Baldur Hólmgeirsson prentari (vélsetjari), fæddur 14. maí 1930 að Kálfagerði, Saurbæjarhr., Eyjafirði. Foreldrar: Hólmgeir Pálmason skrifstofustj., fæddur 16. des. 1903, dáinn 2. september 1956, og kona hans Freygerður Júlíusdóttir, fædd 14. júní 1909. Föðurforeldrar: Pálmi Jóhannesson bóndi Kálfagerði og kona hans Kristín Sigfúsdóttir skáldkona. Móðurforeldrar: Júlíus Gunnlaugsson bóndi Hvassafelli og kona hans Hólmfríður Árnadóttir. Menntaskóli Akureyrar 1944-50. Hásk. Ísl. 1950-53. Leiklistarsk. Þjóðleikhússins 1953-54. Iðnskóli Reykjavík. 1963. Iðnnám hjá Baldri Jónssyni í Prentsm Jóns Helgasonar og hjá Óðni Rögnvaldssyni í Prentsm. Tímans. Barnakennsla á Suðureyri, Súgandaf., 1954-55. Hefur unnið sem vélsetjari í Prentsm Tímans, Grágás, Keflavík, og Prentsm Björns Jónssonar, Akureyri Prentsmstj. í Prentsm Alþýðublaðsins og eigin prentsm í Keflavík. Ritstjóri fjölmargra blaða og tímarita, s. s. Best og vinsælast, Nýtt úrval, Ásinn, Heimilispósturinn, Ný vikutíðindi og Suðurnesjatíðindi. Eiginkona (l) 20. febrúar 1954: Valgerður Bára Guðmundsdóttir, fædd 20. febrúar 1936. Foreldrar: Guðmundur Jakobsson útg. og Guðfinna Gísladóttir. Skildu 1962. Barn: Guðmundur, fæddur 24. maí 1954. Eiginkona (2) 26. des. 1962: Þuríður Vilhelmsdóttir, fædd 16. ágúst 1937. Foreldrar: Vilhelm Steinsson bóndi og Iðunn Kristjánsdóttir. Börn: 1) Hólmgeir, fæddur 6. júlí 1963. 2) Birgir Ragnar, fæddur 23. október 1965.     (1973)

Baldur Sigurbergsson skipasmiður. Vallargötu 4, Keflavík. F. 31. okt. 1929 á Eyri, Fáskrúðsfirði, S.-Múl. Foreldrar: Sigurbergur Oddsson bóndi, f. í Hvammi, Fáskrúðsf., 6. febr. 1894, d. 1976. og kona hans Oddný Þorsteinsdóttir, f. á Eyri. Fáskrúðsf., 19. ágúst 1893. Föðurforeldrar: Oddur Oddsson bóndi og kona hans Þórunn Björnsdóttir. Móðurforeldrar: Þorsteinn Lúðvíksson bóndi og kona hans Stefanía Jónsdóttir. Lærði skipasmíði hjá Agli Þorfinnssyni í Dráttarbraut Keflavíkur 1949-53. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1953 í Keflavík. Vann hjá Dráttarbrautinni, síðar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Vinnur nú hjá Apóteki Keflavíkur. Hefur verið í prófnefnd skipasmiða í nokkur ár. K. 11. sept. 1949: Anna Jónína Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 21. júní 1925. Foreldrar: Guðmundur Kristjánsson bóndi á Streiti, Breiðdalsv., og kona hans Pálína Pálsdóttir. Börn: 1) Kristmundur, f. 6. sept. 1946. 2) Sigurbergur, f. 23. maí 1949, skipasm. Eiginkona Lára Leósdóttir. 3) Ómar. f. 1952, d. sama ár. 4) Oddný, f. 3. nóv. 1953. 5) Bára, f. 16. sept. 1955. 6) Ómar, f. 31. júlí 1957. 7) Baldur, f. 9. mars 1961. 8) Ásta, f. 12. jan. 1963. 9) Smári. f. 3. sept. 1966.  (1977)

Baldur Skarphéðinsson Waage vélvirki. F. 12. ágúst 1935 í Reykjavík, d. 30. ágúst 1979. Foreldrar: Skarphéðinn Magnússon Waage verkstj., síðar birgðavörður, f. 24. des. 1909 í Arnarfirði og kona hans Málfríður Júlía Tómasdóttir Waage, f. 11. mars 1914 í Reykjavík. Dáinn 13. des. 1967. Föðurforeldrar: Magnús Guðmundsson Waage bóndi, Arnarfirði, og kona hans Himinbjörg Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Tómas Snorrason skósm., Reykjavík, og kona hans Ólafía Bjarnadóttir. Gagnfræðaskóli Austurbæjar 1950-51. Vélvirkjun í Vélsm. Héðni hf., Reykjavík, 1952-56. Iðnsk. Reykjavík 1953-55. Sveinspróf 1956 í Héðni. Meist. Self. 1960. Verkstjóranámsk. Iðnþróunarst. Íslands í Reykjavík 1973-74. Námskeið Stjórnunarskóla Íslands 1975. Vann í Járnsmiðju K. Á. á Self. 1957-61. Vélsm. Ol. Olsen, Y.-Njarðvík, 1961-63 og 1964-65. Vélstjóri á m/b Gunnólfi ÓF 1963-64. Bílstj. hjá Varnarliðinu Keflavíkurflugvelli 1965-73. Viðgerðarm. hjá Vélaleigu Ellerts Skúlasonar, Y.-Njarðvík, 1965-73. Verkstj. á Járnsmíðadeild Varnarliðsins, Keflavíkurflugvelli, frá 1973. Gjaldk. Verkstjórafél. Suðurn. 1977. Eiginkona 17. okt. 1956: Kristín María Guðbjartsdóttir Waage, f. 25. mars 1938. Foreldrar: Guðbjartur Einarsson verkam. Stokkseyri, og Laufey Gestsdóttir. Börn: 1) Laufey, f. 2. júlí 1956, eiginmaður Hálfdán Ingólfsson vélvirki. 2) Málfríður, f. 12. apríl 1960. 3) Héðinn. f. 6. júlí 1961, nemi. (1979)

Benedikt Rósinkar Jónsson húsasmiður, Lækjargötu 8, Hafnarfirði. F. 11. apríl 1905 í Súðavík, N.Ís. Foreldrar: Jón Helgason trésm., f. 1848, d. 1906, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1869. Föðurforeldrar: Helgi Ólafsson, Barðsvík og Furufirði. f. 1820. og kona hans Þuríður Jónsdóttir frá Asparvík á Ströndum, f. 1816. Móðurforeldrar: Jónas Jónsson, Tröð, f. 1829, og kona hans Svanfríður Jónasdóttir úr Vatnsfjarðarsveit, f. 1837. Byrjaði iðnnám hjá Ólafi Andréssyni í Hnífsdal 1926. Var hjá honum í eitt ár. Hjá Guðmundi Óskari Þorleifssyni í Súðavík 1929-31. Lærði hjá honum húsateikningu. Sveinspróf á Sigluf. Stundaði sjó fram yfir tvítugsaldur og jafnframt smíðavinnu til 1931. Á Siglufirði 1931-44 við smíðar. Flutti þá inn á Árskógsströnd og vann við skipasmíðar á Akureyri í 2 ár. Þá til Dalvíkur og var þar bæði við húsa og bátasmíði í 5-6 ár. Flutti til Njarðvíkur 1951. Vann þar við húsasmíði. Til Hafnarfj. 1956. Hefur síðan unnið í Bátalóni. Eiginkona 1940: Jóna Ásmundsdóttir, f. 2. febr. 1917. Foreldrar: Ásmundur Vigfússon útgm. á Árskógsströnd og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Börn: 1) Ásmunda Sigrún, f. 9. ágúst 1939, d. 1967. m. Kennet Arsenannett. Þau skildu. 2) Guðrún, f. 1. des. 1946, eiginmaður Guðjón Jóhannsson pípulm., Kópavogi. 3) Snjólaug, f. 12. jan. 1952. (1972)

Berent Sveinbjörnsson pípulagningamaður, Hjallabraut 25, Hafnarfirði. F. 13. júlí 1950 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinbjörn Berentsson og kona hans Hólmfríður Þorbjörg Björnsdóttir. Föðurforeldrar: Berent Magnússon bóndi og kona hans Kristín Þorsteinsdóttir. Móðurforeldrar: Björn Guðmundsson og kona hans  Ingibjörg Jónsdóttir. Lærði hjá Ólafi Erlingssyni í Sandgerði 1966-70. Iðnsk. Hafnarf. Sveinspróf Í Njarðvík 1970. Vann við pípulagnir í Dalasýslu 1971-72, í Hafnarf. 1972-73. Vann í 15 mán. við líkantilraunir hjá Vegagerð ríkisins og Orkustofnun. Síðan við pípulagnir í Hafnarf. Eiginkona 8. des. 1973: Guðný Jóhannsdóttir, f. 24. sept. 1948 í Hafnarf. Foreldrar: Jóhann Björnsson skrifstm. og kona hans Ingunn Símonardóttir. Börn: 1) Sveinbjörn, f. 14. des. 1972.2) Jóhanna, f. 23. sept. 1974. 3) Hólmfríður, f. 27. okt. 1975. (1978)

Jón Bergmann Júlíusson húsasmiður. Nónvörðu 5, Keflavík. F. 5. sept. 1939 á Sigluf. Foreldrar: Júlíus Einarsson sjómaður, f. 15. maí 1901 í Nýjabæ, Skeggjasthr. (fórst með v/b Pálma, Sigluf., 1941), og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 25. júní 1912 að Ljósalandi, Vopnaf., (býr í Keflavík). Föðurforeldrar: Einar Jóhannesson bóndi, Viðvík, Bakkaf., og kona hans Margrét Albertsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Jóhannesson sjómaður og Kristjana Halldórsdóttir. Gagnfræðaskóli Vestmannaeyjum 1952-54. Húsasmíði hjá Nýja Kompaníinu, Vestmannaeyjum, 1958-62. Iðnsk. Vestmannaeyjum 1956-59. Sveinspróf 1962. Meist. 1965. Eftir lát föður síns 1941 ólst hann upp hjá föðursystur sinni Þórunni Einarsdóttur og manni hennar Finni Sigmundssyni í Vestmannaeyjum Stundaði ýmsa vinnu fyrir iðnnám, t. d. sjómaður 4 sumur og eina vetrarvertíð. Vann við trésm. hjá Þorvaldi og Einari (verkstæði) 1964-73. Hjá Viðlagasjóði 1973. Flutti til Keflavíkur 1973. Starfar nú sem trésmiður hjá Varnarliðinu Keflavíkurflugvelli. Prófnefndarm. Í Vestmannaeyjum 1971-73. Einn af stofnendum Fél. byggingariðnaðarm. Í Vestmannaeyjum Gjaldkeri þess 1971-73. Eiginkona 7. okt. 1961: Eygló BjörgÓlafsdóttir, f. 22. júní 1939 á Siglufirði. Foreldrar: Ólafur Eiríksson verkam. og bóndi og kona hans Friðrikka Björnsdóttir, Sigluf. Börn: 1) Edda, f. 10. sept. 1957. 2) Júlía, f. 10. júní 1963. 3) Finnur, f. 20. maí 1966. 4) Friðrik, f. 4. júlí 1968.   (1977)

Bergsteinn Bergmann Þorleifsson húsasmiður, Melbraut 10 Garði. F. 8. maí 1943 á Akranesi. Foreldrar: Þorleifur Sigurðsson verkam., f. 23. maí 1895, og kona hans Þuríður Daníelsdóttir, f. 14. ágúst 1905. Föðurforeldrar: Sigurður Þorleifsson bóndi og kona hans Ingunn Gunnarsdóttir. Móðurforeldrar: Daníel Ólafsson bóndi og Steinunn Ólafsdóttir. Gagnfræðaskóli Akran. 1956-60. Iðnskóli Akraness 1960-63. Iðnnám hjá Guðmundi Magnússyni húsasmm. 1960- 64. Sveinspróf Akran. 1964. Vann hjá Stoð sf. Í Borgarn. 1964-65. Guðbirni Guðbergssyni, Hafnarf., 1965-66. Hefur unnið í Gerðahr. síðan 1966. Með Stefáni Ólafssyni 1967-69. Stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Húsabygging hf. árið 1971 og rak það til 1977 að hann seldi sinn hluta. Vinnur síðan sjálfstætt. Í byggingarn. Gerðahr. frá 1970. Eiginkona 15. ágúst 1964: Auður Sigurðardóttir, f. 19. apríl 1943. Foreldrar: Sigurður Hallbjörnsson bóndi og kona hans Elínborg Þórðardóttir. Börn: 1) Hafdís, f. 29. júní 1964. 2) Svanborg, f. 8. júlí 1969. (1978)

