnur, f. 8. júlí 1958. (1975)

Grétar Magnússon rafvirki, Háteigi 16, Keflavík. F. 7. október 1945 í Keflavík. Foreldrar: Magnús Þór Helgason verkstjóri hjá Keflavíkurbæ, f. 15. ágúst 1918 í Reykjavík, og kona hans Kristín Stefanía Magnúsdóttir, f. 12. mars 1920 að Emmubergi, Skógarströnd, Snæf. Föðurforeldrar: (kjörfor.) Helgi Kristjánsson vélvirki og kona hans Jórunn Einarsdóttir. Móðurfor.: Magnús F. Björnsson járnsm. og kona hans Margrét Níelsdóttir. Grétar er dóttursonur Magnúsar Björnssonar járnsm. og systursonur Björns Magnússonar plötusm., og Guðbrands Magnússonar húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1958-62. Nám í rafv. hjá Þorleifi Sigurþórssyni 1962-66. Iðnskóli Keflavík. 1962-65. Sveinspróf 1967 í Reykjavík. Hefur síðan unnið hjá R. V. K. Lék knattspyrnu í meistarafl. Í. B. K. í 13 ár. Íslandsmeist. fjórum sinnum með liðinu. í knattspyrnuráði síðan 1976. Eiginkona 12. mars 1977: Margrét Borgþórsdóttir flugfr., f. 15. nóvember 1953. Foreldrar: Borgþór Björnsson heildsali og kona hans Inga Erlendsdóttir. Barn: Borgþór, f. 16. október 1977. (1977)

Grímur Sigurgrímsson húsasmiður, Hraunbæ 40, Reykjavík. F. 16. ágúst 1935 í Holti, Stokkseyrarhr., Árn. Foreldrar: Sigurgrímur Jónsson bóndi þar, f. 5. júní 1896 að Holti, og kona hans Unnur Jónsdóttir, f. 6. janúar 1894 að Ishóli í Bárðardal, S.-Þing. Föðurforeldrar: Jón Jónsson bóndi og kona hans Ingibjörg Grímsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Þorkelsson bóndi og kona hans Jóhanna Sigursturludóttir. Lærði húsasm. hjá K. Á, Self., 1954-58. Iðnskóli Self. sama ár. Sveinspróf 1958. Vann hjá K. Á. til 1959, síðan sjálfstætt til 1964. Vann hjá Í. A. V., Keflavíkurflugvelli, 1964-67, Landsvirkjun 1967-69 (eftirlitsst.). Við byggingar í Svíþjóð 1969-72. Rekstrarstj. hjá Olíumöl hf. frá 1972. Eiginkona 28. desember 1957: Elín Frímannsdóttir, f. 26. nóvember 1935. Foreldrar: Frímann Einarsson verkamaður. og Kristín Ólafsdóttir. Börn: 1) Frímann, f. 20. desember 1958. 2) Jón, f. 8. desember 1959.3) Hrafnhildur, f. 13.febr. 1961.4) Ingibjörg, f. 8. nóvember 1964. (1977)

Guðbjartur Daníelsson húsasmiður, Kirkjubraut 35, Njarðvík. F. 18. nóvember 1950 í Vestm. Foreldrar: Daníel Guðmundsson bifrstj., Heinabergi, Þorláksh., f. 14. nóvember 1925, og kona hans Marta Hjartardóttir, f. 30. júní 1926. Föðurforeldrar: Guðmundur Einarsson verkamaður. og Sigríður Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Hjörtur Hjartarson bóndi og kona hans Sólveig Hróbjartsdóttir, Vestm. Bamask. og Gagnfræðaskóli í Vestm. Hlíðardalssk. 1964-65. Iðnskpr. Vestm. 1970. Húsasmíðanám hjá Skæringi Georgssyni, Vestm., 1969-72. Sveinspróf 1972 í Vestm. Hefur síðan unnið við húsasm. hjá Skæringi og síðar hjá Bjarna Aðalsteinssyni, Ytri-Njarðvík. Vinnur nú sjálfstætt. Eiginkona 2. september 1973: Guðmunda Lára Guðmundsdóttir kennari, f. 19. júní 1950. Foreldrar: Guðmundur Oddgeir Jónsson sjómaður og kona hans Þorbjörg Georgsdóttir. Börn: 1) Daníel Fannar, f. 16. desember 1973. 2) Ásgeir Snær, f. 24. maí 1977. (1977)

Guðbjartur Kristján Greipsson húsasmiður, Njarðvík. F. 2. mars 1957 á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldrar: Greipur Þ. Guðbjartsson verslm., f. 14. apríl 1914 á Flateyri, og kona hans Guðfinna Hinriksdóttir, f. 20. febrúar 1920. Föðurforeldrar: Guðbjartur Helgason og kona hans Anna Jóhannsdóttir. Móðurforeldrar: Hinrik Guðmundsson og k. h. Guðrún Eiríksdóttir. Bróðir Guðrúnar, konu Júlíusar Rafnssonar plötusm. Héraðssk. Núpi 1972-73. Iðnskóli Suðurn. 1973-75. Fjölbrautarskóli Suðurnesja 1976-77. Lærði húsasm. hjá Jóni Guðbjartssyni, Flateyri, 1974-79. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Vann hjá Hefli hf., Flateyri, 1974-77. Jakobi og Arnari sf., Njarðvík, 1977-80. formaður Iþrfél. Grettis, Flateyri, 2 ár. Í stjórn Héraðssamb. V.-ís. í 3 ár. Unnusta: Svanhildur B. Jónsdóttir, f. 18. ágúst 1958. (1980)

Guðbjörn Helgi Ásbjörnsson pípulagningamaður, Borgarvegi 42, Njarðvík. F. 31. mars 1946 í Hafnarf. Foreldrar: Ásbjörn Guðmundsson pípulm, f. 12. ágúst 1925, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, f. 27. apríl 1925. (Systir Sigrúnar, konu Ásgeirs Skúlasonar. Guðbjörn er bróðir Sigurðar Vals pípulm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1959-60 og Núpssk., Dýraf., 1960-62. Iðnnám hjá föður sínum 1962-66. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1967. Vann eftir iðnnám hjá Varnarliðinu 1966-67, hjá J. P. K. á Keflavíkurflugvelli 1967-70. Lögrþj. á Keflavíkurflugvelli um tíma. Starfar nú sem verktaki í pípul. Eiginkona 2. apríl 1966: Guðrún Guðmundsdóttir, f. 17. september 1945. Foreldrar: Guðmundur J. Magnússon vélstj., Keflavík, og kona hans Sigurðína I. Jóramsdóttir. Barn: Sigurður, f. 1. febrúar 1966. (1978)

Guðbjörn Herbert Guðmundsson rafvirki, Sóltúni 2, Keflavík. F. 25. júní 1919 á Hellissandi, Snæf. Foreldrar: Guðmundur Guðbjörnsson skipstj., f. 15. október 1894 að Kolbeinsstöðum, Snæf., d. 4. september 1934, og kona hans Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. 2. október 1895 á Hellissandi, Snæf. Föðurforeldrar: Guðbjörn Bjarnason bóndi á Sveinsstöðum í Neshreppi utan Ennis, Snæf., og kona hans Helga Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Ásbjörn Gilsson útvegsbóndi, Hellissandi, og kona hans Hólmfríður Guðmundsdóttir. Guðbjörn er bróðir Ásbjörns pípulm. og Rúnars rafv. Gagnfræðaskóli Flensborgar 1933-36. Iðnskóli Hafnarfj. 1940-43. Rafvirkjanám hjá Guðjóni Guðmundssyni í Rafv. Hafnarfj. 1940 -44. Sveinspróf 1944. Alm. verkamv. við fiskverkun, síldarverkun, vegagerð og sveitastörf til 1939. Hefur unnið hjá Rafveitu Hafnarfj., Kára Þórðarsyni rafvm., Hafnarf., Júlíusi Steingrímssyni og Pétri Geirdal rafvm. í Keflavík og Rafv. Keflavíkur. Verkstj. í Glóa sf., Hafnarf. Hjá Raftækjavinnust. Geisla hf. í Keflavík og meistari þar síðan 1949. Hefur útskrifað yfir 20 nema. Hefur setið í skólan. Iðnskóli Keflavíkur 1960-71 og fulltrúi hans á iðnþingum. Endursk. Landssamb. iðnaðarm. 1970-73. Í stjórn Rafvirkjameistarafél. Suðurn. 1954-69. Í stjórn Rafverktakafél. Keflavíkur 1956-69, stjórnarform. frá 1971-73. Varaform. Iðnaðarmannafél. Suðurn. 1966-73, formaður 1973-75. formaður Innheimtuskrifst. I. S. 1967-71. Í stjórn Lionskl. Keflavíkur 1967-69 og 1971-74. formaður 1973-74. Í stjórn Landssamb. iðnaðarm. 1973-75. Eiginkona 25. maí 1950: Rósa Guðnadóttir, f. 7. september 1918 á Stokkseyri. Foreldrar: Guðni Guðnason skipstj. og kona hans Sigurbjörg Guðlaugsdóttir, Varmalandi, Stokkseyri. Börn: 1) Guðný Sigurbjörg, f. 25. maí 1949, sálfrlektor við Hásk. Ísl., eiginmaður Gísli Pálsson menntaskólakennari. 2) Guðmundur Bjarni, f. 26. nóvember 1952, rafv., eiginkona Guðveig Sigurðardóttir. 3) Björn Herbert, f. 20. janúar 1955, tæknifrnemi. 4) Róbert Þór, f. 7. október 1956, rafv., eiginkona Guðbjörg Irma Jónsdóttir. Börn fyrir hjónaband: 1) Með Ester Jónsdóttur: Guðríður Hjördís, f. 27. júlí 1943, kennari, eiginmaður Karl Grönvold jarðfr. 2) Með Elínu Ólafsdóttur: Gunnar Jóhann, f. 9. nóvember 1944, pípulm., eiginkona Elín Inga Ólafsdóttir. (1978)

Guðbrandur Magnússon húsasmiður. F. 17. júní 1908 á Emmubergi, Skógarströnd, Snæf., d. 5. september 1974. Foreldrar: Magnús Björnsson járnsm. og fyrri kona hans Kristín Stefanía Bjarnadóttir. Albr. Björns Magnússonar plötu- og ketilsm. Kom til Njarðvíkur 1924 og stundaði ýmiss konar vinnu og síðar landvinnu við báta á vertíðum, en smíðar o. fl. á sumrin. Síðar eingöngu smíðar. Byggði nokkur hús í Njarðvíkum. Vann lengi í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Fékk takmörkuð meistararéttindi í húsasm. skv. ákvörðun ráðherra 1950. Eiginkona 9. desember 1933: Hulda Pétursdóttir, f. 8. júlí 1914 á Hellissandi, Snæf. Foreldrar: Pétur Magnússon verkamaður. og kona hans Ingveldur Sigurðardóttir. Börn: 1) Lárus Arnar, f. 22. apríl 1934, bifrstj., eiginkona Anna Margrét Hauksdóttir. 2) Kristín Stefanía, f. 6. janúar 1942, eiginmaður John Haronis, USA. 3) Rúnar Oddur, f. 11. febrúar 1956, eiginkona Ragnheiður Júlíusdóttir. (1978)

Guðfinnur Sigmundsson vélvirki, Lyngholti 19, Keflavík. F. 30. október 1898 að Oddsflöt í Grunnavík, N.-Ís. Foreldrar: Sigmundur Hagalínsson bóndi og sjómaður, f. 21. júni 1854, d. 6. mars 1929, og kona hans Elín Arnórsdóttir, f. 15.maí 1855, d. 18. desember 1933. Barnask. í Grunnav. tvo vetur, barnask. í Hnífsdal tvo vetur. Mótornámsk. í tvo mán. 1923. Vélvnám í Vélsm. Þór á Ísaf. 1937-39. Iðnskóli á Ísaf. sama ár. Sveinspróf þar 1939. Vann alla algenga vinnu í æsku bæði til lands og sjávar til 1926. Hóf þá bifreiðaakstur hjá Bifrst. Ísafj. til 1928. Keypti þá stöðina ásamt öðrum manni og ráku þeir hana í 5 ár. Fór þá að vinna í smiðju á veturna og á síldarbátum á sumrin. Fór í iðnnám 1937. Vann svo áfram í Vélsm. Þór til 1946. Síðan ýmis vinna til 1948. Hóf þá ásamt öðrum rekstur lítils viðgerðarverkst. til 1954. Flutti þá til Keflavíkur og vann hjá Esso í 7 ár. Hjá Í. A. V. í nokkra mán., en s. 1. 15 ár hefur hann starfað hjá Varnarliðinu. Einn af stofnendum Vélstjfél. Ísafj. 1925 og í stjórn þess nokkur ár. Einn af stofnendum Fél. járniðnaðarm. á Ísaf. og í stjórn þess í nokkur ár. Einn af stofnendum Bíleigendafél. Ísafj. og í stjórn þess. Hefur búið með Guðríði Ásgeirsdóttur síðan 1931. Giftust 12. desember 1954. Hún er fædd 6. janúar 1907. Foreldrar: Ásgeir Jónsson vélstj. á Ísaf. og Rebekka Hjaltadóttir. Börn: 1) Beck, f. 4. júní 1934, d. í ágúst 1935. 2) Rebekka Elín, f. 14. maí 1937, eiginmaður Kristján Einarsson flugumfstj., Keflavíkurflugvelli. 3) Karl Reynir, f. 17. september 1938, vélstj. og húsasm., eiginkona Hafdís Jónsdóttir. 4) Guðlaugur Valgeir, f. 15. apríl 1940, vélstj. og flugv., eiginkona Ásdís Sveinsdóttir (dóttir Sveins Aðalsteins Gíslasonar rafvstj. í Sandgerði). Búa í Luxemburg. (1976)

Magnús Guðjón Guðjónsson hárskeri. F. 31. desember 1907 í Sjólyst, Vestm., d. 24. júní 1956. Foreldrar: Guðjón Júlíus Guðjónsson sjómaður í Sjólyst, f. 6. júlí 1884, d. 1952, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1887, d. 3. febrúar 1919. Föðurforeldrar: Guðjón Jónsson sjómaður í Sjólyst og kona hans Guðríður Bjarnadóttir. Móðurforeldrar: Jón Jónsson skósm. (skinni) úr Þingeyjars. og Anna Jónatansdóttir. Lærði rakaraiðn hjá Árna Böðvarssyni rakaram. í Vestm. (síðar útgm.). Iðnskóli Vestm. fyrsta starfsár hans l.okt. 1930 til 31. janúar 1931. Sveinspróf 14. október 1932. Meistari 26. mars 1941. Stundaði sjó í æsku. Vann hjá meistara sínum fyrst eftir Sveinspróf, en réðist síðan á rakarast. Sigurðar Ólafssonar í Eimskipafélhúsinu. Opnaði fyrstu rakarast. í Keflavík, fyrst í Petersenshúsi, og rak hana samfleytt til 1951, er hann flutti með fjölsk. sína til Bandaríkjanna. Stundaði iðn sína þar til dánardægurs. Á kreppuárunum var lítil vinna fyrir rakara á sumrin þegar bátarnir voru á síldveiðum fyrir norðan. Vann þá hjá Páli heitnum Einarssyni rakaram., Sigluf., sumrin 1938-40, og síðar hjá mági hans Jónasi Halldórssyni rakaram. á Sigluf. 1949-50. Rak rakarast. á vegum hersins á Keflavíkurflugvelli á kvöldin og um helgar á stríðsárunum. Var á unga aldri áhugasamur um íþróttir, bæði knattspyrnu og handbolta. Þjálfaði handboltalið og fór í keppnisferð til Vestm. 1937. Stofnfél. í Iðnaðarmannafél. Keflavíkur og Rotarykl. Keflavíkur. Félagi í U. M. F. K., Sjálfstæðisfl. og Oddfellowstúkunni Ingólfi. Eiginkona 22. október 1933: Katrín Hulda Petersen, f. 22. ágúst 1911. Foreldrar: Júlíus Snæbjörn Petersen kennari og kona hans Guðfinna Petersen. Börn: 1) Júlíus Petersen Guðjónsson, f. 6. janúar 1934, stórkaupm., eiginkona Elísabet Gunnarsdóttir, Ólafssonar kaupmanns í Keflavík, Ásbjörnssonar. 2) Þórhildur Guðríður Ingibjörg, f. 7. janúar 1935, eiginmaður Erling Ellertsson verktaki. USA. 3) Björg Hulda, f. 11. ágúst 1937, eiginmaður Richard Matthews forstj., USA. 4) Gunnar, f. 12. júlí 1942, major USMC, eiginkona Carolyn Barnett, USA. (1975)

Guðjón Helgason skipasmiður, Hlíðarvegi 11, Ytri-Njarðvík. F. 21. september 1942 í Vík í Mýrdal. Foreldrar: Helgi Helgason verkamaður. og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir. Bróðir Sævars, Valgeirs og Jóns málara. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1955-56. Skipasmnám í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1960-64. meistari Óskar Guðmundsson. Iðnskóli í Keflavík sama ár. Sveinspróf 1966. Húsasmíðanám hjá Héðni og Hreini 1972-74. Verkam. á Keflavíkurflugvelli 1957. Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1958-64, 1965-67 og 1968-70. Við hafnargerð í Njarðvík 1964-65. B. V. K. 1967-68. Trésmverkst. Héðins og Hreins 1970-74. Vinnur nú hjá Dverghömrum sf. Eiginkona Sveinborg Daníelsdóttir, f. 2. desember 1943 í Ytri-Njarðvík. Foreldrar: Daníel Ögmundsson útgm. og kona hans Jenný Magnúsdóttir ljósm. (1978)

Guðjón Kristinn Hjörleifsson múrari. F. 29. júní 1919 að Raufarfelli, A.-Eyjafj., Rang., d. 9. nóvember 1965. Foreldrar: Hjörleifur Guðjónsson, f. 21. maí 1893 að Selkoti, A.-Eyjafj., og kona hans Soffía Guðfinna Runólfsdóttir, f. 21. apríl 1890 að Hörglandskoti á Síðu, V.-Skaft. Föðurfor.: Guðjón Tómasson bóndi og kona hans Ingveldur Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Runólfur Sigurðsson bóndi og kona hans Guðfinna Björnsdóttir. Nám í múrsmíði hjá Óskari Kárasyni í Vestm. 1936-40. Iðnskóli Vestm. sama ár. Sveinspróf 1940 í Vestm. Fluttist á barnsaldri til Vestm. og dvaldist þar til 1943 er hann fluttist til Keflavíkur. Til Hafnarfj. 1957 og bjó þar til dánardægurs. Stundaði algeng sjávarstörf og verkstjóri í Hraðfrystist. Vestm. Síðan iðn sína í Vestm., Keflavík og Reykjavík. Í prófnefnd múrara í Keflavík. Var lengi í lúðrasv. Vestm. Meðal stofnenda Karlakórs Keflavíkur og félagi þar til dánardægurs. Oft einsöngvari. Í stjórn Iðnaðarmfél. Keflavíkur 1946-53. formaður Iðnráðs Keflavíkur 1949-59. Eiginkona Sigríður Reykdal Þorvaldsdóttir, f. 1. febrúar 1933. Foreldrar: Þorvaldur Jóhannesson skipstj., f. 14. febrúar 1898, og kona hans Stefanía Guðmundsdóttir, f. 30. júlí 1898. Börn: 1) Soffía Hjördís, f. 20. desember 1956. 2) Stefanía Rósa, f. 21. júlí 1962. Fósturbörn: 1) Guðmunda Margrét Svavarsdóttir, f. 1. janúar 1951. 2) Þorvaldur Jóhannesson, f. 4. júní 1953. (1975)

Guðjón Már Höskuldsson rennismiður, Seltjarnarnesi. F. 19. apríl 1957 á Seltjarnarn. Foreldrar: Höskuldur A. Þórðarson rennism. og kona hans Sigrún Anna Guðjónsdóttir. Albr. Þórðar rennism. Þeir og Kristján Þórarinsson rennism. eru bræðrasynir. Gagnfræðaskóli: Mýrarhúsask. 1970-74. Iðnskóli Reykjavík 1974-78. Lærði rennism. í Vélsm. Óðni 1975-78. Sveinspróf 1979. Hefur að mestu unnið í Óðni. Ókv. Bl. (1980)

Guðjón Tyrfingur Ívarsson vélvirki, Túngötu 22, Keflavík. F. 3. maí 1953 í Vestm. Foreldrar: Ívar Magnússon verkstj., f. 1923 í Vestm., og kona hans Ursula Magnússon, f. 1921 í Þýskal. Föðurforeldrar: Magnús Þórðarson verslm., Vestm., og kona hans Gíslína Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Marie og Friedrich Knoop kennari. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1966-70. Vélv. hjá Sverre Stengrimsen 1973-77. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1977. Vann í Hraðfrystih. Keflavíkur 1970-73. (Flutti til Keflavíkur 1956.) Ókv. (1977)

Guðjón Jónsson bátasmiður, Framnesi, Keflavík. F. 31. ágúst 1857 á Stóru-Vatnsleysu, d. 9. janúar 1922 í Keflavík. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstj. þar, f. 2. nóvember 1823 á s. st., d. 20. janúar 1896, og kona hans Guðlaug Arnoddsdóttir, f. 21. mars 1830 í MinniVogum, d. 19. apríl 1873 á Vatnsleysu. Föðurforeldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstj. á StóruVatnsleysu, f. 1782, d. 1860, og Ingveldur Þorleifsdóttir (ógift), f. 1800 í Arakoti, Skeiðum, d. 1878. Móðurforeldrar: Arnoddur Jónsson, f. 7. janúar 1804, bjó í MinniVogum, d. 1843, og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir. Bjó á StóruVatnsleysu, formaður og skipasmiður. Flutti til Keflavíkur 1901 og bjó þar síðan. Smíðaði 194 skip og báta, þar af 46 áttæringa, auk allra viðgerða. í æsku vann hann einn vetur með Þórði Jónssyni frá Gróttu, en það var allt iðnnám hans. Eiginkona 15. nóvember 1889: Guðrún Torfadóttir, f. 2. júní 1861 á Hóli í Norðurárdal, d. 7. desember 1942 í Keflavík. Foreldrar: Torfi Tímoteusson, f. 21. maí 1828 á Skarðshömrum í Norðurárdal, bóndi á Hóli, Kaðalstöðum og víðar í Norðurárdal, d. 29. október 1901, og kona hans Guðríður Guttormsdóttir, f. 24. október 1827 á Staðarhrauni, Hraunhr., d. 16. apríl 1906 í Reykjavík. Börn: 1) Guðlaug Ingibjörg, f. 14. febrúar 1891 á Vatnsleysu, kennari. 2) Jónína, f. 11. júlí 1895 á Vatnsleysu, kennari. Fyrir hjónaband með Guðrúnu Guðjónsdóttur: Ágústa, f. 10. janúar 1884, eiginmaður Sigurður Erlendsson skipstj. og fiskmatsmaður. (M. V. J. Ættartala Framnessystra.)