Bergsteinn Ólafur Sigurðsson húsasmiður, Keflavík. F. 2. júní 1899 í Reykjavík, d. 2. júní 1980. Foreldrar: Sigurður Oddgeirsson í Oddgeirsbæ, Reykjavík, f. 1866, og kona hans Málfríður Jóhannsdóttir, f. 1867. Föðurforeldrar: Oddgeir Björnsson, Oddgeirsbæ, f. 1831 á Kjalarnesi, og bústýra hans , Guðrún Gunnlaugsdóttir. Móðurforeldrar: Jóhann Bergsteinsson, Náströnd, Keflavík, og Herdís Ólafsdóttir. Fósturforeldrar: Bergsteinn Jóhannsson, Keflavík (bróðir Málfríðar), og kona hans Guðlaug Tómasdóttir. Lærði húsasmíði hjá Skúla Skúlasyni, Keflavík. Sveinspróf 1935 í Keflavík. Stundaði landvinnu við vélbáta, landbúnaðarstörf og aðra vinnu fram eftir ævi. Byrjaði að smíða 1927. Vann hjá Skúla Skúlasyni til 1940. Síðan sjálfstætt til 1952, en eftir það hjá Sameinuðum verktökum og Dverghömrum. Hefur verið í prófnefnd húsasmiða í Keflavík í mörg ár. Formaður Ungmfél. Keflavíkur 1930-36. Í kirkjukór Keflavíkur 1921-70. Í Karlakór Keflavíkur frá stofnun til þessa dags. Einn af stofnendum Iðnaðarmannafél. Keflavíkur og félagi alla tíð. Nokkrum sinnum í stjórn þess, samtals 8 ár. Eiginkona 19. okt. 1935: Kristjana S. Ólafsdóttir, f. 23. ágúst 1905. Foreldrar: Ólafur Jónsson skipstjóri, Flateyri, og kona hans Ásta Magnúsdóttir, bæði úr Arnarf. Börn: 1) Bergþóra Guðlaug, f. 28. júlí 1937, eiginmaður Héðinn Skarphéðinsson húsasmiður. 2) Áslaug, f. 11. febr. 1940. eiginmaður Gylfi Valtýsson plötusm. 3) Ásta Málfríður, f. 7. des. 1941. m. Ólafur Sigurðsson skipstjóri. Þau skildu. 4) Örn. f. 26. ágúst 1944, eiginkona Þorgerður Aradóttir.

Bergur Bjarnason húsasmiður. Hvassahrauni 6. Grindavík. F. 1. maí 1903 að Hellnafelli, Grundarf. Snæf. Foreldrar: Bjarni Bjarnason smiður og bóndi þar. f. 1862 í Hörðudal. Dal. Dáinn 1910 að Hellnafelli. og kona hans Þorbjörg Stefanía Jakobsdóttir, f. 30. des. 1878 á Hallbjarnareyri við Grundarfj. Dáinn 19. jan. 1947 í Reykjavík. Föðurforeldrar: Bjarni Jónsson bóndi í Dalas., síðar í Stekkjartröð. Grundarf. og kona hans Ragnheiður Jósúadóttir. Móðurforeldrar: Jakob Jónsson bóndi og Salbjörg Pétursdóttir. Hallbjarnarstöðum. Grundarf. Barnaskóli Kvíabryggju við Grundarfj. Iðnbréf útg. í Hafnarf. 28. júní 1937. Sjóm. framan af ævi. Húsasmíði í Reykjavík hjá Jóhanni Ólafssyni brúarsmið 1929-30. íbúðarhúsá Mosfelli, Mosfellssv. 1936. Í Skálholti hjá Jörundi Brynjólfssyni 1937-40. Við smíðar í Njarðvík hjáEggertfrá Nautabúi 1941-43. Í Grindavík 1931-35 og aftur 1944-75. Fór þá að „slaka á klónni". Eiginkona 20. okt. 1927: Jóhanna Guðleif Vilhjálmsdóttir, f. 28. okt. 1900 á Þórkötlustöðum í Grindavík. Foreldrar: Vilhjálmur Jónsson og Agnes Jónsdóttir. Börn: 1) Bjarni. f. 2. júlí 1930. skipasm. 2) Guðbergur. f. 16. okt. 1932. rithöf. 3) Vilhjálmur, f. 2. okt. 1937. listm. 4) Hinrik, f. 13.okt. 1942, vélstj. (1977)

Birgir Árnason húsasmiður. Suðurgötu 32, Keflavík. F. 23. júlí 1956 í Keflavík. Foreldrar: Árni Bjargmundur Árnason. f. 1919 í Keflavík, d. 11. jan. 1972. og kona hans Þuríður Halldórsdóttir, f. 1920 á Hallsstöðum, Fellsströnd, Dal. Föðurforeldrar: Árni Vigfús Magnússon bátasm. á Veghúsum og kona hans Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir. Móðurforeldrar: Halldór Guðbrandsson skipstj. og kona hans Guðlaug Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970-72. Héraðssk. Laugarvatni 1972-73. Iðnsk. og Fjölbrautask. Suðurn. 1973-77. Lærði húsasmíði hjá Viðari Jónssyni. Keflavík. 1973-77. Sveinspróf 1977 í Keflavík. Stundaði unglingavinnu á sumrin. Byggingarv. á Laugarvatni 1973.      (1977)

Birgir Björnsson Aspar húsasmiður. F. 17. jan. 1943 á Akureyri Foreldrar: Björn Halldórsson Aspar verslm. og kona hans Auður Jónsdóttir. Föðurforeldrar: Halldór Guðmundsson Aspar og Kristbjörg Torfadóttir. Móðurforeldrar: Jón Oddsson og kona hans Stefanía Ólafsdóttir. bjuggu í Hvammi í Fáskrúðsf. Lærði í Slippst. Akureyri meistari Stefán Bergmundsson húsasmm. 1962-65. Sveinspróf á Akureyri 1965. Iðnskóli Akureyrar 1962-64. Vann í Slippst. Akureyri til 1967. Búrfell 1967-68. Rammi hf. Njarðvík. 1968-69. Dverghamrar, Keflavíkurflugvelli 1969 og síðan. Eiginkona 31. des. 1962: Sif Þórarinsdóttir, f. 11. okt. 1942. Foreldrar: Þórarinn Bernódusson vélstj. og kennari og Rósa Árnadóttir verslunar og hjúkrunark. Börn: 1) Ómar, f. 2. nóv. 1962.2) Rósa. f. 24. okt. 1963.3) Úlfar Þór, f. 21. jan. 1966.  (1971)

Jón Birgir Guðnason málari. F. 14. júlí 1939 í Reykjavík. Foreldrar: Guðni Magnússon málari í Keflavík og fyrri kona hans Jóna Jónsdóttir. Föðurforeldrar: Magnús Pálsson útvegsbóndi í Garðbæ, Innri-Njarðvík, og kona hans Steinunn Ólafsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Jónsson útvegsbóndi í Stapakoti og Valgerður Grímsdóttir (óg.). Gagnfræðapróf Keflavík 1956. Málaranám hjá Guðna Magnússyni 1955-59. Iðnskóli Keflavíkur og Reykjavík. Sveinspróf í Keflavík 1959. Aalborg tekniske Skole 1962-64. Meistpr. í málaraiðn þar 1964. Meist. í bílamálun 1965. Vann við húsamálun í Keflavík og nágr. 1955-62. Um skeið við bílamálun hjá K. A. Jensen í Aalborg og Volvo verksm. Í Gautaborg á árunum 1962-64. Frá 1965 við bíla og húsamálun í Keflavík. Stofnaði Bílasprautun B. G. 1965 og hefur rekið hana síðan ásamt alhliða bílaverkstæði. Hefur kennt fagteikningu málara við Iðnsk. í Keflavík. Ritari Iðnaðarmannafél. Suðurn. 1966-73, varaform. 1973-75, síðan form. Varam. Í bæjarstj. Keflavíkur 1966-76. Í skólanefnd Iðnsk. Keflavíkur 1966-76. Í Rotaryklúbbi Keflavíkur frá 1970. Í landsstj. Junior Chamber. Íslandi. 1971-72. Hefur setið á iðnþingum frá 1969. Í sambstj. Landssamb. Iðnaðarm. frá 1977. Í stjórn Bílgreinasamb. frá 1973. Eiginkona 3. okt. 1959: Harpa Þorvaldsdóttir, f. 8. febr. 1938. Foreldrar: Þorvaldur Guðjónsson skipstj., Vestmannaeyjum, og kona hans Þórhalla Friðriksdóttir. Börn: 1) Jóna Björk, f. 22. okt. 1959. 2) Sóley, f. 24. jan. 1961. 3) Börkur, f. 29. nóv. 1965. 4) Ösp, f. 12. mars 1971. 5) Burkni, f. 25. des. 1976.  (1978)

Birgir Kristjánsson vélvirki, Reykjavík. F. 18. sept. 1942 í Reykjavík. Foreldrar: Kristján Ólafsson sjómaður, Reykjavík, f. 1. okt. 1922, ogkona hans Jóhanna Waage.f. 30. des. 1918. Þau skildu. Föðurforeldrar: Ólafur Sigmundsson sjómaður og Sigríður Kristjánsdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Waage og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Barnaskóli Vatnslstr. Vélvirkjanám hjá Vélsm. Ol. Olsen, Njarðvík, 1969-72. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1972. Vélskóli Íslands 2. stig 1974-75. Vann í ýmsum vélsmiðjum frá 16 ára aldri: Vélsm. Njarðvíkur, Vélsm. Olsen, Dráttarbr. Keflavíkur, Landssmiðjunni. Stálvík. Vélstjóri á bátum og togurum að mestu frá 1974. Er nú 1. vélstj. á Mánatindi. Eiginkona (1): Nýborg Lognes, færeysk. Þau skildu. Barn: Jona, f. 27. okt. 1959. Eiginkona (2): Sjöfn Traustadóttir. Þau skildu. Barn: Linda Björg, f. 28. mars 1971. Eiginkona (3): 31. des. 1977: Steinunn Árnadóttir, f. 14. jan. 1951. Foreldrar: Árni Guðmundsson bakari, Reykjavík, og kona hans Karólína Stefánsdóttir. Stjúpbörn: 1) Karólína Hreiðarsdóttir, f. 11. maí 1968. 2) Guðrún Hreiðarsdóttir, f. 19. ágúst 1971. (1980)

Birgir Kristinn Sigurðsson Scheving kjötiðnaðarmaður, Birkiteig 3, Keflavík. F. 21. maí 1937 á Hjalla, Vestmannaeyjum Foreldrar: Sigurður Sveinsson Scheving bókari, f. 10. apríl 1910 í Vestmannaeyjum, og kona hans Margrét Skaftadóttir, f. 29. júlí 1912 á Fossi, Mýrdal, V.Skaft. Föðurforeldrar: Sveinn Pálsson Scheving lögrþj. og kona hans Kristólína Bergsteinsdóttir. Móðurforeldrar: Skafti Gíslason bóndi og kona hans Margrét Jónsdóttir. Barnaskóli Vestmannaeyjum 1944-46, Reykjavík 1946-49. Lindargsk. 1949-51, unglpr. Kjötiðnaðarnám í Kjöt og Grænmeti, Reykjavík, 1955-59. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1959 í Reykjavík. Starfaði við versl. Kjöt og Grænmeti frá 1952 þar til iðnnám hófst. Vann eftir sveinspróf í Danmörku í 7-8 mán. Tók þátt í námsk. á vegum Teknilogisk Institute. Starfaði síðan hjá Kjöt og Grænmeti til ársloka 1960. Hefursíðan starfað hjá Kaupfél. Suðurn., Keflavík. K. 23. apríl 1972: Ágústa Sigríður Erlendsdóttir (systir Einars og Sigurðar málara), f. 23. apríl 1935. Foreldrar: Erlendur Sigurðsson skipstj. og kona hans Vilborg Eiríksdóttir fóstra. Börn: 1) Sigmar, f. 26. nóv. 1971. 2) Davíð. f. 26. maí 1975. (1977)