Guðjón Klemensson húsasmiður, Vesturbraut 7. Keflavík. F. 6. október 1898 í Grindavík, d. 14. nóvember 1979. Foreldrar: Klemens Jónasson, f. 19. janúar 1855 í Sellandi. Hún., og kona hans Halldóra Ólafsdóttir, f. 9. september 1863 í Kvíhúsum í Grindavík. Föðurforeldrar: Jónas Ásmundsson í Holti í Svínadal og Kristín Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Ólafur Magnússon útvegsbóndi og kona hans Þuríður Þorkelsdóttir. Byrjaði að smíða 1925 og vann að því af og til jafnframt sjósókn og öðrum störfum. Fékk iðnbréf 1937. Stundaði alltaf sjó á vertíð fram til 1939 í Grindavík og 8 sumur á Austfjörðum. Vann við bátasm. í Grindavík frá 1939 og síðar í Keflavík, en þangað flutti hann 1942. Vann við húsasm. í Keflavík 1953-67. Síðan á Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 5. júlí 1930: Sigrún Kristjánsdóttir, f. 17. júní 1912 á Stöðvarf. Foreldrar: Kristján Karl Magnússon sjómaður og Þóra Þorvarðardóttir. Börn: 1) Þórhallur, f. 16. júlí 1931, húsa- og skipasm., eiginkona Steinunn Þorleifsdóttir. 2) Jóhanna, f. 25. ágúst 1932, eiginmaður Hafsteinn Guðmundsson íþrkennari. 3) Kristján Karl, f. 17. júlí 1935, flugstj. (1979)

Guðjón Kristófersson húsgagnasmiður, Háaleiti 1, Keflavík. F. 26. desember 1929 í Vestm. Foreldrar: Kristófer Þórarinn Guðjónsson sjómaður og verkamaður., f. 27. maí 1900 í Vestm., og kona hans Þórkatla Bjarnadóttir, f. 25. febrúar 1893 í Grindavík. Föðurforeldrar: Guðjón Jónsson trésm., Túni í Vestm., og kona hans Martea Guðlaug Pétursdóttir. Móðurfor.: Bjarni Jónsson verkamaður., Grindavík, og kona hans Kristín Hermannsdóttir. Gagnfræðaskóli Vestm. 1944-46. Nám í húsgagnasm. hjá Ólafi Björnssyni 1946-50. Iðnskóli Vestm. sama ár. Sveinspróf 1953. Vann í Vestm. til 1953. Reykjavík til 1959. Síðan í Keflavík, lengst af hjá Einari Gunnarssyni. Var kvæntur Málfríði Jörgensen. Þau skildu. Barn: Helga Rósa, f. 21. febrúar 1953, eiginmaður Reynir Kárason. (1978)

Ormur Guðjón Ormsson rafvirki, Akurbraut 9, Innri-Njarðvík. F. 3. ágúst 1920 í Hafnarf. Foreldrar: Ormur Ormsson rafvm. og kona hans Helga Kristmundsdóttir. Bræður Guðjóns eru Ingvar Georg vélvirki og Sveinn húsasm. Lærði rafv. hjá föður sínum. Sveinspróf í Reykjavík 1946. Iðnskpr. í Reykjavík 1946. Meistari Akureyri 1949. Vann við almenn rafvstörf í Reykjavík 1942-46. Á Akureyri 1948-50. í Borgarn. 1957-60. Á Hellissandi 1960-67. Á verkst. Loftleiða, Keflavíkurflugvelli, 1967-70. Hjá Varnarliðinu, Keflavíkurflugvelli sem rafv. á sjúkrah. þess frá 1970. Prófdómari í rafv. á Akureyri 1948-50. Hefur unnið við uppfinningar sem aukastörf í 20-30 ár. Eiginkona (1) 7. október 1944: Hulda H. Jóhannesdóttir, Hafnarf. Skildu 1951. Börn: 1) Erling Rafn, f. 15. júní 1942. verkamaður., eiginkona Jóhanna Björnsdóttir. 2) Ingveldur Erla, f. 15. apríl 1945, eiginmaður Marteinn Gíslason. 3) Hrafnhildur Ester, f. 16. júní 1948, eiginmaður Kristján Þórarinsson. 4) Ormur Njáll, f. 28. febrúar 1950, sjómaður, eiginkona Kolbrún Björnsdóttir. Eiginkona (2) 1. janúar 1958: Sveinbjörg Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1931, Stykkishólmi. Foreldrar: Jón Rósmann Jónsson verkamaður., Stykkishólmi, og Magðalena Svanhvít Pálsdóttir. Börn: 1) Guðrún Svanhvít, f. 13. desember 1960. 2) Helga María, f. 5. mars 1962. Stjúpbörn: 1) Ásdís Móeiður Sigurðardóttir, f. 2. janúar 1951. 2) Róbert Rósmann Sigurðsson, f. 25. febrúar 1956. (1977)

Guðjón Þórhallsson húsasmiður, Keflavík. F. 8. apríl 1957 í Keflavík. Foreldrar: Þórhallur Guðjónsson húsasm. og kona hans Steinunn Þorleifsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1970-74. Lærði húsasmíði hjá föður sínum 1974-78. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1978. Hefur síðan unnið hjá Sveini og Þórhalli. Í stjórn Iðnnemafélags Suðurnesja 1977-78. Í stjórn UMFK frá 1978. formaður knattspyrnudeildar UMFK 1979. í meistaraflokki ÍBK í knattspyrnu 1975 og frá 1977. Ókv. Bl. (1979)

Guðjón Þorsteinsson húsasmiður, Kópavogi. F. 17. október 1933 í Efra-Hreppi í Skorradalshr., Borg. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson bóndi þar, f. 25. júní 1886 í NeðraHreppi, Skorradal, d. 15. apríl 1967, og kona hans Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 30. júní 1896 í Melshúsum í Leiru, d. 14. september 1967. (Albr. Einars Þorsteinssonar húsa- og skipasmiðs.) Héraðssk. í Reykholti 1949-50. Bændask. á Hvanneyri 1950-52. Iðnskóli Keflavíkur 1964-66. Húsasmíðanám hjá Einari Þorsteinssyni. Sveinspróf 1966 í Keflavík. Meistaraskólinn í Reykjavík 1966-67. Vann alm. verkamannastörf í æsku. Við skipasmíði í Keflavík í 6 ár. Eftir iðnnám við húsasmíðar hjá ýmsum byggingaraðilum í Reykjavík til 1974. Síðan sjálfstæður byggingameistari á Reykjavíkursvæðinu. Eiginkona 16. október 1955: Elsa Borg Jósepsdóttir, f. 10. september 1934. Foreldrar: Jósep Einarsson bóndi á Borgum, Skógarströnd, Snæf., og kona hans Guðbjörg Eysteinsdóttir. Börn: 1) Guðbjörn Jósep, f. 9. júlí 1955, bóndi. 2) Þorsteinn Rúnar, f. 17. ágúst 1960, iðnnemi. 3) Sigrún, f. 6. febrúar 1964. 4) Kolbrún, f. 26. september 1969. (1979)

Guðlaug Jóhannsdóttir hárgreiðslukona, Baugholti 9, Keflavík. F. 15. nóvember 1944 í Keflavík. Foreldrar: Jóhann Gunnar Friðriksson verslm., f. 10. maí 1912 að Látrum í Aðalvík, Is., og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir, f. 27. apríl 1921 í Höfnum, Gull. Föðurforeldrar: Friðrik Finnbogason, Látrum, og kona hans Þórunn María Þorbergsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Ingvar Magnússon verkamaður. og kona hans Guðlaug Jónsdóttir. Guðlaug er systir Sverris rakara og Einars útvv. og bróðurdóttir Þorbergs Friðrikssonar málara. Gagnfræðapróf Keflavík 1961. Nám í hárgr. hjá Hildi Gísladóttur í Keflavík 1962-64. Sveinspróf í Keflavík 1964. Er í prófnefnd hárgrkv. í Keflavík. Hefur starfað í skátafél. Heiðabúar og fengið þar viðurkenningu og heiðursmerki. Eiginmaður 8. ágúst 1965: Ómar Steindórsson flugvv. (sjá þar), f. 20. mars 1942. Foreldrar: Steindór Pétursson verkstjóri og kona hans Guðrún Bjarnheiður Gísladóttir. Börn: 1) Agnes Ósk, f. 26. júni 1967. 2) Fanney Petra, f. 9. október 1970. 3) Íris Helena, f. 3. maí 1972. (1978)

Guðlaug Björg Sveinsdóttir hárgreiðslukona, Hringbraut 84, Keflavík. F. 16. febrúar 1920 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Jóhannesson trésm., f. 1888 á Hofgörðum, Snæf., d. 1951, og kona hans Kristrún Jónsdóttir, f. 1887 í Látravík, Eyrarsveit, d. 1942. Systir rafv. Guðmundar og Sigurvins Sveinssona. Lærði hárgr. hjá frú Ragnheiði Jóhannesdóttur á hárgrst. Carmen Reykjavík 1936-39. Iðnskóli Reykjavík. Sveinspróf 1939. Lærði píanóleik í einkatímum 1931-35. Tónlistarsk. Reykjavík. 1935-36. Vann á hárgrst. Carmen til 1944. Hjá Kristínu Ingimundardóttur 1945. Hjá Súsönnu Jónasdóttur 1945-47. í Vestm. með eigin stofu 1948-58. Síðan með eigin stofu í Keflavík til 1969. Hefur verið í prófnefnd í hárgr. bæði í Vestm. og Keflavík. Hefur unnið við kennslu nema, fyrir próftöku, bæði í Vestm. og Keflavík. Eiginmaður (1): Jónas St. Lúðvíksson rithöfundur, f. 6. mars 1919, d. 2. maí 1973. Foreldrar: Lúðvík Hjörtþórsson og kona hans Bjarnhildur Einarsdóttir. Skildu 1958. Börn: 1) Lúðvík Per Jónasson, f. 16. febrúar 1948, vélstj., eiginkona Valdís Valgeirsdóttir. 2) Soffía Jónasdóttir Auriemma, f. 23. desember 1951, eiginmaður John C. Auriemma flugstj. USA. Barn fyrir hjónaband: Rúnar Ketill Georgsson, f. 14. september 1943, hljómlm., eiginkona Helga Markúsdóttir. Eiginmaður (2) 7. október 1961: Árni Gunnar Sveinsson vélstj., f. 3. nóvember 1923. Foreldrar: Sveinn Árnason útvegsbóndi, Gerðum, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir. (1977)

Guðlaugur Sigurður Eyjólfsson bátasmiður. F. 16.nóv. 1880 að Efri-Fljótum, V.-Skaft., d. 15. apríl 1962. Foreldrar: Eyjólfur Eiríksson bóndi þar, f. 1833, og seinni eiginkona hans Þorbjörg Hinriksdóttir, f. 1852. Fluttu til Reyðarfj. 1893. Föðurforeldrar: Eiríkur Einarsson, f. 1798, og kona hans Guðrún Ásgrímsdóttir, f. 1799. Móðurforeldrar: Hinrik Jónsson og kona hans Sigríður Jakobsdóttir. Stundaði kvöldskólanám 1905-07 í hinum nýstofnaða Iðnskóli í Reykjavík. Fékk meistarabréf í húsasm. útg. 22. apríl 1947 af samgöngumálaráðun. Vann við verslst. á Eskifirði frá fermingu og fram yfir tvítugt. Bjó á Eskif. frá 1907-34 og stundaði þar sjó og útg., en vann jafnframt að ýmiss konar smíðum, svo sem húsasm., bátasm. og skósm. Tók Sveinspróf í bátasm. Flutti til Keflavíkur 1934 og stundaði eftir það eingöngu báta- og húsasm. Í hreppsnefnd á Eskif. og varaoddv. um skeið. Eiginkona 24. desember 1905: Málhildur Þorkelsdóttir frá Landakoti á Vatnsleysustr., f. 30. september 1878, d. 12. september 1939. Foreldrar: Þorkell Jónsson og kona hans Guðrún Egilsdóttir. Börn: 1) Guðrún Jóna Þorkelína, f. 27. febrúar 1908, d. 15. október 1968, eiginmaður Jón Guðjónsson verkamaður., Keflavík. 2) Þorbjörg Guðrún, f. 7. maí 1911, eiginmaður Páll Wium málaram. í Reykjavík.

Guðlaugur Guðmundsson pípulagningamaður, Hrauntúni 12, Keflavík. F. 25. desember 1952 í Keflavík. Foreldrar: Guðmundur Frímannsson húsasm. og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir. Systursonur Hjalta Guðmundssonar húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1965-66. Hlíðardalssk. 1966-68 (gagnfræðapróf). Nám í pípul. hjá Rörlögnum hf., meistari Jón William Magnússon, 1970-73. Iðnskóli Keflavíkur 1. og 2. bekk utan skóla, 3. og 4. bekk 1969-71. Sveinspróf 1973 á Keflavíkurflugvelli. Vann fyrir iðnnám sem verkamaður. hjá Byggingarfél. verkamaður. Eftir iðnnám hjá J. P. K. 1973-76. Síðan hjá Varnarliðinu. Ókv. (1977)

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson húsasmiður, Kirkjugerði 5, Vogum. F. 15. janúar 1955 í Vogum. Foreldrar: Guðmundur Björgvin Jónsson vélvirki og kona hans Guðrún Lovísa Magnúsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1970-72. Iðnskóli Keflavíkur 1972-75. Lærði húsasm. í Ramma hf., Ytri-Njarðvík, meistari Egill Jónsson, 1972-76. Sveinspróf 1977 í Ytri-Njarðvík. Vann í fiski á unglingsárum. Hjá Varnarliðinu sumarið 1971. Handavkennari drengja við Brunnastaðask. 1974-75. Hefur starfað í skátafél. Vogabúum, U. M. F. Þrótti, Lionskl. Keili og Sjálfstæðisfél. Vatnslstr. í ýmsum nefndum í þessum félögum. Hlotið nokkra verðlaunagripi fyrir kappróður. Ókv. Bl. (1977)

Guðlaugur Sigurðsson skósmiður. F. 1. ágúst 1897 á Álftá, Hraunhr., Mýr., d. 25. júlí 1977. Foreldrar: Sigurður Kristján Eiríksson bóndi þar, f. 4. júlí 1860, d. 1898, og kona hans Sigríður Gísladóttir, f. 1. janúar 1870 í Skíðsholtum, Hraunhr., d. 17. október 1955. Föðurforeldrar: Eiríkur Sigurðsson bóndi á Tjaldbrekku, Hraunhr., og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Móðurforeldrar: Gísli Andrésson bóndi, Skíðsholtum, og kona hans Jarþrúður Benediktsdóttir. Lærði skósm. hjá Gunnari J. Árnasyni skósm. í Keflavík 1920-23. Sveinspróf í Ólafsv. 1929. Meistari í Stykkish. 1937. Skósm. á Hellissandi 1924-45. í Ytri-Njarðvík 1945-48. Innheimtum. í Keflavík síðan 1948. Eiginkona 24. júní 1924: Elísabet Jónsdóttir, f. 17. ágúst 1897, d. 22. maí 1968. Foreldrar: Jón Runólfsson bóndi í Litlabæ, Álftaneshr., Mýr., og kona hans Guðlaug Runólfsdóttir. Barn: Fjóla Sigrún, f. 12. júní 1936.

Guðleifur Sigurjónsson skrúðgarðyrkjumaður, Þverholti 9, Keflavík. F. 1. október 1932 í Keflavík. Foreldrar: Sigurjón Sumarliðason verkamaður., f. 7. október 1909 í Ólafsv., d. 16. september 1942, og kona hans Margrét Guðleifsdóttir, f. 8. maí 1913 í Keflavík. Föðurforeldrar: Sumarliði Einarsson verkamaður., Hafnarf., f. 25. júlí 1889, og Guðrún R. Sigurðardóttir, f. 12. júlí 1880, d. 28. janúar 1952. Móðurforeldrar: Guðleifur Guðnason verkamaður., Keflavík, f. 10. september 1870, d. 5. júní 1950, og kona hans Erlendsína Marín Jónsdóttir, f. 7. nóvember 1880, d. 17.okt. 1960. Garðyrkjusk. að Reykjum í Ölfusi 1960-62. Iðnréttindi skv. bréfi iðnaðarráðun. 11. desember 1967 um útg. Sveinspróf í skrúðgarðyrkju. Vann við garðyrkju hjá gróðrarst. í Krísuv. 1957-58. Alaska, Hveragerði 1959-61. Garðyrkjust. elliheimilisins Áss í Hverag. 1961-63. Garðyrkjustj. hjá Keflavíkurbæ frá 1. maí 1963. Byggingarfulltrúi 1972. Rekur gróðrarst., þá fyrstu í Keflavík. í náttúruverndarn. Keflavíkur. Í nefnd um gróðurvernd í Gullbringus. Í stjórn Skógræktarfél. Suðurn. í byggingarn. skátafél. Heiðabúa. Í byggðasafnsn. Keflavíkur. Í Bláfjallan fyrir Keflavík. Í gróðurverndarn. Landverndar frá stofnun. Í stjórn Landverndar á tímabili Í stjórn afréttarmála í Landnámi Ingólfs. Eiginkona 24. desember 1954: Ástríður Hjartardóttir, f. 25. október 1932, í Auðsholtshjáleigu, Ölfusi. Foreldrar: Hjörtur Sigurðsson bóndi þar, f. 4. janúar 1898, og kona hans Jóhanna Ásta Hannesdóttir, f. 7. júní 1898 í Stóru-Sandvík í Flóa, d. 7. júlí 1966. Börn: 1) Sigurjón, f. 24. maí 1955, múrari, eiginkona Ásdís Gígja Halldórsdóttir. 2) Ásta, f. 28. maí 1956, eiginmaður Magnús Jensson. 3) Ragnar, f. 21. mars 1959.4) Sigurður, f. 5. febrúar 1963. 5) Margrét, f. 24. maí 1966. Stjúpsonur: Hjörtur Kristjánsson Wendel, f. 10. janúar 1952, býr með Ernu Guðlaugsdóttur. (1971)

Guðmar Pétursson vélvirki, Vallargötu 33, Sandgerði. F. 24. október 1941 í Reykjavík. Foreldrar: Pétur Óli Lárusson verkamaður., f. 21. júní 1911 í Reykjavík, og kona hans Sigríður Einarsdóttir, ættuð úr Árn. og Rang., f. 1. maí 1912. Föðurfor.: Lárus Jónsson sjómaður, Reykjavík, og Guðríður Pálsdóttir, ættuð af Miðnesi. Móðurforeldrar: Einar Guðmundsson bóndi og Valgerður Eyjólfsdóttir. Gagnfræðaskóli Austurb. Nám í vélvirkjun hjá Sigurði Sveinbjörnssyni, Reykjavík, 1961-65. Iðnskóli Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1965. Vann eftir iðnnám hjá Vélsm. Sandgerði í 2 ár. Þá hjá Miðnesi hf. í 3 ár, síðan hjá Varnarliðinu. Eiginkona 13. júlí 1963: Elsa Ágústsdóttir, f. 21. desember 1939. Foreldrar: Ágúst Guðmundsson járnsm. á Sigluf. og bóndi í Kálfárdal í Gönguskörðum, f. 12. ágúst 1900, d. 1951, og Sigurlaug Andrésdóttir, f. 11. desember 1909 í Þrúðardal, Strand. Börn: 1) Ágústa, f. 27. nóvember 1963. 2) Sigrún, f. 27. júli 1965. (1978)

Guðmundur Ingi Aðalsteinsson pípulagningamaður, Borgarvegi 52, Njarðvík. F. 13. desember 1948 í Keflavík. Foreldrar: Aðalsteinn Guðmundsson starfsm. Olíufél. hf., f. 24. júní 1928 í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Hjörleifsdóttir, f. 2. ágúst 1924 að Raufarfelli, A.-Eyjafj. Föðurforeldrar: Guðmundur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Hjörleifur Guðjónsson og kona hans Soffía Runólfsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1965. Lærði pípul. hjá Elíasi Nikolaisyni, Keflavík, 1967-71. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1971 í Keflavík. Vann við pípul. hjá Rörlögnum sf. 1967-74. Ofnasm. Suðurn. frá 1976. Ókv. (1977)

Guðmundur Grétar Agnarsson klæðskeri. F. 3. mars 1952 í Keflavík. Foreldrar: Agnar Áskelsson bifrstj. og kona hans Bjarnveig Guðmundsdóttir hárgrk. Albr. Áskels og Ara húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1965-69. Lærði klæðskeraiðn hjá Brynleifi Jónssyni í Keflavík 1969-73. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1973. Konfektionsskolan 3:e Lánggatan, Göteborg, Svíþj. 1978-79. Vinnur nú hjá sænska fataframleiðslufyrirtækinu Petri í Portúgal. Ókv. Barn með Jónínu Olsen: Agnar, f. 29. júlí 1970. (1979)

Guðmundur Árnason húsasmiður, Keflavík. F. 6. maí 1955 í Keflavík. Foreldrar: Árni Guðmundsson vigtarm., Kvík, og kona hans Ingunn Einarsdóttir. Bróðir Stefáns og Einars húsasmiða. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1968-72. Lærði húsasmíði hjá Hannesi Einarssyni 1974-78. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1978. Hefur síðan unnið hjá B. V. K. Ókv. Bl. (1979)

Guðmundur Ásgeirsson véltæknifræðingur. F. 18. febrúar 1947 í Reykjavík. Foreldrar: Ásgeir Skúlason rennismiður og kona hans Sigrún Sigurðardóttir. Albr. Skúla S. vélvirkja Guðmundur og Gísli Traustason húsasm. eru bræðrasynir. Guðmundur og Guðbjörn Ásbjörnsson pípulm. eru systrasynir. Guðmundur og Skúli R. Þórarinsson eru systkinasynir. Héraðssk. Núpi, Dýraf. 1962-64. Iðnskóli Reykjavík 1964-66. Vélv. í Vélsm. Njarðvíkur 1964-68. Sveinspróf 1968. Véltæknifr. við Tæknisk. Ísl. 1968-70. Síðan við tæknisk. í Álaborg, Danm., próf þaðan 1973. Hóf að námi loknu störf í Danm. sem tæknifr. Starfar nú við fyrirtækið Union í Fredericia, Danm. Eiginkona 28. júní 1968: Rósa Sigurðardóttir, f. 26. maí 1948. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson sjómaður og kona hans Svava Hjálmtýsdóttir. Börn: 1) Sigurður, f. 15. ágúst 1970. 2) Sigrún, f. 19. desember 1971. (1979)

Guðmundur Axelsson múrari. F. 14. mars 1915 að Melgerði, Glæsibæjarhr., Eyj., d. 21. september 1979. Foreldrar: Axel Guðmundsson bóndi í Stóra-Gerði, Skriðuhr., Eyj., f. 1882 í Melgerði, og kona hans Lilja Hallgrímsdóttir, f. 26. maí 1891 á Gásum. Föðurforeldrar: Guðmundur Ivarsson bóndi og sjómaður í Melgerði og kona hans Sigríður Kristjánsdóttir. Móðurforeldrar: Hallgrímur Bjarnason og kona hans Stefanía Jónatansdóttir frá Auðbrekku, Skriðuhr. Lærði múrsmíði hjá Pétri Árnasyni, Reykjavík, 1965-67, og Friðriki Sæmundssyni, Self., 1967-68. Undanþ. frá Iðnskóli vegna veikinda. Sveinspróf 1968. Vann við sveitast. á unglingsárum. Hóf búskap 1936 í Myrkárdal, Skriðuhr., Eyj. Keypti Búðarnes í sama hr. 1938 og bjó þar í 2 ár. Vann síðan í Bretavinnu og byggingarvinnu. Byrjaði í múrverki 1945 og stundaði það að miklu leyti síðan. Bjó á Klængseli í Gaulverjabæjarhr. í 4 ár en stundaði jafnframt múrverk. Flutti til Keflavíkur 1969. Vann hjá Dverghömrum sf. Eiginkona 17. febrúar 1959: Anna Gústafsdóttir, f. 25. desember 1923 í Lubeck í Þýskal. Foreldrar þýskir. Börn: 1) Axel Gústaf, f. 17. janúar 1952, rafsuðum., eiginkona Valgerður Sigurjónsdóttir. 2) Lilja, f. 15. desember 1955, eiginmaður Finnbogi Theódórsson. 3) Ragnheiður, f. 16. júní 1957, eiginmaður Jónas Eydal Ármannsson vélvirki 4) Logi Hörðdal, f. 28. maí 1958. 5) Olga Elísa, f. 7. mars 1966. Stjúpbörn: 1) Jóhanna Gústafsdóttir, f. 15. desember 1942, eiginmaður Guðmundur Sigurðsson bóndi, Hólmaseli Gaulverjabæjarhr. 2) Guðrún Rósa Guðmundsdóttir, f. 1. mars 1950, eiginmaður Hólmar Magnússon bifrstj., Keflavík.

Guðmundur Björgvinsson rafvirki, Hringbraut 54. Keflavík. F. 23. febrúar 1953 í Keflavík. Foreldrar: Björgvin Guðmundsson, f. 9. nóvember 1929, og Arnbjörg Sigurðardóttir, f. 1. september 1934 í Keflavík. Föðurforeldrar: Guðmundur Jónsson skósm. á Self. og kona hans Jóhanna Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Sigurður R. Guðmundsson bifrstj. í Keflavík og kona hans Sigrún Hannesdóttir. Gfrskpr. Keflavík 1970. Rafvirkjanám hjá Þorleifi Sigurþórssyni, Keflavík, 1974-77. Sveinspróf í Keflavík 1977. Vann fyrir iðnnám í bílasprautun hjá Grétari Sigurðssyni, Keflavík. Eiginkona Ahna Högnadóttir, f. 30. september 1957. Foreldrar: Högni Felixson skipstj. og Þyri Björgvinsdóttir. Barn: Björgvin Einar, f. 25. apríl 1977. (1977)

Guðmundur Björnsson útvarpsvirki, Baldursgarði 4, Keflavík. F. 20. júní 1949 á Þórshöfn á Langan. Foreldrar: Björn Jóhann Aðalsteinsson bóndi, síðar verkamaður., f. 28. júlí 1908 í Hvammi, Þistilfirði, og kona hans Hanna María Friðjónsdóttir, f. 23. júlí 1914 að Skálum á Langan. Föðurforeldrar: Aðalsteinn Jónasson bóndi og kona hans Jóhanna Sigfúsdóttir. Móðurforeldrar: Friðjón Stefánsson sjómaður og kona hans Jóhanna Guðbrandsdóttir. Barna- og miðsk. Þórsh. 1957-64. Lærði útvarpsv. hjá Gunnari Jóhannessyni 1967-71. Iðnskóli Reykjavík sama ár. Sveinspróf þaðan 1971. Hefur starfað við útvarpsv. hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli síðan 1971. Eiginkona 26. desember 1970: Rakel Ketilsdóttir, f. 27. desember 1949. Foreldrar: Ketill Jónsson verslm. og kona hans Heiðrún Guðlaugsdóttir. Börn: 1) Ketill Heiðar, f. 23. október 1971. 2) Jón Elvar, f. 5. maí 1976. (1977)

Guðmundur Stefán Brynleifsson húsasmiður, Svíþjóð. F. 8. apríl 1949 í Borgarn. Foreldrar: Brynleifur Jónsson klæðskeri og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Bróðursonur Sigurðar Kr. Jónssonar og systursonur Gunnars Guðmundssonar húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur og Akureyri. Nám í húsasm. hjá Þórarni Ólafssyni 1965-69 í Keflavvík. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1970. Hefur starfað hjá Í. A. V., Keflavíkurflugvelli, og við verslstörf hjá Klæðaversl. B. J., Keflavík. (1977)

Guðmundur Einarsson vélvirki, Sólvallagötu 12, Keflavík. F. 18. janúar 1943 á Bakka Kaldrananeshr., Strand. Foreldrar: Ingimundur Benedikt Einar Jóhannsson bóndi og póstur, síðar verkamaður., f. 4. febrúar 1915, og kona hans Sigríður Benediktsdóttir, f. 1. desember 1922. Föðurforeldrar: Jóhann Karl Hjálmarsson bóndi og kona hans Ragnheiður Benjamínsdóttir ljósm. Móðurforeldrar: Benedikt Sigurðsson sjómaður og kona hans Guðríður Áskelsdóttir. Lærði vélvirkjun í Vélsm. Jóhanns og Unnars, Hólmavík, 1966-70. Iðnskóli Akran. Sveinspróf 1969 á Akranesi. Vann sem verkamaður. á ýmsum stöðum fyrir iðnnám. Hefur unnið í Vélsm. Sandgerði, nú Hörður hf., síðan 1970. Fékk viðurkenningu frá Iðnskóli Akran. fyrir námsárangur. Ókv. Bl. (1977)

Guðmundur Jónsson Frímannsson húsasmiður, Hrauntúni 12, Keflavík. F. 25. apríl 1929 á Steinhóli, Fljótum, Skag. Foreldrar Frímann Viktor Guðbrandsson bóndi, f. 14. janúar 1892 á Steinhóli, d. 6. maí 1972, og kona hans Jósefína Jósefsdóttir, f. 18. janúar 1894 á Stóru-Reykjum í Fljótum, d. 6. september 1956. Föðurforeldrar: Guðbrandur Jónsson bóndi, Steinhóli, og kona hans Sveinsína Sigurðardóttir. Móðurforeldrar: Jósef Björnsson, Stóru-Reykjum, og kona hans Svanfríður Sigurðardóttir. Lærði húsasm. hjá Eiríki Guðmundssyni á Sigluf. í 2 ár. Vann síðan í Bretavinnu og byggingarvinnu. Byrjaði í múrverki 1945 og stundaði það að miklu leyti síðan. Bjó á Klængseli í Gaulverjabæjarhr. í 4 ár en stundaði jafnframt múrverk. Flutti til Keflavíkur 1969. Vann hjá Dverghömrum sf. Eiginkona 17. febrúar 1959: Anna Gústafsdóttir, f. 25. desember 1923 í Lübeck í Þýskal. Foreldrar þýskir. Börn: 1) Axel Gústaf, f. 17. janúar 1952, rafsuðum., eiginkona Valgerður Sigurjónsdóttir. 2) Lilja, f. 15. desember 1955, eiginmaður Finnbogi Theódórsson. 3) Ragnheiður, f. 16. júní 1957, eiginmaður Jónas Eydal Ármannsson vélvirki 4) Logi Hörðdal, f. 28. maí 1958. 5) Olga Elísa, f. 7. mars 1966. Stjúpbörn: 1) Jóhanna Gústafsdóttir, f. 15. desember 1942, eiginmaður Guðmundur Sigurðsson bóndi, Hólmaseli Gaulverjabæjarhr. 2) Guðrún Rósa Guðmundsdóttir, f. 1. mars 1950, eiginmaður Hólmar Magnússon bifrstj., Keflavík.

Guðmundur Bjarni Guðbjörnsson rafvirki, Kirkjuvegi 52, Keflavík. F. 27. nóvember 1952 í Keflavík. Foreldrar: Guðbjörn Herbert Guðmundsson rafvm. og kona hans Rósa Guðnadóttir. Albr. Róberts rafv. og hálfbr. Gunnars Guðbjörnssonar pípulm. Bróðursonur Ásbjarnar Guðmundssonar pípulm. Bræðrungur við Guðbjörn Ásbjörnsson pípulm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1963-66. Iðnskóli Suðurn. 1969-72. Lærði rafv. hjá föður sínum 1969-73. Sveinspróf 1973 í Keflavík. Stundar nú nám við Tæknisk. Ísl. Eiginkona 19. apríl 1974: Guðveig Sigurðardóttir, f. 14. febrúar 1952. Foreldrar: Sigurður Bjarnason bifrstj. og kona hans Ingveldur M. Karlsdóttir. Börn: 1) Guðbjörn Karl, f. 3. nóvember 1971. 2) Inga Rósa, f. 15. apríl 1975. (1977)

Guðmundur Guðgeirsson hárskeri, Mosabarði 1, Hafnarfirði. F. 24. ágúst 1915 í Ólafsv. Snæf. Foreldrar: Guðgeir Ögmundsson húsasm., f. 5. mars 1884 á Rifi, Snæf., d. ll. maí 1951,og kona hans Svava Einarsdóttir, f. 17. október 1890 í Ólafsv., d. 26. janúar 1943. Föðurforeldrar: Ögmundur Jóhannesson á Öndverðarnesi og kona hans María Árnadóttir. Móðurforeldrar: Einar Þorkelsson rithöf. og skrifstofustj. Alþ. og kona hans Katrín Jónsdóttir, Hafnarf. Nám í hárskurði hjá Jóhanni Jóhannessyni, Reykjavík, 1936-40. Iðnskóli í Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1941. Stundaði algenga vinnu til lands og sjávar fram að iðnnámi. Eftir iðnnám starfaði hann sem sveinn í tvö ár, stofnaði síðan eigin vinnustofu með öðrum og rak hana í 5 ár. Árið 1947 fluttist hann til Keflavíkur og rak þar rakarastofu og hafði nemendur. Fluttist til Hafnarfj. 1955 og hefur haft þar rakarastofu síðan. Hefur verið fulltrúi í iðnráði og prófnefnd arm. í iðn sinni í Reykjavík, Hafnarf. og Keflavík. Hefur verið í framfærslun. Hafnarfj. Tekið mikinn þátt í félagsmálum, í stjórn Iðnaðarmannafél. Hafnarfj. (fékk þar viðurkenningu fyrir tillögu að merki fyrir félagið í hugmyndasamkeppni, sem fram fór fyrir 40 ára afmæli þess). í stjórn og nefndum til að koma á stofn fagskóla hárskera við Iðnskóli í Reykjavík. Hefur sá skóli nú starfað með ágætum í nokkur ár. Hefur ritað margar greinar í blöð og tímarit, svo sem tímamóta- og minningargreinar, einnig um bindindis- og kirkjumál og ýmis félagsmál. Eiginkona 3. júlí 1943: Elín Einarsdóttir, f. 12. október 1913. Foreldrar: Einar Jóhannesson bóndi í Mýrarkoti á Höfðaströnd, Skagaf., og kona hans Geirlaug Gunnlaugsdóttir. Börn: 1) Geirlaug Ingibjörg, f. 19. október 1945, eiginmaður Vigfús Helgason múrari. 2) Auður, f. 28. september 1947, verslst. 3) Svava, f. 21. mars 1951, eiginmaður Rúnar Gränz matreiðslum. 4) Lína, f. 21. mars 1951, hárgrk., eiginmaður Kristbjörn Guðlaugsson. (1971)

Guðmundur Þórarinn Guðjónsson skipasmiður. F. 15. janúar 1913 að Kröggólfsst. í Ölfusi, d. 1. júlí 1975. Foreldrar: Guðjón Jónsson, f. 25. maí 1858 í Fljótshlíð, d. 1. júní 1940, og kona hans Halldóra Tómasdóttir, f. 24. apríl 1879 í Sauðhúsi, Fljótshlíð, d. 25. nóvember 1962. Móðurforeldrar: Tómas Tómasson, drukknaði við Landeyjarsand 18 ára, f. 30. apríl 1879, og Þórunn Sveinsdóttir. Hið minna vélstjórapróf 1940. Nám í skipasm. í Dráttarbr. Keflavíkur 1943-47. Meistari Egill Þorfinnsson. Iðnskóli Keflavíkur 1944-46. Sveinspróf 1948. Svbr. í gleriðn og speglagerð útg. 26. júní 1959. Vann við iðn sína í Dráttarbr. Keflavíkur frá 1942-49, síðan á eigin verkst., Rammar og gler, við gleriðn, speglagerð, innrömmun og versl. formaður Iðnsveinafél. Keflavíkur nokkur ár. formaður Lúðrasv. Keflavíkur nokkur ár. formaður skólan. Iðnskóli 3 ár. Í fegrunarn. Keflavíkur 4 ár. Eiginkona 22. apríl 1941: Guðmunda Hannesína Helga Guðmundsdóttir, f. 9. júlí 1918. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson bóndi á Isólfsskála, Grindavík, og kona hans Agnes Jónsdóttir. Kjörbarn: Sigrún, f. 26. september 1950, eiginmaður Eiríkur Hjartarson bankam.

Guðmundur Brynjar Guðlaugsson vélvirki, Suðurgötu 29, Keflavík. F. 28. febrúar 1947 í Sandgerði Foreldrar: Guðlaugur Sigurjónsson vélvirki, f. 7. maí 1919 á Eyrarbakka, d. 20. júlí 1968, og kona hans Guðrún Pétursdóttir, f. 27. júní 1922 að Syðri-Hraundal, Álftaneshr. Föðurforeldrar: Sigurjón Jóhannesson verkamaður. og kona hans Vigfúsína Vigfúsdóttir (systir Ingimundar húsasm.). Móðurforeldrar: Pétur Þorbergsson bóndi og kona hans Vigdís Eyjólfsdóttir. Lærði vélvirkjun í Vélsm. Njarðvíkur 1964-68. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1969. Hefur unnið í Vélsm. Njarðvíkur síðan 1963. Eiginkona 26. desember 1970: Ásta Magnhildur Sigurðardóttir, f. 4. apríl 1949. Foreldrar: Sigurður Sigurbjörnsson verkamaður. og kona hans Þórleif Magnúsdóttir. Börn: 1) Sigurður, f. 1. júlí 1967. 2) Guðlaugur, f. 30. apríl 1969. (1977)

Guðmundur Guðmundsson trésmiður. F. 23. mars 1880 í Lónakoti við Hafnarfj., d. 13. ágúst 1956. Foreldrar: Guðmundur Halldórsson smiður og sjómaður, f. 20. september 1840, d. 1907 eða 1908, og kona hans Guðný Jónsdóttir, f. 3. september 1844 í Lambhaga, Mosfellssv., d. 27. september 1904. Föðurforeldrar: Halldór Kristinsson bóndi og Guðrún Daníelsdóttir, Akbraut. Móðurforeldrar: Jón Jónsson bóndi frá Laxnesi og María Eyjólfsdóttir. Lærði trésm. hjá Guðmundi Þórðarsyni frá Hálsi í Kjós 1899-1903. Sveinspróf 1903 í Reykjavík. Vann sjálfstætt að byggingum víða um Suðurn., byggði m.a. barnask. í Keflavík 1911. Bjó í Stapakoti í Innri-Njarðvík í nokkur ár. Flutti síðan til Reykjavíkur og byggði þar mörg hús, m.a. Laugaveg 61, þar sem Alþýðubrauðg. var og átti það móti öðrum manni. Starfaði lengst af með Jens Eyjólfssyni og Kristni Sigurðssyni í Reykjavík. Eiginkona 11. apríl 1903: Jónína Soffía Jósepsdóttir, f. 2. júlí 1880 í Innri-Njarðvík, d. 16. ágúst 1959. Foreldrar: Jósep Jónsson formaður í Innri-Njarðvík og kona hans Þorgerður E. Þorsteinsdóttir frá Reykhólum. Börn: 1) Þorgeir Guðni, f. 2. september 1903, trésm., eiginkona Þórunn Pálsdóttir. 2) Eggert Friðjón, f. 5. júlí 1905, d. 2. febrúar 1906. 3) Eggert Friðjón, f. 30. desember 1906, listmálari, eiginkona Edith Valborg Black, f. 1913, d. 1969. S. k.: Elsa Jóhannesdóttir. 4) Fanney, f. 22. desember 1908. 5) Kjörbarn: Hannes, f. Hannesson, f. 16. febrúar 1917 í Reykjavík. (Eggert Guðm. 1978)

Guðmundur Magnús Guðmundsson bifvélavirki, Víkurbraut 16, Grindavík. F. 8. nóvember 1942 á Akureyri. Foreldrar: Guðmundur Halldórsson bifvv. á Akureyri, f. 3. júlí 1913, d. 7. apríl 1976, og María Magnúsdóttir. Föðurforeldrar: Halldór Þorgrímsson farm. og kona hans Guðrún Jósepsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Guðmundsson og kona hans Anna G. Aradóttir, bjuggu að Naustahvammi, Norðf. Hóf nám í bifvv. hjá Þórshamri, Akureyri, 1963. Flutti til Reykjavíkur og hélt áfram námi hjá Vélverki hf. í Reykjavík til 1967. Iðnskóli Reykjavík. Sveinspróf 1967 í Reykjavík. Stundaði sjó fyrir iðnnám. Vann eftir iðnnám hjá Vélverki hf. til 1971. Hjá Lúkasarverkst. til 1973. Flutti þá til Grindavíkur og stofnaði verkst. ásamt öðrum sem hætti 1975. Hefur rekið það einn síðan. Eiginkona 25. mars 1967: Jónína Davíðsdóttir, f. 22. maí 1943. Foreldrar: Davíð Sigtryggsson og kona hans Anna Gísladóttir, bjuggu á Neðri-Harastöðum, Skagastr. Börn: 1) Anna María, f. 28. júní 1967. 2) Brynja, f. 29. ágúst 1969. (1978)