Birgir Sveinsson bifvélavirki, Keflavík. F. 25. maí 1938 í Garði. Foreldrar: Sveinn Guðmundsson kaupfélagsstj., f. 1912 að Litladalskoti, Skagaf., og Nanna Tryggvadóttir, f. 1908 í Gerðum, Garði (óg.). Föðurforeldrar: Guðmundur Stefánsson bóndi og trésm., síðar á Lýtingstöðum, Skag., og kona hans Þórunn Sigríður Baldvinsdóttir. Móðurforeldrar: Tryggvi Matthíasson trésm. Í Garði og kona hans Kristín Þórðardóttir. Núpsskóli 1951-52. Iðnsk. Reykjavík 1954-55. Mótornámskeið Fiskifél. Ísl. 1958. Verkl. sveinspróf í bifvélavirkjun í Reykjavík 1978. Hefur verið vélstjóri á m/b Fram, Gísla lóðs GK 120, Sigurpáli GK 375 og Jóni Garðari GK 475. Unnið við viðgerðir á bílum og þungavinnuvélum af og til frá 1964. Í stjórn Vélstjórafélags Suðurnesja í 4 ár. Varam. Í stjórn Iðnsveinafél. Suðurnesja. Eiginkona 24. des. 1960: Helga Hólmfríður Frímannsdóttir, f. 9. júlí 1940. Foreldrar: Frímann Þorkelsson verkam. og Ósk Þórhallsdóttir. Börn: 1) Kristín, f. 19. ágúst 1960. 2) Óskar, f. 18. júní 1963. 3) Hilmar, f. 2. sept. 1966. 4) Þórir Smári, f. 31. maí 1972.  (1979)

Guðmar Birkir Angantýsson múrari, Víkurbraut 9, Sandgerði. F. 5. ágúst 1945 í Kópav. Foreldrar: Angantýr Elinór Jónsson pípulm., f. 10. ágúst 1909 í Gröf, Svarfaðardal, Eyjaf., og kona hans Bára Jónsdóttir, f. 1919 á Sigluf. Föðurforeldrar: Jón Gunnlaugsson og kona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Móðurforeldrar: Jón Kristjánsson rafveitustj. á Sigluf. og kona hans Stefanía ljósmóðir. Gagnfræðaskóli Sauðárkr. 1958-61. Múraranám hjá Óskari Guðjónssyni, Sandgerði, 1965-69. Sveinspróf Í Keflavík 1969. Iðnsk. Sauðárkr. 1960-61. Iðnskóli Keflavíkur 1965 (utansk.). Ólst upp á Sauðárkr. og vann þar 1961-62. Þá á Snæfellsn. VA ár. Síðan á Suðurnesjum. Eiginkona 11. sept. 1966: Hafdís Guðnadóttir. f. 23. okt. 1944. Foreldrar: Guðni Guðjónsson, f. 1916, og kona hans Sesselja Júníusdóttir. f. 1917. Börn: 1) Elinóra Bára. f. 4. sept. 1965. 2) Atli Heimir. f. 16. júní 1968. 3) Jón Hallur, f. 10. ágúst 1970. 4) Birgitta Sóley, f. 10. júní 1972.    (1977)

Bjarni Aðalsteinsson húsasmiður, Hlíðarvegi 64. Y.-Njarðvík. F. 10. júní 1942 á Akureyri. Foreldrar: Aðalsteinn Bjarnason trésmiður, f. 19. nóv. 1887 að Hlíðarhaga, Eyjaf., d. 1947, og kona hans Halldóra Davíðsdóttir, f. l. júní 1906 að Grýtu, Eyjaf. Föðurforeldrar: Bjarni Bjarnason bóndi í Hlíðarhaga, Eyjaf., og kona hans Lilja Guðný Halldórsdóttir. Móðurforeldrar: Davíð Jónasson bóndi í Dagagerði, Eyjaf., og kona hans Anna Þorleifsdóttir. Húsasmíðanám hjá Haga hf. á Ak. meistari Haukur Árnason. Iðnskóli Akureyrar Sveinspróf 1965 s. st. Hefur unnið við Búrfellsvirkjun, hjá Kristni Sveinssyni, Sigurði Júlíussyni sf. síðan sjálfstætt.  (1972)

Bjarni Einarsson skipasmiður. Espigerði 4, Reykjavík. F. 12. jan. 1916 í Reykjavík. Foreldrar: Einar Bjarnason járnsmiður, f. 31. júlí 1885 í Túni í Flóa, d. 2. febr. 1942, og kona hans Guðrún Ásgeirsdóttir, f. 1. júlí 1887 í Miðhúsum, Mýrum, d. 29. júní 1957. Föðurforeldrar: Bjarni Eiríksson bóndi í Túni og kona hans Guðfinna Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Ásgeir Gíslason bóndi, Miðhúsum, og kona hans Sigríður Þórðardóttir. Gagnfræðaskóli Reykjavík. Skipasmíðanám í Landssmiðjunni, meistari Páll Pálsson, 1932-36. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1937. Námsk. Í bátasmíði úr trefjaplasti (Fiberglass) hjá Halmatic Ltd., Portsmouth, Engl. Vann hjá Landssm. til 1939. Hjá Júlíusi Nýborg, Hafnarf., 5 mán., Marselíusi Bernharðssyni. Ísaf., 1 ár. Frkvstj. við Dráttarbraut Eggerts Jónssonar, Innri-Njarðvík, 1940-46. Síðan frkvstj. við Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Y.-Njarðvík. Aðalstofnandi þess fyrirtækis. Í Sveinafél. skipasm. Í Reykjavík 1936, í stjórn 4 ár, form. 1938-39. Í Iðnaðarmannafél. Keflavíkur, í stjórn 1941-49, form. 1946-49. Í hreppsnefnd Njarðvíkur 1942-46 og ýmsum nefndum á hennar vegum. Í stjórn Landshafnar Keflavík-Njarðvík 1958-62 og 1966- 70. Form. Fél. dráttarbrauta og skipasmiðja frá stofnun 1956-71. Í stjórn Byggingafél. iðnaðarm. Hefur ritað ýmsar greinar í blöð og tímarit, einkum um innlenda skipasmíði. Eiginkona 6. júní 1941: Sigríður Stefánsdóttir, f. 22. des. 1918 að Auðnum, Vatnsleysuströnd. Foreldrar: Stefán Sigurfinnsson útvegsbóndi og smiður, f. 1. mars 1888 á Stóru-Vatnsleysu, d. 20. ágúst 1970, og kona hans Jóhanna Sigurðardóttir, f. 23. des. 1895 að Litla-Hólmi, Leiru. Börn: 1) Stefán Sigurfinnur, f. 29. sept. 1941 í Innri-Njarðvík, skipasm. Eiginkona Auður Ágústsdóttir frá Ísaf. 2) Guðrún, f. 11. des. 1942 í I.-Njarðvík, ljósmyndafyrirsæta. 3) Margrét Rósa, f. 26. nóv. 1947 í I.-Njarðvík, skrifstofust. (1978)

Bjarni Guðjón Guðmundsson húsasmiður, Dvergabakka 12, Reykjavík. F. 4. júlí 1897 að Hryggjum í Gönguskörðum, Skagaf. Foreldrar: Guðmundur Gíslason bóndi þar, f. 18. des. 1864, d. 25. okt. 1954, og kona hans Ólöf Jónsdóttir, f. 10. sept. 1856 á Steinavöllum í Flókadal, d. 14. mars 1940. Föðurforeldrar: Gísli Gíslason, f. 7. júlí 1819, d. 30. maí 1866, og Helga Guðmundsdóttir úr Víðidal. f. 8. júlí 1842. Móðurforeldrar: Jón Kaprasíusson, f. 2. sept. 1828, d. 18. maí 1906, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir, f. 7. ágúst 1928, d. 8. des. 1902. Fór frá foreldrum sínum 8 ára gamall og dvaldist að Gautstöðum í Laxárdal, A.Hún., til 18 ára aldurs. Fór þá í vinnumennsku að Hellulandi í Skagaf. Í 2 ár. Aftur í Húnavs. Í 1 ár. Arið 1919 fór hann suður á land og var sjómaður í Grindavík eina vertíð. Fór þá á skútu. Byrjaði að smíða í Reykjavík haustið 1920 hjá Sigurði Sigurðssyni Skagfjörð. Var hjá honum 3 ár. Í iðnsk. 1922-23. Vann hjá Steingrími Guðmundssyni í nokkur ár. Meist. Í Hafnarf. 1931. Fluttist til Grindavíkur 1927. Til Keflavíkur 1937. Byggði radiovitann á Reykjan. 1936. Vann í Dráttarbr. Keflavíkur í nokkur ár. Á Keflavíkurflugvelli síðan 1947. Verkstj. þar í 8 ár. Var lengi í stjórn Iðnsveinafél. Keflavíkur og form. þess um tíma. Eiginkona (1): Marín Elísabet Jónsdóttir, f. 8. ágúst 1879. Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi á Njálsstöðum og Balaskarði og kona hans Guðný Pálsdóttir. Þau skildu. Börn: 1) Árni Magnús. 2) Margrét, eiginmaður Samúel Björnsson bifrstj. Eiginkona (2): Sigríður Kristín Magnúsdóttir (d. 1974), Þórarinssonar bónda Hrútsholti, Eyjahr., Snæf., og kona hans Önnu Sigurbrandsdóttur. Börn: 1) Sigurður, f. 9. des. 1930, prestur og kennari aðventista, eiginkona Aðalheiður Ólafsdóttir. 2) Guðmundur Óli, f. 3. maí 1942, bankastarfsm. í Ameríku.  (1972)

Bjarni Magnús Snæland Guðmundsson rafvirki, Hringbraut 56, Keflavík. F. 13. júlí 1936 að Hafnarhólma við Steingrímsfj. Foreldrar: Guðmundur Björgvin Bjarnason, f. 1912 að Bæ í Trékyllisvík á Ströndum (áður rafvirki á Hólmavík, nú skriftvv. Í Reykjavík), og kona hans Guðrún Björnsdóttir, f. 1912 að Kleifum í Steingrímsf. Föðurforeldrar: Bjarni Bjarnason bóndi og sjómaður og fyrri kona hans Hallfríður Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Björn Björnsson verslm. og Guðbjörg Níelsdóttir. Gagnfræðapróf og landspr. Hólmavík 1952. Rafvirkjanám hjá Kristni Björnssyni í Keflavík 1955-59. Iðnsk. s. st. Sveinspróf Í Reykjavík 1959. Hefur unnið við iðnina síðan 1955, fyrst hjá Kristni Björnssyni og Sigurði Guðmundssyni, þá hjá Raftækjavinnust. Kristins Björnssonar og nú hjá Rafiðn hf., sem er nánast sama fyrirtækið, aðeins skipt um nafn. Eiginkona 13.apr. 1957: Hólmfríður Jónsdóttir, f. 25. júlí 1937. Foreldrar: Jón Eyjólfsson sjómaður og kona hans Guðfinna Benediktsdóttir. Börn: 1) Guðfinna, f. 27. okt. 1957, eiginmaður Vilhjálmur Kristjánsson skipasmíðanemi. 2) Guðrún, f. 11. apríl 1959. 3) Guðbjörg, f. 22. apríl 1962. 4) Guðmundur Jón, f. 24. des. 1967. 5) Bjarnfríður, f. 9. mars 1971. (1978)

Bjarni Halldórsson vélvirki, Norðurvör 4, Grindavík. F. 23. jan. 1952 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Antonsson bóndi, f. 1921 að Fjalli í Kolbeinsdal, og kona hans Sigrún Hartmannsdóttir, f. 1926 að Melstað í Óslandshlíð. Föðurforeldrar: Anton Gunnlaugsson verkam. Sauðárkr., og kona hans Sigurjóna Bjarnadóttir. Móðurforeldrar: Hartmann Magnússon bóndi í Brekkukoti, Óslandshlíð, og kona hans Gunnlaug Pálsdóttir. Reykholtssk. Borgarf. 1965-66. Vélvirkjanám hjá Karli Sighvatssyni, Hraunbæ 196, Reykjavík, 1971-74. Iðnsk. Sauðárkr. 1967-69. Sveinspróf 1974. Vann fyrir iðnnám við landbúnað og ýmis önnur störf, s. s. á bílaverkstæði á Sleitubjarnarstöðum 1968-69, á vélaverkst. Kaupfél. Skagf. haustið 1969 og sumarið 1970. Háseti á vélbát í Grindavík vertíðina 1970. Í Vélsm. Héðni, Reykjavík, veturinn 1970-71. Eftir iðnnám hefur hann unnið hjá Fiskimjöl og Lýsi hf. Í Grindavík. Eiginkona 14. júní 1975: Kristjana Frímannsdóttir, f. 7. júlí 1953. Foreldrar: Frímann Þorkelsson verkam. og kona hans Ósk Þórhallsdóttir í Garði. Börn: 1) Halldór, f. 26. júní 1972. 2) Sigurlaug, f. 17. apríl 1975. (1977)