Júlíus Guðmundur Rúnar Guðmundsson bílamálari, Kirkjuvegi 42, Keflavík. F. 19. september 1954 á Sólvangi, Hafnarf. Foreldrar: Guðmundur Þórarinn Júlíusson vélstj., f. 27. ágúst 1925 á Atlastöðum, N.-Ís., og kona hans Helga Bogey Finnbogadóttir, f. 17. apríl 1924 í Hringsdal, Arnarf. Föðurforeldrar: Júlíus Geirmundsson bóndi á Atlast. og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Finnbogi Helgi Finnbogason sjómaður og kona hans Jóna Bjarney Jónsdóttir. Barnask. Reykjavík 1.3. bekk, Sandgerði 4.5. bekk. Keflavík 6. bekk. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1967-71. Iðnskóli Keflavíkur 1972-76. Lærði bílamálun hjá Birgi Guðnasyni 1973-77. Sveinspróf 1976 í Reykjavík. Vann við fiskvinnslu með Gagnfræðaskóli Sjóm. 1972-73. Sambúð: Sólveig Þórðardóttir ljósm. Barn: Sólrún Björk, f. 29. ágúst 1974. (1977)

Guðmundur Jónsson Gunnarsson bifvélavirki, Vesturgötu 2, Keflavík. F. 16. júní 1950 í Keflavík. Foreldrar: Gunnar Jóhannsson skipasm. og kona hans Valgerður Baldvinsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1963-67. Iðnnám hjá Sérleyfisbifr. Keflavíkur 1968-72, meistari Sigurður Gíslason. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1972 í Keflavík. Vann ýmsa vinnu fyrir iðnnám, svo sem við fiskverkun og versl. Vann hjá S. B. K. fyrst eftir iðnnám en gerðist starfsm. hjá Bifreftirl. rík. í Keflavík 1973, starfaði þar til 1977. Síðan í slökkvil. á Keflavíkurflugvelli. Hefur kennt við meirapr. bifrstj. í Keflavík frá 1973, meðferð hreyfils og undirvagns. Ritari í stjórn Í. B. K. 1974-75. Þingritari Í. B. K. 1974-76. Í J. C. Suðurn. 1977. Eiginkona 12. júní 1977: Guðrún Sveinsdóttir, f. 12. júní 1955. Foreldrar: Sveinn Ólafsson slökkvilm. og kona hans Svanhvít Tryggvadóttir. (1978)

Guðmundur Gunnlaugsson húsasmiður. F. 11. maí 1895 í Minna-Holti, Fljótum, Skag., d. 10. nóvember 1975. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi, síðast að Stafnshóli, Skag., og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Föðurforeldrar: Guðmundur Einarsson bóndi á Nautabúi í Hjaltadal og Kristín Gísladóttir, konrektors á Hólum, Jónssonar biskups, Teitssonar. Móðurforeldrar: Jón Þorkelsson frá Hreppsendaá í Ólafsf. og kona hans Anna Símonardóttir úr Svarfaðardal. Lærði húsasm. hjá Guðmundi Jóakimssyni á Sigluf. 1931-35. Var í vinnum. á ýmsum stöðum í Skagaf. 1909-21. Bóndi 1921-24. Lausam. 1924-31. Fluttist þá til Siglufj. og hóf iðnnám. Bjó þar til 1953 að hann fluttist til Keflavíkur. Vann fyrsta árið hjá Þórarni Ólafssyni, en síðan að mestu sjálfstætt meðan heilsan leyfði, eða til 1967-68 að hann missti sjónina. Sá um byggingu fjölda húsa. Eiginkona (1) 1921: Sigríður Ólafsdóttir frá Dúki í Sæmundarhlíð, f. 9. desember 1891, d. 13. maí 1925. Barn: Gunnlaugur, f. 7. ágúst 1921, bóndi á Hrappsstöðum í Bárðardal, nú á Akureyri, eiginkona Helga Guðvarðardóttir. Eiginkona (2) 1926: Konkordía Júlíusdóttir úr Svarfaðardal, f. 1903, d. 1930. Barn: Hjalti, d. 7 ára. Eiginkona (3): Guðlaug Ólöf Stefánsdóttir frá Sigríðarstöðum í Flókadal, f. 20. september 1910. Foreldrar: Stefán Aðalsteinsson og Kristín Jósefsdóttir. Börn: 1) Sigurlaug, f. 8. mars 1934, eiginmaður Guðmundur Frímannsson húsasm. í Keflavík. 2) Hjalti, f. 1. nóvember 1936, húsasm. í Keflavík, eiginkona Erla Andrésdóttir. 3) Kolbrún, f. 10. janúar 1940, eiginmaður Halldór Lárusson ökukennari í Reykjavík. 4) Kristín, f. 13. desember 1945, eiginmaður Sigurður Ingvarsson rafvm. í Garði. 5) Svandís, f. 24. janúar 1949, eiginmaður Helgi Gamalíelsson stýrim. í Grindavík. Barn með Maríu Ásgrímsdóttur frá Dæli í V.-Fljótum: Hulda, f. 2. desember 1918, eiginmaður Páll Jónsson á Lækjavöllum í Bárðardal.

Guðmundur Halldórsson húsasmiður, Keflavík. F. 2. september 1949 í Bolungarv. Foreldrar: Halldór Ingimar Guttormur Halldórsson skipstj., f. 20. desember 1917 í Bolungarv., d. 30. nóvember 1970, og kona hans Rannveig Magnúsdóttir, f. 6. ágúst 1923 í Bolungarv. Albr. Björgvins húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavík. Lærði húsasm. hjá Jóni V. Einarssyni, Keflavík, 1969-73. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1973 í Keflavík. Vartilsjós 1973-74. Vann hjá Keflavíkurverkt. 1974-75. Slökkvilm. á Keflavíkurflugvelli síðan 1975 og hefur jafnframt starfað við iðn sína. Eiginkona 21. nóvember 1970: Hulda Árnadóttir, f. 2. janúar 1951. Foreldrar: Árni Vigfússon vélsm. og kona hans Ásta Kristinsdóttir. Börn: 1) Agnes Elva, f. 7. mai 1970. 2) Ásta Kristín, f. 16. desember 1978. (1980)

Guðmundur Ingvar Hinriksson húsasmiður, Heiðarbraut 21, Keflavík. F. 27. ágúst 1954 í Keflavík. Foreldrar: Hinrik Albertsson verkstj., f. 2. júlí 1925, og kona hans Ráðhildur Guðmundsdóttir, f. 4. júní 1931. Albr. Alberts Hinrikssonar húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1968-71. Húsasmíðanám hjá Braga Pálssyni, Keflavík, 1973-77. Iðnskóli og Fjölbrautarskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1977. Vann við verslst. og á Keflavíkurflugvelli 1971-73; hjá Braga Pálssyni 1973-79, síðan hjá Trésmíði sf. Eiginkona 12. mars 1977: Guðríður Guðjónsdóttir, f. 29. nóvember 1954. Foreldrar: Guðjón Júníusson múraram., Reykjavík, og kona hans Erla Sigurðardóttir frá Hafnarf. Barn: Erla, f. 11. júlí 1978. (1979)

Guðmundur Hólmkelsson hárskeri, Reykjavík. F. 7. febrúar 1934 á Sigluf. Foreldrar: Hólmkell Jónasson, f. 25. maí 1893 að Akurbakka, Greniv., d. 19. október 1955, og kona hans Jósefína Björnsdóttir, f. 18. október 1894 á Sigluf. Föðurfor.: Jónas Jónasson sjómaður og Guðrún Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Björn Björnsson sjómaður og kona hans Marsibil Sigurðardóttir. Hlíðardalssk., gagnfræðapróf. Nám í hárskurði hjá Herði Guðmundssyni í Keflavík 1956-60. Iðnskóli í Keflavík sama ár. Sveinspróf Keflavík 1960. Starfaði á eigin rakarast. í Keflavík 1961-65. Rakarast. Austurb., Reykjavík, 1966-68. í Svíþj. 1968-71. Eigin rakarast. í Glæsibæ í Reykjavík frá 1. janúar 1972. Prófnefndarm. 1960-68, þar af formaður prófnefnd í 4 ár. Eiginkona 19. september 1957: Jenny Sveinbjörnsdóttir, f. 2. júlí 1935. Foreldrar: Sveinbjörn Einarsson trésm. og kona hans Guðbjörg Ingvarsdóttir. Börn: 1) Regína, f. 18. desember 1956. 2) Guðmundur Hólmkell, f. 30. maí 1959. 3) Jenny, f. 19. júní 1969. (1972)

Guðmundur Illugason klæðskeri. F. 29. júlí 1871 í Suðurkoti, Vogum, d. 31. ágúst 1924. Foreldrar: Illugi Guðmundsson frá Miðskógum, Dölum, f. 1831, d. 1910, og kona hans Guðlaug Ólafsdóttir frá Innri-Njarðvík, f. 1836, d. 1906. Föðurforeldrar: Guðmundur Illugason bóndi í FremraHundadal og víðar og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Móðurfor.: Ólafur Ásbjörnsson, Innri-Njarðvík, og kona hans Helga Árnadóttir. Lærði klæðskeraiðn hjá Reinhart Andersen klæðskera í Reykjavík. Var lengst af í Keflavík á vetrum og hafði þá oft námskeið fyrir stúlkur í karlmannafatasaum. Hafði hann aðsetur í Thoroddsenshúsinu en síðar í Bakaríinu, en stundum saumaði hann í heimahúsum í Keflavík og víðar á Suðurn. og hafði þá fæði á staðnum. Á sumrin fór hann jafnan vestur í Dali og saumaði þar á heimilum fram á haust. Guðmundur hafði fengið berkla í bakið á unga aldri og var bæklaður upp frá því. Mun það hafa verið ástæðan fyrir því að hann fór að læra þessa iðn. Ókv. Bl.

Guðmundur Ingimundarson bifvélavirki, Garðbraut 43, Garði. F. 9. nóvember 1913 á Garðsstöðum, Garði. Foreldrar: Ingimundur Guðjónsson húsasm., f. 28. mars 1886 í Fíflholti, Land., d. í júlí 1958, og kona hans Jónína Guðmundsdóttir, f. 22. október 1882, d. 28. febrúar 1970. Föðurforeldrar: Guðjón Þorkelsson bóndi og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Skildu. Guðjón bjó síðast í Syðstakoti, Miðnesi. Móðurforeldrar: Guðmundur Jónsson, Húsatóftum, Garði, og kona hans Þórunn Sigurðardóttir. Vann í Vélsm. Magnúsar Björnssonar í Keflavík 1930-36. Á þeim árum setti Magnús á stofn bílaverkst. og var Guðmundur fyrsti starfsm. þar ásamt Ólafi Ingimundarsyni síðar múrara. Var vélam. á bátum um skeið en setti síðan upp bílaverkst. á Garðsstöðum og hefur rekið það síðan. Starfa tveir synir hans með honum nú. Var einn af nemendum í þeim vísi að Iðnskóli sem Iðnaðarmannafél. Keflavíkur rak 1935-37. Sveinspróf 1951. Meistari 1969. Eiginkona 29. apríl 1951: Helga Sigurðardóttir, f. 17.des. 1931 í Ásgarði, Miðnesi. Foreldrar: Sigurður Kristjánsson og kona hans Guðjónína Sæmundsdóttir. Börn: 1) Sigurður, f. 28. nóvember 1950, vélvirki, eiginkona Ester Guðmundsdóttir. 2) Þórir, f. 1. maí 1953, bifvv., eiginkona Ingibjörg Georgsdóttir. 3) Jónína, f. 28. júní 1956, eiginmaður Þröstur Steinþórsson. 4) Ingimundur, f. 9. nóvember 1958. 5) Guðjón, f. 27. apríl 1960. (1978)

Guðmundur Óskar Ívarsson húsasmiður, Víkurbraut 40, Grindavík. F. 14. mars 1930 í Görðum, Grindavík. Foreldrar: Ívar Magnússon sjómaður, f. 19. september 1892 að Bakka í Grindavík, d. 24. janúar 1962, og k. h. Guðný Stefánsdóttir, f. 3. apríl 1896 að Grund í Stöðvarf. Föðurforeldrar: Magnús Magnússon sjómaður og Guðmunda Gísladóttir. Móðurfor.: Stefán Björnsson sjómaður og kona hans Jóhanna Sigurhildur Þorvarðardóttir. Nám í húsasm. hjá Guðjóni Vilhjálmssyni í Reykjavík 1947-51. Iðnskóli Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1951. Fluttist til Grindavíkur eftir iðnnám og hefur stundað þar húsasm. sjálfstætt síðan að undanskildum 2 árum sem hann var við hafnargerð í Straumsv. 1967-68. Eiginkona (1) 3. október 1953: Bára Karlsdóttir frá Karlsskála í Grindavík, f. 15. nóvember 1930, d. 17. maí 1955. Foreldrar: Ágúst Karl Guðmundsson og kona hans Guðrún Steinsdóttir. Börn: 1) Ágúst Karl, f. 17. júní 1953, húsasm. 2) Bragi, f. 10. maí 1955, húsasm. Athugasemd Guðmundar: „Bragi sonur minn var aðeins 7 daga gamall þegar móðir hans dó. Móðursystir hans, Sveinbjörg Karlsdóttir og maður hennar Pétur Jóhannesson rennismiður, Langholti 8, Keflavík, tóku drenginn til sín. Hjá þessum góðu hjónum hefur Bragi alist upp sem þeirra sonur." Eiginkona (2) 15. júní 1957: Guðfinna Óskarsdóttir, Ásvallagötu 55, Reykjavík, f. 6. mars 1938. Foreldrar: Óskar Sigurðsson verkstjóri og María Friðfinnsdóttir. Börn: 1) Magnús, f. 17. febrúar 1958. 2) Margeir Óskar, f. 1. maí 1960. 3) María, f. 20. apríl 1964. 4) Guðný, f. 30. júní 1967. (1978)

Guðmundur Jakobsson trésmiður. F. 16. janúar 1860 á Ríp í Hegran., d. 3. september 1933. Foreldrar: Jakob Guðmundsson prestur þar og síðast á Illi, alþm. (1817-90), og kona hans Steinunn Dóróthea (1835-1907) Guðmundsdóttir. Föðurforeldrar: Guðmundur Jónsson vinnum. á Reynistað og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Pétursson kaupm. í Njarðvíkum og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir. Lærði trésm. hjá Magnúsi Árnasyni í Reykjavík. Bjó á Sauðafelli í eitt ár í Hákoti, Ytri-Njarðvík, 1886-95. Á Akran. 1895-96. í Keflavík 1896-98. Síðan í Reykjavík. Reisti margar kirkjur, m.a. á Kálfatjörn og Akran. Byrjaði á kirkjusm. í Keflavík en sú kirkja skekktist á grunni í ofviðri og var tekin niður. Reisti margar byggingar í Reykjavík, m.a. Kleppsspítalann. Einn af stofnendum timburverksm. Völundar. Hafnarv. í Reykjavík 1915-17. Byggingarfulltrúi 1915-17. Aflaði sér bóka er að iðn hans lutu og var hinn lærðasti maður í sinni grein. Lærði á efri árum fiðlusmíði í Kaupmannah. og gerði við strengjahljóðfæri. Gekk í Iðnaðarmannafél. í Reykjavík 16. október 1898. Ritari þess 1900. formaður 1901-02. í fjölda nefnda. Heiðursfél. 1930. Eiginkona 27. maí 1884: Þuríður Þórarinsdóttir, f. 28. ágúst 1863. Foreldrar: Þórarinn Árnason jarðyrkjum. og kona hans Ingunn Magnúsdóttir, bónda og alþm. í Syðra-Langholti Andréssonar. Þuríður var alsystir sr. Árna á Stóra-Hrauni og sr. Bjarna á Útskálum. Börn: 1) Anna, f. 1886, bjó í Danm. 2) Jakob, f. 25. ágúst 1888, verslm. 3) Magnea Jórunn, f. 12. september 1889, eiginmaður Páll Sæmundsson fulltrúi í danska fjármálaráðun. 4) Eggert Gilfer, f. 12. febrúar 1892, hljómlistarm. 5) Þórarinn, f. 27. mars 1896 á Akranesi., fiðluleikari, eiginkona Anna Ívarsdóttir. 6) Guðmundur, f. 12. desember 1898 í Reykjavík, d. 23. október 1968, læknir. (Hver er maðurinn?, Strokið um strengi, Saga Iðnaðarmannafél. í Reykjavík.)

Guðmundur Jóhannesson húsasmiður, Háteigi 16, Keflavík. F. 18. júní 1953 í Reykjavík. Foreldrar: Jóhannes Guðmundsson húsasm., f. 3. febrúar 1923 á Stokkseyri, og kona hans Anna Jónína Þórarinsdóttir, f. 3. febrúar 1925 á Fljótsbakka, S.-Múl. Föðurforeldrar: Guðmundur Sigurðsson skipasm. og kona hans Guðríður Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Þórarinn Guðmundsson bóndi og kona hans Jóhanna Matthea Einarsdóttir. Gagnfræðapróf í Reykjavík 1970. Lærði húsasm. hjá Jóhannesi Guðmundssyni, Reykjavík, 1969-73. Iðnskóli Reykjavíks. á. Sveinspróf í Reykjavík 1973. Vinnustaðir: Viður sf., Reykjavík, 1969-74. Dverghamrar Keflavíkurflugvelli frá 1975. Eiginkona 28. nóvember 1975: Greta Sigurðardóttir, f. 28. nóvember 1949. Foreldrar: Sigurður Bachmann bifrstj. og Valborg Sigurðardóttir. Barn: Tómas, f. 18. mars 1975. (1977)

Guðmundur Líndal Jóhannesson bakari, Ásabraut 12, Keflavík. F. 4. apríl 1912 í Arnardal, N.-Ís. Foreldrar: Jóhannes Guðmundsson sjómaður og bóndi, f. 8. október 1888 á Ísaf., d. 11. maí 1968 í Keflavík, og kona hans Sigrún A. Guðmundsdóttir, f. 1. nóvember 1890 á Bassastöðum í Steingrímsf., d. 10. nóvember 1967 í Keflavík. Föðurforeldrar: Guðmundur Gestsson útvegsbóndi og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Þorbergsson sjómaður og kona hans Ólína Sigurðardóttir. Bræður Guðmundar eru Sigmundur og Ólafur múrarar og Magnús skipasm. Framhsk. Ísaf., kvöldsk. iðnaðarm. Ísaf. Iðnskóli Reykjavík. Hóf nám í bakaraiðn í Norska bakaríinu, Ísaf., 1927. Gerði hlé á námi 1929. Alþýðubrauðg. í Reykjavík. Sveinspróf í Alþbrg. Hafnarf. 1934. Fór til Danm. sama ár. og vann og var við nám á ýmsum stöðum í Kaupmannah. til 1939. Var eitt ár á Seyðisf. Hjá breska hernum, túlkur o. fl. 1940-42. Alþýðubrauðg. Keflavík 7 ár. Lockhead Aircraft & Co., bakari o. fl. 2 ár. Metcalfe Hamilton & Co., skrifstofustörf og vörutaln. 8 ár. Airforce Exchange, skrifstst., vörumótt. o. fl. 4 ár. Dráttarbr. Keflavíkur, lager o. fl. 6 ár. U. S. Navy, matreiðsla o. fl. 5 ár. Aukastörf: Tungumálakennsla, teiknikennsla, tréskurður. í prófnefnd bakara í Keflavík frá stofnun hennar, nú formaður Eiginkona 28. september 1940: Magndís Guðjónsdóttir, f. 16. apríl 1917. Foreldrar: Guðjón Ívarsson sjómaður frá Vigdísarvöllum og kona hans Guðbjörg Eymundsdóttir frá Selströnd, Steingrímsf. Börn: 1) Lovísa Ólöf, f. 12. nóvember 1942, eiginmaður Magnús Jóhannsson verkt. þungavinnuv., Kóp. 2) Guðbjörg Sigrún, f. 25. febrúar 1944, eiginmaður John Oscar Wheet verkfr., Missouri, USA. 3) Hjördís, f. 2. febrúar 1946, eiginmaður Andrés Erlendsson bílstj. 4) Guðfinna, f. 31. október 1952, eiginmaður Ivar Reimarsson bílstj. 5) Auður, f. 5. maí 1955, eiginmaður Rafn Torfason sjómaður (1977)

Guðmundur Jónsson vélvirki, Kirkjuteigi 1, Keflavík. F. 10. febrúar 1947 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Þorvarðarson bifrstj., f. 27. september 1924 í Reykjavík, og kona hans Vilborg Jóna Guðmundsdóttir, f. 22. janúar 1927 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Þorvarður Guðmundsson í Gasstöð Reykjavíkur og kona hans Friðsemd Magnúsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Jónsson bifv. og kona hans Rósa Bachmann Jónsdóttir. Barnask. við Ljósafoss. Vélvirkjanám hjá Landssm. í Reykjavík 1963-67. Lauk námi hjá Vélsm. Sverre Stengrimsen í Keflavík. Iðnskóli Reykjavíkur 1. og 2. bekkur. Iðnskóli Keflavíkur 3. og 4. bekkur. Sveinspróf 1971. Vann hjá Landssm. 1963-67. Hjá Vélsm. Sverre Stengrimsen 1967-75. Hefur síðan verið til sjós. Eiginkona 9. október 1965: Ólína Melsted, f. 11. apríl 1946. Foreldrar: Gunnar Melsted verslm. og kona hans Unnur Eyjólfsdóttir. Börn: 1) Þorvarður, f. 28. febrúar 1966. 2) Unnur, f. 20. október 1967. 3) Gunnar, f. 25. mars 1969.4) Jón, f. 10. janúar 1973. (1977)