Bjarni Jónsson vélvirki. F. 4. maí 1922 á Kambi í Reykhólasveit. Foreldrar: Jón Hjaltalín Brandsson bóndi, f. 25. sept. 1875 að Kollabúðum, Þorskaf., Barð., og kona hans Sesselja Stefánsdóttir. Föðurforeldrar: Brandur Sigmundsson bóndi og kona hans Anna Daníelsdóttir. Móðurforeldrar: Stefán Jónsson bóndi og kona hans Guðrún Andrésdóttir. Ólst að nokkru upp hjá systur sinni og mági, Elínu Gróu Jónsdóttur og Karli G. Magnússyni héraðslækni. Vélvirkjanám í Dráttarbr. Keflavíkur 1942-46. Iðnsk. Keflavíkur 1943-46. Sveinspróf 1946 í Keflavík. Vélskólapr. 4. stig 1950. Vélstjóri hjá Eimskipafél. Reykjavíkur hf. 1948-62. Hjá Björgun hf. 1962-70. K.4. maí 1957: Fríða Helgadóttir, f. 17. ágúst 1931. Foreldrar: Helgi Sigurðsson húsgagnabólstrari og kona hans Steinunn Friðsemd Guðmundsdóttir. Börn: 1) Elín, f. 8. ágúst 1958. 2) Helgi, f. 10. maí 1960. 3) Fríða Dís, f. 28. júlí 1964. (1970)

Bjarni Jónsson húsasmiður, Skólavegi 26, Keflavík. F. 7. júlí 1922 í Hafnarf. Foreldrar: Jón Þorkelsson vélstj., f. 14. jan. 1896 að Káravík, Seltjn., og kona hans Guðrún Eggertsdóttir, f. 2. ágúst 1898 að Kothúsum Garði. Bjuggu í Kothúsum. Föðurforeldrar: Þorkell Þorkelsson sjómaður og Guðríður Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Eggert Gíslason útvegsbóndi, Kothúsum, og kona hans Guðríður Árnadóttir. Bróðir Eggerts Jónssonar pípulm. og föðurbróðir Jóns Þ. Eggertssonar netagm. Unglsk. Í Gerðum 1936-40. Laugarvatn 1940-41. Iðnsk. Keflavíkur 1943-46. Húsasmíðanám hjá Þorsteini Árnasyni, Keflavík, 1942-46. Sveinspróf 1952 í Keflavík. Námsk. í öryggiseftirliti á vinnustöðum, USA, 2 mán. 1955. Sjóm. og verkam. til 1942. Hjá Í. A. V. Keflavíkurflugvelli 1947, Magnúsi Björnssyni 1948, M. H. S. B. Keflavíkurflugvelli 1949. Keflavíkurbæ 1950. Varnarliðinu Keflavíkurflugvelli 1951 og síðan. Yfirverkstj. frá 1961. Kennsla við Iðnsk. Keflavíkur 1949-50. Form. sóknarn. Keflavíkur frá 1974. Einn af stofnendum Iðnnemafél. Suðurn. Ritari Iðnsveinafél. Suðurn. Í nokkur ár. Varam. Í bæjarstj. um skeið. Í Karlakór Keflavíkur um langt skeið og í byggingarn. hans. Eiginkona. 2. sept. 1944: Ásta Árnadóttir, f. 1. jan. 1922 að Landakoti, Sandgerði Foreldrar: Árni Magnússon útvegsbóndi og form. í Sandgerði og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Börn: 1) Arnar Magnús, f. 11. des. 1944. Dáinn 16. apríl 1946. 2) Arnar, f. 12. febr. 1948. flugvélstj., eiginkona Guðrún Eiríksdóttir. Búa í Luxemburg. 3) Guðrún, f. 1. ágúst 1949, eiginmaður Hörður Gíslason kennari. 4) Sigríður, f. 23. mars 1956. Dáinn 24. mars 1956. 5) Sigríður Júlía, f. 22. nóv. 1957. (1978)

Bjarni Snæland Jónsson vélvirki. F. 30. jan. 1941 á Hólmav. Foreldrar: Jón Michael Bjarnason bóndi og síðar skrifstm., f. 28. okt. 1907 á Skarði, Bjarnarf., Strandas., og Hulda Svava Elíasdóttir, f. 12. ágúst 1917 í Aratungu, Staðarsv., Snæf. Föðurforeldrar: Bjarni Jónsson bóndi og Valgerður Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Elías Kristjánsson bóndi og kona hans Sigríður Guðrún Jóhannesdóttir. Lærði vélvirkjun í Smiðjunni sf., Njarðvík, meistari Jón Valdemarsson, 1959-63. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1963. Vélsk. Ísl. 4. stig 1966. Vann hjá Hval hf. á Hval 8 og 9 til áramóta 1967-68. Vélstjóri á b/v Hafliða veturinn 1968. Á Hval 9 sumarið 1968 til áramóta 1969. Hefur síðan verið vélstj. á Eldborgu GK 13. Eiginkona 16. maí 1970: Anna Rósa Magnúsdóttir, f. 14. júlí 1942. Foreldrar: Magnús Ástmarsson forstj. og kona hans Elínborg Guðbrandsdóttir. Barn: Bryndís, f. 28. júní 1960. (1970)

Bjarni Ásgrímur Sigurðsson múrari. Hringbraut 44, Keflavík. F. 22. júní 1956 í Keflavík. Foreldrar: Sigurður Einarsson bílstj., f. 10. júlí 1914 á Arnardröngum, V.Skaft., og kona hans Sigrún Guðjónsdóttir, f. 11. febr. 1932 á Lyngum, Meðallandi, V.Skaft. Föðurforeldrar: Einar Runólfsson sjómaður og Katrín Davíðsdóttir. Móðurforeldrar: Guðjón Ásmundsson bóndi og kona hans Guðlaug Oddsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1969-73. Iðnskóli Keflavíkur 1973-76. Múrsmíði hjá Þorvaldi S. Sívertssen 1973-77. Sveinspróf 1977 í Keflavík. Eiginkona 26. des. 1977: Hansborg Þorkelsdóttir. f. 22. maí 1957. Foreldrar: Þorkell Guðmundsson skipstj., Keflavík og kona hans Anna Annesdóttir. Barn: Sigurður Borgar, f. 8. okt. 1978.  (1978)

Bjarni Skagfjörð Svavarsson húsasmiður, Hringbraut 79, Keflavík. F. 10. júlí 1922 að Brennigerði, Skarðshr., Skagaf. Foreldrar: Svavar Þorsteinsson bóndi og kona hans Laufey Emilsdóttir, f. 23. okt. 1899. Fósturfaðir: Þorvaldur Björnsson húsasmiður í Reykjavík, f. 23. maí 1901. Föðurforeldrar: Þorsteinn Guðmundsson vinnum. og Ágústa Þorkelsdóttir. Móðurforeldrar: Emil Petersen bóndi og kona hans Þuríður Gísladóttir. Húsasmíðanám hjá Guðmundi Magnússyni á Akureyri 1949-53. Iðnskóli Akureyrar sama tíma. Sveinspróf 1954. Vann við sveitastörf til 1940. Bretavinna 1941-42. Við sjó 1943-44, síðan byggingarvinna til 1949. Vann við trésmíðar á Akureyri til 1966 að hann fluttist til Keflavíkur. Vann fyrst í Ramma hf. og síðan hjá Dverghömrum sf. Eiginkona 19. maí 1946: Inga Bjarnadóttir, f. 19. maí 1924. Foreldrar: Bjarni Jónsson verkam. og kona hans Svanfríður Hrólfsdóttir. Bjuggu á Akureyri. Barn: Valgerður María, f. 23. nóv. 1945. Gift í Ameríku. (1971)

Bjarnveig Jensey Guðmundsdóttir hárgreiðslukona, Sóltúni 9, Keflavík. F. 16. júní 1926 í Neðri-Miðvík, Aðalvík, Strand. Foreldrar: Guðmundur Halldórsson bóndi og bókbindari, f. 1884, d. 1973, og kona hans Margrét Bjarnadóttir, f. 1895. Föðurforeldrar: Halldór Þeófílusson járnsm. og kona hans Kristjana Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Bjarni Þorsteinsson bóndi og kona hans Sigríður Kristjánsdóttir. Gagnfræðaskóli Ísaf. Hárgreiðslunám hjá Solveigu Sandholt í 2 ár og Ólafíu Guðjónsdóttur 1 ár. Iðnsk. Ísaf. og Reykjavík. Sveinspróf Reykjavík 1945. Vann á hárgreiðslustofu í Reykjavík til 1946. Síðan í Keflavík sem hárgreiðslukona og húsmóðir. Hefur í mörg ár verið form. prófnefnd Í hárgreiðslu í Keflavík. Eiginmaður 27. des. 1947: Agnar Áskelsson, f. 22. sept. 1924. Foreldrar: Áskell Þorkelsson útgm., Hrísey, og kona hans Lovísa Jónsdóttir Börn: 1) Áskell, f. 28. jan. 1949, húsasmiður, eiginkona Jóhanna Þórarinsdóttir. 2) Guðmundur Grétar, f. 3. mars 1952, klæðskeri. 3) Hildur Jórunn, f. 21. des. 1953, nemi í lyfjafr. 4) Agnar Ari, f. 21. febr. 1957, húsasmiður. 5) Halldór Heiðar, f. 31. maí 1958, nemi í Símask. 6) Finnbjörn Vignir, f. 11. jan. 1964. Fyrir hjónaband: Hörður Þór Benediktsson, f. 16. júlí 1947, verkfr., eiginkona Unnur Ágústsdóttir.      (1979)

Björgvin Heiðarr Árnason vélvirki, Smáratúni 3, Keflavík. F. 27. júní 1941 að Hrærekslæk, Hróarstungu, N.-Múl. Móðir: Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk. Fósturforeldrar: Sigurður Árnason verkam. Í Hveragerði, f. 26. júní 1903, og Anna Guðjónsdóttir, f. 13. mars 1907. Landspr. Í Hverag. 1957. Vélvirkjun hjá Kaupfél. Árn. Self., 1959-63. Iðnsk. Self. sama ár. Sveinspróf á Self. 1964. 1. bekk Vélskóli Íslands 1964-65. Vann hjá K. A., Self., 1964. Á ýmsum stöðum í Árn. 1965. Á Rifi, Snæf., 6 mán. 1966. Ísarn, Reykjavík, 1966-67. Búrfellsvirkjun 1967-69. Hitaveitu Hverag. 1969-74. K. Á., Self., 1974-75 Í. A. V., Keflavíkurflugvelli, frá 1975. K. 3. febr. 1968: Steinunn Birna Magnúsdóttir, f. 22. jan. 1947. Kjörforeldrar: Magnús Sigurbergsson bakari og kona hans Dagbjört Hjördís Guðmundsdóttir, Smáratúni 3, Keflavík. Börn: 1) Hjördís, f. 11. des. 1967. 2) Anna, f. 7. apríl 1970. 3) Magnús Heiðarr, f. 20. apríl 1972. (1977)

Björgvin Óli Gunnarsson húsasmiður, Hlíðarvegi 1, Y.-Njarðvík. F. 12. jan. 1943 á Búðarhóli, Ólafsf. Foreldrar: Gunnar Jóhann Baldvinsson útvegsbóndi, f. 7. okt. 1896 að Skipalóni, Glæsibæjarhr., Eyjaf., d. 27. apríl 1976, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 4. nóv. 1915 að Vatnsenda, Ólafsf. Föðurforeldrar: Baldvin Baldvinsson, f. 12. febr. 1863, d. 1. febr. 1950, og kona hans Guðrún Þorgerður Gunnarsdóttir, f. 14. júlí 1862, d. 24. nóv. 1949. Móðurforeldrar: Sigurður Jóhannsson bóndi, f. 11. sept. 1891, og kona hans Þórunn Jónsdóttir, f. 14. des. 1890, d. 28. júlí 1975. Miðsk. Ólafsf. 1956-58. Húsasmíði hjá Hjalta Guðmundssyni, Keflavík, 1970-73. Iðnsk. Ólafsf. 1959-62. Iðnskóli Keflavíkur 1972. Sveinspróf 1974. Stundaði sjó að mestu fram að iðnnámi. Vann hjá Hjalta Guðmundssyni til 1975. Síðan hjá Í. A. V., Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 25. febr. 1967: Margrét Sigrún Óskarsdóttir, f. 26. maí 1940 að Brautarhóli, Y.-Njarðvík. Foreldrar: Óskar Kristjánsson húsasmiður og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Barn: Harpa. f. 21. júlí 1975. (1977)