Guðmundur Jónsson húsasmiður og tæknifræðingur, Reykjavík. F. 13. apríl 1950 í Keflavík. Foreldrar: Jón Guðmundsson húsgagnasm. og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Árnasonar húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1963-67. Húsasmíðanám hjá Héðni Skarphéðinssyni 1968-72. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1972 í Ytri-Njarðvík. Tæknisk. Ísl. 1974-76. Próf í byggingatæknifr. 1976. Vann hjá Tryggva Kristjánssyni húsasm. sumrin 1965-66. Sigurbirni Reyni Eiríkssyni 1967-68. Eftir iðnnám hjá Jakobi Kristjánssyni 1973, Sveini og Þórhalli 1974 og 1975, og Dverghömrum sf. 1976. Á verkfræðist. Rafns Jenssonar, Reykjavík, 1977. Vinnur nú á verkfrst. Guðmundar G. Þórarinssonar, Reykjavík. Eiginkona 12. nóvember 1977: Inga Ólafsdóttir, f. 23.jan. 1954. Foreldrar: Ólafur Helgason bifrstj. og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. (1978)

Guðmundur Ásgeir Jónsson rafvirki, Sýrfelli, Bergi. F. 21. janúar 1926 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Ágúst Guðmundsson vitav. á Reykjan., f. 1890 á Þorfinnsstöðum, Valþjófsdal, Önundarf., d. 1938, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir, f. 1893 á Hofsstöðum, Helgafellssv., d. 1976. Föðurforeldrar: Guðmundur Ásgeir Eiríksson hreppstj. og fyrri kona hans Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Bjarnason bóndi og kona hans Ólína Árnadóttir. Lærði rafv. hjá Júlíusi Steingrímssyni og Guðbirni Guðmundssyni, Kvik, 1947-51. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf í Reykjavík. Hefur unnið hjá Varnarliðinu Keflavíkurflugvelli síðan 1951. Eiginkona 18. júlí 1953: Dagbjört Jónsdóttir, f. 6. desember 1921. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir. Börn: 1) Ólafur Jón, f. 22. október 1948, vélvirki, eiginkona Halla Jóna Guðmundsdóttir. 2) Jón Ágúst, f. 4. febrúar 1950, verkfr. 3) Sveinbjörn Gunnar, f. 10. maí 1951, stúdent. 4) Aðalsteinn Kristján, f. 12. desember 1953, vélvirki 5) Brynjólfur Stefán, f. 9. ágúst 1956, stúdent. 6) Kristin, f. 19. janúar 1958, skrifstst. 7) Guðmundur Ásgeir, f. 25. apríl 1960. 8) Dagbjartur Helgi, f. 19. mars 1962. (1977)

Guðmundur Björgvin Jónsson vélvirki, Kirkjugerði 5, Vogum. F. 1. október 1913 að Brunnastöðum, Vatnslstr. Foreldrar: Jón Einarsson útvegsbóndi þar, f. 8. janúar 1875 að Tjarnarkoti í Miðneshr., d. 30. janúar 1920, og kona hans Margrét Pétursdóttir, f. 24. júlí 1878 í Nýjabæ, Vogum, d. 19. nóvember 1918. Föðurforeldrar: Einar Jónsson bóndi, f. 5. maí 1850 að Hópi, Grindavík, d. 28. september 1898, og kona hans Sigríður Isleifsdóttir, f. 20. júní 1852, að Efri-Mörk á Síðu, d. 1882. Móðurforeldrar: Pétur Jónsson útvegsbóndi, f. 22. september 1834 að Tumakoti, Vogum, d. 1916, og kona hans Guðlaug Andrésdóttir ljósm., f. 30. apríl 1842 að Hólmfastskoti, Innri-Njarðvík, d. 1927. Bjuggu í Nýjabæ, síðar á Brekku undir Vogastapa. (Guðmundur Bj. er föðurbróðir Viðars Más Péturssonar vélvirkja og Jóns Erlingssonar pípulm. Hann og bræðurnir Gísli rafv., Hvalsnesi, og Sigurður pípulm., Keflavík, Guðmundssynir eru systkinasynir. Hann og Karl Guðjónsson rafv. eru systkinasynir.) Ólst upp hjá móðursystur sinni, Guðríði Pétursdóttur, f. 11. nóvember 1882 að Nýjabæ, Vogum, d. 24. apríl 1970. og manni hennar, Magnúsi Eyjólfssyni, f. 13. september 1880 að Steinsmýri, Meðallandi, V.-Skaft., d. 19. apríl 1953. Bjuggu á Brekku til 1927, en þá leggst býlið í eyði, en Brekka byggð upp í Vogum 1931. Vann í æsku algeng störf, einkum við sjávarútveg á Suðurn. Á síldveiðum á Geir goða sumrin 1932-33. Akstur á mjólkur- og fólksflbifr. Vatnslstr. -Reykjavík 1933-37. Bifrst. Bifröst 1938-40. Bifreiðast. Steindórs 1941-42. Vélstjóri á m/b Dagnýju, Vogum, 1941-42. Vélg. hjá Miðnesi hf., Sandgerði, 1943. Vélstj., verkstjóri og freðfisksmatsm. við Hraðfrh. Voga hf. 1943-46. Rak eigið véla- og járnsmverkst., Málm sf., Vogum, ásamt fleirum, 1947-52. Minna mótornámsk. í Reykjavík 1940. Meirapróf ökumanna 1933. Undanþága frá verklegu iðnnámi 1960, samkv. ráðunbr. Iðnskóli Keflavíkur 1955-59. Sveinspróf í vélvirkjun í Keflavík 1960. Hefur starfað hjá Varnarliðinu Keflavíkurflugvelli síðan 1952. Framkvstj. Bifrfél. Vatnslstrhr. 1937-43. Byggingarfulltr. Vatnslstrhr. frá 1958. formaður Sjálfstfél. Vatnslstrhr. 1950-66. formaður Verkstjfél. Suðurn. 1962-71. formaður Járniðnaðarmfél. Suðurn. 1964-69. formaður Sjúkra- og styrktarsj. I. S. 1967-74. formaður rafveitun. Vatnslstrhr. 1954-66. Í stjórn Verkstjsamb. Ísl. 1963-72. Í skólan. Brunnastaðask. 1945-61. í sóknarn. Kálfatjarnarkirkjus. frá 1964. Safnaðarfulltr. frá 1970. Sýslunefndarm. 1968-70. Sýsluendursk. Gullbrs. frá 1970. Í heilbrigðis- og fegrunarn. Vatnslstrhr. 1970- 74. Heiðursfél. Verkstjsamb. Ísl. frá 1976. Heiðursfél. Verkstjfél. Suðurn. frá 1977. Eiginkona 9. mars 1941: Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, f. 18. desember 1922 að Halldórsstöðum, Vatnslstr. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi þar, f. 2. september 1881 að Gufunesi, Mosfellssv., d. 17. febrúar 1963, og kona hans Erlendsína Helgadóttir, f. 8. ágúst 1889 að Litlabæ, Vatnslstr. Börn: 1) Magnea Guðríður, f. 30. ágúst 1941, eiginmaður Bent Key Frandsen skipasm., búa í Ströby, Danm. 2) Erlendur Magnús vélvirki 3) Matthías Haukur rennism. og lögrm. 4) Hreiðar Sólberg, f. 15. júní 1945, netagm., eiginkona Anna Halldóra Snorradóttir, búa í Vogum. 5) Sesselja Guðlaug, f. 30. nóvember 1947, eiginmaður Guðmundur Pálsson bifrstj., Vogum. 6) Jón Grétar, f. 8. júlí 1949, bifrstj., eiginkona Hrönn Bergsdóttir, Vogum. 7) Helgi Ragnar húsasm. 8) Svandís, f. 28. maí 1952, eiginmaður Sveinbjörn Egilsson stýrim., Vogum. 9) Halla Jóna, f. 4. ágúst 1953, eiginmaður Ólafur Jón Guðmundsson vélvirki 10) Guðlaugur Rúnar, f. 15. janúar 1955, húsasm. 11) Björgvin Hreinn, f. 23. janúar 1957, unnusta Ingunn Hafsteinsdóttir, Ytri-Njarðvík. 12) Viktor, f. 1. maí 1960. (1977)

Guðmundur Marinó Jónsson rafvirki. F. 2. september 1900 í Keflavík, d. 22. febrúar 1976. Foreldrar: Jón Jónsson sjómaður, f. 10. febrúar 1872 að Reykjadal, Hrunamhr., d. 22. september 1922 í Keflavík, og kona hans Sólveig María Benediktsdóttir, f. 25. mars 1873 að Hvoli, Mýrdal, V.-Skaft., d. 14. febrúar 1951. Föðurforeldrar: Jón Magnússon sjómaður og kona hans María Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Benedikt Þorsteinsson bóndi og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Vann með Edvard Jensen rafvm. um tveggja ára skeið, einnig með Knud Jensen rafvm. tæpt ár. Fékk iðnbr. hjá bæjarf. í Hafnarf. 15. október 1936. Vann fyrst við litla rafveitu, sem Matthías Þórðarson kaupm. setti upp til að framleiða ljós á aðgerðarplön og í fiskhús fyrir vélbáta í Keflavík. Árin 1925-30 vann hann hjá Rafv. Keflavíkur, sem hlutafél. hér hafði látið byggja. Vann síðan að mestu við raflagnir til ársins 1937 að hann byrjaði aftur hjá Rafveitu Kvikur og vann þar alla stund síðan, fyrst við vélg. til 1946, er rafmagnið kom frá Soginu, en síðan við eftirlit raflagna, skv. lögg. Rafmeftirlits ríkisins. Meðstofnandi Iðnaðarmannafél. Keflavíkur. Meðstofnandi guðspekistúkunnar Heiðablómið. Eiginkona Soffía Malena Ellefsen, f. 24. ágúst 1903 í Færeyjum. Foreldrar: Anna Soffía Ellefsen og Kristján Poulsen sjómaður Börn: 1) Reynir Jóhannes, f. 29. september 1933, flugstj., eiginkona Sjöfn Jóhannesdóttir. 2) Sverrir Andrew, f. 1. apríl 1935, rafvm., eiginkona Erla Helgadóttir. 3) Anna Katrina, f. 7. júní 1936, hárgrk., eiginmaður Wayne L. Stangel rafvm., USA. 4) Þórhallur, f. 1. desember 1937, vélvirki, eiginkona María Karlsdóttir. 5) Guðrún María, f. 19. september 1938, eiginmaður Karl Halldór Ágústsson vélstj. 6) Sveinbjörn, f. 10. mars 1941, rennism. og vélstj.

Guðmundur Þór Jónsson vélvirki, Melteig 20, Keflavík. F. 8. október 1935 í Reykjavík. Foreldrar: Stefán Hólm Jónsson, f. 1. september 1910 í Nörager, Danm., fórst með togaranum Júlí frá Hafnarf. í febrúar 1959, 1. vélstj., og kona hans Þóra Lovísa Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst 1910 í Hafnarf. Föðurforeldrar: Sigurður Jónsson læknir og kona hans Christine Holm Jónsson hjúkrk. Móðurforeldrar: Guðmundur Sigurðsson skósm. og kona hans Þóra Egilsdóttir saumak. Gagnfræðaskóli Flensborg, Hafnarf., 1949-50. Nám í vélvirkjun í Dráttarbr. Keflavíkur 1957-61. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf í Ytri-Njarðvík 1970. Var vélstj. á ýmsum bátum frá Keflavík 1961 -69. Við vélaviðg. hjá Sjöstjörnunni hf. í Keflavík frá 1969. Jafnframt rekið bifrverkst. í nokkur ár. Hjá Vélsm. Ol. Olsen frá 1971, verkstjóri. Eiginkona 31. desember 1962: Elín Ingólfsdóttir, f. 17. mars 1941. Foreldrar: Ingólfur Þórarinsson póstfulltrúi og kona hans Signý Ólafsdóttir. Börn: 1) Signý, f. 2. júní 1957, eiginmaður Hólmar Tryggvason húsasm. Búa á Blönduósi. 2) Stefán Hólm, f. 11. maí 1960. 3) Ragnhildur Lovísa, f. 28. nóvember 1964. 4) Guðný, f. 22. maí 1966. 5) Þóra Ólöf, f. 6. apríl 1968. (1978)

Guðmundur Jens Knútsson rafvirki, Melbraut 25, Garði. F. 16. desember 1955 í Garði. Foreldrar: Knútur Guðmundsson verkstj., f. 31. desember 1935 í Garðhúsum, Garði, og kona hans Sigrún Guðmunda Magnúsdóttir, f. 26. ágúst 1934 á Suðureyri við Súgandafj. Föðurforeldrar: Guðmundur Friðbjörn Eiríksson útgm. og kona hans Jenny Kamilla Júlíusdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Vilhjálmur Magnússon skipstj. og kona hans Unnur Guðmundsdóttir. Eiríkur Guðmundsson vélvirki er föðurbr. Guðmundar. Knútur og Sigurður Ingvarsson rafv. eru systkinasynir. Gagnfræðapróf frá Núpi, Dýraf., 1972. Lærði rafv. hjá Sigurði Ingvarssyni, Garði, 1972-76. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1976 í Keflavík. Vinnur hjá Sigurði Ingvarssyni. Unnusta: Anna Marý Pétursdóttir, f. 4. desember 1955 í Sandgerði Foreldrar: Pétur Björnsson vélstj. og kona hans Sveinlaug Sveinsdóttir frá Seyðisf. (1977)

Guðmundur Sveins Kristjánsson múrari, Reykjanesvegi 8, Ytri-Njarðvík. F. 14. apríl 1925 á Ísaf. Foreldrar: Kristján Pálsson múraram., f. á Akureyri 1899, og kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 16. desember 1897. Föðurforeldrar: Páll Markússon steinsm. á Akureyri og Soffía Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Sveinn Sveinsson bóndi á Gillastöðum í Reykhólasv. og kona hans Valgerður Bjarnadóttir. Lærði múrsmíði á Ísaf. hjá Einari Jóhannssyni og Kristjáni Pálssyni. Sveinspróf í Keflavík 1960. Byrjaði í múrverki 1939 hjá föður sínum Kristjáni Pálssyni til 1950. Fluttu þeir þá suður og voru hjá byggingarfél. Brú til 1954, m.a. á Keflavíkurflugvelli hjá Sam. verktökum. Vann síðan í Njarðvík og Keflavík sjálfstætt með Sig. Hannessyni í 5 ár. í Steinsmíði með Trausta Einarssyni 1970-74. Síðan hjá Dverghömrum sf. Fél. í Múrarafél. Suðurn. frá stofnun og fyrsti formaður þess. Eiginkona Gíslína Erla Eiríksdóttir, f. 12. október 1928 í Ytri-Njarðvík. Foreldrar: Eiríkur Þorsteinsson vélstj., Vík, Ytri-Njarðvík, og kona hans Árný Ólafsdóttir. Barn: Kristrún, f. 1. mars 1947, eiginmaður Jón Bjarnason sjómaður (1978)

Guðmundur Lárusson rafvirki, Nónvörðu 9, Keflavík. F. 4. febrúar 1951 í Veghúsum, Keflavík. Foreldrar: Lárus Eiðsson húsgagnasm. og kona hans Guðrún Árnadóttir. Guðmundur og Guðni Sigurbjörnsson rafv. eru systrasynir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1965-68. Iðnskóli Keflavíkur 1968-71. Rafvnám hjá Þorleifi Sigurþórssyni, Keflavík, 1969-73. Sveinspróf 1973. Vann áður frystihúsast. Starfar nú í Slökkvil. Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 15. ágúst 1970: Jóna Hróbjartsdóttir, f. 26. október 1950. Foreldrar: Hróbjartur Jónsson skrifstm. og kona hans Þórunn Frans. Barn: Lárus Frans, f. 11. desember 1970. (1977)

Guðmundur Pétursson vélvirki, Gunnarsbraut 30, Reykjavík. F. 15. mars 1947 í Borgarn. Foreldrar: Pétur Guðmundsson flugvstj., f. 2. september 1928 í Reykjavík, og kona hans Hrafnhildur Héðinsdóttir, f. 3. október 1927 í Borgarn. Föðurforeldrar: Guðmundur Pétursson símritari og kona hans Ingibjörg Jónasdóttir. Móðurforeldrar: Héðinn Jónsson verslm. og kona hans Hólmfríður Pétursdóttir. Barnask. Reykjavík, Keflavík og Njarðvík. Gagnfræðaskóli Keflavík. Lærði vélvirkjun hjá Í. A. V., Keflavíkurflugvelli, meistari Þórmar Guðjónsson, 1964-67. Sveinspróf 1967. Bayerische Staatslehranstalt fiir photographie Miinchen, 1973-75. Hefur sveinsréttindi Í ljósmyndun. Stundaði flugnám 1966-69, lauk atvinnuflugmpr. og siglingafrpr. Vann hjá Í. A. V. á námstímanum og af og til síðan. Verslm. í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli í 2 ár. Loftsiglingafr. hjá Loftleiðum 1970. Hjá Motoren und turbinen union MTU í Mtinchen, vélvirki í tilraunadeild 1972. Hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli í 16 mán. Ljósmyndaþj. Mats Wibe Lund, Laugav. 168, 1976-77. Vinnur nú í flugrekstrardeild Varnarliðsins. Ókv. Bl. (1977)

Guðmundur Pétursson húsasmiður, Brekkubraut 7, Keflavík. F. 10. nóvember 1951 í Keflavík. Foreldrar: Pétur R. V. Kárason, f. 18. júlí 1922 í Reykjavík, og kona hans Regína Guðmundsdóttir, f. 29. ágúst 1918 í Villingaholtshr. Föðurfor.: Kári Kárason og kona hans Júlíana Stígsdóttir. Móðurfor.: Guðmundur Á. Eiríksson og kona hans Kristín Gísladóttir. Gagnfræðaskóli 1967-68. Húsasmíðanám í Ramma hf., Ytri-Njarðvík, meistari Egill Jónsson, 1972-76. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1976 í Keflavík. Vann í Ramma í tvö ár fyrir iðnnám. Vinnur nú hjá Dverghömrum Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 2. júní 1973: Bára Hansdóttir, f. 12. október 1954. Foreldrar: Hans Danelíusson, f. 19. ágúst 1918, og kona hans Sólveig Guðmundsdóttir, f. 29. júlí 1923. Barn: Pétur R., f. 17. júlí 1972. (1976)

Guðmundur Sigurðsson rafvirki, Vogagerði 8, Vogum. F. 1. janúar 1945 í Keflavík. Foreldrar: Sigurður R. Guðmundsson pípulm. og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1958-62. Nám í rafv. hjá Þorleifi Sigurþórssyni, Keflavík, 1966-69. Iðnskóli Keflavíkur og Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1969. Vann hjá Þorleifi til 1970. Þá eitt ár hjá R. V. K. Síðan hjá Rafiðn 1970-74. Starfsm. við versl. Víkurbæ 1974-76. Flutti þá til Voga og stofnaði versl. Vogabæ og rekur hana. Eiginkona 7. september 1968: Sigrún Ósk Ingadóttir hárgrk. Börn: 1) Guðmundur, f. 10. nóvember 1969. 2) Sigurður Ragnar, f. 27. mars 1972. 3) Ingi Guðni, f. 28. júní 1975. (1978)

Guðmundur Sigurðsson rafvirki, Vesturgötu 5, Keflavík. F. 4. ágúst 1952 í Reykjavík. Foreldrar: Sigurður H. Guðmundsson rafv. og kona hans Svava Hallgrímsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1965-69. Iðnskóli Keflavíkur 1969-73. Lærði rafv. hjá föður sínum 1970-74. Sveinspróf í Keflavík 1976. Ókv. Bl. (1977)

Guðmundur Jóhann Sigurðsson skipasmiður. F. 12. maí 1929 í Hælavík, Sléttuhr., N.-Ís., d. 13. september 1979. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi þar, síðar símstj. á Hesteyri, f. 28. mars 1892 á Læk í Aðalvík, d. 8. maí 1968, og kona hans Stefanía Halldóra Guðnadóttir, f. 22. júní 1897 í Hælavík, d. 17. nóvember 1973. Föðurforeldrar: Sigurður Friðriksson bóndi og kona hans Kristín Arnórsdóttir. Móðurforeldrar: Guðni Kjartansson bóndi og kona hans Hjálmfríður Ísleifsdóttir. Barnask. Hesteyrar 1939-42. Lærði skipasm. í Dráttarbr. Keflavíkur 1955-58. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1958 í Keflavík. Vann alllengi í Dráttarbr. Mælingafulltr. fyrir Iðnsvfél. Suðurn. í nokkur ár. Vann síðast við jarðboranir. formaður prófnefnd í skipasm. í nokkur ár. Ókv. Bl.

Guðmundur Skúlason húsasmiður, Túngötu 14, Keflavík. F. 9. júlí 1906 að Austurey, Laugardal, Árn. Foreldrar: Skúli Skúlason húsasm. og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Bróðir Skúla H. Skúlasonar. Systursonur Skúla Högnasonar, föðurbróðir Baldurs Skúlasonar. Lærði húsasm. hjá föður sínum í Keflavík 1926-30. Sveinspróf í Keflavík 1935. Hefur stundað húsasm. alla tíð í Keflavík nema árin 1943-47, þá í Reykjavík. Stofnaði og rak Trésmverkst. Reyni ásamt föður sínum og Skúla bróður sínum um árabil. Meðstofnandi og gjaldk. í fyrstu stjórn Iðnaðarmannafél. Keflavíkur. Heiðursfél. I. S. 1974. Ókv. Bl. (1978)

Guðmundur Sveinsson rafvirki. F. 31. ágúst 1916 í Deild á Akranesi., d. 3. ágúst 1977. Foreldrar: Sveinn Jóhannesson húsasm., f. 14. nóvember 1888 að Hofgörðum, Snæf., d. 1951, og kona hans Kristrún Jónsdóttir, f. 6. ágúst 1887 í Látravík, Eyrarsv., Snæf., d. 1942. Bjuggu síðast í Reykjavík. Föðurforeldrar: Jóhannes Vilhelm Hansen Sveinsson útvegsbóndi og kaupm. á Akranesi., Grundarf. og Reykjavík, og kona hans Guðlaug Björg Björnsdóttir kaupk. Móðurforeldrar: Jón Árnason bóndi í Látravík og Kristín Sigurðardóttir. Bróðir Sigurvins rafvirkja og Guðlaugar hárgrk. Lærði rafv. hjá bróður sínum Jóni Sveinssyni í Rvik. Iðnskóli Reykjavík. Fékk háspennuréttindi með prófi. Starfaði við raftækjavinnust. Ljósafoss í Reykjavík. Stofnandi og aðaleigandi Glóa sf. í Hafnarf. Gekkst fyrir stofnun R. V. K. og Keflavíkurverkt. í Keflavík 1957. Framkvstj. R. V. K. til 1961. Helsti hvatamaður að stofnun Stangveiðifél. Suðurn. Varaform. I. S. 1958. Fór til Danm. 1969 og starfaði þar við rafv. til dánardags. Eiginkona Unnur Ingvarsdóttir, f. 6. nóvember 1917. Foreldrar: Ingvar Guðmundsson sjómaður og kona hans Guðrún Andrésdóttir. Þau skildu. Börn: 1) Ingvar, f. 4. apríl 1938, eiginkona Kirsten Fredriksen. 2) Erla, f. 21. september 1942, eiginmaður Svavar Hauksson símv. 3) Kristrún, f. 7. október 1945, eiginmaður Jóhannes Arason niðursuðufr. 4) Bjarni Þór, f. 15. júní 1949, eiginkona Matthildur Skúladóttir.

Jón Guðmundur Sveinsson skipasmiður, Njarðvíkurbraut 16,1.Njarðvík. F. 5. október 1924 á Torfalæk, A.-Hún. Foreldrar: Sveinn Björnsson bóndi og smiður, f. 10. október 1883 í Sveinskoti, Álftan., d. 1. desember 1957, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1. október 1901 í Hnífsdal. Föðurfor.: Björn Sveinsson bóndi og sjómaður og Kristín Þóroddsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Jónsson bóndi og kona hans Jófríður Jónsdóttir. Barnask. Torfalækjarhr. 1934-38. Skipasmnám í Skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar, Ytri-Njarðvík, 1946-50. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1950 í Njarðvík. Vann landbúnaðarstörf á ýmsum stöðum fram að iðnnámi. í Skipasmíðastöð E. J. til 1953. Keflavíkurflugvelli 1953-58. Síðan í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Eiginkona 15. ágúst 1964: Sólbjörg Vigfúsdóttir, f. 20. júni 1917. Foreldrar: Vigfús Guðmundsson bóndi og kona hans Steinunn Jónsdóttir. Börn: 1) Vigfús, f. 5. júní 1952, verkamaður., eiginkona Þorbjörg Helgadóttir. 2) Svanhildur, f. 23. júní 1955, skrifstst. Stjúpbörn: 1) Dagný Vernharðsdóttir, f. 22. janúar 1940, snyrtidama, eiginmaður Gunnar Guðmundsson vélstj. 2) Vígsteinn Vernharðsson, f. 10. júní 1943, verslm., eiginkona Kristín Hallsdóttir. 3) Jóna Vernharðsdóttir, f. 20. október 1944, eiginmaður Reynir Kristjánsson skrifstm. (1977)

Guðmundur Karl Tómasson rafvirki, Borgarhrauni 13, Grindavík. F. 19. maí 1951 í Reykjavík. Foreldrar: Tómas Guðmundsson rafvm. og kona hans Ingeburg Guðmundsson Wohlers. Lærði rafv. hjá föður sínum 1970-74. Sveinspróf 1975. Hefur síðan unnið í Rafborg sf. K.30. maí 1971: Kristrún Bragadóttir, f. 19. mars 1953. Foreldrar: Bragi Pálsson og Hrönn Kristmundsdóttir. Barn: Hjördís, f. 6. febrúar 1971. (1977)

Guðmundur Þengilsson múrari, Reykjavík. F. 19. desember 1926 á Ólafsf. Foreldrar: Þengill Jónsson smiður og bóndi, f. 1901, d. 1979, og Guðný Guðmundsdóttir, f. 1893. Föðurforeldrar: Jón Gunnlaugsson bóndi og kona hans Sigurbjörg Marteinsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Jóhannesson og Rósa Sigurðardóttir. Barnask. Ólafsfj. 4 ár. Lærði múrsmíði hjá Gísla Magnússyni, Ólafsf., 1945-49. Iðnskóli Ólafsfj. sama ár. Sveinspróf 1950 á Akureyri. Vann við byggingarst. í Ólafsf. 1950-55, í Keflavík 1956-61 og síðan við verktakastarfsemi í Reykjavík frá 1961. Síðast með verk á Ísaf. (hótelið). Í stjórn Múrarafél. Suðurn. 1961-62. Eiginkona 9. ágúst 1952: Hugljúf Dagbjartsdóttir, f. 3. janúar 1930. Foreldrar: Dagbjartur Lárusson bóndi og sjómaður og kona hans Ragnheiður Guðbjörg Jónsdóttir. Börn: 1) Jón Kristinn, f. 3. desember 1952, vélstj., eiginkona Annora K. Roberts hárgrk. 2) Pálína Guðný, f. 27. febrúar 1955, skrifstst. Fósturdóttir: Svanhvít Guðmundsdóttir, f. 14. desember 1972. (1980)

Guðmundur Karl Þorleifsson rafvirki, Skólavegi 9, Keflavík. F. 3. október 1952 í Reykjavík. Foreldrar: Þorleifur Sigurjónsson rafv. og kona hans Margrét Sigríður Karlsdóttir. Albr. Sigurþórs Árna húsasm. Barnask. og Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1959-68. Iðnskóli Keflavíkur 1969-73. Rafvnám hjá föður sínum  1971-75. Tæknisk. Ísl. frá 1975-78 (raftæknir). Hefur unnið að iðn sinni hjá föður sínum utan skólatíma. Eiginkona 30. apríl 1977: Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, f. 22. maí 1954. Foreldrar: Björn Helgafon og Hrafnhildur Oddsdóttir. Stjúpbarn: Hlynur Róbert Óðinsson, f. 9. október 1973. (1977)

Guðni Frímann Guðjónsson húsasmiður, Hjallabraut 17, Hafnarfirði. F. 13. júlí 1944 að Lambastöðum, Sandgerði Foreldrar: Guðjón Magnússon vélstj., f. 19. janúar 1921 að Klöpp á Miðnesi, og kona hans Aldís Fríða Magnúsdóttir, f. 5. júlí 1923 að Kirkjubæ, Akran. Föðurforeldrar: Magnús Kristinn Sigurðsson verkamaður., Sandgerði, og kona hans Rósa Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Sveinsson vélstj. og kona hans Hólmfríður Oddsdóttir. Héraðssk. Reykholti 1958-59. Húsasmíðanám hjá Guðmundi Skúlasyni 1961-65. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf Keflavík 1965. Meistarask. Iðnskóli Reykjavík 1966-67. Tæknisk. Ísl. 1970-75. Vann í Timburiðjunni 1966-67 (með meistarask.). Við eigið fyrirt., Þrist sf., 1967- 70. Hóf þá nám í Tæknisk. Ísl. Vinnur nú hjá Húsnæðismálast. ríkisins. Eiginkona 27. desember 1969: Alda Guðrún Friðriksdóttir kennari, f. 3. febrúar 1938. Foreldrar: Friðrik Halldórsson loftskm. og Helga Ingibjörg Stefánsdóttir. Barn: Friðrik Guðjón, f. 7. desember 1973. (1975)

Guðni Magnússon málari, Suðurgötu 35, Keflavík. F. 21. nóvember 1904 að Narfakoti, Ytri-Njarðvík. Foreldrar: Magnús Pálsson útvegsbóndi, f. 16. ágúst 1863 á MinniBorg undir Eyjafj., og kona hans Steinunn Ólafsdóttir, f. 8. júní 1862 í Rófu í Leiru. Föðurforeldrar: Páll Jónsson og kona hans Kristín Einarsdóttir frá Lambafelli. Móðurforeldrar: Ólafur Jónsson og kona hans Guðný Vilhjálmsdóttir Brandssonar frá Kirkjuvogi. Ólst upp í Garðabæ, Ytri-Njarðvík, frá 1. aldursári og stundaði sjó og aðra vinnu framan af. Hóf málarast. hjá Kristni bróður sínum í Hafnarf. 1926. Sveinspróf í Hafnarf. 1935. Hefur starfað sjálfstætt í Keflavík síðan 1930. Búsettur þar frá 1935. Í byggingarn. Keflavíkur 1938-54. formaður vatns- og skólpveitun. 1941-54. Varam. í hreppsnefnd og bæjarstj. af og til frá 1942-60. í Fræðsluráði Keflavíkur 1958-74 og formaður þess 1971-74. Meðstofnandi og formaður Iðnaðarmannafél. Keflavíkur í 9 ár. formaður Iðnráðs Keflavíkur frá 1959. Iðnfulltr. Reykjanesumd. frá 1961. formaður deildarstj. KRON í Keflavík 1940-45. Stjórnarform. Kaupfél. Suðurn. frá stofnun 1945-50. Hefur starfað í IOGT frá 1938. Umboðsm. stúkunnar Víkur frá 1948. í Rotarykl. Keflavíkur frá 1959, forseti 1972-73. Einn af stofnendum Málfundafél. Faxa 1939. Gjaldk. blaðsins Faxa 1946-71. Heiðursfél. Iðnaðarmannafél. Suðurn. 1964. formaður M. V. K. frá stofnun 1957 til 1978. í samvinnun. Keflavíkurverkt. sama tíma. Hefur setið á 20-30 iðnþingum og nokkrum aðalfundum SÍS. Hefur safnað ýmsum fróðleik um sögu Suðurnesja og skrifað margar greinar, einkum í Faxa. Eiginkona (1) 20. desember 1930: Jóna Jónsdóttir, f. 18. desember 1904, d. 18. júlí 1939. Foreldrar: Jón Jónsson útvegsbóndi í Stapakoti og Valgerður Grímsdóttir. Börn: 1) Vignir, f. 30. ágúst 1931. 2) Jón Birgir, f. 14. júlí 1939, málaram., eiginkona Harpa Þorvaldsdóttir. Eiginkona (2) 30. september 1944: Hansína Kristjánsdóttir, f. 8. maí 1911. Foreldrar: Kristján Þórðarson frá Rauðkollsstöðum og kona hans Elín Jónsdóttir. Börn: 1) Eiríkur, f. 3. apríl 1945, viðskfr., eiginkona Þorgerður Guðfinnsdóttir. 2) Steinunn, f. 4. júní 1949, skrifstst., eiginmaður Neville Young frá Nottingham, Engl. 3) Árnheiður Stefanía, f. 3. desember 1951, eiginmaður Jónas H. Jónsson bílamálari. Stjúpsonur (sonur Hansínu og fyrri manns hennar, Eiríks Tómassonar, Járngerðarstöðum): Ellert, f. 1. maí 1938, verkstjóri hjá Keflavíkurbæ, eiginkona Birna Jóhannesdóttir. (1979)

Guðni Sigurbjörnsson rafvirki, Faxabraut 9, Keflavík. F. 29. júlí 1948 í Keflavík. Foreldrar: Sigurbjörn Líndal Guðnason bifrstj., f. 6. október 1913, d. 1. desember 1976 í Keflavík, og kona hans Svava Árnadóttir, f. 11. júní 1913 í Keflavík. Föðurforeldrar: Guðni Jónsson verkstjóri og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir, Keflavík. Móðurforeldrar: Árni Vigfús Magnússon bátasm. og kona hans Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir, Keflavík. Gagnfræðaskóli 1961-65. Rafvnám hjá Hannesi Sigurðssyni, Reykjavík, 1968-72. Iðnskóli í Keflavík 1967-69. Sveinspróf í Reykjavík 1972. Stundaði almenna vinnu fyrir iðnnám. Ljósvirki hf., Reykjavík, 1968-75. Síðan hjá Rafvirkjadeildinni hf. á Keflavíkurflugvelli. Ókv. Bl. (1976)

Guðni Sigurðsson sýslumaður og skipasmiður. F. 1714 í Sandgerði, d. 6. janúar 1780. Foreldrar: Sigurður Runólfsson og kona hans Margrét Andrésdóttir, Finnbogasonar lögréttumanns á Kröggólfsstöðum. Tekinn í Skálholtsskóla 1729, stúdent 1733, fór utan 1736, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Khöfn 15. desember sama ár. Settur sýslum. í Gullbringusýslu 25. október 1737. Settur alþingisskrifari 6. júní 1743. Var boðið af konungi að taka út Hólastól 17. júní 1746 af Skúla Magnússyni með Bjarna sýslum. Halldórssyni. Settur 6. ágúst 1749 landfógeti til bráðabirgða þar til Skúli tók við. Sleppti þá sýslustörfum í Gullbringusýslu. Fékk veitingu fyrir Kjósarsýslu 24. febrúar 1750, en sagði henni af sér 24. febrúar 1752, með því að honum var gert að skyldu að setjast að í Kjósarsýslu, en þóttist ekki án skaða geta flust burt frá jarðeignum sínum. Var eingöngu bóndi upp frá því. Bjó fyrst í Sandgerði með föður sínum frá 1738, Stafnesi frá 1744, en síðast í Kirkjuvogi frá 1752 og andaðist þar. Var hinn mesti athafnamaður og þjóðhagasmiður, bæði sem húsa- og skipasmiður og skurðhagur með afbrigðum en nokkuð drykkfelldur og þó vel metinn, bætti jarðir sínar og vandaði mjög til kirkjubyggingar í Kirkjuvogi. 1753 hóf hann smíði á afarstórum tólfæring með hálfdekki, sem svo var nefnt, í félagi við svila sinn, Bjarna Vigfússon. Mun hann hafa verið ætlaður aðallega til lúðuog þorskveiða í Reykjanesröst yfir sumartímann og til geirfuglafanga í Geirfuglasker, ennfremur til vöruflutninga milli Grindavíkur og Básenda. Eiginkona Auðbjörg (d. 1766) Kortsdóttir lögréttumanns á Kirkjubóli, Jónssonar. Börn: 1) Margrét, átti launbarn með vinnumanni föður síns, Gísla Árnasyni, Erlendssonar (var það Ólafur kaupmaður Waage, og er af honum komin merk ætt í Danmörku). Giftist síðan fyrst Runólfi Runólfssyni í Sandgerði (þau voru systkinabörn í báðar ættir) og er af þeim margt manna, þ. á m. Ólsensætt á Þingeyrum. Giftist í annað sinn Gottskálk Gissurarsyni á Flankastöðum (þau bl.). 2) Ingveldur, átti Hákon Vilhjálmsson í Kirkjuvogi (áttu mörg börn en misstu þau öll ung. Sjá Jón Sighvatsson). 3) Guðný, átti fyrst Magnús lækni Guðmundsson á Úlfsstöðum, varð síðan 3. kona síra Magnúsar Jónssonar í Saurbæ í Eyjafirði. (Ísl. æviskrár, Iðnsaga Ísl., Skútuöldin)

Guðný Húnbogadóttir bílamálari, Austurgötu 18, Keflavík. F. 11. maí 1955 í Sandgerði Foreldrar: Húnbogi Þorleifsson húsasm. og kona hans Einarína Jóna Sigurðardóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1971. Iðnskóli Austurlands 1972. Iðnskóli Suðurn. 1973-75 og 1977. Nám í bílamálun hjá Bílaskálanum Reykjavík, meistari Guðmundur Jónsson, 1973-75. Hjá Birgi Guðnasyni, Keflavík, 1975-77. Sveinspróf í Reykjavík 1977. Hefur auk iðnarinnar unnið í fiski, verslst. og húsmst. Eiginmaður 29. nóvember 1975: Þórður K. Magnússon skipasm. Barn: Kristín Andrea, f. 6. september 1976. (1977)

Guðrún Ragnheiður Valtýsdóttir hárgreiðslukona, Hólabraut 15, Keflavík. F. 31. mars 1948 í Keflavík. Foreldrar: Valtýr Guðjónsson útibússtj. Samvb. í Keflavík, f. 8. maí 1910 að Lækjarbug, Hraunhr., Mýr., og kona hans Elín Þorkelsdóttir, f. 18. febrúar 1909 að Álftá, Hraunhr., Mýr. Föðurforeldrar: Guðjón Þórarinsson bóndi Lækjarbug og Kristín Illugadóttir. Móðurforeldrar: Þorkell Guðmundsson bóndi á Álftá og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir (systir Gylfa Valtýssonar plötu- og ketilsm.). Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1961-63. Nám í hárgr. hjá Hansínu Traustadóttur 1966-68. Iðnskóli Keflavíkur 1964-65. Sveinspróf 1968. Starfað á hárgrst. Íris. Eiginmaður 16. desember 1972: Valur Emilsson, f. 26. október 1947. Foreldrar: Emil Guðmundsson bifrstj. og kona hans Kristín Guðmundsdóttir. Börn: 1) Emil, f. 21. júní 1975. 2) Guðmundur Valtýr, f. 20. september 1977. (1978)

Gunnar J. Árnason skósmiður, Keflavík. F. 13. júlí 1873 á Hvalsnesi, d. 1951. Foreldrar: Árni Gíslason úr Skagaf. og kona hans Málfríður Jónsdóttir úr Vogum, Gull. Fluttust að Löndum, Miðnesi. Missti móður sína 14 ára gamall, flutti þá með föður sínum til Sauðárkróks. Fór til Austfj. um tvítugsaldur. Fór til Noregs og vann þar í pappírsverksm. í eitt ár. Lærði skósm. hjá Jóni Lúðvíkssyni á Seyðisf. Bjó á Vopnaf. í nokkur ár. Flutti til Keflavíkur 1906. Bjó fyrstu 2 árin í húsi Sigurðar Gunnarssonar við Klapparstíg. Keypti þá húsið nr. 6 við Aðalgötu. Seldi það til flutnings um 1920 og byggði á sama stað hús það er enn stendur. Stundaði iðn sína og hafði oft nemendur. Rak jafnframt versl. frá 1915 til dánardags. Var í lúðrasveit, sem starfaði hér í nokkur ár. Eiginkona 1902: Hólmfríður Hjartardóttir, f. 8. júlí 1868 í Skorhaga í Kjós, d. 14. febrúar 1937. Foreldrar: Hjörtur Þorkelsson bóndi þar og víðar og kona hans Margrét Jósepsdóttir frá Hávarðsstöðum í Leirársv. Börn: 1) Guðni Jóhannes, f. 8. nóvember 1903, d. 28. september 1951, kaupm. í Hafnarf., eiginkona Sigurveig Steingrímsdóttir, Torfasonar kaupm. þar. 2) Hjörtur Árni, f. 30. júlí 1911, bifrstj., eiginkona Magnea Magnúsdóttir frá Traðhúsum, Höfnum.(1978)

Gunnar Már Eðvarðsson húsasmiður, Keflavík. F. 23. mars 1956 á Þórsh., N.-Þing. Móðir: Stefanía A. Magnúsdóttir vaktstj. í Ísl. markaði, Keflavíkurflugvelli, f. 8. október 1934. Fósturfaðir: Sveinn Einarsson bílstj., f. 24. júní 1920. Föðurforeldrar: Einar Guðmundsson sjómaður, Keflavík, og kona hans Elísabet Sveinsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Magnússon vélstj. og Halldóra Halldórsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1969-73. Lærði húsasm. hjá Braga Pálssyni, Trésmverkst. Þór. Ól., 1976-79. Iðnskóli Suðurn. og Fjölbrautarskóli Suðurnesja, próf 1978. Sveinspróf 1979. Ókv. Bl. (1979)

Gunnar Emilsson rennismiður. F. 1. ágúst 1901 á Kvíabekk í Ólafsf., d. 29. júní 1977. Foreldrar: Emil Guðmundsson prestur þar, f. 26. júní 1865 á Torfastöðum í Vopnaf., d. 28. apríl 1907, og kona hans Jane María Margrét, f. 8. mars 1864 að Hjaltabakka, d. 21. september 1914. Föðurforeldrar: Guðmundur Stefánsson bóndi á Torfastöðum, N.-Múl., f. 9. maí 1820, d. 3. júlí 1894, og kona hans Júlíane Jensíne Hermannsdóttir, f. 9. nóvember 1827, d. 22. mars 1902, Schous verslunarstjóri á Vopnaf. Móðurforeldrar: Steinn Steinsen prestur í Árnesi, f. 4. apríl 1838 í Reykjavík, d. 27. júlí 1883, og kona hans Wilhelmine Catherine Biering, f. 3. mars 1840, d. 30. október 1917. Ólst upp frá 9 ára aldri hjá föðurbróður sínum Carli Guðmundssyni á Stöðvarf., sem seinna varð tengdafaðir hans. Var sjómaður frá 13-20 ára aldurs, síðan verslm. og póstafgrm. til 1930. Vann í hjáverkum við vélaviðg. á þessu tímabili. Rúmlega tvítugur smíðaði hann sveifarás í bátsvél með stignum rennibekk. Hafði þá ekkert lært. Flutti til Fáskrúðsfjarðar 1930. Til Keflavíkur 1932 og bjó þar síðan. Starfaði í Vélsm. Magnúsar Björnssonar við rennism. og vélsm. og síðar í Dráttarbr. Keflavíkur, eftir að hún var stofnuð og var einn af hluthöfum. Vann þar til 1954, oftast sem verkstjóri á renniverkst., eða um 18 ár. Var á e/s Kötlu um 5 ára skeið, fyrsta árið sem smyrjari, síðan vélstj. Eiginkona 12. febrúar 1926: Þóra Carlsdóttir, f. 30. júní 1898 á Stöðvarf. Foreldrar: Carl Guðmundsson kaupm., f. 17. apríl 1861 á Torfastöðum (bróðir Emils), d. 1923, og kona hans Petra Jónsdóttir, f. 23. apríl 1866, d. 1929, Jónssonar bónda og hafnsögumanns á Djúpav. Börn: 1) Erna, f. 7. maí 1927, eiginmaður Ólafur Þorvaldsson. 2) Jane Petra, f. 30. ágúst 1930, eiginmaður Jón Þorvaldsson slökkviliðsm. Gunnar er afi Þorvalds Ólafssonar húsasm.