Björgvin Halldórsson húsasmiður, Lyngholti 9, Keflavík. F. 17. sept. 1948 á Ísaf. Foreldrar: Halldór Ingimar Guttormur Halldórsson skipstj., f. 20. des. 1917 í Bolungarv., d. 30. nóv. 1970, og kona hans Rannveig Magnúsdóttir, f. 6. ágúst 1923 í Bolungarv. Föðurforeldrar: Halldór Þ. Jónsson sjómaður og kona hans Agnes V. Guðmundsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Þ. Einarsson sjómaður og kona hans Kristín Lárusdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1961-63. Iðnskóli Keflavíkur 1966-70 og 1971-73. Húsasmíðanám hjá Hermanni F. Ólasyni og Jóni V. Einarssyni 1971-75. Sveinspróf 1974 í Keflavík. Vann hjá Tréverki hf., Keflavík, 1968-74. Síðan hjá Keflavíkurverkt., Keflavík, nú hjá Dverghömrum sf., Keflavík. Eiginkona 19. júní 1976: Rebekka D. Jónsdóttir, f. 16. júlí 1956. Foreldrar: Jón Ásgeirsson forstj. og kona hans Sigrún Helgadóttir. (1977)

Björgvin Bjarni Skarphéðinsson skipasmiður, Keflavík. F. 5. júlí 1954 í Keflavík. Foreldrar: Skarphéðinn Jónsson húsasmiður og kona hans Rósa Anna Bjarnadóttir. (Albr. Jóns Pálma rafv. og Heimis kjötiðnaðarm.) Gagnfræðaskóli Keflavíkur 1967-71. Framhd. 1971-72. Iðnsk. Keflavík 1973-76. Skipasm. Í Skipasmíðast. Njarðvíkur 1973-77. Sveinspróf 1977. Alm. verkamannastörf fyrir iðnnám. Hefur eftir iðnnám unnið á trésmíðaverkst. Varnarliðsins og  er þar í húsasmíðanámi. Eiginkona 29. des. 1973: Elín Margrét Hjelm, f. 22. júlí 1957 í Stykkishólmi. Foreldrar: Ásgeir S. Hjelm bifrstj. og kona hans  Guðný Kristín Símonsen. Búa í Ameríku. Barn: Rósa Anna, f. 23. des. 1977. (1978)

Adolf Björgvin Þorkelsson rafvirki. F. 27. mars 1919 að Melabergi, Miðneshr. Drukknaði á trillubátnum Ver 16. maí 1970. Foreldrar: Þorkell Þorkelsson, f. 31. mars 1884 að Hólakoti á Miðnesi, d. 28. mars 1971, og kona hans Sigríður Þórarinsdóttir, f. 3. mars 1885 á Austurlandi, d. 1. ágúst 1959. Föðurforeldrar: Þorkell Þorsteinsson bóndi í Hólakoti, f. 1843 í Hvalsnessókn, og kona hans Sesselja Pálsdóttir, f. 1843. Móðurforeldrar: Þórarinn Magnússon verkam. og Arnbjörg Árnadóttir. Rafvirkjanám hjá Aðalsteini Gíslasyni í Sandgerði 1951-55. Iðnsk. Reykjavík 1952-54. Sveinspróf 1955. Slökkviliðsstj. Í Sandgerði um tíma. Form. Skákfél. Sandgerði Stofnfél. Í Lionsklúbbi Sandgerði. Eiginkona 23. nóv. 1963: Arnbjörg Sæbjörnsdóttir, f. 10. júní 1929. Foreldrar: Sæbjörn Þórarinsson bóndi og kona hans Ásta Laufey Guðmundsdóttir. Börn: 1) Bjarkar, f. 11. nóv. 1951. 2) Esther, f. 23. febr. 1954, eiginmaður Kristján Guðjónsson. 3) Ævar, f. 23. febr. 1955. 4) Rósa, f. 4. apríl 1957, eiginmaður Júlíus Þórðarson. 5) Rúna, f. 23. sept. 1958. 6) Engilbert, f. 6. nóv. 1963. 7) Heiða, f. 19. febr. 1966. (1971)

Jóna Björk Birgisdóttir málari, Keflavík. F. 22. okt. 1959 í Keflavík. Foreldrar: Jón Birgir Guðnason málaram. og Harpa Þorvaldsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970-74. Húsamálun hjá föður sínum 1975-79. Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1979 í Reykjavík. Eiginmaður 15. des. 1980: Guðni Vignir Sveinsson húsasmiður, f. 6. febr. 1959. Foreldrar: Sveinn Guðnason bifrstj. og Guðbjörg Sigurjónsdóttir. (1980)

Björn Bjarnason vélvirki, Keflavík. F. 23. ágúst 1948 í Reykjavík. Foreldrar: Bjarni Fertram Halldórsson skólastj. Í Njarðvík, f. 6. mars 1922 á Hesteyri, og kona hans Guðrún Soffía Björnsdóttir, f. 27. apríl 1923 á Arney, Breiðaf. Föðurforeldrar: Halldór M. Ólafsson sjómaður og kona hans Ólöf H. Fertramsdóttir. Móðurforeldrar: Björn Jóhannsson skipa sm. og kona hans Guðrún Eggertsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1962-64. Vélsm. Njarðvíkur 1965-69. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1970 í Y.-Njarðvík. Tæknisk. Ísl. 1968-69, lauk ekki prófi. Vann hjá Vélsm. Njarðvíkur til 1974 utan hálft árið 1968 hjá Rörlögnum sf., Keflavík. Síðan í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Í stjórn Iðnnemafél. Suðurn. Fékk bókaverðlaun í barnask. Í Njarðvík fyrir ritgerð og bókaverðlaun fyrir hæstu einkunn í 3. bekk Iðnsk. Eiginkona 20. júní 1970: Guðrún Skúladóttir, f. 17. des. 1951. Foreldrar: Skúli Pálsson starfsm. hjá Esso, Keflavíkurflugvelli, og kona hans Hallveig Þorsteinsdóttir (Árnasonar húsasmiðs). Börn: 1) Guðrún Soffía, f. 8. okt. 1970. 2) Skúli Páll, f. 6. nóv. 1974. (1978)

Björn Björnsson húsasmiður, Þverholti 6, Keflavík. F. 4. des. 1933 á Hofsósi. Foreldrar: Björn Björnsson frystihússtjóri á Hofsósi, f. 17. jan. 1906, og kona hans Steinunn Ágústsdóttir, f. 1. sept. 1909 í Grafarósi, Skagafirði. Föðurforeldrar: Björn Björnsson bóndi og Sigríður Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Ágúst Sigurðsson sjómaður og Salbjörg Halldórsdóttir. Húsasmíðanám hjá Þorkeli Jónssyni, Smjördölum, Sandvíkurhr., Árness., 1953-57. Iðnsk. Sauðárkróks 1951-53. Sveinspróf Í Keflavík 1957. Hefur unnið að mestu á Keflavíkurflugvelli síðan árið 1953, hjá Sam. verktökum, 1. A. V. og Dverghömrum. Eiginkona 1. ágúst 1959: Margrét Magnúsdóttir, f. 22. okt. 1929. Foreldrar: Magnús Sigurðsson bóndi og kona hans Ása Sæmundsdóttir. Börn: 1) Steinunn Ása, f. 23. júlí 1953, eiginmaður Gunnar Magnússon hagfræðinemi. 2) Björn, f. 8. jan. 1957, eiginkona Þórdís Kristjánsdóttir. 3) Sigríður, f. 20. okt. 1958. 4) Magnús Sigurður, f. 27. júlí 1960, iðnnemi. 5) Salbjörg, f. 14. nóv. 1961.6) Stefanía, f. 2. febr. 1968.  (1978)

Björn Jóhann Björnsson húsasmiður, Eyjavöllum 1, Keflavík. F. 8. maí 1950 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Sigurðsson byggingameistari, f. 25. júlí 1918 að Tjörnum, Rang., og kona hans Jóhanna Gróa Ingimundardóttir l 21. sept. 1911 að Svarthamri, Álftaf., N.Ís. Föðurforeldrar: Sigurður Sæmundsson skipasm. og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir, síðast í Vestmannaeyjum Móðurforeldrar: Ingimundur Þórðarson bóndi og kona hans Sigríður Þórðardóttir. Gagnfræðapróf Vogaskóla, Reykjavík, 1967. Lærði húsasmíði hjá föðursínum Birni Sigurðssyni. Sveinspróf 1971, Iðnsk. Reykjavík. Vann hjá föður sínum til 1972. Í Slökkviliði Kflv. 1972-77. Síðan hjá Berg hf., Bifrverkst. Grófinni 7, Keflavík, framkvstj. og meðeigandi. Eiginkona 17. ágúst 1974: Anný Antonsdóttir, f. 31. maí 1951. Foreldrar: Anton Guðjónsson bifrstj. og kona hans Guðrún Matthíasdóttir. Barn: Guðbjörg, f. 22. júní 1975. (1978)

Björn Guðmundsson múrari. F. 5. nóv. 1849 að Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, d. 13. júní 1914. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson, f. á Þyrli í Hvalf. 1817, og Ragnheiður Þorsteinsdóttir bónda og stúdents frá Laxárnesi. Kjalarn. Sveinspróf í Kaupmannahöfn 1875. Fyrsti Íslendingur sem tekur sveinspróf í múrsmiði. Lærði kalkbrennslu í Khöfn. Hóf kalkvinnslu úr Esjunni 1876. Gerðist kolakaupmaður og timbursali. Brunabótavirðingarm. Í 24 ár. Bjó í Söðlakoti, Reykjavík. Eiginkona María Ólafsdóttir, f. 12. febr. 1848, d. 5. sept. 1923. Börn: 1) Kristinn, f. 17. des. 1879, d. 2. mars 1939, læknir. 2) Ragnheiður, f. 29. sept. 1881.     (Múraratal)

Björn Halldór Halldórsson múrari, Mávabraut 9c, Keflavík. F. 16. sept. 1949 í Reykjavík. Foreldrar: Halldór Ari Björnsson múraram., f. 17. ágúst 1910 í Bolungarvík, og kona hans Clara Guðrún Isebarn afgrk., f. 27. febr. 1914 í Hamborg. Föðurforeldrar: Björn Halldórsson sjómaður og kona hans Ágústína Margrét Aradóttir. Móðurforeldrar: Hans Isebarn fasteignasali og Sigurveig Sveinsdóttir. Gagnfræðaskóli verknáms Reykjavík 1966. Múraranám hjá Jóni Bergsteinssyni, Reykjavík, 1968-72. Iðnsk. Reykjavík sama ár Sveinspróf 1971 í Reykjavík. Hefur síðan stundað iðn sína í Reykjavík og Keflavík. Flutti til Keflavíkur 1976. Eiginkona Jóna Björg Sigurðardóttir. Þau skildu. Börn: 1) Fanney, f. 25. sept. 1968. 2) Klara, f. 21. júlí 1970.  (1976)

Björn Ósberg Helgason málari, Reykjavík. F. 25. nóv. 1939 í Keflavík. Foreldrar: Helgi Stefán Jósepsson bílaviðgm., f. 13. nóv. 1913 að Kambakoti, A.Hún., og kona hans Gyða Helgadóttir, f. 22. jan. 1910 að Tjarnarkoti, Miðfirði, V.Hún. Föðurforeldrar: Jósep Stefánsson bóndi, Kambakoti, og kona hans Kristín Elísabet Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Helgi Guðmundsson bóndi, Tjarnarkoti, og Þóra Sæmundsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík. Iðnsk. Keflavík. Málaranám hjá Guðna Magnússyni 1958-62. Málarask. Reykjavík 1962. Sveinspróf í Keflavík 1962. Stofnsetti málningarfyrirtæki og verslun ásamt Einari Erlendssyni 1962, undir nafninu Björn og Einar. Vann í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli 1964-66. Flutti til Reykjavíkur 1966. Vann hjá Herði og Kjartani. Hóf störf í lögreglunni í Reykjavík 1971. Var í lögr. hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 1975-77. Kenndi í Iðnsk. Keflavíkur 1963-64. Þjálfaði kapplið Keflavíkur í sundi 1962-64. Eiginkona 16. apríl 1966: Þóra Margrét Guðleifsdóttir, f. 4. júlí 1945. Kjörforeldrar: Guðleifur Þórarinsson sjómaður og kona hans Kristín Finnsdóttir. Barn: Kristín Anna, f. 17. júlí 1968. (1978)