Gunnar Jóhann Friðriksson matreiðslumaður, Mávabraut 7d, Keflavík. F. 9. janúar 1951 í Keflavík. Foreldrar: Friðrik Lúðvík Karlsson vélstj., f. 21. júní 1912 í Keflavík, og kona hans Guðný Sigríður Sigurðardóttir, f. 9. ágúst 1918 í Neskaupst. Föðurforeldrar: Karl Axel Guðmundsson sjómaður, Keflavík, og kona hans María Magnúsd. Móðurforeldrar: Sigurður Magnússon matsv. og kona hans Guðrún Jóh. Oddsdóttir. Gagnfræðapróf Keflavík 1968. Lærði matreiðslu hjá Kristjáni Sæmundssyni á Óðali í Reykjavík 1970-74. Var í Hótel- og veitingaþjsk. og tók Sveinspróf þar 1974. Rak veitingah. Nautið í Keflavík 1974-75. Vinnur síðan sem matreiðslum. hjá Varnarliðinu. Eiginkona 21. júní 1975: Ingibjörg Pálmadóttir, f. 21. júní 1952. Foreldrar: Pálmi Guðmundsson bifrstj. og kona hans Jófríður Jóna Jónsdóttir. Barn: Kristín María, f. 5. mars 1975. (1977)

Gunnar Aðalsteinn Guðbjörnsson húsasmiður, Holtsgötu 11, Sandgerði. F. 19. september 1951 á Akureyri. Foreldrar: Guðbjörn Pétursson verkamaður., f. 1927 að FremriKotum, Skag., og Lilja Guðný Aðalsteinsdóttir verslm., f. 1933 á Akureyri. Föðurforeldrar: Pétur Valdimarsson bóndi á Neðra-Rauðalæk á Þelamörk og kona hans Kristín Hallgrímsdóttir. Móðurforeldrar: Aðalsteinn Björnsson húsasm. og kona hans Halldóra Davíðsdóttir. Gunnar er systursonur Bjarna Aðalsteinssonar húsasm. Gagnfræðaskóli Akureyri 1964-68. Lærði húsasm. hjá Bjarna Aðalsteinssyni 1971-75. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1976. Stundaði sjó í æsku á ýmsum bátum frá Hrísey. Flutti suður 1970. Fór síðan í iðnnám, sem lauk í Ramma. Vinnur nú hjá Hús og innréttingar, Sandgerði, síðan 1976. Eiginkona 24. mars 1973: Erla Sigurbjörg Sigursveinsdóttir, f. 25. desember 1950. Foreldrar: Sigursveinn Guðmann Bjarnason verkamaður. og kona hans Kristjana Bergþóra Sigurjónsdóttir. Börn: 1) Kristjana Hildur, f. 3. júlí 1971. 2) Gunnar Davíð, f. 15. desember 1975. (1977)

Gunnar Jóhann Guðbjörnsson pípulagningamaður, Ásabraut 11, Keflavík. F. 9. nóvember 1944 í Hafnarf. Foreldrar: Guðbjörn Guðmundsson rafvm. og Elín Ólafsdóttir, f. 1920 í Hafnarf. Móðurforeldrar: Ólafur V. Davíðsson kaupm. og kona hans Jóhanna Davíðsson. Gagnfræðaskóli Keflavíkur og Núpi Dýraf. 1958-60. Nám í pípul. hjá Ásbirni Guðmundssyni 1962-66. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1967 í Keflavík. Vann hjá Ásbirni fyrst eftir Sveinspróf Síðan hjá Varnarliðinu. Eiginkona 26. desember 1970: Elín Inga Ólafsdóttir, f. 5. desember 1946 í Keflavík. Foreldrar: Ólafur Björnsson útgm. og kona hans Margrét Einarsdóttir. Börn: 1) Ólafur Gestur, f. 26. desember 1964. 2) Margrét, f. 27. desember 1966. 3) Guðbjörn Herbert, f. 23. desember 1973. Barn fyrir hjónaband: Gunnar, f. 2. júní 1961 í Keflavík. Móðir: Edda Guðbjörg Nordahl, f. 22. mars 1946. (1978)

Gunnar Páll Guðjónsson bílamálari, Mávabraut 12d, Keflavík. F. 3. október 1924 í Keflavík. Foreldrar: Guðjón Magnús Guðmundsson sjómaður og fiskmatsm., f. 12. júlí 1899 í Keflavík, og kona hans Guðrún Pálsdóttir, f. 15. október 1904 á Stokkseyri. Búa í Keflavík. Föðurforeldrar: Guðmundur Kr. Guðmundsson sjómaður og fiskmatsm. og kona hans Þórunn Einarsdóttir, bjuggu í Keflavík. Móðurforeldrar: Páll Pálsson útvegsbóndi og kona hans Guðrún Jónsdóttir, bjuggu á Stokkseyri og síðar í Keflavík. Barnask. og unglsk. í Keflavík 1934-39. Sjóm. til 1953. Hefur síðan stundað bíla- og húsamálun á Keflavíkurflugvelli og eftir 1962 verið verkstjóri í sömu iðngreinum. Svbr. í Keflavík 1968 skv. bréfi menntamálaráðun. Eiginkona 22. september 1948: Þórdís Þorbergsdóttir, f. 23. ágúst 1925. Foreldrar: Þorbergur Magnússon bifrstj. frá Hólmfastskoti, f. 7. júlí 1898 í I-Njarðvík, og kona hans Ingibjörg Halldórsdóttir frá Sauðholti, Rang., f. 28. apríl 1903, bjuggu í Reykjavík. Börn: 1) Ingibjörg, f. 9. nóvember 1950, verslst., eiginmaður Geir Gunnarsson stýrim. 2) Guðrún, f. 28. október 1956, skrifstst. 3) Þórdís, f. 17. júní 1961. (1975)

Gunnar Guðmundsson bifvélavirki, Mávabraut 2a, Keflavík. F. 11. júlí 1925 á Klippstað, Loðmundarf. Foreldrar: Guðmundur Ólason, f. 26. september 1886 á Höfða á Héraði, d. 23. júní 1964, og kona hans Ingibjörg Árnadóttir, f. 22. september 1887 á Staðarhóli í Borgarf., d. 20. maí 1969. Föðurforeldrar: Óli Halldórsson bóndi og kona hans Herborg Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Árni Jónsson bóndi og kona hans Ástríður Jónsdóttir. Stundaði sjó fram yfir þrítugsaldur. Hefur unnið hjá Keflavíkurbæ síðan 1957, lengst af á bílaverkst. S. B. K. Tók verklegt sveinspróf með leyfi ráðherra 1978. Eiginkona Ásta Hólmkelsdóttir, f. 7. desember 1929. Foreldrar: Hólmkell Jónasson og kona hans Jósefína Björnsdóttir. Börn: 1) Ástráður Örn, f. 30. mars 1948, húsgagnasm. 2) Hólmkell, f. 22. nóvember 1950, húsasm. (1978)

Gunnar Guðmundsson húsasmiður, Greniteig 15, Keflavík. F. 1. júlí 1930 á Stokkseyri. Foreldrar: Guðmundur Hannesson húsasm., f. 5. mars 1892 í JóReykjavík í Sandvíkurhr., og kona hans Stefanía Sigurðardóttir, f. 12. febrúar 1889 að Lölukoti, Stokkseyrarhr. Föðurforeldrar: Hannes Guðmundsson trésm. og kona hans Kristín Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Sigurður Gunnarsson bóndi og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir. Nám í húsasm. hjá Einari Kristjánssyni, Freyjug. 37, Reykjavík, 1946-50. Iðnskóli Reykjavík sama ár. Sveinspróf Reykjavík 1950. 30 tonna skipstjpr. úr Bréfask. S. Í. S. 1948. Vann hjá Byggingarfél. Stoð hf. í Reykjavík 1946-52, Völundi í Rvík 1952-60. Fluttist þá til Keflavíkur og vann hjá Þórarni Ólafssyni í eitt ár, síðan hjá Í. A. V. á Keflavíkurflugvelli til 1963. Fluttist til California og vann þar við húsasm. 1963-65. Hefur síðan verið verkstjóri hjá Í. A. V. Eiginkona 30. desember 1956: Hulda Elsa Gestsdóttir, f. 19. apríl 1930, frá Ísaf. Foreldrar: Gestur Sigurðsson skipstj. og kona hans Kristín Jónsdóttir. Börn: 1) Ásdís, f. 22. maí 1953, afgrst., eiginmaður Geirmundur Sigvaldason húsasm. 2) Stefanía, f. 9. janúar 1959. 3) Gestur, f. 2. mars 1955, d. 20. september 1957. Fyrir hjónaband: Helgi, f. 9. júní 1952, búfr. og vélstj. Móðir: Kristín Helgadóttir, S.-Þing.  (1978)

Gunnar Örn Guðmundsson skipasmiður, Reykjanesvegi 50, Ytri-Njarðvík. F. 29. apríl 1945 í Ytri-Njarðvík. Foreldrar: Guðmundur Stefánsson vélstj., f. 1. mars 1897, d. 1977, og kona hans Ingibjörg Salóme Danivalsdóttir, f. 29. desember 1913. Albr. Vals húsasm. og Hauks rafv. Nám í skipasm. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1970-74. Iðnskóli Keflavíkur 1968-72. Vann við fiskvinnu, alm. verkamv. og bifrstj. á ýmsum stöðum fram að iðnnámi. Síðan í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Eiginkona (1) október 1968: Sigrún Höskuldsdóttir, f. 1949 í Reykjavík. Foreldrar: Höskuldur Stefánsson og kona hans Bjarnfríður Georgsdóttir. Skildu. Barn: Gerður Rósa, f. 9. mars 1969. Eiginkona (2) 23. apríl 1973: Ásdís Friðriksdóttir tannsm., f. 23. desember 1949. Foreldrar: Friðrik Steindórsson verkamaður., Kóp., og kona hans Sigurbjörg Þorleifsdóttir. Börn: 1) Silja Dögg, f. 16. desember 1973. 2) Guðmundur Stefán, f. 28. september 1977. (1977)

Gunnar Gunnlaugsson húsasmiður, Smáratúni 27, Keflavík. F. 5. janúar 1954 í Keflavík. Foreldrar: Gunnlaugur Jóhannesson verkamaður., f. 25. nóvember 1926 í S.-Múl., og kona hans Sigríður Ólafsdóttir, f. 3. maí 1927 í Múlaseli, Mýr. Föðurforeldrar: Jóhannes Sigfússon bóndi í Vaðlavík, S.-Múl., og kona hans Valgerður Arnoddsdóttir. Móðurforeldrar: Ólafur Kristjánsson og kona hans Ágústína Guðmundsdóttir. Bróðursonur Alexanders Jóhannessonar húsasm. Gagnfræðaskóli Keflavík. Húsasmíðanám hjá Alexander Jóhannessyni, Keflavík, 1971-75. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1975 í Keflavík. Vann hjá Alexander til ársloka 1977. Hjá Ístaki 1978. Eiginkona 4. desember 1976: Ragna Jensdóttir, f. 27. júlí 1955. Foreldrar: Jens Ragnarsson húsv. og kona hans Sigurbjörg Kristjánsdóttir. Barn: Jenny Vilborg, f. 13. janúar 1975. (1977)

Gunnar Jóhannsson skipasmiður,  Sunnubraut 4, Keflavík. F. 18. ágúst 1920 að Iðu, Biskupst. Foreldrar: Jóhann Kristinn Guðmundsson frá Sandlæk, Gnúpvhr., bóndi og smiður á Iðu, f. 25. september 1889, d. 9. mars 1928, og kona hans Bríet Þórólfsdóttir frá Efri-Gróf, Villingahhr., Flóa, f. 5. október 1891, d. 28. febrúar 1970. Föðurforeldrar: Guðmundur Ámundason bóndi á Sandlæk og kona hans Guðrún Bjarnadóttir frá Tungufelli, Hrunamhr. Móðurforeldrar: Þórólfur Jónsson frá Kjalvararstöðum, Borgarf., og kona hans Ingveldur Nikulásdóttir, ættuð af Skeiðum. íþrsk. í Haukadal 1937-38. Héraðssk. Laugarv. 1939-40. Skipasmnám í Dráttarbr. Keflavíkur, meistari Egill Þorfinnsson, 1943-47. Iðnskóli Keflavíkur 1944-46. Sveinspróf 1948. Lærði húsateikningu í Iðnskóli Keflavíkur 1951. Vann almenn sveitastörf í æsku. Fór á vertíð til Vestm. og Grindavíkur, einnig nokkur sumur á síldv. við Norðurl. Flutti til Keflavíkur 1942. Hefur síðan stundað smíðar: Skipasm., húsasm. og innréttingasm. á ýmsum verkst. Verkstj. hjá Dráttarbr. Keflavíkur  1964-71. Síðan starfsm. hjá B. V. K. Í prófnefnd skipasm. í nokkur ár. Eiginkona 2. ágúst 1945: Valgerður Baldvinsdóttir, f. 17. október 1920 að Hópi, Grindavík. Foreldrar: Baldvin Jónsson útvegsbóndi þar, f. 28. júní 1892, d. 13. nóvember 1973, og kona hans Loftsína Guðrún Pálsdóttir frá Akurhúsum, Grindavík, f. 23. janúar 1894, d. 10. maí 1963. Fluttust til Keflavíkur 1939. Börn: 1) Hildur, f. 22. mars 1945, eiginmaður Vilhjálmur Skarphéðinsson verkamaður. 2) Jóhann, f. 15. apríl 1948, vélstj., eiginkona Anna María Aðalsteinsdóttir. 3) Guðmundur, f. 16. júní 1950, bifvv., nú bifreftirlm., eiginkona Guðrún Sveinsdóttir. 4) Baldvin, f. 6. febrúar 1957, d. 26. febrúar 1960. 5) Guðrún Bríet, f. 23. febrúar 1961. 6) Kolbrún, f. 11. apríl 1962. 7) Hrefna, f. ll. apríl 1962. (1976)

Gunnar Jónatansson skipasmiður, Njarðvík. F. 16. febrúar 1943 á Húsav. Foreldrar: Jónatan Stefánsson, f. 17. júní 1901, og kona hans Stefanía Björg Guðlaugsdóttir, f. 6. september 1911. Föðurforeldrar: Stefán Björnsson og Inga Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Guðlaugur Jónsson og Hólmfríður Tómasdóttir. Gagnfræðaskóli Húsav. Skipasmnám í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1961-65. Iðnskóli Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1965 í Njarðvík. Hefur síðan unnið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Eiginkona 22. september 1963: Jenný Olsen, f. 4. desember 1944. Foreldrar: Karl Hinrik Olsen forstj. og kona hans Jakobína Anna Olsen. Börn: 1) Anna Björg, f. 8. júlí 1962. 2) Sigrún, f. 27. desember 1964. (1980)

Gunnar Jónsson vélvirki, Keflavík. F. 23. maí 1949 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Jónsson vélstj., f. 23. apríl 1895 á Gemlufalli, Dýraf., og kona hans Fanney Guðmundsdóttir, f. 2. apríl 1908 á Patreksf. Föðurforeldrar: Jón Magnússon bóndi, Gemlufalli, og kona hans Guðrún Pálína Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Jónsson járnsm. og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli verknáms í Reykjavík 1962-66. Vélskóli Íslands 1968-71. Vélvnám hjá Vélsm. Kristjáns Gíslasonar og síðar Stálveri í Reykjavík 1972-73 (tveggja ára samn. vegna pr. frá Vélsk. Ísl.). Sveinspróf 1975 í Vélsm. Njarðvíkur. Var á skipum Eimskipafél. Ísl. á sumrin 1968-72. Vélstjóri á s/t Rauðanúp 1974. Vélsm. Njarðvíkur jan.-apr. 1975. Síðan á tækjaverkst. Flugleiða hf. Eiginkona 6. maí 1972: Sigrún Sigurjónsdóttir, f. 12. júní 1949. Foreldrar: Sigurjón Kristjánsson verkamaður., áður bóndi á Brautarhóli, Svarfaðard., og kona hans Sigríður Sigurðardóttir. Börn: 1) Sigríður Edith, f. 27. apríl 1968. 2) Jón Þór, f. 21. ágúst 1972. 3) Árni Rúnar, f. 8. júní 1976. 4) Sigurjón Ingi, f. 18. maí 1977. (1977)

Gunnar Valbjörn Jónsson húsasmiður, Keflavík. F. 27. janúar 1953 í Keflavík. Foreldrar: Jón Guðmundsson verkamaður., f. 2. febrúar 1912 að Akrahóli, Miðneshr, d. 5. maí 1970, og kona hans Rebekka Friðbjarnardóttir, f. 17. júní 1911 í Grunnavík við Ísafjdj. Föðurforeldrar: Guðmundur Þorsteinsson sjómaður og bóndi og kona hans Sigurbjörg Torfadóttir. Móðurfor.: Friðbjörn Helgason bóndi og sjómaður og kona hans Ragnheiður Veturliðadóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1966-70. Nám í húsasm. hjá Braga Pálssyni, Keflavík, 1971-75. Iðnskóli Keflavíkur 1971-74. Sveinspróf í Keflavík 1975. Starfaði á ýmsum stöðum fyrir iðnnám, þ. á m. Keflavíkurbæ og Í. A. V. við byggingarv. Starfaði árið 1976, að loknu iðnnámi, hjá Liljegren Byggnads A. B. (byggingarfyrirt. í Svíþj.). Hjá trésmverkst. Braga Pálssonar 1977. Eiginkona 7. maí 1977: Þórey Eyþórsdóttir, f. 16. ágúst 1953. Foreldrar: Eyþór Þórðarson vélvirki og kona hans Svanlaug Jónsdóttir. Börn: 1) Bryndís Elfa, f. 17. september 1977. 2) Eva Björg, f. 30. júní 1982. (1982)

Gunnar Jens Magnússon rennismiður, Sléttu, Bergi, Keflavík. F. 21. janúar 1939 í Garðhúsum, Höfnum. Móðir: Ketilbjörg Magnúsdóttir, f. 25. ágúst 1920. Móðurfor.: Magnús Gunnlaugsson bóndi og sjómaður og kona hans Guðný Þórðardóttir. Lærði rennism. í Vélsm. Óðni, meistari Brynjar Þórðarson, 1958-62. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1963. Stundaði sjó sem vélstj. um tíma eftir Sveinspróf Vann í Vélsm. Olsens 1964-75. Vélsm. Njarðvíkur 1975-76. Er nú vélstj. á m/b Hörpu RE 342. Eiginkona 26. desember 1965: Þuríður Hólmgrímsdóttir, f. 14. janúar 1943. Foreldrar: Hólmgrímur Jósefsson sóknarpr. á Raufarh. og kona hans Svanhvít Pétursdóttir. Börn: 1) Magnús Jens, f. 4. ágúst 1964. 2) Ketill Erlendur, f. 17. júní 1970. (1977)

Gunnar Borgþór Sigfússon vélvirki, Hlíðargötu 37, Sandgerði. F. 8. september 1948 í Reykjavík. Foreldrar: Sigfús Þórhallur Borgþórsson sjóm, f. 30. október 1927 í Hafnarf, og kona hans Jóhanna Konráðsdóttir, f. 12. júlí 1930 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Borgþór Sigfússon sjómaður og innhm. og fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir (d. 1952). Móðurforeldrar: Konráð Árnason innhm. frá Grindavík og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Grindavík. Flensb. 1961-63. Lærði vélvirkjun hjá Bátalóni hf. í Hafnarf. 1967-71. Iðnskóli Hafnarfj. 1966-68, 1970-71. Sveinspróf 1971 í Bátalóni. Vann að mestu við fisk árin 1963-65. Við húsgagnasm. 1966 og á þungavinnuv. 1967 í Straumsvík. Eftir iðnnám hefur hann unnið óslitið í iðn sinni. Síðastliðin 3 ár hjá Í. A. V. á Keflavíkurflugvelli. Formaður taflfél. Sandgerði frá 1974. Eiginkona 9. september 1967: Sigurbjörg Eiríksdóttir, f. 29. maí 1947. Foreldrar: Eiríkur Eyleifsson bóndi í Nýlendu II, Miðneshr, og kona hans Jóna G. Arnbjörnsdóttir. Börn: 1) Sigfús Þórhallur, f. 18. desember 1968. 2) Eiríkur Jón, f. 2. júní 1970. 3) Jóhanna Ósk, f. 5. júní 1975.

Gunnar J. Sigtryggsson húsasmiður, Bjarmalandi 12, Sandgerði. F. 3. febrúar 1928 að Núpi í Dýraf. Foreldrar: Sigtryggur Kristinsson bóndi, f. 18. nóvember 1896, d. 19. desember 1972, og kona hans Kristjana Vigdís Jónsdóttir, f. 23. nóvember 1904. Föðurforeldrar: Kristinn Guðlaugsson bóndi að Núpi, f. 13. nóvember 1868 að Þröm í Eyjaf, d. 4. september 1950, og kona hans Rakel Jónasdóttir, f. 4. júní 1868 að Ásgeirsbrekku í Skagaf, d. 20. júní 1948. Móðurforeldrar: Jón Kristjánsson skipstj, f. 27. desember 1876 að Alviðru í Dýraf, d. 20. maí 1966, og fyrri kona hans Guðrún M. Gilsdóttir, f. 27. ágúst 1878 að Arnarnesi í Dýraf, d. 22. júní 1919. Lærði húsasm. hjá Finni Árnasyni á Akranesi. 1948-52. Iðnskóli Akran. 1948-50. Sveinspróf 1952. Vann hjá Akranesbæ 1952-56 við hafnargerð og húsb. Hjá þýska fyrirt. Hocktief 1957-58 við hafnargerð á Akranesi. Stundaði búskap á Fögrubrekku í Innri-Akraneshr. 1959-67, vann þá einnig að smíðum. Fluttist til Akran. 1967, vann þar ýmist sjálfstætt eða hjá Vitamálaskrifst. við hafnargerð, þá hjá dráttarbr. Þorgeirs og Ellerts. Fluttist til Sandgerði 1970 og er nú verkstjóri hjá Herði hf, sem rekur vélsm. og trésmverkst. K. 27. ágúst 1949: Guðbjörg Svanhildur Jónsdóttir, f. 27. nóvember 1930. Foreldrar: Jón Á. Benediktsson bóndi á Krossi, Innri-Akraneshr, og kona hans Valdís R. Jónsdóttir. Börn: 1) Kristján Sigtryggur, f. 14. júní 1949, húsasm., eiginkona Ásta Sigurðardóttir. 2) Kolbrún Rut, f. 1. nóvember 1951, eiginmaður Einar Helgason rafv. 3) Valur Ármann, f. 21. ágúst 1953, húsasm., eiginkona Þóra Aradóttir. 4) Rakel Kristín, f. 17. ágúst 1957, eiginmaður Jóhann Guðjónsson. 5) Jón Ragnar, f. 9. mars 1964. 6) Aðalheiður Ósk, f. 19. desember 1967. (1975)

Gunnar Sigurjónsson bakari, Lyngholti 6, Keflavík. F. 18. október 1923 á Seltjarnarn. Foreldrar: Sigurjón Jónsson sjóm, f. 1890, d. 1976, og kona hans Diljá Guðmundsdóttir, f. 1893, d. 1928. Eftir lát móður sinnar var Gunnar tekinn í fóstur af Eyjólfi og Guðnýju Ásberg í Keflavík og ólst hann þar upp. Ásberg rak bakarí og þegar Gunnar hafði aldur til hóf hann nám í iðninni. Lauk iðnskpr. í Keflavík 1946. Eftir lát Ásbergs hóf hann sjálfstæðan rekstur undir nafninu Gunnarsbakarí og rekur hann það enn. Sveinspróf 1975 í Keflavík. Eiginkona 5. nóvember 1949: Jóna Magnúsdóttir, f. 14. apríl 1930. Foreldrar: Magnús Jónsson verkamaður. og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Börn: 1) Diljá, f. 8. febrúar 1950, eiginmaður Rúnar Mogensen. 2) Magnús, f. 29. apríl 1954, bakari. 3) Guðný, f. 18. ágúst 1961. (1977)

Gunnar Þór Sveinbjörnsson húsasmiður, Mávabraut 7a, Keflavík. F. 3. september 1948 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinbjörn Davíðsson vélvirki og seinni kona hans. Þóra Sigurðardóttir. Albr. Sveinbjörns vélvirkja og hálfbr. Hrafns vélvirkja Sveinbjörnssonar. Lærði húsasm. hjá Jóni B. Kristinssyni og Tréiðjunni, Ytri-Njarðvík, 1965-69. Sveinspróf 1969. Eiginkona 3. september 1977: Erla Sigríður Sveinsdóttir, f. 26. desember 1956. Foreldrar: Sveinn Ormsson húsasm. og kona hans Anna Pála Sigurðardóttir. Barn: Sigurður Árni, f. 9. júní 1974. Fyrir hjónaband: Sveinbjörg Þ, f. 12. mars 1968, móðir Guðmundína Ester Guðmundsdóttir, f. 13. desember 1950. (1980)

Gunnar Vilhelmsson múrari, Sandgerði. F. 8. júlí 1939 í Vestm. Foreldrar: Vilhelm Ingimundarson fasteignasali, f. 10. janúar 1922, og kona hans Sigríður Einarsdóttir, f. 5. febrúar 1922. Móðurforeldrar: Einar Sæmundsson smiður og kona hans Elín Þorvaldsdóttir. Ólst upp á Síreksstöðum í Vopnaf. og vann þar landbst. fram á þrítugsaldur. Fór þá að fara suður til Sandgerði á vetrum og flutti síðan alfarið þangað. Hefur mest unnið við múrverk hjá Óskari Guðjónssyni. Verkl. svpr. í þeirri iðn 1978. Eiginkona 30. desember 1978: Bjarnveig Gunnarsdóttir, f. 23. janúar 1953. Foreldrar Gunnar Bjarnason bóndi og Áslaug Þorsteinsdóttir húsm. Barn: Atli, f. 16. nóvember 1976. (1979)

Gunnar Þorvaldur Þorsteinsson tæknifræðingur, Skipholti 36, Reykjavík. F. 17. nóvember 1920 að Gerðum í Garði, Gull. Foreldrar: Þorsteinn Árnason húsasm. og fyrri kona hans Guðný Helga Vigfúsdóttir. Lærði húsasm. hjá föður sínum 1938-42. Iðnskóli Reykjavík 1941. Sveinspróf 1942 í Reykjavík. Byggingartæknifr. við Stockholms Tekniske Institute 1945-47. Próf 1947. Vann fyrir iðnnám alm. verkamv. við fiskvinnslu og sendilstörf. Við trésm. til 1945. Yfirverkstj. á Keflavíkurflugvelli febr.-des. 1948. Hóf störf á teiknist. S. í. S. 15. desember 1948 og hefur starfað þar síðan. Forstöðum. hennar síðan 1952. Flokksfor. og deildarfor. í skátafél. Heiðarbúar 1937-45. í stjórn U. M. F. K. í nokkur ár til 1945. formaður Iðnaðarmannafél. Keflavíkur 1944-45. Byggingarfulltr. Keflavíkur 1944-45. Fyrsti formaður Iðnfræðingafél. Ísl. í 3 ár. Í stjórn Tæknifrfél. Ísl. í 2 ár. Í stjórn Fél. einstæðra foreldra. formaður nefndar sem valdi merki I. S. K. 31. desember 1950: Þóra Soffía Guðmundsdóttir, f. 2. mars 1922 í Reykjavík, d. 10. júlí 1968. Foreldrar: Guðmundur Árnason sjómaður og kona hans Halldóra Einarsdóttir. Börn: 1) Guðmundur, f. 7. nóvember 1950. 2) Guðný Helga, f. 17. apríl 1952.3) Dóra Sigrún, f. 27. febrúar 1956.4) Þorsteinn Árni, f. 2. maí 1959. (1972)

Arinbjörn Gunnar Þorvarðarson rafvirki, Holtsgötu 27, Ytri-Njarðvík. F. 11. júní 1951 í Vestm. Foreldrar: Þorvarður Arinbjörnsson tollv., f. 10. janúar 1924 í Keflavík, og kona hans Rannveig Filippusdóttir, f. 11. febrúar 1927 í Vestm. Föðurforeldrar: Arinbjörn Þorvarðarson sundkennari og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Móðurforeldrar: Filippus Árnason og kona hans Jónína Ólafsdóttir. Gagnfræðapróf Keflavík 1968. Verslsk. Ísl. 1970-71. Iðnskóli Reykjavík 1971-72. Iðnskóli Keflavíkur 1972-73. Rafv. hjá Ingólfi Bárðarsyni 1971-74. Sveinspróf 1974. Vinnur hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 7. desember 1974: Hrafnhildur Hilmarsdóttir kennari, f. 29. ágúst 1951. Foreldrar: Hilmar Guðmundsson lagerm. og kona hans Helga Jóhannesdóttir. Barn: Ægir Örn, f. 14. júní 1976. (1977)

Gunnhildur Ásgeirsdóttir hárgreiðslukona, Ásgarði 9, Keflavík. F. 14. janúar 1948 í Neskaupst. Foreldrar: Ásgeir Þórður Sigurðsson starfsm. Olíufél. hf. á Keflavíkurflugv, f. 24. nóvember 1923, og kona hans Guðrún Jóhanna Ármannsdóttir, f. 25. ágúst 1925 í Neskaupst. Föðurforeldrar: Sigurður Erlendsson fiskmatsm. í Keflavík og kona hans Ágústa Guðjónsdóttir. Móðurforeldrar: Ármann Bjarnason verkamaður. og kona hans Gunnhildur Oddsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1961-65. Hárgreiðslunám hjá Ingibjörgu Sigurðardóttur 1965-68. Iðnskóli Keflavíkur 1965-67. Sveinspróf 1968. Í prófnefnd 1970-71. Eiginmaður 22.júlí 1967: Halldór Vilhjálmsson, f. 22. júní 1947. Foreldrar: Vilhjálmur Halldórsson ökukennari og kona hans Steinunn Sigurðardóttir, Brekku, Garði. Börn: 1) Ásgeir Þórður, f. 23. október 1968. 2) Guðrún Jóhanna, f. 3 . maí 1972. (1978)

Gunnhildur Ólafsdóttir hárgreiðslukona, Ásabraut 6, Keflavík. F. 10. september 1949 í Keflavík. Foreldrar: Ólafur Sigurðsson matsv., f. 2. febrúar 1915, og kona hans Soffía Þorkelsdóttir kaupm., f. 4. apríl 1915. Föðurforeldrar: Sigurður Guðmundsson bóksali og póstafgrm. á Eyrarbakka. síðar starfsm. Landsb. Ísl. á Self, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Þorkell Guðmundsson bóndi á Álftá, Mýr, og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Reykholtssk. 1963-65. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1965-67. Lærði hárgr. hjá Ingibjörgu Sigurðardóttur 1967-70. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1970. Vann á hárgrst. Íris 4 ár eftir sveinspróf: Sl. 3 ár hjá K. S. K. (Járn og skip). (1977)

Gunnlaugur Karl Guðmundsson matreiðslumaður. Njarðvík. F. 10. maí 1950 á Keflavíkurflugvelli. Foreldrar: Guðmundur Halldór Gunnlaugsson fulltrúi flugmstj., f. 21. febr. 1925 á Búðum, Fáskrúðsf., og kona hans Rut Vita Gunnlaugsson, f. Hansen 6. febr. 1924 í Kaupmh. Föðurforeldrar: Gunnlaugur Jóhann Guðmundsson skósmm. og Karlína Guðrún Stefánsdóttir. Móðurforeldrar: Sófus Adolf Hansen rennism. og Sigrid Vilhelmina Ingeborg Hansen. Gagnfræðaskóli Keflavík 1964. Iðnsk. Keflavík 1967, 1. b. Lærði matreiðslu hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, meistari Jón Boði Björnsson, 1976-79. Einnig í Þórskaffi, Reykjavík. Hótel- og veitingask. Ísl., próf í okt. 1979. Sveinspróf nóv. 12 1979. Vann hjá Í. A. V. 1966. Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1967-68. Við matreiðslu hjá Varnarliðinu frá 1968. Eiginkona 22. okt. 1969: Agnes Agnarsdóttir, f. 14. des. 1950. Foreldrar: Agnar Júlíusson verkam. og kona hans Kristín Sigurðardóttir. Börn: 1) Fanney, f. 27. apríl 1969. 2) Guðmundur Davíð, f. 5. mars 1972. 3) Júlíus Geirmundur, f. 22. apríl 1973. (1979)

Gunnlaugur Þór Hauksson plötusmiður, Sandgerði. F. 31. mars 1951 í Sandgerði Foreldrar: Haukur Líndal Eyþórsson bifrstj., f. 18. okt. 1929 í Hnífsdal, og Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 22. apríl 1928 að Ökrum, Miðneshr. Föðurforeldrar: Jón EyþórGuðmundsson og kona hans Pálína S. Jónsdóttir, Syðri-Löngumýri, A.-Hún. Móðurforeldrar: Gunnlaugur Jósefsson hreppstj., Sandgerði, og kona hans Þóra Loftsdóttir. Héraðssk. Laugarv. 1966-67. Gagnfræðaskóli Keflavík 1967-69. Lærði plötu- og ketilsm. í Sindrasmiðjunni hf., Borgartúni, Reykjavík, 1971-75. Iðnskóli Suðurnesja 1971-74. Sveinspróf 1975 í Reykjavík. Vann fyrir iðnnám í Hraðfrystih. Garði hf., Sandgerði, 1966. Í. A. V., Keflavíkurflugvelli, 1967-71. Eftir iðnnám hjá Herði hf., Sandgerði, frá 1976. Eiginkona 15. nóv. 1975: Ólafía Stefanía Lúðvíksdóttir, f. 13. janúar 1954. Foreldrar: Lúðvík Valdimarsson rakaram., Reykjavík, og kona hans Guðrún Þorgeirsdóttir. Barn: Davíð Axel, f. 9. janúar 1974. (1979)

Gunnlaugur Jón Hreinsson múrari, Grindavík. F. 30. janúar 1954 að Laugabóli, Mosfellssv. Foreldrar: Hreinn Ólafsson bóndi, f. 17. júlí 1934 í Mosfellssv., og kona hans Herdís Hólm Gunnlaugsdóttir, f. 22. febr. 1935 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Ólafur Gunnlaugsson garðyrkjubóndi og kona hans Ólafía Andrésdóttir. Móðurforeldrar: Gunnlaugur Hólm sjómaður og síðan járnsmiður og Jóhanna Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Brúarlandi, Mosfellssv., 1967-71. Iðnskóli Suðurnesja 1974-77. Lærði múrsmíði hjá Ólafi Sigurðssyni, Grindavík, 1973-77. Sveinspróf 1977 í Keflavík. Vann við minkabúið Dalsbú, Mosfellssv., 1971-72. Hjá Mosfellshreppi sumarið 1972. Síðan í múrv. Á sjó veturinn 1977-78. Hefur síðan unnið sjálfstætt. Varaform. U. M. F. Aftureldingar í Mosfellssv. 1972-73. í stjórn U. M. F. G. 1974-78, þar af form. 1976-77. f stjórn knattspyrnud. U. M. F. Grindavíkur frá 1978. Ritari íþrbandal. Suðurn. frá 1978. Ritari Framsóknarfél. Grindavíkur 1979. í stjórn Iðnnemafél. Suðurn. 1975. Eiginkona 22. maí 1976: Lára Marelsdóttir, f. 26. júní 1955. Foreldrar: Marel Eiríksson sjómaður og verkam. og Guðbjörg Guðlaugsdóttir. Barn: Herdís, f. 27. janúar 1975. (1979)

Gunnlaugur Jónsson húsasmiður. F. 20. nóv. 1920 að Litla-Skarði, Stafholtst., Mýr., d. 29. janúar 1980. Foreldrar: Jón Ágúst Gunnlaugsson bóndi og verkam., f. 30. ágúst 1888, d. 17. maí 1962, og kona hans Guðrún Steinunn Samúelsdóttir, f. 14. ágúst 1879, d. 17. febr. 1962. Föðurforeldrar: Gunnlaugur Magnússon bóndi, f. 1856, og kona hans Anna Hannesdóttir, f. 1862. Móðurforeldrar: Samúel Jónsson, f. 1847, og kona hans Helga Jónsdóttir, f. 1849. Barnask. Hlöðutúni, Mýr. Héraðssk. Laugarv. 1937-39. Iðnsk. Akran. 1940-43. Húsasmíðanám hjá Einari Helgasyni, Akran., 1940-44. Sveinspróf 9. des. 1945 á Akran. Vann að iðn sinni hjá fjöldamörgum fyrirtækjum og einstaklingum og kenndi 8 nemum. Eiginkona 11. nóv. 1947: Guðfinna Halldórsdóttir, f. 13. des. 1923. Foreldrar: Halldór Teitsson sjómaður, Hafnarf., og Ingibjörg Jónsdóttir. Börn: 1) Guðrún, f. 13. mars 1948, sjúkl. á Kópavogshæli. 2) Jón Ágúst, f. 19. des. 1949, húsasm., nú umsjónarmaður íþróttah. á Akran., eiginkona Sigrún Elín Einarsdóttir yfirhjúkrk. 3) Halldór Björgvin, f. 3. nóv. 1951, húsasm. í Keflavík, eiginkona Bergný Samúelsdóttir úr Reykjavík. 4) Sigrún, f. 24. mars 1956, eiginmaðurKarl Guðjónsson sjómaður, Þórust. 30, Njarðvík. 5) Leifur, f. 7. febr. 1958, verkam. 6) Hugrún, f. 9. janúar 1964.

Gunnlaugur Magnússon rafvirki, Greniteig 29, Keflavík. F. 2. okt. 1930. Foreldrar: Magnús Ingibergsson rafv., f. 14. okt. 1894 að Melhól, Meðallandi, d. 24. apríl 1941, og kona hans Steiney Kristmundsdóttir, f. 5. apríl 1902 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Ingibergur Þorsteinsson bóndi og kona hans Steinunn Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Kristmundur Eysteinsson skipstj. og kona hans Elín Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Flensborg 1944-47. Rafvnám hjá Jóni og Þorvaldi, Hafnarf. 1947-51. Iðnsk. Hafnarf. sama ár Sveinspróf 1951. Vann hjá Jóni og Þorvaldi til 1952. Metcalfe Hamilton 1952-55. Rafv. Hafnarfj. 1955-56. Guðm. Sveinssyni og Br. Ormsson 1957. Hóf störf hjá R. V. K. í nóv. 1957 og starfar þar enn. Starfaði með skátum í Hafnarf. og Leikfél. Hafnarfj. í nokkur ár. Eiginkona 28. maí 1966: Ingibjörg Böðvarsdóttir, f. 11. mars 1941 í Hafnarf. Foreldrar: Böðvar B. Sigurðsson bóksali og kona hans Ragna Hjördís Ágústsdóttir. Börn: 1) Ragnhildur, f. 19. ágúst 1970. Stjúpsonur: Örn Garðarsson, f. 27. sept. 1963. (1978)

Gylfi Arnar Pálsson húsasmiður, Tjarnargötu 10, Ytri-Njarðvík. F. 3. nóvember 1939 í Reykjavík. Foreldrar: Páll Friðbertsson, f. 1916 á Súgandaf, og Björg Esther Finnbogadóttir, f. 1914 í Ytri-Njarðvík. Föðurforeldrar: Friðbert Guðmundsson og kona hans Elín Þorbjarnardóttir. Móðurforeldrar: Finnbogi Guðmundsson og kona hans Þorkelína Jónsdóttir, Tjarnarkoti, Ytri-Njarðvík. Gagnfræðaskóli Keflavík. Húsasmíðanám hjá Halldóri Guðmundssyni, Hafnarf, 1962-66. Iðnskóli Hafnarfj. sama ár. Meistarask. Iðnskóli Reykjavík 1970. Vann í Hraðfrystih. Ytri-Njarðvíkur 1954-62. Húsasm. í Hafnarf. 1962-72. Sjóm. hjá Víkum hf., Reykjavík, frá 1972. (1977)

Gylfi Valtýsson plötu- og ketilsmiður, Suðurgötu 48, Keflavík. F. 16. desember 1937 í Keflavík. Foreldrar: Valtýr Guðjónsson, f. 8. maí 1910 að Lækjarbug, Hraunhr, Mýr, útibússtj. Samvb. í Keflavík, og kona hans Elín Þorkelsdóttir, f. 18. febrúar 1909 að Álftá, Hraunhr, Mýr. Föðurforeldrar: Guðjón Þórarinsson bóndi að Lækjarbug og Kristín Illugadóttir. Móðurforeldrar: Þorkell Guðmundsson bóndi að Álftá og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir. Bróðir Guðrúnar Valtýsdóttur. Nám í plötu- og ketilsm. í Vélsm. Björns Magnússonar í Keflavík 1957-61. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1961. Vann hjá Olíufél. Esso, Keflavíkurflugvelli 1955-57. Vélsm. B. M. 1957-63. Vélaverkst. Sverre Stengrimsen 1963 og síðan. Verkstj. og aðaleig. frá 1976. Eiginkona 19. ágúst 1961: Áslaug Bergsteinsdóttir, f. 11. febrúar 1941 í Keflavík. Foreldrar: Bergsteinn Sigurðsson húsasm. og kona hans Kristjana Ólafsdóttir. Börn: 1) Elín, f. 8. október 1960. 2) Ágústa Guðrún, f. 22. desember 1961.3) Valtýr, f. l. apríl 1970. (1978)