Björn Hafsteinn Jakobsson rafvirki, Greniteig 39, Keflavík. F. 28. júlí 1946 í Vogum. Foreldrar: Jakob Adolf Sigurðsson kaupm. og sundkennari, f. 29. ágúst 1901, d. 20. sept. 1969, og kona hans Margrét Kristjánsdóttir, f. 12. febr. 1899, d. 15. okt. 1968. (Bróðursonur Jóns Sigurðssonar járnsm.) Lærði rafvirkjun hjá Herði Jóhannssyni, Keflavík, 1964-68. Iðnsk. sama ár. Sveinspróf 1968 í Reykjavík. Eiginkona 9. mars 1969: Sjöfn Erlingsdóttir, f. 15. sept. 1949. Foreldrar: Erlingur Jónsson sjómaður og kona hans Helga Eyþórsdóttir. Börn: 1) Helgi, f. 29. mars 1966. 2) Erlingur, f. 29. mars 1966. 3) Grétar Jakob, f. 11. nóv. 1969. (1977)

Björn Vignir Jónsson flugvirki, Hlíðarvegi 74, Njarðvík. F. 9. jan. 1941 á Kirkjubæjarklaustri, V.Skaft. Foreldrar: Jón Björnsson vélstj., f. 1914 í Svínadal, V.Skaft, og kona hans Ingibjörg Ásgeirsdóttir frá Seyðisf. Föðurforeldrar: Björn Eiríksson bóndi og seinni kona hans Vigdís Sæmundardóttir. Móðurforeldrar: Ásgeir Stefánsson sjómaður og kona hans Þóra Jónsdóttir. Gfrd. Skógask. 1955-58. Rafvirkjun hjá Raftækjavinnust. Hauks og Ólafs, Reykjavík, 1959-63. Flugv. 1964-67 í Noregi (vann sem rafv. flugvéla 1966-67). Hjá Loftleiðum 1968, í Noregi 1969-70. Flugvirki hjá Loftleiðum 1970-75, aukastarf hjá Air Viking 1973-75. Hjá Arnarflugi síðan 1976. Hefur kennt hjá Loftleiðum um rafkerfi flugvéla. Eiginkona 18. mars 1961: Hildur Davíðsdóttir, f. 17. okt. 1942. Foreldrar: Davíð Jónsson yfirverkstj. tækjadeildar Vegagerðar ríkisins og kona hans Hulda Björnæs. Börn: 1) Ingibjörg Elín, f. 5. jan. 1961. 2) Jón Þórir, f. 28. mars 1964. (1976)

Björn Kristinsson rafvirki, Njarðvík. F. 11. ágúst 1951 í Reykjavík. Foreldrar: Kristinn Björnsson rafvm., Keflavík, f. 2. ágúst 1925 að Hafnarhólmi, Strandas., og kona hans Magnea Jónsdóttir, f. 4. nóv. 1926. Rafvirkjanám hjá föður sínum 1968-72. Iðnsk. Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1972. Vann hjá föður sínum í nokkur ár, nú hjá Varnarliðinu Keflavíkurflugvelli. Eiginkona Jóhanna Þórmarsdóttir, f. 21. júlí 1953. Foreldrar: Þórmar Guðjónsson vélvirki og kona hans Guðrún Stefánsdóttir. Barn: Guðrún Þóra, f. 13. júní 1977. (1978)

Björn Magnússon plötu- og ketilsmiður, Suðurgötu 18, Keflavík. F. 15. okt. 1913 á Emmubergi á Skógarströnd. Foreldrar: Magnús Friðjón Björnsson járnsm., f. 23. ágúst 1885, d. 21. júlí 1953, og 1. kona hans Kristín Stefanía Bjarnadóttir. Lærði hjá föður sínum, Magnúsi Björnssyni. Einn af fyrstu nemendum í iðnskóla í Keflavík 1935-37. Sveinspróf 1943. (Meist. 1963.) Stofnaði vélsmiðju 1946. Smíðaði aðallega miðstöðvarkatla (B. M. katla). Á seinni árum smíðaði hann aðallega yfirbyggingar á skip og byggði stórt verkstæðishús í því skyni. Seldi húsið og vélarnar 1968. Stjórnarform. J. P. K. (Járniðnaðar og pípulagningaverktakar Keflavíkur) frá 1958 og form. Samvinnun. Keflavíkurverktaka frá 1961. Eiginkona 18. nóv. 1939: Guðrún Einarsdóttir, f. 10. maí 1920. Foreldrar: Einar Guðbergur Sigurðsson skipstj., f. 22. sept. 1893, og kona hans María Guðmundsdóttir, f. 20. mars 1899. Börn: Drengur, f. 4. maí 1940, dó ungur óskírður. Kjörbörn: 1) Lúðvík Guðberg, f. 8. maí 1944, eiginkona Þórdís Garðarsdóttir. 2) Einar Guðberg, f. 24. ágúst 1949, plötu og ketilsm., eiginkona Julianne Marie Nielsen. 3) María Kristín, f. 25. des. 1959.  (1976)

Björn Guðmar Maronsson múrari, Hlíðargötu 32, Sandgerði. F. 2. júlí 1939 á Sigluf. Foreldrar: Maron Björnsson verkam., f. 5. maí 1911 á Hofsósi, og Þórunn Fjóla Pálsdóttir, f. 7. febr. 1916 í Sandgerði Föðurforeldrar: Björn Pétursson sjómaður, Sigluf., og kona hans Þórey Sigurðardóttir. Móðurforeldrar: Páll Pálsson skipstj., Sandgerði, og kona hans Helga Pálsdóttir. Múraranám hjá Agli Eyjólfssyni í Keflavík. Iðnsk. Keflavík. Sveinspróf 1965. Vann síðan við múrverk í nokkur ár. Hefur síðan rekið verslun og jafnframt unnið við múrverk. Eiginkona 17. sept. 1961: Lydía Egilsdóttir, f. 22. okt. 1941. Foreldrar: Egill Eyjólfsson múrari og kona hans Helga Þórarinsdóttir. Börn: 1) Ómar Helgi, f. 17. sept. 1959. 2) Fjóla Þórunn, f. 15. febr. 1961. 3) Helga Egla, f. 18. sept. 1969. (1978)

Björn Jóhann Óskarsson bifvélavirki, Kirkjubraut 15. Innri-Njarðvík. F. 1. ágúst 1931 í Reykjavík. Foreldrar: Óskar Gladstone Jóhannsson skósm., f. 27. ágúst 1898 á Sauðárkróki, d. 24. des. 1961, og kona hans Guðmunda Jóna Kristjánsdóttir, f. 23. sept. 1912 í Skálavík. N.-Ís. Föðurforeldrar: Jóhann Jóhannesson kaupsýslum. og kona hans Sigurbjörg Guðnadóttir. Móðurforeldrar: Kristján Sigurðsson bóndi og sjómaður og kona hans Jónína Guðnadóttir. Verkl. sveinspróf í bifvv. Í Reykjavík 1973, skv. leyfi menntamálaráðherra. Hefur unnið á bifrverkst. Egils Vilhjálmssonar í 1 ár, Hrafns Jónssonar, Reykjavík, 1 ár, og Heiðmundar Ottossonar, Reykjavík, 1 1/2 ár. Akstur almenningsvagna fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli u.þ.b. 6 ár. Rekstureigin bílaverkst. á Bergi 1958-73. Hefur síðan unnið á bifrverkst. Í. A. V. á Keflavíkurflugvelli. Eiginkona 30. apríl 1956: Erna Guðlaugsdóttir, f. 30. apríl 1932. Foreldrar: Guðlaugur Jónsson verslm. og bóndi, f. 1893, og kona hans Guðlaug Jakobsdóttir, f. 1891, d. 1938. Bjuggu í Vík í Mýrdal. Börn: 1) Óskar Jóhann, f. ll. sept. 1955, blikksmnemi. 2) Guðlaugur Gunnar. f. 21. des. 1956, nemi í búfjárrækt. 3) Guðmunda Rut, f. 19. mars 1965. 4) Sigurður Guðni, f. 21. júlí 1971.     (1977)

Björn Samúelsson húsasmiður, Skólavegi 48, Keflavík. F. 29. okt. 1944 í Tjarnarkoti, Sandgerði Foreldrar: Samúel Björnsson vélstj., f. 28. júlí 1920 að Laufási, Miðneshr., og kona hans Einarína S. Magnúsdóttir, f. 28. júlí 1922 á Sjónarhóli, Sandgerði Föðurforeldrar: Björn Samúelsson útvegsbóndi og kona hans Guðbjörg S. Guðjónsdóttir frá Tjarnarkoti. Móðurforeldrar: Magnús Kr. Sigurðsson fiskmatsm. og kona hans Rósa Einarsdóttir, Geirlandi, Sandgerði Húsasmíðanám hjá Þórarni Ólafssyni, Keflavík, 1963 -67. Iðnskóli Keflavíkur s. t. Sveinspróf 1967 í Keflavík. Hefur síðan unnið hjá Dverghömrum sf. K.: Margrét Ragnarsdóttir. Þau skildu. Barn: Samúel, f. 25. ágúst 1963. Býr með Elínu Eltonsdóttur, f. 15. maí 1946. Foreldrar: Elton McElwrath og kona hans Aðalheiður Jónsdóttir. Barn: Sveinn, f. 5. júlí 1973.  (1978)

Björn Stefánsson múrari, Keflavík. F. 13. sept. 1957 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Þröstur Sigurðsson múrari og kona hans Sesselja Vilborg Jónsdóttir. Gagnfræðaskóli Njarðvík og Hlíðardalssk. 1972-74. Lærði múrsmíði hjá föðursínum 1975-79. Fjölbrsk. Suðurn. sama ár. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Vann fyrir iðnnám hjá Í. A. V. á Höfðabakka í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli sem handlangari. Barn: Benedikt Sigurður, f. 4. ágúst 1978. (1979)

Bóas Valdórsson bifvélavirki, Brekkustíg 23, Y.-Njarðvík. F. 16. apríl 1911 að Stuðlum í Reyðarf. Foreldrar: Valdór Bóasson útgm., f. 16. sept. 1886 að Stuðlum, d. 1927, og kona hans Herborg Jónasdóttir, f. 23. ágúst 1887 að Hlíðarenda í Breiðdal. Föðurforeldrar: Bóas Bóasson bóndi í Borgargerði í Reyðarf., f. 1855 að Stuðlum, og kona hans Sigurbjörg, f. 1856, Halldórsdóttir, bónda á Geitfelli Jónssonar, prests á Grenjaðarstað Jónssonar. Móðurforeldrar: Jónas Pétur Bóasson bóndi á Geldingi í Breiðdal. f. 1849 í Hólmssókn (bróðir Bóasar í Borgargerði), og kona hans Jóhanna Jónsdóttir frá Eyri í Reyðarfirði, f. þar 1851. Rak eigið bílaverkst. á Reyðarf. 1944-54 og í Keflavík 1959-65. Hefur unnið í vélsmiðju og verið á sjó sem vélstj. til ársins 1971. Síðan í áhaldahúsi Njarðvíkurhr. Sveinspróf Í bifvv. 1957. Stundaði ökukennslu á Austurlandi. Eiginkona 19. sept. 1939: Margrét Eiríksdóttir, f. 11. júní 1918 að Fremra-Seli í Hróarstungu. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson kennari, f. 1. maí 1889 að Hjartarstöðum, Hjaltastaðaþinghá, og kona hans Kristín Sigurbjörnsdóttir. f. 17. nóv. 1895 að Ekkjufelli, Fellum. N.-Múl. Börn: 1) Eðvald, f. 27. júlí 1943, húsasmiður, eiginkona Sigrún Albertsdóttir. 2) Valdór, f. 10. sept. 1948, húsasmiður. Býr í Reykjavík, eiginkona Rósa Gústafsdóttir. 3) Eiríkur, f. 23. okt. 1951, garðyrkjum., eiginkona Matthildur Ólafía Bjarnadóttir garðyrkjufr.  (1979)

Bogi Petersen húsgagnasmiður. Heiðargarði 4, Keflavík. F. 15. okt. 1945 í Naskov, Danmörk. Foreldrar: Thage Otta Petersen múrari, f. 4. okt. 1921 í Naskov, d. 2. febr. 1949, og Metha Marie Eriksen, f. 11. maí 1919 í Naskov. Föðurforeldrar: Martha og Anders Petersen verkam. Móðurforeldrar: Bothilda Marie og Peter Hansen verkam. Miðsk. Naskov 1952-60. Skipasm. Í Naskov skipasmst. 1960-65. Sveinspróf 1965 í Naskov. Húsgagnasm. hjá Sigurði Jóhannssyni, Borgarn., 1968-70. Iðnskóli Borgarn. 1970. Sveinspróf 1970 í Borgarn. Vann í skipasmst. í Naskov til apríl 1965. Í herþjónustu 1. 5. 1965 til 1. 7. 1966. Holbæk skipasmst. júlí 1966. Húsgagnaverkst. Sigurðar Jóhannssonar, Borgarn., 1966-71. Trésmíðaverkst. Einars Gunnarssonar síðan 1971. Eiginkona: Erla Guðmundsdóttir, f. 18. mars 1945. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson bifrstj., Borgarnesi, og kona hans Ingvarina Sigríður Vilborg Einarsdóttir. Börn: 1) Guðmundur, f. 9. nóv. 1966. 2) Lísa, f. 12. júní 1971. (1977)

Borgar Jens Jónsson húsasmiður, Jaðri. Höfnum. F. 5. febr. 1954 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Halldór Borgarsson vélvirki, f. 9. júlí 1933 á Hesteyri, og kona hans Guðlaug Magnúsdóttir, f. 30. júlí 1935 í Reykjavík. Gagnfræðaskóli Keflavík 1969-71. Húsasmíðanám hjá Hreini Óskarssyni Njarðvík (Héðinn og Hreinn) 1971-74. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1975. Meirapr. bílstj. 1975. Vann við húsasmíði hjá Trésmíðaverkst. Héðins og Hreins til júlí 1976. Síðan hjá Dverghömrum sf. Fulltrúi Fasteignamats ríkisins. Ókv. Bl. (1977)

Borgar Lúðvík Jónsson skipasmiður, Njarðvík. F. 10. nóv. 1955 í Borgarn. Foreldrar: Jón Einar Bjarnason vélstj., f. 27. júní 1910, og kona hans Kristín Þórðardóttir, f. 21. sept. 1912. Föðurforeldrar: Bjarni Sveinsson verkam. og kona hans Björg Einarsdóttir. Móðurforeldrar: Þórður Árnason bóndi og kona hans Sigurveig Davíðsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1968-72. Lærði skipasm. í Skipasmíðast. Njarðvíkur 1975-79. Fjölbrautarskóli Suðurnesja sama ár Sveinspróf 1979. Vann í Sjöstjörnunni á sumrin 1969-71. allt árið 1971-73. Hjá Áka Gränz sumrin 1973-75. Ólafi Lárussyni veturinn 1974-75. Í stjórn Iðnnemafél. Suðurn., eitt tímabil spjaldskrárritari., eitt tímabil formaður. Eiginkona 16. des. 1978: Bára Andersdóttir, f. 10. ágúst 1956. Foreldrar: Anders Guðmundsen vélstj. og kona hans Guðrún Sigurlaug Þóroddsdóttir. Börn: 1) Helena Rut, f. 2. jan. 1975. 2) Guðrún Andrea, f. 20. apríl 1979. (1979)

Bragi Guðjónsson múrari, Njarðvíkurbraut 13, Innri-Njarðvík. F. 22. jan. 1936 á Sigluf. Foreldrar: Guðjón Jónsson og kona hans Magnea Halldórsdóttir. Albr. Þórmars vélvirki (sjá þar). Barnaskóli Sigluf. 1944-45. Barnaskóli Kópav. 1945-49. Sjómannask. Reykjavík 1961-62. Iðnsk. Reykjavík 1966. Iðnskóli Keflavíkur 1968-71. Múraranám hjá Þóri Kristinssyni, Reykjavík og Keflavík, 1966-71. Sveinspróf í Keflavík 1971. Stundaði sjómennsku og ýmis önnur störf 1953-66. Síðan að mestu við múrverk. Flutti suður í Njarðvíkur 1968. Eiginkona 22. apríl 1962: Ásta Andersen, f. 30. mars 1939 í Reykjavík. Foreldrar: Kai Andersen verkstj., f. 3. febr. 1906. Dáinn 1. okt. 1974, og kona hans Ágústa Kristín Ingimundardóttir, f. 22. júlí 1906, d. 17. okt. 1974. Börn: 1) Kristinn, f. 11. nóv. 1960. 2) Ágústa K., f. 11. júní 1962. 3) Margrét, f. 8. des. 1963. 4) Jón H., f. 18. júní 1967. 5) Einar Bragi, f. 28. sept. 1971. 6) Elísa Dagmars, f. 1. mars 1977. (1977)

Bragi Eyjólfsson rennismiður, Hjallavegi 3, Y.-Njarðvík. F. 12. mars 1945 í Keflavík. Foreldrar: Eyjólfur Eyjólfsson vélstj., f. 8. sept. 1904 í Keflavík, og kona hans Sigurbjörg Davíðsdóttir, f. 3. mars 1907. Föðurforeldrar: Eyjólfur Þórarinsson útvegsbóndi og kona hans Guðrún Egilsdóttir. Móðurforeldrar: Davíð Sigurðsson bóndi og kona hans Svanborg Ágústa Vigfúsdóttir. (Albr. Hafsteins Eyjólfssonar rennism.) Gagnfræðaskóli Keflavík 1958-62. Iðnskóli Keflavíkur 1962-65. Vélskóli Íslands 1966-69, 4. stig. Nám í rennism. Í Dráttarbr. Keflavíkur 1962-66. Sveinspróf í Keflavík 1966. Vann almenna unglingavinnu fram að iðnnámi. Vélstjóri á fiskibátum 1969-70. Vann hjá Dráttarbrautinni sem sveinn til 1972 og síðan sem verkstjóri Í véladeild til 1976. Réðst þá sem stöðvarstj. til Hitaveitu Suðurn. Í Svartsengi og starfar þar enn. Í prófnefnd við sveinspróf í járniðnaði frá 1975 og prófdómari við Fjölbrautarskóli Suðurnesja (vélstjórabraut) 1977.  Eiginkona 4. júlí 1970: Elísabet Dröfn Ástvaldsdóttir, f. 24. okt. 1947. Foreldrar: Ástvaldur Kristinsson, f. 9. sept. 1924, og Borghildur Pétursdóttir, f. 5. júní 1925. Börn: l) Borgar Þór, f. 21. des. 1969. 2) Davíð Óðinn, f. 22. des. 1970. (1977)

Bragi Guðmundsson húsasmiður. Vesturgötu 6, Keflavík. F. 10. maí 1955 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Ívarsson húsasm. í Grindavík og fyrri kona hans Bára Karlsdóttir. Fósturforeldrar: Pétur Jóhannsson rennism. og vélstj., f. 23. júní 1925 í Hafnarf., og kona hans Sveinbjörg Valgerður Karlsdóttir, f. 2. jan. 1927 í Grindavík. Gagnfræðaskóli Keflavík 1968-72. Iðnskóli Keflavíkur 1972-76. Húsasm. hjá Gottskálk Ólafssyni 1972-76. Sveinspróf 1976 í Keflavík. Stundaði fiskvinnu í æsku, síðan múrverk um tíma hjá Ásgeiri Benediktssyni. Hefur síðan unnið við iðn sína hjá Braga Pálssyni, Þorvaldi Ólafssyni og Dverghömrum sf., Keflavíkurflugvelli. Sambýliskona: Valgerður Þorvaldsdóttir, f. 18. okt. 1955. Foreldrar: Þorvaldur Halldórsson skipstj. og útgm. í Vörum, Garði, og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Barn: Pétur, f. 28. jan. 1975.     (1977)

Bragi Geirdal Guðmundsson rafvirki, Reykjavík. F. 7. apríl 1927 á Ísaf. Foreldrar: Guðmundur E. Geirdal kennari og kona hans Vilhelmína Pétursdóttir. Albr. Péturs rafv. Barnaskóli Ísaf. Rafvirkjanám hjá Pétri Geirdal og Júlíusi Steingrímssyni, Keflavík, 1943-47. Iðnskóli Keflavíkur 1943-46. Iðnsk. Reykjavík 1946-47. Sveinspróf 1947. Flutti til Reykjavíkur 1948. Var í siglingum á m/s Kötlu II 1948-54. Vann síðan sem rafv. Fékk verktakaleyfi í Reykjavík 1957 og hefur starfað sem sjálfstæður atvinnurekandi síðan. Hefur útskrifað 5 nema. Eiginkona 2. apríl 1955: Ragnhildur Þorbjörnsdóttir, f. 17. júlí 1935 í Reykjavík. Foreldrar: Þorbjörn Bjarnason pípulm. og kona hans Guðríður Þórólfsdóttir. Börn: 1) Björk Geirdal. f. 14. jan. 1955. sjúkraliði. m. Axel Sölvason rafv. 2) Guðmundur Rafn Geirdal, f. 28. febr. 1960. félagsfræðin. í háskóla.  (1980)

Bragi Ingvason húsasmiður, Borgarhrauni 16. Grindavík. F. 10. sept. 1945 að Ketilsstöðum, Hörðudal, Dal. Foreldrar: Ingvi Jónsson verkam., f. 2. febr. 1904 í Ljárskógum, Dal. og kona hans Guðrún Jóelsdóttir, f. 22. júní 1912 í Laxárdal, Skógarströnd, Snæf. Föðurforeldrar: Jón Guðmundsson bóndi (hafði lært gullsmíði og Ijósmyndun og hafði það sem aukastarf) og kona hans Anna Hallgrímsdóttir. Móðurforeldrar: Jóel Gíslason bóndi og kona hans Halldóra Einarsdóttir. Barna og unglsk. Grindavík 1952-59. Reykjansk. við Ísafj.djúp 1 vetur. Lærði húsasm. hjá Þórði P. Waldorff 1972-76. Iðnskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1976 í Grindavík. Sjóm. til 1972, síðan húsasm. Eiginkona 28. des. 1968: Bylgja B. Guðmundsdóttir, f. 8. apríl 1948. Foreldrar: Guðmundur Karlsson skipstj. og kona hans Sigurbjörg Óskarsdóttir. Börn: 1) Guðmundur Laufdal, f. 21.apr. 1967. 2) Guðrún Inga, f. 24. mars 1971. 3) Helgi Rúnar, f. 5. júní 1976. (1977)

Þorgrímur Bragi Pálsson húsasmiður, Langholti 7, Keflavík. F. 3. jan. 1937 á Sauðárkróki. Foreldrar: Páll Þorgrímsson, f. 25. mars 1893 að Enni í Skagaf., skólavörður, d. 5. maí 1965, og kona hans Pálína Bergsdóttir, f. 17. apríl 1902 í Langadal, Húnavs. Föðurforeldrar: Þorgrímur Kristjánsson bóndi Ljótsstöðum, Höfðaströnd, síðar Tumabrekku, Óslandshlíð, og kona hans Guðmunda Brynhildur Sigmundsdóttir. Móðurforeldrar: Bergur Sveinsson bóndi í Húnavs. og Jóhanna Sveinsdóttir. Gagnfræðaskóli Sauðárkróks 1951-54. Húsasmíðanám í Trésmíðaverkst. Hlyn á Sauðárkróki, meistari Björn Guðnason, 1958-61. Iðnsk. Sauðárkróks. Sveinspróf 1961 á Sauðárkróki. Verslunarstörf 1954-55. Rafmagnsv. ríkisins 1955-57. Trésmíðaverkst. Þórarins Ólafssonar, Keflavík, síðan. Hefur rekið það eftir lát Þórarins 1967 ogsem eigandi frá 1970. Eiginkona 15. nóv. 1964: Guðrún Ásta Þórarinsdóttir, f. 15. ágúst 1941. Foreldrar: Þórarinn Ólafsson húsasm., Keflavík, og Kristín Elíasdóttir. Börn: 1) Kristín, f. 20. sept. 1964. 2) Tryggvi Þór, f. 25. jan. 1967. 3) Bragi, f. 25. jan. 1967. Dáinn 9. febr. 1967. 4) Ólafur Bragi, f. 23. okt. 1971. 5) Birgir Már, f. 24. febr. 1973. (1978)

Brynhildur Bjarnadóttir hárgreiðslukona, Arnarhrauni 10, Grindavík. F. 29. ágúst 1954 í Grindavík. Foreldrar: Bjarni G. Gunnarsson verkstj., f. 21. júní 1930 í Grindavík, og kona hans Jenný Þorsteinsdóttir, f. 5. júlí 1933 á Akureyri. Föðurforeldrar: Gunnar Ólafsson sjómaður og kona hans Ólöf Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Þorsteinn Magnússon verkam. og kona hans Brynhildur Ólafsdóttir húsm. Vogask. Reykjavík frá 8 ára aldri og lauk þaðan gagnfræðaprófi Hárgr. hjá Steinunni Þorsteinsdóttur Reykjavík 1971-74. Iðnsk. Reykjavík sama ár. Sveinspróf 1974 í Reykjavík. Vinnur í Landsb. Ísl. í Grindavík frá 1. okt. 1974. Trúnaðarmaður Landsb. í Grindavík. Í stjórn Bankamanna á Suðurn. Eiginmaður 2. febr. 1974: Þórir Kristinsson, f. 6. maí 1952. Þau skildu. Foreldrar: Kristinn Einarsson fulltrúi og kona hans Ebba Andersen húsm. Barn: Jenný Þórisdóttir, f. 18. ágúst 1974. (1977)

Brynjar Halldórsson rafvirki, Greniteig 32, Keflavík. F. 15. júní 1947 í Keflavík. Foreldrar: Halldór Ibsen útgm., f. 25. febr. 1925 í Súgandaf., og kona hans Sigþrúður Tómasdóttir, f. 15. jan. 1917 í Keflavík. Föðurforeldrar: Ibsen Guðmundsson form. og kona hans Lovísa Kristjánsdóttir. Móðurforeldrar: Tómas Snorrason kennari og bóndi og kona hans Jórunn Tómasdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1960-62. Rafv. hjá Guðbirni Guðmundssyni (Geisla hf.) 1965-69. Iðnskóli Keflavíkur sama ár. Sveinspróf 1970 í Reykjavík. Tveggja mánaða meistaranám í Tækniskóla Isl. 1975. Vann í frystihúsum á gagnfræðaskólaárunum á sumrin. Hjá Bílasprautun Suðurn. sumarið 1962. Sjóm. á m/b Gísla lóðs GK 1962-63 og á m/b Lóm KE 1963-64. Við saltfiskverkun hjá Útvör hf. 1964-65. Rafv. frá þeim tíma. Hjá Geisla hf. í 5 ár auk iðnnáms. Rafvélaverkst. Axels Sölvasonar, Reykjavík, 8 mán. Rak rafvélaverkst. ásamt Friðriki Georgssyni í 1 1/2 ár. Félagi í Lionskl. Njarðvíkur. Hefur starfað að æskulýðsmálum, var í æskulýðs og íþróttan. Njarðvíkur. Er í Karlakór Keflavíkur. Varaform. fyrstu stjórnar F. U. S. Njarðvík. Eiginkona 19. maí 1967: Helga Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1946. Foreldrar: Guðmundur Sveinsson bifrstj. og kona hans Anna Elíasdóttir. Börn: 1) Guðmundur, f. 22. júní 1968. 2) Brynja Sif, f. 1. febr. 1974. (1977)

Brynjar Hansson pípulagningamaður, Faxabraut 67, Keflavík. F. 12. júní 1943 í Ólafsv. Foreldrar: Hans Sigurberg Danelíusson sjómaður, f. 19. ágúst 1918 á Hellissandi, og kona hans Björndís Guðmundsdóttir, f. 29. júlí 1923 á Brimilsvöllum, Fróðárhr. Föðurforeldrar: Danelíus Sigurðsson skipstj. og kona hans Sveindís Hansdóttir. Móðurforeldrar: Guðmundur Ólafsson sjómaður og kona hans Sumarrós Einarsdóttir. Gagnfræðaskóli Keflavík 1955-59. Lærði pípulagnir hjá Hjalta Hjaltasyni 1964-68. Iðnskóli Keflavíkur sama ár Sjóm. Í Keflavík 1957-64. Hefur unnið hjá Varnarliðinu 1969-72, þá á sjó eitt ár og við pípul. Í Keflavík. Í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli síðan 1974. Eiginkona 2. júní 1962: Rut Lárusdóttir, f. 4. ágúst 1944. Foreldrar: Lárus Eiðsson húsgagnasmiður og kona hans Guðrún Árnadóttir, Keflavík. Börn: 1) Guðrún Lára, f. 1. des. 1962. 2) Solveig Hanna, f. 21. febr. 1974. (1978)

Guðjón Brynjar Sigmundsson húsasmiður, Borgarvegi 10, Y.-Njarðvík. F. 11. ágúst 1950 í Reykjavík. Foreldrar: Sigmundur Baldvinsson verkam., f. 4. okt. 1918 í Grímsey, og kona hans Anna Fríða Magnúsdóttir, f. 20. maí 1928 í Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík. Föðurforeldrar: Baldvin Sigurbjörnsson og kona hans Bryngerður Frímannsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Ólafsson útvegsbóndi og kona hans Þórlaug Magnúsdóttir. Lærði húsasmíði hjá Jóni B. Kristinssyni, Keflavík, 1971-75. Iðnskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1976. Hefur unnið hjá Skarphéðni Jóhannssyni húsasm. Í Njarðvík, Trausta Einarssyni múrara, Njarðvík, Jóni B. Kristinssyni, Keflavík, og nú hjá Keflavíkurverktökum (Jakobi Kristjánssyni). Eiginkona 31. ágúst 1974: Ingunn Ingvarsdóttir, f. 14. jan. 1954. Foreldrar: Ingvar Einarsson símaverkstj. og Anna Valgerður Gissurardóttir gæslum.  (1977)

Brynjar Þórarinsson húsasm., Reykjavík. F. 18. febr. 1957 í Keflavík. Foreldrar: Þórarinn Brynjar Þórðarson rennism.og kona hans Jóhanna Valtýsdóttir. Albr. Kristjáns rennism. Þeir og Þórður Arnar og Guðjón Már Höskuldssynir rennism. eru bræðrasynir. Höskuldur Þórðarson rennism. er föðurbróðir Brynjars. Gagnfræðaskóli Keflavík 1970-74. Lærði húsasm. hjá Alexander Jóhannessyni, Keflavík, 1975-79. Fjölbrautarskóli Suðurnesja sama ár. Sveinspróf 1979 í Keflavík. Flutti til Reykjavíkur í okt. 1979. Vinnur hjá S. Í. S. í viðhaldsdeild. Eiginkona (sambúð): Hulda Guðlaug Sigurðardóttir, f. 22. sept. 1952. Foreldrar: Sigurður Freysteinsson bifrstj. og kona hans Sigrún Grímsdóttir.    (1980)

Þórarinn Brynjar Þórðarson rennismiður, Vatnsnesvegi 32, Keflavík. F. 2. okt. 1929 í Keflavík. Foreldrar: Þórður Sigurðsson vélstj., f. 1898 í Keflavík, d. 1937, og kona hans Kristjana Magnúsdóttir, f. 1905 að Hnjóti við Örlygshöfn í Patreksfirði. Föðurforeldrar: Sigurður Gíslason járnsm. og Guðrún Eyjólfsdóttir. Móðurforeldrar: Magnús Árnason bóndi og sjómaður og Sigríður Sigurðardóttir. Bróðir Höskuldar Arnar Þórðarsonar rennism. Lærði rennism. hjá Dráttarbr. Keflavíkur 1952-56. Sveinspróf þar 1955. Vélvirkjanám í Vélsm. Óðinn sf. 1964-66. Sveinspróf í vélvirkjun 1966. Iðnskóli Keflavíkur 1952-56. Starfaði hjá Eimskipafél. Reykjavíkur 1947-52. Dráttarbr. Keflavíkur 1952-56. Varnarliðinu 1956-57. Stofnaði Vélsm. Óðinn sf. 1957 ásamt Höskuldi bróður sínum. Hefur verið þar verkstjóri síðan. Eiginkona 28. júlí 1951: Jóhanna Valtýsdóttir, f. 17. júni 1930 í Vestmannaeyjum Foreldrar: Valtýr Brandsson verkam. og kona hans Ásta Sigrún Guðjónsdóttir. Börn: 1) Þóranna, f. 13. júlí 1951, eiginmaður Kristmann Klemensson sjómaður 2) Valdís, f. 20. apríl 1953, eiginmaður Helgi Hermannsson sjómaður 3) Kristján, f. 13. maí 1954, rennism., eiginkona Erla Sólbjörg Kristjánsdóttir. 4) Brynjar, f. 18. febr. 1957. 5) Ásta, f. 19. júní 1961. 6) Sigurþór, f. 28. nóv. 1966. (1978)

Brynleifur Konráð Jóhannesson bílamálari, Sunnubraut 40, Keflavík. F. 3. ágúst 1930 á Hellu, Blönduhlíð, Skagaf. Foreldrar: Jóhannes Guðmundur Guðmundsson bóndi þar, f. 1888 á Kirkjubóli, Seyluhr., Skagaf., d. 1957, og kona hans Sigþrúður Konráðsdóttir, f. 1895 á Bakka, Seyluhr., Skagaf., d. 1969. Föðurforeldrar: Guðmundur Benediktsson bóndi í Miklagarði, f. 1844, og kona hans Helga Jóhannesdóttir, f. 1850. Móðurforeldrar: Konráð Bjarnason, f. 1861 á Ytra-Skörðugili, og Rósa Magnúsdóttir, f. 1867 að Leyningi í Eyjaf. Vann hjá Bifrverkst. Akureyrar frá 1946-55. Fluttist þá til Keflavíkur og hóf störf hjá bæjarfógetaembættinu, fyrst sem lögrþj. og síðar á skrifst. bæjarf., þar til að hann hóf eigin atvinnurekstur, bílamálun og réttingar 1962. Fékk meistarabréf 2. nóv. 1966. Eiginkona 25. des. 1952: Aðalheiður Axelsdóttir, f. 24. okt. 1931. Foreldrar: Axel Björnsson vélstj. og kona hans Aðalheiður Ágústa Sigtryggsdóttir. Börn: 1) Jón Axel, f. 22. febr. 1951. 2) Brynja Ingibjörg, f. 15. maí 1953, gift í USA. 3) Jóhannes Guðmundur, f. 15. júlí 1956. 4) Karl Heiðar, f. 15. nóv. 1958. 5) Tobías Rúnar, f. 15. júní 1960. (1978)

Brynleifur Jónsson klæðskeri, Hringbraut 78, Keflavík. F. 17. ágúst 1923 á Akureyri.Foreldrar: Jón Sigurðsson verslm., f. 25. nóv. 1897 að Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal, og kona hans Magnúsína Kristinsdóttir, f. 1. jan. 1900 að Æsustöðum í Eyjaf. Föðurforeldrar: Sigurður Bjarnason bóndi og Hólmfríður Jónsdóttir. Móðurforeldrar: Kristinn Jósepsson sjómaður og Guðlaug Stefanía Benjamínsdóttir. Albr. Sigurðar Kr. Jónssonar húsasm. Gagnfræðaskóli Akureyri.Klæðskeranám hjá K. A., Self., 1941-45. Meistarar Sæmundur Pálsson og Daníel Þorsteinsson. Iðnsk. á Eyrarbakka, Self. og Reykjavík. Sveinspróf 1945 á Self. Stockholms Tillskárar Akademi 1946. Framhaldsnám í fataiðn veturinn 1975-76 við Konfektionsskolan Tredje Långgatan í Gautaborg og ennfremur námskeið fyrir kennara og verðandi kennara í „Hantverk och Industri", við Lärarhögskolan, Universitetet í Gautaborg, veturinn 1976-77. Hefur unnið við klæðskera og verslst. á ýmsum stöðum. Hjá Kf. Borgf. 1947-53. Síðan í Keflavík, fyrst með Jóhanni Péturssyni, síðan sjálfstætt í Keflavík og Reykjavík. Í fataverksm. íÍ Gautaborg 1964. Rak aftur Klæðaversl. B. J. og saumast. Í Keflavík 1965-75. Kennir nú við Iðnsk. Reykjavíkur. Rotaryfélagi í Keflavík 1965-75. Fulltrúi á Iðnþingi 1968. Eiginkona 15. nóv. 1941: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 19. febr. 1921. Foreldrar: Guðmundur Hannesson trésm. og kona hans Stefanía Sigurðardóttir, Stokkseyri. Börn: 1) Hjördís, f. 12. júní 1944, bankaritari, eiginmaður Einar Jóhannsson útvarpsv. 2) Jón Magnús, f. 21. okt. 1947, rennism. og vélstj., eiginkona Hanna Fjóla Eiríksdóttir hjúkrunark. 3) Guðmundur Stefán, f. 8. apríl 1949, húsasm. 4) Guðlaug, f. 17. apríl 1956. 5) Brynja, f. 29. jan. 1963.